Takkaborð tilfinninga minna Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 10. júní 2024 12:01 Ég hef stundum líkt tilfinningalífi mínu við svona takkaborð sem ljósa- og hljóðmenn nota í leikhúsinu eða á tónleikum. Á slíku borði eru bæði on & off takkar, snúningstakkar og svona sleðar sem auka eða draga úr tilfinningum eða viðbrögðum mínum. Alla jafna eru stillingarnar bara svona frekar rétt stilltar og bæði birta og hljóð bara nokkuð þægileg og í góðu flæði fyrir skilningarvit mín. Svo stundum kemur eitthvað fyrir í lífinu og þá er eins og ljósa- og hljóðmaðurinn fari bara á stjórnlaust flug og leiki sér að því að setja alla sleðana í botn á sama tíma og ýti ótt og títt á off og on takkann. Svo ef ég sæti út í sal á þessu leikriti eða tónleikum þá væru bæði birtan og hljóðið orðin að mjög miklu áreiti og verða jafnvel triggerandi. Á svona stundum, þegar stjórnandi takkaborðsins fær slíkt æðiskast, getur verið svo gott að hitta einhvern sem kemur auga á þessar rang-stillingar þá og þegar. Aðili sem hefur færni til að grípa í takkana og í rólegheitum stillt þá aftur á sinn stað. Það gerir viðkomandi með því að viðurkenna líðan þína og skilja að það sem kom fyrir þig hefur haft þessi áhrif á þig. Veitir þér aðstoð til að skilja þetta líka, bera kennsl á tilfinningarnar og setja á þær nafn.Stundum er þetta svona einfalt. Í Berginu-headspace starfar einmitt svona aðstoðarfólk, svona fólk sem kann að grípa inn í ljóslogandi takkaborð tilfinningalífs okkar. Þau kunna að tala um tilfinningar og aðstoða okkur að tala um tilfinningar líka. Í Berginu headspace getur ungt fólk á aldrinum 12 - 25 ára bókað viðtal án þess að þurfa tilvísun eða greiningu frá lækni, vera sett á biðlista, þurfa að greiða fyrir viðtalið. Síðan 2019 hafa alls 2500 ungmenni leitað til Bergsins þegar þau hafa upplifað vanlíðan sem þarfnast sálræns stuðnings fagaðila. Vanlíðan sem getur verið hjartasorg eftir sambandsslit eða sjálfvígshugsanir. Og allt þar á milli. Bergið er lágþröskuldaþjónusta sem leggur áherslu á að grípa ungmenni í vanlíðan eins fljótt og auðið er. Og það getur skipt sköpum. Þau sem vilja styrkja Bergið geta fara inn á heimasíðu Bergsins, www.bergid.is. Þar má líka kaupa boli og derhúfur sem eru hluti af herferð sem ber yfirskriftina „Tölum um tilfinningar“. Höfundur er í stjórn Bergsins headspace og elskar að tala um tilfinningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ég hef stundum líkt tilfinningalífi mínu við svona takkaborð sem ljósa- og hljóðmenn nota í leikhúsinu eða á tónleikum. Á slíku borði eru bæði on & off takkar, snúningstakkar og svona sleðar sem auka eða draga úr tilfinningum eða viðbrögðum mínum. Alla jafna eru stillingarnar bara svona frekar rétt stilltar og bæði birta og hljóð bara nokkuð þægileg og í góðu flæði fyrir skilningarvit mín. Svo stundum kemur eitthvað fyrir í lífinu og þá er eins og ljósa- og hljóðmaðurinn fari bara á stjórnlaust flug og leiki sér að því að setja alla sleðana í botn á sama tíma og ýti ótt og títt á off og on takkann. Svo ef ég sæti út í sal á þessu leikriti eða tónleikum þá væru bæði birtan og hljóðið orðin að mjög miklu áreiti og verða jafnvel triggerandi. Á svona stundum, þegar stjórnandi takkaborðsins fær slíkt æðiskast, getur verið svo gott að hitta einhvern sem kemur auga á þessar rang-stillingar þá og þegar. Aðili sem hefur færni til að grípa í takkana og í rólegheitum stillt þá aftur á sinn stað. Það gerir viðkomandi með því að viðurkenna líðan þína og skilja að það sem kom fyrir þig hefur haft þessi áhrif á þig. Veitir þér aðstoð til að skilja þetta líka, bera kennsl á tilfinningarnar og setja á þær nafn.Stundum er þetta svona einfalt. Í Berginu-headspace starfar einmitt svona aðstoðarfólk, svona fólk sem kann að grípa inn í ljóslogandi takkaborð tilfinningalífs okkar. Þau kunna að tala um tilfinningar og aðstoða okkur að tala um tilfinningar líka. Í Berginu headspace getur ungt fólk á aldrinum 12 - 25 ára bókað viðtal án þess að þurfa tilvísun eða greiningu frá lækni, vera sett á biðlista, þurfa að greiða fyrir viðtalið. Síðan 2019 hafa alls 2500 ungmenni leitað til Bergsins þegar þau hafa upplifað vanlíðan sem þarfnast sálræns stuðnings fagaðila. Vanlíðan sem getur verið hjartasorg eftir sambandsslit eða sjálfvígshugsanir. Og allt þar á milli. Bergið er lágþröskuldaþjónusta sem leggur áherslu á að grípa ungmenni í vanlíðan eins fljótt og auðið er. Og það getur skipt sköpum. Þau sem vilja styrkja Bergið geta fara inn á heimasíðu Bergsins, www.bergid.is. Þar má líka kaupa boli og derhúfur sem eru hluti af herferð sem ber yfirskriftina „Tölum um tilfinningar“. Höfundur er í stjórn Bergsins headspace og elskar að tala um tilfinningar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar