Palestína og Vestur-Sahara – Tvær vonlausar aðskilnaðarhreyfingar Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 27. júní 2024 14:00 Hversu margar þjóðir eru til? Þeirri spurningu er erfitt að svara nákvæmlega en nokkuð auðvelt að áætla gróflega. Vefsíða Sameinuðu þjóðanna nefnir yfir 5.000 ólíka hópa sem eru skilgreindir sem frumbyggjaþjóðir. Yfir 7.000 tungumál töluð í heiminum, en sérstök þjóðtunga er oft talin eitt helsta einkenni þjóðar. Sjálfstæð ríki heimsins eru hins vegar færri en 200. Það segir sig því sjálft að aðeins lítill minnihluti þjóða heimsins getur átt sér þjóðríki. Engu að síður rembast ákveðnar hreyfingar eins og rjúpan við staurinn við að galdra fram ný þjóðríki. Að minnsta kosti nokkrir tugir aðskilnaðarhreyfinga eru starfræktar í heiminum. Margar þeirra eru fjármagnaðar af ríkjum sem leitast við að grafa undan stöðugleika óvinaríkja sinna. Þeirra á meðal eru aðskilnaðarhreyfing Palestínumanna og undirdeildir hennar, til dæmis hryðjuverkasamtökin Hamas. Miðað við einhæfa fjölmiðlaumfjöllun undanfarin ár mætti halda að átökin fyrir botni Miðjarðarhafs væru einsdæmi á heimsvísu. En um allan heim geisa stríð sem fá ekki umfjöllun í almennum fjölmiðlum. Eitt þeirra er háð af aðskilnaðarhreyfingu sem líkist mjög þeirri palestínsku. Hún kallast Polisario-hreyfingin (e. The Polisario Front)og berst fyrir sjálfstæðu ríki í Vestur-Sahara. Hreyfingin er meðal annars fjármögnuð af Alsír og Suður-Afríku. Vestur-Sahara, fyrrum spænsk nýlenda sem er nú undir stjórn Marokkó, er aðeins viðurkennt sem sjálfstætt ríki af litlum hluta alþjóðasamfélagsins. Söguleg yfirráð Marokkó yfir svæðinu fyrir nýlendutímann eru vel skjalfest. Nokkrir ættbálkar Vestur-Sahara hafa auk þess fúslega viðurkennt yfirráð Marokkó yfir svæðinu. Íbúar strandlengjunnar líta á sig sem Marokkóbúa og telja Vestur-Sahara vera óaðskiljanlegan hluta af Marokkó. En ákveðinn hluti íbúa Vestur-Sahara er á öðru máli. Þeir hafa tekið upp nýja sjálfsmynd og, líkt og Palestínumenn, umbreytt landafræðilegu heiti yfir í þjóðernisheiti. Þeir kalla sig Sahrawi-fólkið og eru að upplagi blanda af berbískum og arabískum ættbálkum. Sahrawi-fólkið býr í eyðimörkinni, fjarri ströndinni sem liggur að verðmætustu auðlind landsins, fiskimiðum Atlantshafsins. Það hefur sýnt sig að lítið verður úr ríkjum sem eru snauð af náttúruauðlindum. Alþjóðasamfélagið gerir sér grein fyrir þessu og flest ríki heimsins, þeirra á meðal Ísland, viðurkenna ekki sjálfstæði Vestur-Sahara. Við nánari athugun má sjá að samnefnarar milli Sahrawi-fólksins og Palestínumanna eru fjölmargir. Aðskilnaðarhreyfingar Palestínumanna og Sahrawi-fólksins urðu til á seinni hluta síðustu aldar og byggðu meðal annars á andvestrænni sósíalískri hugmyndafræði. Báðir hópar eru að upplagi arabískumælandi múslimar. Fáni Vestur-Sahara er nánast alveg eins og palestínski fáninn, fyrir utan litlu stjörnuna og sigðmánann í miðjunni (Báðir fánarnir eru byggðir á fána Jórdaníu og pan-arabíska fánanum frá 1917). Ef Vestur-Sahara væri sjálfstætt ríki væri það lífvana og misheppnað, líklega á pari við Sómalíu og Afganistan. Ef alþjóðasamfélagið tæki sig saman um að vopnvæða Sahrawi-fólkið og styðja baráttu þess myndi Vestur-Sahara fuðra upp í varanlegri borgarastyrjöld. Það eina sem tryggir frið á svæðinu eru í raun hinir miklu yfirburðir yfirvalda í Marokkó. Yfirburðir þeirra eru einfaldlega það miklir að Polisario-hreyfingin ræðst ekki í stórtækar aðgerðir gegn þeim, heldur takmarkar sig við minniháttar skærur. Í upphafi greinarinnar var minnst á fjarlæg ríki sem grafa undan stöðugleika með fjármögnun aðskilnaðarhreyfinga. Í seinni tíð er þekktasta dæmið um þetta fjármögnun og vopnvæðing Íran á palestínskum aðskilnaðarhreyfingum. Á meðan alþjóðasamfélagið hunsar Polisario-hreyfinguna, tekur það virkan þátt í að fjármagna palestínskar hreyfingar og viðheldur þannig varanlegu stríði þeirra við Ísrael. Alþjóðasamfélagið gerir sér grein fyrir að vopnvæðing Sahrawi-fólksins myndi ekki stuðla að friði, heldur að stigmögnun átaka. Það virðist hins vegar ekki gera sér grein fyrir að það sama á við um Palestínumenn. Staðreyndin er sú að þeir munu aldrei eiga roð í Ísrael. Það eina sem fjármögnun og vopnvæðing palestínskra hreyfinga tryggir er að stríðsátökin muni aldrei taka enda. Í staðinn þurfa Palestínumenn að hverfa frá kröfunni um að yfirtaka landið „frá ánni að sjónum“. Í staðinn þarf að uppræta palestínsk samtök sem hafa það á stefnuskránni að útrýma Gyðingum. Því fyrr sem þessum markmiðum verður náð því fyrr verður von um frið. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Marokkó Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hversu margar þjóðir eru til? Þeirri spurningu er erfitt að svara nákvæmlega en nokkuð auðvelt að áætla gróflega. Vefsíða Sameinuðu þjóðanna nefnir yfir 5.000 ólíka hópa sem eru skilgreindir sem frumbyggjaþjóðir. Yfir 7.000 tungumál töluð í heiminum, en sérstök þjóðtunga er oft talin eitt helsta einkenni þjóðar. Sjálfstæð ríki heimsins eru hins vegar færri en 200. Það segir sig því sjálft að aðeins lítill minnihluti þjóða heimsins getur átt sér þjóðríki. Engu að síður rembast ákveðnar hreyfingar eins og rjúpan við staurinn við að galdra fram ný þjóðríki. Að minnsta kosti nokkrir tugir aðskilnaðarhreyfinga eru starfræktar í heiminum. Margar þeirra eru fjármagnaðar af ríkjum sem leitast við að grafa undan stöðugleika óvinaríkja sinna. Þeirra á meðal eru aðskilnaðarhreyfing Palestínumanna og undirdeildir hennar, til dæmis hryðjuverkasamtökin Hamas. Miðað við einhæfa fjölmiðlaumfjöllun undanfarin ár mætti halda að átökin fyrir botni Miðjarðarhafs væru einsdæmi á heimsvísu. En um allan heim geisa stríð sem fá ekki umfjöllun í almennum fjölmiðlum. Eitt þeirra er háð af aðskilnaðarhreyfingu sem líkist mjög þeirri palestínsku. Hún kallast Polisario-hreyfingin (e. The Polisario Front)og berst fyrir sjálfstæðu ríki í Vestur-Sahara. Hreyfingin er meðal annars fjármögnuð af Alsír og Suður-Afríku. Vestur-Sahara, fyrrum spænsk nýlenda sem er nú undir stjórn Marokkó, er aðeins viðurkennt sem sjálfstætt ríki af litlum hluta alþjóðasamfélagsins. Söguleg yfirráð Marokkó yfir svæðinu fyrir nýlendutímann eru vel skjalfest. Nokkrir ættbálkar Vestur-Sahara hafa auk þess fúslega viðurkennt yfirráð Marokkó yfir svæðinu. Íbúar strandlengjunnar líta á sig sem Marokkóbúa og telja Vestur-Sahara vera óaðskiljanlegan hluta af Marokkó. En ákveðinn hluti íbúa Vestur-Sahara er á öðru máli. Þeir hafa tekið upp nýja sjálfsmynd og, líkt og Palestínumenn, umbreytt landafræðilegu heiti yfir í þjóðernisheiti. Þeir kalla sig Sahrawi-fólkið og eru að upplagi blanda af berbískum og arabískum ættbálkum. Sahrawi-fólkið býr í eyðimörkinni, fjarri ströndinni sem liggur að verðmætustu auðlind landsins, fiskimiðum Atlantshafsins. Það hefur sýnt sig að lítið verður úr ríkjum sem eru snauð af náttúruauðlindum. Alþjóðasamfélagið gerir sér grein fyrir þessu og flest ríki heimsins, þeirra á meðal Ísland, viðurkenna ekki sjálfstæði Vestur-Sahara. Við nánari athugun má sjá að samnefnarar milli Sahrawi-fólksins og Palestínumanna eru fjölmargir. Aðskilnaðarhreyfingar Palestínumanna og Sahrawi-fólksins urðu til á seinni hluta síðustu aldar og byggðu meðal annars á andvestrænni sósíalískri hugmyndafræði. Báðir hópar eru að upplagi arabískumælandi múslimar. Fáni Vestur-Sahara er nánast alveg eins og palestínski fáninn, fyrir utan litlu stjörnuna og sigðmánann í miðjunni (Báðir fánarnir eru byggðir á fána Jórdaníu og pan-arabíska fánanum frá 1917). Ef Vestur-Sahara væri sjálfstætt ríki væri það lífvana og misheppnað, líklega á pari við Sómalíu og Afganistan. Ef alþjóðasamfélagið tæki sig saman um að vopnvæða Sahrawi-fólkið og styðja baráttu þess myndi Vestur-Sahara fuðra upp í varanlegri borgarastyrjöld. Það eina sem tryggir frið á svæðinu eru í raun hinir miklu yfirburðir yfirvalda í Marokkó. Yfirburðir þeirra eru einfaldlega það miklir að Polisario-hreyfingin ræðst ekki í stórtækar aðgerðir gegn þeim, heldur takmarkar sig við minniháttar skærur. Í upphafi greinarinnar var minnst á fjarlæg ríki sem grafa undan stöðugleika með fjármögnun aðskilnaðarhreyfinga. Í seinni tíð er þekktasta dæmið um þetta fjármögnun og vopnvæðing Íran á palestínskum aðskilnaðarhreyfingum. Á meðan alþjóðasamfélagið hunsar Polisario-hreyfinguna, tekur það virkan þátt í að fjármagna palestínskar hreyfingar og viðheldur þannig varanlegu stríði þeirra við Ísrael. Alþjóðasamfélagið gerir sér grein fyrir að vopnvæðing Sahrawi-fólksins myndi ekki stuðla að friði, heldur að stigmögnun átaka. Það virðist hins vegar ekki gera sér grein fyrir að það sama á við um Palestínumenn. Staðreyndin er sú að þeir munu aldrei eiga roð í Ísrael. Það eina sem fjármögnun og vopnvæðing palestínskra hreyfinga tryggir er að stríðsátökin muni aldrei taka enda. Í staðinn þurfa Palestínumenn að hverfa frá kröfunni um að yfirtaka landið „frá ánni að sjónum“. Í staðinn þarf að uppræta palestínsk samtök sem hafa það á stefnuskránni að útrýma Gyðingum. Því fyrr sem þessum markmiðum verður náð því fyrr verður von um frið. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar