Gaza - hvað getum við gert? Guðrún María Jónsdóttir, Hulda María Einarsdóttir, Sunna Snædal og Theódór Skúli Sigurðsson skrifa 27. júní 2024 15:00 Alla daga tekur heilbrigðisstarfsfólk á heilsugæslum og sjúkrahúsum Íslands á móti veikum og slösuðum. Fólki sem þarf skjóta meðferð vegna lífshættulegra sýkinga, fylgikvilla krabbameina, slysa eða í fæðingu svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi geta þessir sjúklingar gengið að því vísu að fá nauðsynleg sýklalyf, krabbameinsmeðferð, verkjalyf, skurðaðgerðir og fæðingaraðstoð. Nokkur þúsund kílómetrum héðan, á Gaza, var sömu þjónustu að fá og við eigum að venjast á Íslandi. En í dag er enga slíka hjálp að fá á Gaza. Nær öll sjúkrahús og heilsugæslustöðvar svæðisins eru óstarfhæfar, rústir einar eftir miskunnarlausar og að því er virðist markvissar árásir á heilbrigðiskerfi Gaza. Sjúkrahús eru samkvæmt alþjóðalögum griðastaður og þar með bannað að ráðast á en Ísraelsher hefur hunsað það. Fleiri hundruð heilbrigðisstarfsmanna liggja í valnum. Grunnþörfum sem við tökum sem sjálfsögðum hlut, svo sem hreinu vatni, mat, rafmagni og húsaskjóli, hefur verið kippt frá börnum, fullorðnum, nýfæddum og veikum. Manni fallast hendur vitandi að alþjóðalög eru brotin daglega og að hjálparsamtökum, sem bíða álengdar við landamæri Egyptalands með nauðsynjar, sé meinað að koma þeim til bágstaddra á Gaza. Á landsvæði sem er lítið stærra en Reykjanesskaginn, hafast nú 2.3 milljónir saklausir borgarar við og fordæmalaus hungursneyð vofir yfir verði ekkert að gert. Í dag hafa rúmlega 37.000 Palestínumenn og 1.200 Ísraelsmenn látist af hernaðarorsökum frá 7. október síðastliðnum, þar af tæplega 8.000 börn, en þau eiga enga undankomu, bókstaflega króuð af í fangelsi. Þó að drápum linni stendur eftir hin gríðarlega hörmung að um 1.1 milljón einstaklinga er í bráðri hættu á hungursneyð.Hungur sem vopn er klárt brot á alþjóðalögum og hefur International Criminal Court (ICC) hafið formlega rannsókn á athæfi Ísraelsmanna. Við hljótum öll að hafa spurt okkur hvað við getum gert. Tafarlaust vopnahlé er augljós krafa og jafnframt þarf neyðaraðstoð að komast til íbúa Gaza ekki síðar en strax. Ísland og stjórnmálamenn þess eiga rödd á alþjóðasviðinu, þeir geta sameinast í þrýstiafl með stærri þjóðum og með samstilltu átaki knúið fram alvöru aðgerðir. Brýnast er að opna landamærin og koma að nauðsynjum og hjálpargögnum til Palestínumanna og vonandi afstýra frekari hungursneyð. Undirrituð fordæma aðgerðir Ísraelshers og skora á íslensk stjórnvöld að leggja sitt afl á vogarskálarnar til þess að þrýsta á tafarlaust vopnahlé á Gaza, varanlegan frið og aðstoð við uppbyggingu innviða til að tryggja íbúum lífsnauðsynjar og heilbrigðisþjónustu. Höfundar eru meðlimir aðgerðarhóps Félags sjúkrahúslækna í málefnum Gaza. Heimildir: Report of the Commission on Responsibility (ibid., § 5) www. ochaopt.org, Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu Þjóðanna í mannúðarmálum ICC Statute, Article 8(2)(b)(xxv) (ibid., § 3) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Heilbrigðismál Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alla daga tekur heilbrigðisstarfsfólk á heilsugæslum og sjúkrahúsum Íslands á móti veikum og slösuðum. Fólki sem þarf skjóta meðferð vegna lífshættulegra sýkinga, fylgikvilla krabbameina, slysa eða í fæðingu svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi geta þessir sjúklingar gengið að því vísu að fá nauðsynleg sýklalyf, krabbameinsmeðferð, verkjalyf, skurðaðgerðir og fæðingaraðstoð. Nokkur þúsund kílómetrum héðan, á Gaza, var sömu þjónustu að fá og við eigum að venjast á Íslandi. En í dag er enga slíka hjálp að fá á Gaza. Nær öll sjúkrahús og heilsugæslustöðvar svæðisins eru óstarfhæfar, rústir einar eftir miskunnarlausar og að því er virðist markvissar árásir á heilbrigðiskerfi Gaza. Sjúkrahús eru samkvæmt alþjóðalögum griðastaður og þar með bannað að ráðast á en Ísraelsher hefur hunsað það. Fleiri hundruð heilbrigðisstarfsmanna liggja í valnum. Grunnþörfum sem við tökum sem sjálfsögðum hlut, svo sem hreinu vatni, mat, rafmagni og húsaskjóli, hefur verið kippt frá börnum, fullorðnum, nýfæddum og veikum. Manni fallast hendur vitandi að alþjóðalög eru brotin daglega og að hjálparsamtökum, sem bíða álengdar við landamæri Egyptalands með nauðsynjar, sé meinað að koma þeim til bágstaddra á Gaza. Á landsvæði sem er lítið stærra en Reykjanesskaginn, hafast nú 2.3 milljónir saklausir borgarar við og fordæmalaus hungursneyð vofir yfir verði ekkert að gert. Í dag hafa rúmlega 37.000 Palestínumenn og 1.200 Ísraelsmenn látist af hernaðarorsökum frá 7. október síðastliðnum, þar af tæplega 8.000 börn, en þau eiga enga undankomu, bókstaflega króuð af í fangelsi. Þó að drápum linni stendur eftir hin gríðarlega hörmung að um 1.1 milljón einstaklinga er í bráðri hættu á hungursneyð.Hungur sem vopn er klárt brot á alþjóðalögum og hefur International Criminal Court (ICC) hafið formlega rannsókn á athæfi Ísraelsmanna. Við hljótum öll að hafa spurt okkur hvað við getum gert. Tafarlaust vopnahlé er augljós krafa og jafnframt þarf neyðaraðstoð að komast til íbúa Gaza ekki síðar en strax. Ísland og stjórnmálamenn þess eiga rödd á alþjóðasviðinu, þeir geta sameinast í þrýstiafl með stærri þjóðum og með samstilltu átaki knúið fram alvöru aðgerðir. Brýnast er að opna landamærin og koma að nauðsynjum og hjálpargögnum til Palestínumanna og vonandi afstýra frekari hungursneyð. Undirrituð fordæma aðgerðir Ísraelshers og skora á íslensk stjórnvöld að leggja sitt afl á vogarskálarnar til þess að þrýsta á tafarlaust vopnahlé á Gaza, varanlegan frið og aðstoð við uppbyggingu innviða til að tryggja íbúum lífsnauðsynjar og heilbrigðisþjónustu. Höfundar eru meðlimir aðgerðarhóps Félags sjúkrahúslækna í málefnum Gaza. Heimildir: Report of the Commission on Responsibility (ibid., § 5) www. ochaopt.org, Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu Þjóðanna í mannúðarmálum ICC Statute, Article 8(2)(b)(xxv) (ibid., § 3)
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun