Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2024 19:10 Mynd af broti úr eldflauginni sem Úkraínumenn birtu í dag. Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. Björgunarstarf stóð víða langt fram á nótt í Kænugarði eftir árásir Rússa í gær. Að minnsta kosti 190 særðust í árásunum, þar á meðal nokkrir þegar sprengju var varpað á Ohmatdyt-barnaspítalann í borginni, sem vakið hefur mesta reiði alþjóðasamfélagsins. „Sárasti missirinn er fólkið okkar. Við misstum mjög hæfileikaríkan lækni sem helgaði sig börnunum og kom í veg fyrir mikið mannfall. Við misstum einnig ungan, hæfileikaríkan sérfræðing. Svo misstum við auðvitað bygginguna. Hún er gjöreyðilögð,“ sagði Volodymyr Zhovnir, forstöðumaður spítalans á vettvangi í dag. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig þessum börnum líður. Þó að þau hafi ekki hlotið líkamlega áverka hafa þau hlotið áverka á anda og sál, brotnar persónur. Þau eru einmitt á mótunarárunum.“ Rússar þræta fyrir ábyrgð á árásinni á spítalann, segja að um hafi verið að ræða flugskeyti úr loftvarnarkerfi Úkraínumanna sem bilaði. En sú fullyrðing stenst ekki skoðun, til að mynda samkvæmt sérfræðingum BBC sem rýnt hafa í myndir af eldflauginni rétt áður en hún skall á sjúkrahúsinu. Úkraínsk stjórnvöld birtu enn fremur myndir af sprengjubrotum í dag, sem rennir enn frekari stoðum undir það að rússnesk stýriflaug af gerðinni KH 101 hafi verið að verki. Þjóðarleiðtogar hafa keppst við að fordæma árásina síðasta sólarhringinn, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti sem sagði hana hryllilega áminningu um grimmd Rússa. Þá var hart sótt að Rússum á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. „Spítalar njóta sérstakrar verndar í alþjóðamannréttindalögum. Að ráðast af ásetningi á verndaðan spítala er stríðsglæpur og árásarmennirnir verða að sæta ábyrgð,“ sagði Joyce Msuya, starfandi aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum á fundi öryggisráðsins í dag. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir „Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta“ Í það minnsta 41 er látinn eftir sprengjuárás Rússlands í Úkraínu í gær. Einn stærsti barnaspítali borgarinnar varð fyrir sprengjum. Um er að ræða eina banvænustu sprengjuárás síðustu mánaða en hún átti sér stað um miðjan dag. 9. júlí 2024 06:29 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. 8. júlí 2024 21:07 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Björgunarstarf stóð víða langt fram á nótt í Kænugarði eftir árásir Rússa í gær. Að minnsta kosti 190 særðust í árásunum, þar á meðal nokkrir þegar sprengju var varpað á Ohmatdyt-barnaspítalann í borginni, sem vakið hefur mesta reiði alþjóðasamfélagsins. „Sárasti missirinn er fólkið okkar. Við misstum mjög hæfileikaríkan lækni sem helgaði sig börnunum og kom í veg fyrir mikið mannfall. Við misstum einnig ungan, hæfileikaríkan sérfræðing. Svo misstum við auðvitað bygginguna. Hún er gjöreyðilögð,“ sagði Volodymyr Zhovnir, forstöðumaður spítalans á vettvangi í dag. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig þessum börnum líður. Þó að þau hafi ekki hlotið líkamlega áverka hafa þau hlotið áverka á anda og sál, brotnar persónur. Þau eru einmitt á mótunarárunum.“ Rússar þræta fyrir ábyrgð á árásinni á spítalann, segja að um hafi verið að ræða flugskeyti úr loftvarnarkerfi Úkraínumanna sem bilaði. En sú fullyrðing stenst ekki skoðun, til að mynda samkvæmt sérfræðingum BBC sem rýnt hafa í myndir af eldflauginni rétt áður en hún skall á sjúkrahúsinu. Úkraínsk stjórnvöld birtu enn fremur myndir af sprengjubrotum í dag, sem rennir enn frekari stoðum undir það að rússnesk stýriflaug af gerðinni KH 101 hafi verið að verki. Þjóðarleiðtogar hafa keppst við að fordæma árásina síðasta sólarhringinn, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti sem sagði hana hryllilega áminningu um grimmd Rússa. Þá var hart sótt að Rússum á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. „Spítalar njóta sérstakrar verndar í alþjóðamannréttindalögum. Að ráðast af ásetningi á verndaðan spítala er stríðsglæpur og árásarmennirnir verða að sæta ábyrgð,“ sagði Joyce Msuya, starfandi aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum á fundi öryggisráðsins í dag.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir „Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta“ Í það minnsta 41 er látinn eftir sprengjuárás Rússlands í Úkraínu í gær. Einn stærsti barnaspítali borgarinnar varð fyrir sprengjum. Um er að ræða eina banvænustu sprengjuárás síðustu mánaða en hún átti sér stað um miðjan dag. 9. júlí 2024 06:29 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. 8. júlí 2024 21:07 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
„Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta“ Í það minnsta 41 er látinn eftir sprengjuárás Rússlands í Úkraínu í gær. Einn stærsti barnaspítali borgarinnar varð fyrir sprengjum. Um er að ræða eina banvænustu sprengjuárás síðustu mánaða en hún átti sér stað um miðjan dag. 9. júlí 2024 06:29
Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20
Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. 8. júlí 2024 21:07