Var áfram með eiginmanninum þrátt fyrir brot hans gegn dótturinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júlí 2024 07:12 Munro, sem var virtur smásaganhöfundur, lést í maí síðastliðnum. Nú er komið í ljós að ýmsir vissu um kynferðisofbeldið sem dóttir hennar var beitt, meðal annars maðurinn sem ritaði ævisögu Munro. Getty/PA/Julien Behal Yngsta dóttir rithöfundarins og Nóbelsverðlaunahafans Alice Munro hefur stigið fram og greint frá því að hafa verið beitt kynferðisofbeldi af stjúpföður sínum. Hún segir móður sína hafa vitað af ofbeldinu en ákveðið að vera áfram með manninum. Hún hafi ákveðið að stíga fram þar sem hún hafi ekki getað hugsað sér að fleiri umfjallanir um móður hennar birtust þar sem ekki væri snert á því sem gerðist og viðbrögðum Munro. Andrea Robert Skinner segir frá því í grein í Toronto Star að ofbeldið hafi fyrst átt sér stað sumarið 1976, þegar hún var níu ára gömul og stjúpfaðir hennar Gerald Fremlin var á sextugsaldri. Skinner dvaldi jafnan hjá móður sinni á sumrin og misnotkunin hélt áfram í nokkur ár, eða þar til hún varð unglingur og Fremlin missti áhugann á henni. Að sögn Skinner greindi hún föður sínum, Jim Munro, frá ofbeldinu en hann ákvað að gera ekki neitt. Stjúpmóðir Skinner, Carole Sabiston, staðfestir að hafa sagt við barnið að hún þyrfti ekki að fara í aftur sumarheimsóknina en að Skinner hafi viljað verja tíma með móður sinni. Sjálf veigraði Skinner sér við því að segja móður sinni frá ofbeldinu, þar sem Munro hafði áður sagt við hana að Fremlin líkaði betur við Skinner en sig. Óttaðist dóttirinn þannig að móðir hennar myndi kenna sér um. Skinner greindi Munro frá ofbeldinu í bréfi árið 1992 en síðarnefnda er sögð hafa brugðist við eins og Skinner óttaðist; með því að upplifa ofbeldið meira eins og framhjáhald en barnaníð. Fremlin ýtti undir þessa túlkun og sagði Skinner hafa leitað á sig. Þá hótaði hann því að birta myndir opinberlega, meðal annars af Skinner í nærfötum af Fremlin. Munro yfirgaf Fremlin í nokkra mánuði en snéri síðan aftur og var með honum þar til hann lést árið 2013. Skinner tilkynnti ofbeldið til lögreglu árið 2005 og Fremlin játaði en að sögn Skinner lá málið áfram í þagnargildi vegna frægðar móður hennar. Skinner nýtur stuðnings fjölskyldu sinnar og þá hafa eigendur Munro Books, sem stofnað var af Alice og Jim en er nú í eigu annarra aðila, lýst yfir stuðningi við ákvörðun Skinner um að greina opinberlega frá. Umfjöllun BBC. Kanada Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Bókmenntir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Hún hafi ákveðið að stíga fram þar sem hún hafi ekki getað hugsað sér að fleiri umfjallanir um móður hennar birtust þar sem ekki væri snert á því sem gerðist og viðbrögðum Munro. Andrea Robert Skinner segir frá því í grein í Toronto Star að ofbeldið hafi fyrst átt sér stað sumarið 1976, þegar hún var níu ára gömul og stjúpfaðir hennar Gerald Fremlin var á sextugsaldri. Skinner dvaldi jafnan hjá móður sinni á sumrin og misnotkunin hélt áfram í nokkur ár, eða þar til hún varð unglingur og Fremlin missti áhugann á henni. Að sögn Skinner greindi hún föður sínum, Jim Munro, frá ofbeldinu en hann ákvað að gera ekki neitt. Stjúpmóðir Skinner, Carole Sabiston, staðfestir að hafa sagt við barnið að hún þyrfti ekki að fara í aftur sumarheimsóknina en að Skinner hafi viljað verja tíma með móður sinni. Sjálf veigraði Skinner sér við því að segja móður sinni frá ofbeldinu, þar sem Munro hafði áður sagt við hana að Fremlin líkaði betur við Skinner en sig. Óttaðist dóttirinn þannig að móðir hennar myndi kenna sér um. Skinner greindi Munro frá ofbeldinu í bréfi árið 1992 en síðarnefnda er sögð hafa brugðist við eins og Skinner óttaðist; með því að upplifa ofbeldið meira eins og framhjáhald en barnaníð. Fremlin ýtti undir þessa túlkun og sagði Skinner hafa leitað á sig. Þá hótaði hann því að birta myndir opinberlega, meðal annars af Skinner í nærfötum af Fremlin. Munro yfirgaf Fremlin í nokkra mánuði en snéri síðan aftur og var með honum þar til hann lést árið 2013. Skinner tilkynnti ofbeldið til lögreglu árið 2005 og Fremlin játaði en að sögn Skinner lá málið áfram í þagnargildi vegna frægðar móður hennar. Skinner nýtur stuðnings fjölskyldu sinnar og þá hafa eigendur Munro Books, sem stofnað var af Alice og Jim en er nú í eigu annarra aðila, lýst yfir stuðningi við ákvörðun Skinner um að greina opinberlega frá. Umfjöllun BBC.
Kanada Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Bókmenntir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira