Segja Musk hyggjast styrkja Trump um 45 milljónir dala á mánuði Hólmfríður Gísladóttir og Telma Tómasson skrifa 16. júlí 2024 06:32 Trump mætti vígreifur á landsþing Repúblikana sem hófst í gær. Auður Musk er metinn á 252 milljarða dala. AP/epa Auðjöfurinn Elon Musk hyggst leggja kosningabaráttu Donald Trump til 45 milljónir dala á mánuði en hann hefur þegar gefið umtalsverðar upphæðir til framboðsins. Þetta hafa Wall Street Journal og Bloomberg eftir ónefndum heimildarmönnum sem þekkja til en Musk hafði áður sagt að hann hygðist hvorki styðja Trump né Biden. Stærsta fjárframlagið sem heyrst hefur af fyrir þessar forsetakosningar kom frá auðjöfrinum x, sem gaf 50 milljónir dala í kosningasjóð til handa Trump. Musk er sagður munu veita framlaginu í gegnum kosningasjóð sem hefur þegar verið styrktur af vinum og samstarfsmönnum hans, þeirra á meðal Joe Lonsdale. Lonsdale stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Palantir með Peter Thiel, sem er fjárhagslegur stuðningsmaður J.D. Vance, varaforsetaefnis Trump. Sjóðurinn sem Musk hyggst gefa í, America Pac, mun meðal annars verða notaður til að auka kjörsókn Repúblikana í þeim ríkjum sem munu ráða úrslitum í kosningunum. Trump mætti á landsþing Rebúplikanaflokksins í Milwaukee í gær með sárabindi á eyranu. Honum var ákaft fagnað af þúsundum stuðningsmanna sinna, tveimur dögum eftir banatilræði við hann. Trump kom til fundarins með hnefann á lofti, sem tákn um baráttuanda sinn, og undir hljómaði lagið „God Bless the USA“, amerískt ættjarðarlag eftir kántrísöngvarann Lee Greenwood. Hann gekk hægum skrefum í gegnum mannfjöldann, en margir felldu tár og kyrjuðu „fight, fight, fight“ eða „berjast, berjast, berjast“ líkt og Trump gerði eftir tilræðið. Því næst heilsaði hann háttsettu fólki innan flokksins sem og fjölskyldu sinni, en athygli vakti að eiginkona hans, Melania var ekki viðstödd. Trump tók ekki til máls, en hlustaði á ræður og virtist snortinn yfir viðbrögðum viðstaddra. Með Trump var varaforsetaefni hans, sem tilkynnt var um í gær, James David Vance, 39 ára öldungadeildarþingmaður frá Ohio. Stuttu eftir setningu landsþingsins var Trump formlega útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins, eftir atkvæðagreiðslu með nafnakalli meðal rúmlega 2.500 fulltrúa flokksins. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Sjá meira
Þetta hafa Wall Street Journal og Bloomberg eftir ónefndum heimildarmönnum sem þekkja til en Musk hafði áður sagt að hann hygðist hvorki styðja Trump né Biden. Stærsta fjárframlagið sem heyrst hefur af fyrir þessar forsetakosningar kom frá auðjöfrinum x, sem gaf 50 milljónir dala í kosningasjóð til handa Trump. Musk er sagður munu veita framlaginu í gegnum kosningasjóð sem hefur þegar verið styrktur af vinum og samstarfsmönnum hans, þeirra á meðal Joe Lonsdale. Lonsdale stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Palantir með Peter Thiel, sem er fjárhagslegur stuðningsmaður J.D. Vance, varaforsetaefnis Trump. Sjóðurinn sem Musk hyggst gefa í, America Pac, mun meðal annars verða notaður til að auka kjörsókn Repúblikana í þeim ríkjum sem munu ráða úrslitum í kosningunum. Trump mætti á landsþing Rebúplikanaflokksins í Milwaukee í gær með sárabindi á eyranu. Honum var ákaft fagnað af þúsundum stuðningsmanna sinna, tveimur dögum eftir banatilræði við hann. Trump kom til fundarins með hnefann á lofti, sem tákn um baráttuanda sinn, og undir hljómaði lagið „God Bless the USA“, amerískt ættjarðarlag eftir kántrísöngvarann Lee Greenwood. Hann gekk hægum skrefum í gegnum mannfjöldann, en margir felldu tár og kyrjuðu „fight, fight, fight“ eða „berjast, berjast, berjast“ líkt og Trump gerði eftir tilræðið. Því næst heilsaði hann háttsettu fólki innan flokksins sem og fjölskyldu sinni, en athygli vakti að eiginkona hans, Melania var ekki viðstödd. Trump tók ekki til máls, en hlustaði á ræður og virtist snortinn yfir viðbrögðum viðstaddra. Með Trump var varaforsetaefni hans, sem tilkynnt var um í gær, James David Vance, 39 ára öldungadeildarþingmaður frá Ohio. Stuttu eftir setningu landsþingsins var Trump formlega útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins, eftir atkvæðagreiðslu með nafnakalli meðal rúmlega 2.500 fulltrúa flokksins.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Sjá meira