Obama-hjónin lýsa yfir stuðningi við Harris Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2024 09:33 Kamala Harris með Joe Biden (t.v.) og Barack Obama (t.h.) á góðri stundu. Hún nýtur stuðnings beggja til að verða forsetaframbjóðandi demókrata. Vísir/EPA Fyrrverandi forsetahjónin Barack og Michelle Obama lýstu formlega yfir stuðningi sínum við Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, sem forsetaefni Demókrataflokksins í morgun. Obama-hjónin eru einna síðust helstu kanóna flokksins sem heita Harris stuðningi. Stuðningsyfirlýsingin birtist í myndbandi á samfélagsmiðlum nú í morgun. Í því sést Harris taka við símtali frá Obama-hjónunum og þakka þeim fyrir að styðja sig í baráttunni framundan. „Fyrr í vikunni hringdum við Michelle í vinkonu okkar Kamölu Harris. Við sögðum henni að við teljum að hún verði frábær forseti Bandaríkjanna og að hún hafi fullan stuðning okkar. Á þessari lykilstundu fyrir landið okkar ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess tryggja að hún vinni í nóvember,“ sagði í færslu sem birtist á samfélagsmiðlareikningum Obama. Earlier this week, Michelle and I called our friend @KamalaHarris. We told her we think she’ll make a fantastic President of the United States, and that she has our full support. At this critical moment for our country, we’re going to do everything we can to make sure she wins in… pic.twitter.com/0UIS0doIbA— Barack Obama (@BarackObama) July 26, 2024 Stuðningur Obama-hjónanna er talinn skipta sköpum við Harris sem verður að öllum líkindum útnefnd forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins eftir að Joe Biden forseti tilkynnti á laugardag að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. Obama-hjónin eru enn þungaviktarfólk í fjáröflun fyrir flokkinn og eru vinsælir ræðumenn á stærri kosningafundum fyrir frambjóðendur hans, að sögn AP-fréttastofunnar. Stuðningsyfirlýsing Obama-hjónanna kemur seinna en margra annarra helstu frammámanna Demókrataflokksins. Biden lýsti yfir stuðningi við hana innan klukkustundar eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði að draga sig í hlé. Clinton-hjónin og leiðtogar flokksins á þingi sigldu í kjölfarið dagana á eftir. Skoðanakannanir benda til þess að dregið hafi saman með Harris og Donald Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Trump mælist þó enn með forskot í nær öllum svonefndum lykilríkjum sem ráða í reynd úrslitum forsetakosninganna sem fara fram 5. nóvember. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Barack Obama Kamala Harris Tengdar fréttir Neitar að staðfesta kappræður við Harris fyrr en eftir útnefninguna Framboð Donald Trump gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá því að vegna yfirstandandi „ringulreiðar“ meðal Demókrata myndi Trump ekki samþykkja kappræður við Kamölu Harris fyrr en hún hefði verið formlega útnefnd forsetaefni Demókrataflokksins. 26. júlí 2024 07:32 Sagðist ekki myndu þegja um Gasa eftir fund með Netanyahu Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum, segist ekki munu þegja þegar kemur að ástandinu á Gasa. 26. júlí 2024 06:48 „Öfga vinstri brjálæðingur“ og „Lygna-Kamala“ Donald Trump fór mikinn á framboðsviðburði í Norður-Karólínu í gær þar sem hann uppnefndi Kamölu Harris „Lygnu-Kamölu“ og kallaði hana „öfga vinstri brjálæðing“. 25. júlí 2024 07:34 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Stuðningsyfirlýsingin birtist í myndbandi á samfélagsmiðlum nú í morgun. Í því sést Harris taka við símtali frá Obama-hjónunum og þakka þeim fyrir að styðja sig í baráttunni framundan. „Fyrr í vikunni hringdum við Michelle í vinkonu okkar Kamölu Harris. Við sögðum henni að við teljum að hún verði frábær forseti Bandaríkjanna og að hún hafi fullan stuðning okkar. Á þessari lykilstundu fyrir landið okkar ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess tryggja að hún vinni í nóvember,“ sagði í færslu sem birtist á samfélagsmiðlareikningum Obama. Earlier this week, Michelle and I called our friend @KamalaHarris. We told her we think she’ll make a fantastic President of the United States, and that she has our full support. At this critical moment for our country, we’re going to do everything we can to make sure she wins in… pic.twitter.com/0UIS0doIbA— Barack Obama (@BarackObama) July 26, 2024 Stuðningur Obama-hjónanna er talinn skipta sköpum við Harris sem verður að öllum líkindum útnefnd forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins eftir að Joe Biden forseti tilkynnti á laugardag að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. Obama-hjónin eru enn þungaviktarfólk í fjáröflun fyrir flokkinn og eru vinsælir ræðumenn á stærri kosningafundum fyrir frambjóðendur hans, að sögn AP-fréttastofunnar. Stuðningsyfirlýsing Obama-hjónanna kemur seinna en margra annarra helstu frammámanna Demókrataflokksins. Biden lýsti yfir stuðningi við hana innan klukkustundar eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði að draga sig í hlé. Clinton-hjónin og leiðtogar flokksins á þingi sigldu í kjölfarið dagana á eftir. Skoðanakannanir benda til þess að dregið hafi saman með Harris og Donald Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Trump mælist þó enn með forskot í nær öllum svonefndum lykilríkjum sem ráða í reynd úrslitum forsetakosninganna sem fara fram 5. nóvember.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Barack Obama Kamala Harris Tengdar fréttir Neitar að staðfesta kappræður við Harris fyrr en eftir útnefninguna Framboð Donald Trump gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá því að vegna yfirstandandi „ringulreiðar“ meðal Demókrata myndi Trump ekki samþykkja kappræður við Kamölu Harris fyrr en hún hefði verið formlega útnefnd forsetaefni Demókrataflokksins. 26. júlí 2024 07:32 Sagðist ekki myndu þegja um Gasa eftir fund með Netanyahu Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum, segist ekki munu þegja þegar kemur að ástandinu á Gasa. 26. júlí 2024 06:48 „Öfga vinstri brjálæðingur“ og „Lygna-Kamala“ Donald Trump fór mikinn á framboðsviðburði í Norður-Karólínu í gær þar sem hann uppnefndi Kamölu Harris „Lygnu-Kamölu“ og kallaði hana „öfga vinstri brjálæðing“. 25. júlí 2024 07:34 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Neitar að staðfesta kappræður við Harris fyrr en eftir útnefninguna Framboð Donald Trump gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá því að vegna yfirstandandi „ringulreiðar“ meðal Demókrata myndi Trump ekki samþykkja kappræður við Kamölu Harris fyrr en hún hefði verið formlega útnefnd forsetaefni Demókrataflokksins. 26. júlí 2024 07:32
Sagðist ekki myndu þegja um Gasa eftir fund með Netanyahu Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum, segist ekki munu þegja þegar kemur að ástandinu á Gasa. 26. júlí 2024 06:48
„Öfga vinstri brjálæðingur“ og „Lygna-Kamala“ Donald Trump fór mikinn á framboðsviðburði í Norður-Karólínu í gær þar sem hann uppnefndi Kamölu Harris „Lygnu-Kamölu“ og kallaði hana „öfga vinstri brjálæðing“. 25. júlí 2024 07:34