Leyfið Estefaniu að vera hér á landi: Hvers vegna sendum við börn burt? Kamma Thordarson skrifar 14. ágúst 2024 07:00 „Vildi bara láta þig vita að lögreglan kemur á morgun og fer með okkur til Kólumbíu,“ skrifaði vinur minn mér í gær. Ég las skilaboðin ekki strax enda var ég á mikilvægum fundi og hélt að hann væri bara að reyna að finna tíma fyrir stelpurnar okkar til að gista saman. En þetta var alvarlegra mál: Ein besta vinkona dóttur minnar þarf að yfirgefa landið í dag. Estefania er yndisleg og hæfileikarík stelpa sem hefur búið á Íslandi í þrjú ár. Hún ætti að hefja sjöunda bekk nú í haust. Á meðan vinkonur hennar velja sér skólatöskur mun Estefania yfirgefa landið og fara til Kólumbíu, lands sem foreldrar hennar flúðu í von um að ala barnið sitt upp við öryggi. Útlendingalög og börn Enginn skilur óréttlæti heimsins betur en sá sem hefur reynt að útskýra útlendingalög fyrir börnunum sínum. „Af hverju má hún ekki búa hérna?“ spyrja þau og svarið er: „Því hún fæddist í Kólumbíu, og stjórnvöld vilja ekki leyfa fólki þaðan að búa hér.“ „Ha? Hvers vegna?“ spyrja þau aftur og aftur, undrandi yfir óréttlætinu sem er óskiljanlegt. Þessar spurningar ættu að vera sjálfsagðar og væru hollar fyrir umræðuna, en því miður gleymast þær oft. Við gætum leyft henni að búa hér áfram. Við gætum leyft henni að byrja í sjöunda bekk, eins og hana dreymir um, en í staðinn látum við hana yfirgefa allt sem hún þekkir. Eftir þrjú ár á Íslandi! Þrjú ár í skóla með jafnöldrum sínum og vinum. Þetta ætti aldrei að gerast. Hvernig er hægt að útskýra þetta fyrir barni? Svara spurningunni: Hvers vegna? Hæfileikaríkir foreldrar Nú segja margir að við getum ekki leyft öllum að vera, og mögulega reynist það rétt. En við getum leyft sumum að vera. Í þessu tilfelli eru foreldrarnir báðir fullfærir starfskraftar sem vinna á Íslandi. Þau eru á leigumarkaði og borga sína leigu með tekjum frá störfum sem þau vinna löglega. Þau eru á engan hátt á framfæri ríkisins. Adrian, faðir Estefaniu, er eðlisverkfræðingur – eða erlendur sérfræðingur. Hann starfar hjá íslensku nýsköpunarfyrirtæki á Reykjanesi. Ísland hefur markvisst unnið að því að laða slíka sérfræðinga til landsins. Við höfum sett á fót markaðsverkefni til þess og veitt þeim skattaafslætti svo þeir komi og þekking þeirra nýtist samfélaginu okkar. Hvers vegna vísum við þessum frá? Gerum betur Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan hefur fengið þessar fréttir. Þeim var synjað um landvistarleyfi fyrir nokkru síðan. En þá mætti lögreglan ekki á tilsettum tíma, heldur fengu þau að vera lengur. Þau munu sækja um ríkisborgararétt til Alþingis í haust. Gefum þeim frið þangað til þau fá svar. Leyfum þeim að njóta vafans eftir þrjú ár hér á landi. Þau lifa hér góðu lífi, borga skatta og gleðja fólk með nærveru sinni. Sýnum mannúð og sanngirni – sleppum því að senda fólk úr landi sem á heima hér. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og varamaður í stjórn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Vildi bara láta þig vita að lögreglan kemur á morgun og fer með okkur til Kólumbíu,“ skrifaði vinur minn mér í gær. Ég las skilaboðin ekki strax enda var ég á mikilvægum fundi og hélt að hann væri bara að reyna að finna tíma fyrir stelpurnar okkar til að gista saman. En þetta var alvarlegra mál: Ein besta vinkona dóttur minnar þarf að yfirgefa landið í dag. Estefania er yndisleg og hæfileikarík stelpa sem hefur búið á Íslandi í þrjú ár. Hún ætti að hefja sjöunda bekk nú í haust. Á meðan vinkonur hennar velja sér skólatöskur mun Estefania yfirgefa landið og fara til Kólumbíu, lands sem foreldrar hennar flúðu í von um að ala barnið sitt upp við öryggi. Útlendingalög og börn Enginn skilur óréttlæti heimsins betur en sá sem hefur reynt að útskýra útlendingalög fyrir börnunum sínum. „Af hverju má hún ekki búa hérna?“ spyrja þau og svarið er: „Því hún fæddist í Kólumbíu, og stjórnvöld vilja ekki leyfa fólki þaðan að búa hér.“ „Ha? Hvers vegna?“ spyrja þau aftur og aftur, undrandi yfir óréttlætinu sem er óskiljanlegt. Þessar spurningar ættu að vera sjálfsagðar og væru hollar fyrir umræðuna, en því miður gleymast þær oft. Við gætum leyft henni að búa hér áfram. Við gætum leyft henni að byrja í sjöunda bekk, eins og hana dreymir um, en í staðinn látum við hana yfirgefa allt sem hún þekkir. Eftir þrjú ár á Íslandi! Þrjú ár í skóla með jafnöldrum sínum og vinum. Þetta ætti aldrei að gerast. Hvernig er hægt að útskýra þetta fyrir barni? Svara spurningunni: Hvers vegna? Hæfileikaríkir foreldrar Nú segja margir að við getum ekki leyft öllum að vera, og mögulega reynist það rétt. En við getum leyft sumum að vera. Í þessu tilfelli eru foreldrarnir báðir fullfærir starfskraftar sem vinna á Íslandi. Þau eru á leigumarkaði og borga sína leigu með tekjum frá störfum sem þau vinna löglega. Þau eru á engan hátt á framfæri ríkisins. Adrian, faðir Estefaniu, er eðlisverkfræðingur – eða erlendur sérfræðingur. Hann starfar hjá íslensku nýsköpunarfyrirtæki á Reykjanesi. Ísland hefur markvisst unnið að því að laða slíka sérfræðinga til landsins. Við höfum sett á fót markaðsverkefni til þess og veitt þeim skattaafslætti svo þeir komi og þekking þeirra nýtist samfélaginu okkar. Hvers vegna vísum við þessum frá? Gerum betur Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan hefur fengið þessar fréttir. Þeim var synjað um landvistarleyfi fyrir nokkru síðan. En þá mætti lögreglan ekki á tilsettum tíma, heldur fengu þau að vera lengur. Þau munu sækja um ríkisborgararétt til Alþingis í haust. Gefum þeim frið þangað til þau fá svar. Leyfum þeim að njóta vafans eftir þrjú ár hér á landi. Þau lifa hér góðu lífi, borga skatta og gleðja fólk með nærveru sinni. Sýnum mannúð og sanngirni – sleppum því að senda fólk úr landi sem á heima hér. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og varamaður í stjórn Viðreisnar.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun