Úkraínumenn hafa náð valdi yfir Súdsja Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 15:18 Hart er tekist á í Kúrskhéraði og hafa um 120 þúsund íbúar svæðisins þurft að yfirgefa heimili sín. EPA/Rússneska varnamálaráðuneytið Úkraínumenn hafa náð völdum yfir bænum Súdsja í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þetta segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á samfélagsmiðlum. Rússneski herinn mun senda aukinn herafla til svæðisins til að verjast árásum Úkraínumanna. Selenskí lýsir því yfir í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlinum X að herforingjar hafi tilkynnt honum að rússneski bærinn Súdsja væri nú undir yfirráðum úkraínska hersins. Þar eigi að koma upp sérstakri skrifstofu herstjórnarinnar í Kúrskhéraði. Fyrir stríð bjuggu um fimm þúsund manns í bænum. Today at the Staff meeting, I received a report from Commander-in-Chief Syrskyi. Our key defense directions at the frontline: Toretsk, Pokrovsk, and others. These areas are currently facing the most intense Russian assaults and are receiving our utmost defensive attention.… pic.twitter.com/uL3Oe4wL0n— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 15, 2024 Rússnesk yfirvöld hafa lýst innrás Úkraínumanna inn í Rússland, sem hófst fyrir rúmri viku síðan, sem „hryðjuverkaárás“ og að Úkraínumenn hafi haft borgaralega innviði að skotmörkum. Úkraínsk yfirvöld þvertaka fyrir þessar fullyrðingar. Pútín Rússlandsforseti hefur sagt að Úkraínumönnum bíði vegleg málagjöld fyrir árásina en að fyrsta mál á dagskrá sé að koma úkraínsku herliði inn fyrir eigin landamæri. Úkraínsk heryfirvöld hafa ekki tjáð sig um hve lengi þau hyggjast halda landsvæðum innan rússnesku landamæranna en hafa sagt að þau hafi ekki í hyggju innlima rússneskt landsvæði. Úkraínski herinn gerði innrás í Kúrskhérað 6. ágúst.Vísir/Hjalti „Okkar helstu varnarlínur við víglínuna eru við Toretsk, Pokrovsk og á fleiri stöðum. Þessi svæði sæta linnulausum rússneskum árásum og beinist athygli okkar hvað vörn varðar þangað. Forgangsbirðir, allt sem þarft er, verður sent þangað,“ segir hann meðal annars í myndbandinu. Að sögn Selenskís hefur úkraínski herinn náð valdi yfir rúmlega áttatíu byggðum í Kúrskhéraði eða „frelsað“ eins og hann orðar það. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Selenskí lýsir því yfir í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlinum X að herforingjar hafi tilkynnt honum að rússneski bærinn Súdsja væri nú undir yfirráðum úkraínska hersins. Þar eigi að koma upp sérstakri skrifstofu herstjórnarinnar í Kúrskhéraði. Fyrir stríð bjuggu um fimm þúsund manns í bænum. Today at the Staff meeting, I received a report from Commander-in-Chief Syrskyi. Our key defense directions at the frontline: Toretsk, Pokrovsk, and others. These areas are currently facing the most intense Russian assaults and are receiving our utmost defensive attention.… pic.twitter.com/uL3Oe4wL0n— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 15, 2024 Rússnesk yfirvöld hafa lýst innrás Úkraínumanna inn í Rússland, sem hófst fyrir rúmri viku síðan, sem „hryðjuverkaárás“ og að Úkraínumenn hafi haft borgaralega innviði að skotmörkum. Úkraínsk yfirvöld þvertaka fyrir þessar fullyrðingar. Pútín Rússlandsforseti hefur sagt að Úkraínumönnum bíði vegleg málagjöld fyrir árásina en að fyrsta mál á dagskrá sé að koma úkraínsku herliði inn fyrir eigin landamæri. Úkraínsk heryfirvöld hafa ekki tjáð sig um hve lengi þau hyggjast halda landsvæðum innan rússnesku landamæranna en hafa sagt að þau hafi ekki í hyggju innlima rússneskt landsvæði. Úkraínski herinn gerði innrás í Kúrskhérað 6. ágúst.Vísir/Hjalti „Okkar helstu varnarlínur við víglínuna eru við Toretsk, Pokrovsk og á fleiri stöðum. Þessi svæði sæta linnulausum rússneskum árásum og beinist athygli okkar hvað vörn varðar þangað. Forgangsbirðir, allt sem þarft er, verður sent þangað,“ segir hann meðal annars í myndbandinu. Að sögn Selenskís hefur úkraínski herinn náð valdi yfir rúmlega áttatíu byggðum í Kúrskhéraði eða „frelsað“ eins og hann orðar það.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira