Í skólabyrjun Dagbjört Harðardóttir og Sigurjón Már Fox skrifa 19. ágúst 2024 10:01 Nú þegar skólabyrjun nálgast er í ýmsu að snúast bæði hjá börnum og fullorðnum. Oft á tíðum er skólabyrjun tími mikilla breytinga hjá börnum og allskyns tilfinningar sem geta fylgt því. Sum eru spennt yfir því að byrja í skólanum og hitta skólafélaga og kennara. Sum alls ekkert spennt og eru kvíðin fyrir skólabyrjun. Hver og einn einstaklingur er sérstakur og höfum við öll mismunandi þarfir, þrár og langanir. Börn eru sterk á mismunandi sviðum og eru með mismunandi bakgrunn og áhugasvið. Hlutverk foreldra og starfsfólks skóla í lífi barna er því flókið og margþætt. Þegar huga á að farsæld barna er mikilvægt að öll þau sem koma að lífi barnanna standi saman og vinni að sömu markmiðunum. Það þurfa öll að róa í sömu átt. Lykilatriði er að leggja sig fram við að kynnast og vera tilbúin að vinna náið saman til þess að stuðla að því að börnunum líði sem best. Mikilvægt er að í skólanum geti öll börn tekið þátt og upplifað sig sem mikilvægan part af skólanum og bekknum. Þetta er stór partur af því að bæta námsumhverfið og stuðla að því að öll börn nái að auka hæfni sína og ná að vinna að sínum markmiðum. Starfsfólk skóla, foreldrar og börn skapa sína eigin skólamenningu. Án okkar er skóli ekkert annað en bygging,en með okkur er þessi bygging svo miklu meira. Við þurfum því að standa saman og byggja upp skólasamfélag þar sem öll eiga kost á því að finna og eltast við það sem gerir þau hamingjusöm. Foreldrasamstarf er gríðarlega mikilvægt í þessu ferli. Rannsóknir sýna að uppbyggilegsamskipti foreldra hafa jákvæð áhrif á skólastarf.Samstarf milli heimilis og skóla hefur ýmsan ávinning. Til dæmis betri líðan barnanna í skólanum, áhugi þeirra á náminu eykst sem skilar sér í bættum námsárangri. Sjálfstraust eykst og almennt verður viðhorf barnanna til skólans jákvæðara.Við hjá Heimili og Skóla, landsamtökum foreldra hvetjum alla foreldra til þess að staldra við og íhuga hvernig skilaboð er verið að senda til barnsins, hvert er viðhorfið gagnvart skólanum og skoða hvort jafnvel sé hægt að gera betur? Eins og sagt hefur verið í áranna rás, þá þarf þorp til þess að ala upp barn. Öll þau sem koma að degi barnsins þurfa að taka höndum saman og ganga í takt til þess að barnið upplifi sem mest öryggi og gleði. Höfundar eru sérfræðingar hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Nú þegar skólabyrjun nálgast er í ýmsu að snúast bæði hjá börnum og fullorðnum. Oft á tíðum er skólabyrjun tími mikilla breytinga hjá börnum og allskyns tilfinningar sem geta fylgt því. Sum eru spennt yfir því að byrja í skólanum og hitta skólafélaga og kennara. Sum alls ekkert spennt og eru kvíðin fyrir skólabyrjun. Hver og einn einstaklingur er sérstakur og höfum við öll mismunandi þarfir, þrár og langanir. Börn eru sterk á mismunandi sviðum og eru með mismunandi bakgrunn og áhugasvið. Hlutverk foreldra og starfsfólks skóla í lífi barna er því flókið og margþætt. Þegar huga á að farsæld barna er mikilvægt að öll þau sem koma að lífi barnanna standi saman og vinni að sömu markmiðunum. Það þurfa öll að róa í sömu átt. Lykilatriði er að leggja sig fram við að kynnast og vera tilbúin að vinna náið saman til þess að stuðla að því að börnunum líði sem best. Mikilvægt er að í skólanum geti öll börn tekið þátt og upplifað sig sem mikilvægan part af skólanum og bekknum. Þetta er stór partur af því að bæta námsumhverfið og stuðla að því að öll börn nái að auka hæfni sína og ná að vinna að sínum markmiðum. Starfsfólk skóla, foreldrar og börn skapa sína eigin skólamenningu. Án okkar er skóli ekkert annað en bygging,en með okkur er þessi bygging svo miklu meira. Við þurfum því að standa saman og byggja upp skólasamfélag þar sem öll eiga kost á því að finna og eltast við það sem gerir þau hamingjusöm. Foreldrasamstarf er gríðarlega mikilvægt í þessu ferli. Rannsóknir sýna að uppbyggilegsamskipti foreldra hafa jákvæð áhrif á skólastarf.Samstarf milli heimilis og skóla hefur ýmsan ávinning. Til dæmis betri líðan barnanna í skólanum, áhugi þeirra á náminu eykst sem skilar sér í bættum námsárangri. Sjálfstraust eykst og almennt verður viðhorf barnanna til skólans jákvæðara.Við hjá Heimili og Skóla, landsamtökum foreldra hvetjum alla foreldra til þess að staldra við og íhuga hvernig skilaboð er verið að senda til barnsins, hvert er viðhorfið gagnvart skólanum og skoða hvort jafnvel sé hægt að gera betur? Eins og sagt hefur verið í áranna rás, þá þarf þorp til þess að ala upp barn. Öll þau sem koma að degi barnsins þurfa að taka höndum saman og ganga í takt til þess að barnið upplifi sem mest öryggi og gleði. Höfundar eru sérfræðingar hjá Heimili og skóla.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar