Banna trúfélög sem tengjast rússnesku kirkjunni Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2024 12:31 Hellaklustrið í Kænugarði, einn helgasti staður rétttrúaðra í Úkraínu. AP/Efrem Lukatsky Úkraínska þingið samþykkt að banna starfsemi trúfélag sem hafa tengsl við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna eða styðja innrás Rússa í Úkraínu. Lögin eru talin sett til höfuðs úkraínskum rétttrúnaðarsöfnuði sem hefur verið tengdur rússnesku kirkjunni. Lögin heimila yfirvöldum að rannsaka trúfélög sem þau grunar um að brjóta þau. Starfsemi rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sérstaklega er bönnuð með lögunum. Hún er kölluð hugmyndafræðileg framlenging rússneskra stjórnvalda og samsek í stríðsglæpum innrásarliðsins. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan og Kírill patríarki hennar hafa lýst innrásinni sem „heilögu stríði“ og að Rússar verji heiminn fyrir „glóbalisma“ og Vesturlöndum sem hafi orðið „satanisma“ að bráð. Mikill meirihluti Úkraínumanna er í rétttrúaður en tvær rétttrúnaðarkirkjur eru í landinu, annars vegar úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni og hins vegar rétttrúnaðarkirkju Úkraínu. Tengsl fyrrnefnda trúfélagsins við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna ná aldir aftur í fortíðina en þremur mánuðum eftir innrás Rússa lýstu forsvarsmenn hennar yfir að hún væri óháð Moskvu og hliðholl Úkraínu í stríðinu. Klerkar handteknir og ákærðir fyrir stríðsglæpi Úkraínsk stjórnvöld hafa þrátt fyrir það sakað úkraínsku rétttrúnaðarkirkjuna um að vera undirgefin þeirri rússnesku. AP-fréttastofan segir að margir Úkraínumenn tali enn um hana sem patríarkaumdæmi Moskvu eins og tíðkaðist áður. Fleiri en hundrað klerkar úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunnar hafa verið handteknir og sakaðir um stríðsglæpi frá því að innrásin hófst. Meirihluti þeirra hefur þegar verið ákærður eða sakfelldur. Á sumum hefur verið skipt fyrir úkraínska stríðsfanga. Öryggisstofnun Úkraínu segir að rússnesk vegabréf, rúblur og áróðursrit hafi fundist við húsleit í húsakynnum kirkjunnar. Lögmaður kirkjunnar sakar stjórnvöld aftur á móti um gróf brot á trúfrelsi. Hann segir að kirkjan ætli með máli fyrir dómstóla og alla leið til Sameinuðu þjóðanna ef þurfa þykir. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Trúmál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Lögin heimila yfirvöldum að rannsaka trúfélög sem þau grunar um að brjóta þau. Starfsemi rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sérstaklega er bönnuð með lögunum. Hún er kölluð hugmyndafræðileg framlenging rússneskra stjórnvalda og samsek í stríðsglæpum innrásarliðsins. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan og Kírill patríarki hennar hafa lýst innrásinni sem „heilögu stríði“ og að Rússar verji heiminn fyrir „glóbalisma“ og Vesturlöndum sem hafi orðið „satanisma“ að bráð. Mikill meirihluti Úkraínumanna er í rétttrúaður en tvær rétttrúnaðarkirkjur eru í landinu, annars vegar úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni og hins vegar rétttrúnaðarkirkju Úkraínu. Tengsl fyrrnefnda trúfélagsins við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna ná aldir aftur í fortíðina en þremur mánuðum eftir innrás Rússa lýstu forsvarsmenn hennar yfir að hún væri óháð Moskvu og hliðholl Úkraínu í stríðinu. Klerkar handteknir og ákærðir fyrir stríðsglæpi Úkraínsk stjórnvöld hafa þrátt fyrir það sakað úkraínsku rétttrúnaðarkirkjuna um að vera undirgefin þeirri rússnesku. AP-fréttastofan segir að margir Úkraínumenn tali enn um hana sem patríarkaumdæmi Moskvu eins og tíðkaðist áður. Fleiri en hundrað klerkar úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunnar hafa verið handteknir og sakaðir um stríðsglæpi frá því að innrásin hófst. Meirihluti þeirra hefur þegar verið ákærður eða sakfelldur. Á sumum hefur verið skipt fyrir úkraínska stríðsfanga. Öryggisstofnun Úkraínu segir að rússnesk vegabréf, rúblur og áróðursrit hafi fundist við húsleit í húsakynnum kirkjunnar. Lögmaður kirkjunnar sakar stjórnvöld aftur á móti um gróf brot á trúfrelsi. Hann segir að kirkjan ætli með máli fyrir dómstóla og alla leið til Sameinuðu þjóðanna ef þurfa þykir.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Trúmál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira