Sjö slasaðir vegfarendur á sex dögum á höfuðborgarsvæðinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. ágúst 2024 13:19 Mynd er frá vettvangi á Kjalarnesi. Lögreglan Í síðustu viku slösuðust sjö vegfarendur í sex umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Alls var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp í umdæminu. Fram kemur í frétt á vef lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að sunnudaginn ellefta ágúst hafi hjólreiðamaður fallið af reiðhjóli á hjólastíg í Traðarlandi í Reykjavík við Blesugróf þegar annar hjólreiðamaður hjólaði aftan á hjólið hans. Hjólreiðamaðurinn sem hjólað var á var fluttur á slysadeild. Ók aftan í vinnuvél Þá voru þrjú umferðarslys tilkynnt miðvikudaginn fjórtánda. Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á Vatnsendavegi í Kópavogi við Ögurhvarf. Ökumaðurinn ók rakleiðis af vettvangi en gaf sig síðar fram eftir að auglýst var eftir honum í fjölmiðlum. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild. Seinna sama dag var bifreið ekið austur Vesturlandsveg í Reykjavík, í Ártúnsbrekku, og aftan á vinnuvél sem ekið var sömu leið með tendruð gulblikkandi vinnuljós. Ökumaður bifreiðarinnar, sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna, var fluttur á slysadeild. Þá nótt var bifreið einnig ekið á ljósastaur við Vesturlandsveg í Reykjavík og var ökumaðurinn fluttur á slysadeild. Missti stjórn og hafnaði á vegriði Fimmtudaginn fimmtánda ágúst var bifreið ekið snemma morguns austur Vesturlandsveg á Kjalarnesi og missti ökumaðurinn stjórn á henni. Við það valt bifreiðin út af akbrautinni og inn á miðeyju og hafnaði síðan á vegriði. Að sögn ökumanns var vatnspollur á veginum þar sem hann missti stjórnina en hann var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Föstudaginn sextánda ágúst keyrði bíll aftan á annan bíl á Sæbraut í Reykjavík. Bíllinn sem ekið var á var á sömu leið og var nýtekinn af stað eftir að grænt umferðarljós kviknaði á gatnamótum. Báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild. „Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög,“ segir á vef lögreglunnar. Bílar Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Fram kemur í frétt á vef lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að sunnudaginn ellefta ágúst hafi hjólreiðamaður fallið af reiðhjóli á hjólastíg í Traðarlandi í Reykjavík við Blesugróf þegar annar hjólreiðamaður hjólaði aftan á hjólið hans. Hjólreiðamaðurinn sem hjólað var á var fluttur á slysadeild. Ók aftan í vinnuvél Þá voru þrjú umferðarslys tilkynnt miðvikudaginn fjórtánda. Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á Vatnsendavegi í Kópavogi við Ögurhvarf. Ökumaðurinn ók rakleiðis af vettvangi en gaf sig síðar fram eftir að auglýst var eftir honum í fjölmiðlum. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild. Seinna sama dag var bifreið ekið austur Vesturlandsveg í Reykjavík, í Ártúnsbrekku, og aftan á vinnuvél sem ekið var sömu leið með tendruð gulblikkandi vinnuljós. Ökumaður bifreiðarinnar, sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna, var fluttur á slysadeild. Þá nótt var bifreið einnig ekið á ljósastaur við Vesturlandsveg í Reykjavík og var ökumaðurinn fluttur á slysadeild. Missti stjórn og hafnaði á vegriði Fimmtudaginn fimmtánda ágúst var bifreið ekið snemma morguns austur Vesturlandsveg á Kjalarnesi og missti ökumaðurinn stjórn á henni. Við það valt bifreiðin út af akbrautinni og inn á miðeyju og hafnaði síðan á vegriði. Að sögn ökumanns var vatnspollur á veginum þar sem hann missti stjórnina en hann var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Föstudaginn sextánda ágúst keyrði bíll aftan á annan bíl á Sæbraut í Reykjavík. Bíllinn sem ekið var á var á sömu leið og var nýtekinn af stað eftir að grænt umferðarljós kviknaði á gatnamótum. Báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild. „Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög,“ segir á vef lögreglunnar.
Bílar Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira