Rannsaka bandaríska álitsgjafa rússneskrar sjónvarpsstöðvar Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2024 23:37 Scott Ritter hefur verið álitsgjafi rússnesku ríkisssjónvarpsstöðvarinnar RT. Hann vakti athygli í kringum seinna Íraksstríðið fyrir harða gagnrýni á bandaríska utanríkisstefnu. Vísir/Getty Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit á heimili tveggja áberandi álitsgjafa rússnesku ríkissjónvarpsstöðvarinnar RT í þessum mánuði. New York Times segir að annar þeirra sé Scott Ritter, fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak á milli stríða þar. Hinn er Dimitri K. Simes, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump árið 2016. Bandaríkjastjórn telur að RT sé á meðal rússneskra ríkisfréttastofa sem vinni með rússnesku leyniþjónustunni að því að hafa áhrif á kosningar utan landssteinanna. Engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur þeim Ritter og Simes enn sem komið er en heimildarmenn bandaríska blaðsins segir að þær séu ekki útilokaðar. Þá gæti verið von á frekari húsleitum. Rannsóknin á mönnunum tveimur er sögð beinast að því hvort að þeir hafi brotið gegn viðskiptaþvingunum sem voru lagðar á Rússland eftir innrásina í Úkraínu eða lög sem knýja málsvara erlendra ríkja til þess að gera grein fyrir sér. Segjast fórnarlömb þöggunar Embætti yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar (ODNI) varaði við því í júlí að stjórnvöld í Kreml nýttu sér Bandaríkjamenn, bæði óafvitandi og með vilja, til þess að dreifa málflutningi sem styður stjórn Vladímírs Pútín. „Þessi einstaklingar birta efni á samfélagsmiðlum, skrifa fyrir ýmsar vefsíður með opin og dulin tengsl við rússnesku ríkisstjórnina og standa fyrir öðrum fjölmiðlagjörningum,“ sagði embættið. Þá lýsingu má vel færa heim á þá Ritter og Simes. Báðir hafa verið álitsgjafar fyrir RT og verið harðlega gagnrýnir á stefnu Bandaríkjastjórnar. Ritter ferðaðist meðal annars til hernuminna héraða í Úkraínu í janúar. Báðir halda því fram að húsleitin sé tilraun bandarískra yfirvalda til þess að ógna þeim og þagga niður í gagnrýni þeirra. Gripinn í tálbeituaðgerð lögreglu Ritter er sérstaklega umdeildur. Hann var vopnaeftirlitsmaður SÞ í Írak frá 1991 og 1998 og þótti sérlega harður í horn að taka. Eftir það vatt hann kvæði sínu nokkuð í kross og efaðist opinberlega um fullyrðingar bandarískra og breskra stjórnvalda um að Írakar byggju yfir gereyðingarvopnum sem voru grundvöllur innrásar þeirra árið 2003. Aldrei fannst tangur né tetur af meintum gereyðingarvopnum í Írak og reyndust fullyrðingar Bandaríkjamanna og Breta um þau byggðar á afar hæpnum forsendum. Síðan þá hefur Ritter verið hávær gagnrýnandi bandarískrar utanríkisstefnu. Trúðverðugleiki hans beið verulega hnekki eftir að hann var gripinn í tálbeituaðgerð lögreglu þar sem hann falaðist eftir að hitta ólögráða stúlkur til kynferðislegra athafna. Hann var sakfelldur árið 2011 og afplánaði fangelsisdóm vegna þess. Ritter segist sæta rannsókn vegna meintra brota á lögum um útsendrara erlendra ríkja. Simes er bandarískur ríkisborgari, fæddur í Sovétríkjunum. Hann var meðal annars óformlegur ráðgjafi Richards Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í málefnum Sovétríkjanna. Hann stýrir vikulegum þætti á RT og er talinn búa í Rússlandi. Í rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sem kannaði tengsl framboðs Trump við stjórnvöld í Kreml, kom fram að Simes hefði komið upplýsingum til Jareds Kushner, tengdasonar Trump, sem áttu að vera skaðlegar fyrir demókrata árið 2016. Simes var ekki ákærður. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Írak Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit á heimili tveggja áberandi álitsgjafa rússnesku ríkissjónvarpsstöðvarinnar RT í þessum mánuði. New York Times segir að annar þeirra sé Scott Ritter, fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak á milli stríða þar. Hinn er Dimitri K. Simes, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump árið 2016. Bandaríkjastjórn telur að RT sé á meðal rússneskra ríkisfréttastofa sem vinni með rússnesku leyniþjónustunni að því að hafa áhrif á kosningar utan landssteinanna. Engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur þeim Ritter og Simes enn sem komið er en heimildarmenn bandaríska blaðsins segir að þær séu ekki útilokaðar. Þá gæti verið von á frekari húsleitum. Rannsóknin á mönnunum tveimur er sögð beinast að því hvort að þeir hafi brotið gegn viðskiptaþvingunum sem voru lagðar á Rússland eftir innrásina í Úkraínu eða lög sem knýja málsvara erlendra ríkja til þess að gera grein fyrir sér. Segjast fórnarlömb þöggunar Embætti yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar (ODNI) varaði við því í júlí að stjórnvöld í Kreml nýttu sér Bandaríkjamenn, bæði óafvitandi og með vilja, til þess að dreifa málflutningi sem styður stjórn Vladímírs Pútín. „Þessi einstaklingar birta efni á samfélagsmiðlum, skrifa fyrir ýmsar vefsíður með opin og dulin tengsl við rússnesku ríkisstjórnina og standa fyrir öðrum fjölmiðlagjörningum,“ sagði embættið. Þá lýsingu má vel færa heim á þá Ritter og Simes. Báðir hafa verið álitsgjafar fyrir RT og verið harðlega gagnrýnir á stefnu Bandaríkjastjórnar. Ritter ferðaðist meðal annars til hernuminna héraða í Úkraínu í janúar. Báðir halda því fram að húsleitin sé tilraun bandarískra yfirvalda til þess að ógna þeim og þagga niður í gagnrýni þeirra. Gripinn í tálbeituaðgerð lögreglu Ritter er sérstaklega umdeildur. Hann var vopnaeftirlitsmaður SÞ í Írak frá 1991 og 1998 og þótti sérlega harður í horn að taka. Eftir það vatt hann kvæði sínu nokkuð í kross og efaðist opinberlega um fullyrðingar bandarískra og breskra stjórnvalda um að Írakar byggju yfir gereyðingarvopnum sem voru grundvöllur innrásar þeirra árið 2003. Aldrei fannst tangur né tetur af meintum gereyðingarvopnum í Írak og reyndust fullyrðingar Bandaríkjamanna og Breta um þau byggðar á afar hæpnum forsendum. Síðan þá hefur Ritter verið hávær gagnrýnandi bandarískrar utanríkisstefnu. Trúðverðugleiki hans beið verulega hnekki eftir að hann var gripinn í tálbeituaðgerð lögreglu þar sem hann falaðist eftir að hitta ólögráða stúlkur til kynferðislegra athafna. Hann var sakfelldur árið 2011 og afplánaði fangelsisdóm vegna þess. Ritter segist sæta rannsókn vegna meintra brota á lögum um útsendrara erlendra ríkja. Simes er bandarískur ríkisborgari, fæddur í Sovétríkjunum. Hann var meðal annars óformlegur ráðgjafi Richards Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í málefnum Sovétríkjanna. Hann stýrir vikulegum þætti á RT og er talinn búa í Rússlandi. Í rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sem kannaði tengsl framboðs Trump við stjórnvöld í Kreml, kom fram að Simes hefði komið upplýsingum til Jareds Kushner, tengdasonar Trump, sem áttu að vera skaðlegar fyrir demókrata árið 2016. Simes var ekki ákærður.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Írak Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira