Hið heilaga laufblað Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 25. ágúst 2024 12:32 Nú þegar ágúst mánuður kveður okkur með norðan kulda og úrkomu sjáum við svo gjörla hvernig náttúran lútir örlögum sínum . Laufblöðin feykjast til í vindinum sem detta af og fölna og bíða þess sem verða vill. Yllirinn í garðinum mínum er jafnvel farinn að lúta höfði og fella blöðin en hann er sá fyrsti vorboði sem gleður okkur þegar við sjáum hann opna laufin sín á vorin og er þar dagamunur à. Já laufblöð hafa þann eiginleika að fölna, detta af trjánum, visna og deyja að hausti. Nú berast fréttir frá Kirkjugörðum Reykjavíkur að vegna fjölmenningar og breyttrar samfélagsgerðar hafi þau tekið krossinn, merki krists úr lógói sínu og sett þar laufblað í staðinn. Jafnvel standi til að breyta nafni þeirra og taka orðið kirkja út, því það séu margir sem eru jarðsettir á þeirra vegum sem standa utan trúfélaga eða tilheyra öðrum trúarbrögðum eða engum og því sé kirkja í nafni kirkjugarðanna og krossinn í merki þeirra ekki lengur viðeigandi. Mér leikur forvitni á að vita hverjum datt þessi vitleysa í hug. Þessi ákvörðun hlýtur að hafa hlotið málefnalega umfjöllun í stjórn Kirkjugarða Reykjavíkur, en þar eiga önnur trúfélög og líf skoðunar félög fulltrúa. Þessu verður að breyta og það strax. Vissulega hefur okkar samfélag breyst hratt að undanförnu. Okkur hefur fjölgað um 25% á liðnum 15 árum. Við höfum tekið vel á móti verkafólki frá Póllandi og Austur Evrópu en þau eru flest kaþólsk myndi ég ætla og skammast sín ekkert fyrir krossinn. Einnig hafa flóttamenn frá Gasa og suður Ameríku flúið erfiðar aðstæður heima fyrir og sum þeirra tilbiðja Alla og er hálfmàninn þeirra tákn. Fjöldi þeirra sem kjósa að vera utan trúfélaga hefur margfaldast á liðnum áratug en hafa hingað til þegið kveðjustund við andlát og hvíla mörg í okkar fallegu kirkjugörðum þó fugl eða blóm hafi verið notað sem tákn t.d í andláts tilkynningum þeirra. Við höfum tekið myndarlega á móti erlendum nýbúum þó vissulega þurfi að skerpa það regluverk. En að detta í hug að afmá krossinn úr merki kirkjugarðanna og setja laufblað í staðinn sem fölnar og deyr er ekki í lagi. Við afmáum ekki okkar 1000 ára sögu til að þóknast öðrum sem velja aðra siði. Við stöndum með okkar sið og venjum. En hvað táknar krossinn fyrir okkur Íslendinga ? Hann prýðir þjóðfána okkar sem við förum sparlega með og sínum ávallt virðingu. Fyrir mér með mína barnatrú er krossinn sigurtàkn lífsins yfir dauðanum og minnir okkur á eilíft líf að lokinni jarðvist okkar hér. Sumar mæður byrja daginn à að gera krossmark yfir börnum sínum áður en þau eru klædd að morgni. Aðrir bera krossinn um hálsinn eða sem annað skart. Þau okkar sem sækja messur hefjum stundina á signingu og það kennum við fermingarbörnum og öðru ungu fólki í barnastarfi kirkjunnar. Vissulega var Kristur krossfestur á krossi sem var hryllileg aðferð þeirra tíma til að refsa og lífláta misyndismenn. En hann reis upp á þriðja degi og síðan þá hefur krossinn verið sigurtákn fyrir milljónir manna um allan heim. Sem bera hann stolt um hálsinn eða í öðru skarti og signa yfir sofandi börn í vöggu. Ég treysti því að þeir sem þora muni breyta þessu til fyrra horfs og standi með sinni trú þar sem krossinn er sigurmerki sem prýðir kirkjur og kirkjugarða landsins. Verum stolt af okkar arfleifð og siðum þó nýir straumar bætist við samfélag okkar. Krossinn er merki okkar sem teljumst vera kristin og hann fölnar ekki eða deyr líkt og laufblaðið. Þau sem sækja kirkju og fallega kirkjugarða landsins sem geyma ómissandi fólk vilja hafa krossinn, merki Krists þar um ókomna tíð. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú þegar ágúst mánuður kveður okkur með norðan kulda og úrkomu sjáum við svo gjörla hvernig náttúran lútir örlögum sínum . Laufblöðin feykjast til í vindinum sem detta af og fölna og bíða þess sem verða vill. Yllirinn í garðinum mínum er jafnvel farinn að lúta höfði og fella blöðin en hann er sá fyrsti vorboði sem gleður okkur þegar við sjáum hann opna laufin sín á vorin og er þar dagamunur à. Já laufblöð hafa þann eiginleika að fölna, detta af trjánum, visna og deyja að hausti. Nú berast fréttir frá Kirkjugörðum Reykjavíkur að vegna fjölmenningar og breyttrar samfélagsgerðar hafi þau tekið krossinn, merki krists úr lógói sínu og sett þar laufblað í staðinn. Jafnvel standi til að breyta nafni þeirra og taka orðið kirkja út, því það séu margir sem eru jarðsettir á þeirra vegum sem standa utan trúfélaga eða tilheyra öðrum trúarbrögðum eða engum og því sé kirkja í nafni kirkjugarðanna og krossinn í merki þeirra ekki lengur viðeigandi. Mér leikur forvitni á að vita hverjum datt þessi vitleysa í hug. Þessi ákvörðun hlýtur að hafa hlotið málefnalega umfjöllun í stjórn Kirkjugarða Reykjavíkur, en þar eiga önnur trúfélög og líf skoðunar félög fulltrúa. Þessu verður að breyta og það strax. Vissulega hefur okkar samfélag breyst hratt að undanförnu. Okkur hefur fjölgað um 25% á liðnum 15 árum. Við höfum tekið vel á móti verkafólki frá Póllandi og Austur Evrópu en þau eru flest kaþólsk myndi ég ætla og skammast sín ekkert fyrir krossinn. Einnig hafa flóttamenn frá Gasa og suður Ameríku flúið erfiðar aðstæður heima fyrir og sum þeirra tilbiðja Alla og er hálfmàninn þeirra tákn. Fjöldi þeirra sem kjósa að vera utan trúfélaga hefur margfaldast á liðnum áratug en hafa hingað til þegið kveðjustund við andlát og hvíla mörg í okkar fallegu kirkjugörðum þó fugl eða blóm hafi verið notað sem tákn t.d í andláts tilkynningum þeirra. Við höfum tekið myndarlega á móti erlendum nýbúum þó vissulega þurfi að skerpa það regluverk. En að detta í hug að afmá krossinn úr merki kirkjugarðanna og setja laufblað í staðinn sem fölnar og deyr er ekki í lagi. Við afmáum ekki okkar 1000 ára sögu til að þóknast öðrum sem velja aðra siði. Við stöndum með okkar sið og venjum. En hvað táknar krossinn fyrir okkur Íslendinga ? Hann prýðir þjóðfána okkar sem við förum sparlega með og sínum ávallt virðingu. Fyrir mér með mína barnatrú er krossinn sigurtàkn lífsins yfir dauðanum og minnir okkur á eilíft líf að lokinni jarðvist okkar hér. Sumar mæður byrja daginn à að gera krossmark yfir börnum sínum áður en þau eru klædd að morgni. Aðrir bera krossinn um hálsinn eða sem annað skart. Þau okkar sem sækja messur hefjum stundina á signingu og það kennum við fermingarbörnum og öðru ungu fólki í barnastarfi kirkjunnar. Vissulega var Kristur krossfestur á krossi sem var hryllileg aðferð þeirra tíma til að refsa og lífláta misyndismenn. En hann reis upp á þriðja degi og síðan þá hefur krossinn verið sigurtákn fyrir milljónir manna um allan heim. Sem bera hann stolt um hálsinn eða í öðru skarti og signa yfir sofandi börn í vöggu. Ég treysti því að þeir sem þora muni breyta þessu til fyrra horfs og standi með sinni trú þar sem krossinn er sigurmerki sem prýðir kirkjur og kirkjugarða landsins. Verum stolt af okkar arfleifð og siðum þó nýir straumar bætist við samfélag okkar. Krossinn er merki okkar sem teljumst vera kristin og hann fölnar ekki eða deyr líkt og laufblaðið. Þau sem sækja kirkju og fallega kirkjugarða landsins sem geyma ómissandi fólk vilja hafa krossinn, merki Krists þar um ókomna tíð. Höfundur er læknir.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun