Spurning sem ekki er hægt að svara? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. ágúst 2024 09:33 Hreyfingar Evrópusambandssinna á Íslandi hafa um langt árabil látið gera skoðanakannanir fyrir sig þar sem spurt hefur verið meðal annars um afstöðu fólks til þess hvort ganga eigi í Evrópusambandið. Síðast fyrr í sumar. Fyrir það hafa verið greiddar háar fjárhæðir. Á sama tíma er um að ræða spurningu sem þær hafa viljað meina að ekki sé hægt að svara fyrr en samningur um inngöngu í sambandið liggi fyrir. Hins vegar hafa Evrópusambandssinnar sjálfir fyrir löngu gert upp hug sinn í þeim efnum og ef niðurstöður kannana hafa sýnt meirihluta fyrir inngöngu í Evrópusambandið hefur enginn fyrirvari verið settur um það að fólk vissi í raun ekki hvað það væri að tala um. Líkt og þegar þær hafa verið á hinn veginn. Með öðrum orðum veit fólk greinilega eingöngu um hvað það er að tala ef það tekur undir með þeim. Spil ESB liggja þegar á borðinu Veruleikinn er sá að fyrir liggur í öllum meginatriðum hvað innganga í Evrópusambandið þýddi. Eins og Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og mikill hvatamaður inngöngu Íslands í sambandið, orðaði það hérna um árið: „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið.“ Hið sama á til dæmis við um Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóra Evrópusambandsins, þegar hann var inntur eftir því haustið 2009 hvort spil sambandsins yrðu loks lögð á borðið og upplýst hvað væri í boði eftir að umsókn um inngöngu hefði verið lögð fram: „Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk sambandsins og meginreglur þess.“ „Samningaviðræður“ villandi Til þess að útskýra fyrir almenningi ferlið sem sem fer í gang þegar ríki sækja um inngöngu í Evrópusambandið gaf framkvæmdastjórn sambandsins út sérstakan bækling sem ber heitið „Understanding enlargement“. Þar segir meðal annars að viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu í Evrópusambandið sé geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Tekið er fram að ekki sé um eiginlegar samningaviðræður að ræða: „Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fimm prósent af alþingismanni Með öðrum orðum verður allt það sem samið er um að rúmast innan regluverks Evrópusambandsins. Enn fremur er enginn afsláttur gefinn af því að valdið yfir flestum málum ríkja færist til stofnana þess. Þar á meðal og ekki sízt í sjávarútvegs- og orkumálum. Þá er ekki í boði að semja um vægi einstakra ríkja sambandsins við töku ákvarðana innan þess sem fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði vægi landsins þegar ákvarðanir væru teknar í ráðherraráði þess allajafna einungis um 0,08%. Sambærilegt við einungis 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Á þingi sambandsins fengi Ísland sex þingmenn af um 720 eins og staðan er í dag. Á við hálfan alþingismann. Þá eru þeir sem sitja í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins einungis embættismenn þess. Séríslenzkur blekkingarleikur Mjög langur vegur er einfaldlega frá því að Evrópusambandið sé einhvers konar leynifélag sem ekkert sé hægt að vita um án þess að sækja um inngöngu í það. Líkt og forystumenn þess hafa ítrekað bent á liggur fyrir í öllum meginatriðum hvað felst í því að ganga þar inn. Ekkert er til sem heitir að kíkja í pakkann í þeim efnum. Þar er einungis um að ræða séríslenzkan blekkingarleik hérlendra Evrópusambandsinna. Hafi Evrópusambandssinnar í reynd trú á málstað sínum ætti varla að vefjast fyrir þeim að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið eins og hún er í stað þess að reyna að draga upp þá mynd að í inngöngunni felist eitthvað annað en einfaldlega innganga í það. Telji þeir enn fremur veruleg frávik frá regluverki sambandsins forsendu þess að ganga þar inn hlýtur sú spurning að vakna hvort þeir vilji það í raun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Hreyfingar Evrópusambandssinna á Íslandi hafa um langt árabil látið gera skoðanakannanir fyrir sig þar sem spurt hefur verið meðal annars um afstöðu fólks til þess hvort ganga eigi í Evrópusambandið. Síðast fyrr í sumar. Fyrir það hafa verið greiddar háar fjárhæðir. Á sama tíma er um að ræða spurningu sem þær hafa viljað meina að ekki sé hægt að svara fyrr en samningur um inngöngu í sambandið liggi fyrir. Hins vegar hafa Evrópusambandssinnar sjálfir fyrir löngu gert upp hug sinn í þeim efnum og ef niðurstöður kannana hafa sýnt meirihluta fyrir inngöngu í Evrópusambandið hefur enginn fyrirvari verið settur um það að fólk vissi í raun ekki hvað það væri að tala um. Líkt og þegar þær hafa verið á hinn veginn. Með öðrum orðum veit fólk greinilega eingöngu um hvað það er að tala ef það tekur undir með þeim. Spil ESB liggja þegar á borðinu Veruleikinn er sá að fyrir liggur í öllum meginatriðum hvað innganga í Evrópusambandið þýddi. Eins og Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og mikill hvatamaður inngöngu Íslands í sambandið, orðaði það hérna um árið: „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið.“ Hið sama á til dæmis við um Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóra Evrópusambandsins, þegar hann var inntur eftir því haustið 2009 hvort spil sambandsins yrðu loks lögð á borðið og upplýst hvað væri í boði eftir að umsókn um inngöngu hefði verið lögð fram: „Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk sambandsins og meginreglur þess.“ „Samningaviðræður“ villandi Til þess að útskýra fyrir almenningi ferlið sem sem fer í gang þegar ríki sækja um inngöngu í Evrópusambandið gaf framkvæmdastjórn sambandsins út sérstakan bækling sem ber heitið „Understanding enlargement“. Þar segir meðal annars að viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu í Evrópusambandið sé geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Tekið er fram að ekki sé um eiginlegar samningaviðræður að ræða: „Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fimm prósent af alþingismanni Með öðrum orðum verður allt það sem samið er um að rúmast innan regluverks Evrópusambandsins. Enn fremur er enginn afsláttur gefinn af því að valdið yfir flestum málum ríkja færist til stofnana þess. Þar á meðal og ekki sízt í sjávarútvegs- og orkumálum. Þá er ekki í boði að semja um vægi einstakra ríkja sambandsins við töku ákvarðana innan þess sem fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði vægi landsins þegar ákvarðanir væru teknar í ráðherraráði þess allajafna einungis um 0,08%. Sambærilegt við einungis 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Á þingi sambandsins fengi Ísland sex þingmenn af um 720 eins og staðan er í dag. Á við hálfan alþingismann. Þá eru þeir sem sitja í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins einungis embættismenn þess. Séríslenzkur blekkingarleikur Mjög langur vegur er einfaldlega frá því að Evrópusambandið sé einhvers konar leynifélag sem ekkert sé hægt að vita um án þess að sækja um inngöngu í það. Líkt og forystumenn þess hafa ítrekað bent á liggur fyrir í öllum meginatriðum hvað felst í því að ganga þar inn. Ekkert er til sem heitir að kíkja í pakkann í þeim efnum. Þar er einungis um að ræða séríslenzkan blekkingarleik hérlendra Evrópusambandsinna. Hafi Evrópusambandssinnar í reynd trú á málstað sínum ætti varla að vefjast fyrir þeim að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið eins og hún er í stað þess að reyna að draga upp þá mynd að í inngöngunni felist eitthvað annað en einfaldlega innganga í það. Telji þeir enn fremur veruleg frávik frá regluverki sambandsins forsendu þess að ganga þar inn hlýtur sú spurning að vakna hvort þeir vilji það í raun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun