Fimm prósent af þingmanni? Róbert Björnsson skrifar 27. ágúst 2024 16:01 Frá áramótum hefur Hjörtur J. Guðmundsson nú skrifað og fengið birta 50 skoðanapistla (já ég taldi þá) hér á vísi sem allir eiga það sameiginlegt að innihalda bókstafinn Z og fjalla á einn eða annan hátt um hvað Evrópusambandið sé hræðilegt, ólýðræðislegt og varasamt fyrir íslendinga. Þegar skrifaðir eru 50 greinar um sama málefnið sem hver er um 1000 orð að lengd er að sjálfsögðu mikið um endurtekningar en Hjörtur hefur greinilega mjög miklar og þungar áhyggjur af hugsanlegri aðildarumsókn Íslands í ESB og finnur sig knúinn til þess að vara okkur við – í sjálfboðavinnu – sem er svosem kannski virðingarvert í sjálfu sér. Alltént harðneitar Hjörtur öllum ásökunum um að starfa við þetta sem leigupenni hagsmunaaðila eða fyrrum vinnuveitanda síns Morgunblaðzinz. En málfrelsið er dásamlegt og þótt sumu fólki finnist skemmtilegra að kveikja á Netflix eftir vinnu á kvöldin þykir öðrum nauðsynlegra að skrifa skoðanapistla á Vísi – eins og gengur. Hvað sem því líður hef ég sem íbúi Evrópusambandsins haft svolítið gaman af þessum pistlum Hjartar þó svo þeir stemmi alls ekki við upplifun mína af því að búa í Evrópusambandinu – en ef maður setur upp viss gleraugu er hægt að sjá húmorinn í pistlum Hjartar – máske líkt og þegar maður les leikhúsgagnrýni Jóns Viðars Jónssonar. Eitt af því sem Hjörtur finnur ESB til foráttu er meintur lýðræðishalli á smærri ríki – en honum finnst „sætið við borðið“ sem íslendingum stæði til boða á Evrópuþinginu full rýrt. Honum finnst ótækt að hugsa til þess að við fengjum aðeins 6 þingmannasæti af 720 að teknu tilliti til mannfjölda og óttast því að Ísland hefði engin áhrif innan sambandsins. Ljóst er að Hirti finnst ólýðræðislegt að meirihlutinn í álfunni ráði og finnst réttlátara að vægi atkvæða fari eftir einhverju öðru...kannski líkt og kjördæmaskipan á Íslandi hvar vægi atkvæða Vestfirðinga gilda þrefalt á við kjósenda í Reykjavík. Tilgangur þess er augljóslega ekki almannahagsmunir heldur er kerfið á Íslandi hannað fyrir þrönga sérhagsmunagæslu og „gerrymandering“. En hver verður víst að fá að hafa sína sýn á lýðræðið hvort sem er á Raufarhöfn eða Rotterdam. Íslenskir þingmenn hafa þó hingað til ekki áorkað svo miklu fyrir land og þjóð að það tæki því að senda fleiri en 6 til Brüssel – hvar aðgengi að ódýrum bjór er alltof mikið fyrir veikgeðja einstaklinga. Einhverra hluta vegna efast ég því um að fleiri íslenskir þingmenn í Brüssel hefðu sérstaklega jákvæð og uppbyggileg áhrif á starfsemi og stefnu ESB. Hitt er svo önnur saga að Evrópuríkið sem ég bý í hefur líka einungis 6 þingmenn á Evrópuþinginu og því jafnt atkvæðavægi á við Ísland – þegar þið loksins sjáið að ykkur. Kannski finnst Hirti að ríkasta þjóð veraldar miðað við verga þjóðarframleiðslu – Lúxemborg, hvar rúsínurnar vaxa – ætti að hafa meira vægi en segjum eitthvað fátækt austantjaldsland sem þó er milljónaþjóð? En í Evrópu virkar lýðræðið þannig að ríkisborgarar fá úthlutað atkvæðum per haus en ekki bankar og sjávarútvegsfyrirtæki. Þrátt fyrir fámennið og „áhrifaleysið“ er merkilegt hversu miklu Lúxemborg hefur þó áorkað innan sambandsins og meðal annars átt þrjá forseta framkvæmdarstjórnar ESB – nú síðast Jean-Claude Junker. En hvað finnst Lúxemborgurum sjálfum um Evrópusambandið og meint áhrifaleysi sitt? Jú, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Eurobarometer sem kom út í mars 2024 bera 77% Lúxemborgara mikið traust til Evrópusambandsins og stofnanna þess. Sama hlutfall (77%) ber raunar mikið traust til eigin ríkisstjórnar (hugsið ykkur!) en auk þess sögðust 86% Lúxemborgara líta á sig sem Evrópu-borgara fyrst (European Citizen) og Lúxemborgara svo. Þá sögðu 89% svarenda að efnahagsmálin væru í góðum gír (verðbólgan komin niður í 2.2% og kaupmáttur stöðugur). Loks sögðu heil 95% svarenda að lífsgæði sín (quality of life) væru góð. Hjörtur gæti kannski frætt okkur um niðurstöður sambærilegra kannana í Bretlandi eftir Brexit og 14 ára valdasetu íhaldsflokksins? Svona í ljósi þess að Hjörtur fór áður mikinn á „hugveitunni“ Brexit Central. Þið hin – það styttist óumflýjanlega í kosningar. Ykkar er valið og valdið – þið vitið ósköp vel hvernig þið losnið við krónuna, 9,25% stýrivexti, vaxtakostnað á við nýjan Landspítala á hverju ári, gersamlega vanhæfa stjórnsýslu, gráðuga smákónga og alltumlyggjandi spillingu. Þið þurfið ekki að kaupa ykkur flugmiða aðra leið eins og ég gerði fyrir mörgum árum. En að kjósa bara Framsókn er augljóslega ekki að fara að breyta miklu fyrir ykkur – sorry! Höfundur býr í Lúxemborg og er áhugamaður um samfélagslegar framfarir svosem útrýmingu bókstafsins Z úr íslensku ritmáli samkvæmt reglugerð menntamálaráðuneytisins frá 1973. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Frá áramótum hefur Hjörtur J. Guðmundsson nú skrifað og fengið birta 50 skoðanapistla (já ég taldi þá) hér á vísi sem allir eiga það sameiginlegt að innihalda bókstafinn Z og fjalla á einn eða annan hátt um hvað Evrópusambandið sé hræðilegt, ólýðræðislegt og varasamt fyrir íslendinga. Þegar skrifaðir eru 50 greinar um sama málefnið sem hver er um 1000 orð að lengd er að sjálfsögðu mikið um endurtekningar en Hjörtur hefur greinilega mjög miklar og þungar áhyggjur af hugsanlegri aðildarumsókn Íslands í ESB og finnur sig knúinn til þess að vara okkur við – í sjálfboðavinnu – sem er svosem kannski virðingarvert í sjálfu sér. Alltént harðneitar Hjörtur öllum ásökunum um að starfa við þetta sem leigupenni hagsmunaaðila eða fyrrum vinnuveitanda síns Morgunblaðzinz. En málfrelsið er dásamlegt og þótt sumu fólki finnist skemmtilegra að kveikja á Netflix eftir vinnu á kvöldin þykir öðrum nauðsynlegra að skrifa skoðanapistla á Vísi – eins og gengur. Hvað sem því líður hef ég sem íbúi Evrópusambandsins haft svolítið gaman af þessum pistlum Hjartar þó svo þeir stemmi alls ekki við upplifun mína af því að búa í Evrópusambandinu – en ef maður setur upp viss gleraugu er hægt að sjá húmorinn í pistlum Hjartar – máske líkt og þegar maður les leikhúsgagnrýni Jóns Viðars Jónssonar. Eitt af því sem Hjörtur finnur ESB til foráttu er meintur lýðræðishalli á smærri ríki – en honum finnst „sætið við borðið“ sem íslendingum stæði til boða á Evrópuþinginu full rýrt. Honum finnst ótækt að hugsa til þess að við fengjum aðeins 6 þingmannasæti af 720 að teknu tilliti til mannfjölda og óttast því að Ísland hefði engin áhrif innan sambandsins. Ljóst er að Hirti finnst ólýðræðislegt að meirihlutinn í álfunni ráði og finnst réttlátara að vægi atkvæða fari eftir einhverju öðru...kannski líkt og kjördæmaskipan á Íslandi hvar vægi atkvæða Vestfirðinga gilda þrefalt á við kjósenda í Reykjavík. Tilgangur þess er augljóslega ekki almannahagsmunir heldur er kerfið á Íslandi hannað fyrir þrönga sérhagsmunagæslu og „gerrymandering“. En hver verður víst að fá að hafa sína sýn á lýðræðið hvort sem er á Raufarhöfn eða Rotterdam. Íslenskir þingmenn hafa þó hingað til ekki áorkað svo miklu fyrir land og þjóð að það tæki því að senda fleiri en 6 til Brüssel – hvar aðgengi að ódýrum bjór er alltof mikið fyrir veikgeðja einstaklinga. Einhverra hluta vegna efast ég því um að fleiri íslenskir þingmenn í Brüssel hefðu sérstaklega jákvæð og uppbyggileg áhrif á starfsemi og stefnu ESB. Hitt er svo önnur saga að Evrópuríkið sem ég bý í hefur líka einungis 6 þingmenn á Evrópuþinginu og því jafnt atkvæðavægi á við Ísland – þegar þið loksins sjáið að ykkur. Kannski finnst Hirti að ríkasta þjóð veraldar miðað við verga þjóðarframleiðslu – Lúxemborg, hvar rúsínurnar vaxa – ætti að hafa meira vægi en segjum eitthvað fátækt austantjaldsland sem þó er milljónaþjóð? En í Evrópu virkar lýðræðið þannig að ríkisborgarar fá úthlutað atkvæðum per haus en ekki bankar og sjávarútvegsfyrirtæki. Þrátt fyrir fámennið og „áhrifaleysið“ er merkilegt hversu miklu Lúxemborg hefur þó áorkað innan sambandsins og meðal annars átt þrjá forseta framkvæmdarstjórnar ESB – nú síðast Jean-Claude Junker. En hvað finnst Lúxemborgurum sjálfum um Evrópusambandið og meint áhrifaleysi sitt? Jú, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Eurobarometer sem kom út í mars 2024 bera 77% Lúxemborgara mikið traust til Evrópusambandsins og stofnanna þess. Sama hlutfall (77%) ber raunar mikið traust til eigin ríkisstjórnar (hugsið ykkur!) en auk þess sögðust 86% Lúxemborgara líta á sig sem Evrópu-borgara fyrst (European Citizen) og Lúxemborgara svo. Þá sögðu 89% svarenda að efnahagsmálin væru í góðum gír (verðbólgan komin niður í 2.2% og kaupmáttur stöðugur). Loks sögðu heil 95% svarenda að lífsgæði sín (quality of life) væru góð. Hjörtur gæti kannski frætt okkur um niðurstöður sambærilegra kannana í Bretlandi eftir Brexit og 14 ára valdasetu íhaldsflokksins? Svona í ljósi þess að Hjörtur fór áður mikinn á „hugveitunni“ Brexit Central. Þið hin – það styttist óumflýjanlega í kosningar. Ykkar er valið og valdið – þið vitið ósköp vel hvernig þið losnið við krónuna, 9,25% stýrivexti, vaxtakostnað á við nýjan Landspítala á hverju ári, gersamlega vanhæfa stjórnsýslu, gráðuga smákónga og alltumlyggjandi spillingu. Þið þurfið ekki að kaupa ykkur flugmiða aðra leið eins og ég gerði fyrir mörgum árum. En að kjósa bara Framsókn er augljóslega ekki að fara að breyta miklu fyrir ykkur – sorry! Höfundur býr í Lúxemborg og er áhugamaður um samfélagslegar framfarir svosem útrýmingu bókstafsins Z úr íslensku ritmáli samkvæmt reglugerð menntamálaráðuneytisins frá 1973.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun