Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 19:28 Frá vettvangi í Skúlagötu á laugardagskvöld. vísir Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. Fjöldi stórfelldra og meiri háttar líkamsárása á landinu hefur aukist mikið síðustu ár en slík mál voru þrjátíu prósent fleiri í fyrra en árið 2020. Á þessu ári eru þau nú þegar orðin næstum jafn mörg og allt árið 2020 eða 60 talsins. Á sama tíma hefur orðið tvöföldun í fjölda alvarlegra mála þar sem hnífur fannst á vettvangi. Á þessu ári kemur hnífur við sögu í ríflega sjö prósentum mála en var í um þremur prósentum mála árið 2020. Þá hafa alvarleg ofbeldisbrot ungmenna 13 -15 ára fjórfaldast frá árinu 2014. Hnífar koma einnig oftar við sögu í slikum málum en áður. Sextán ára stúlka er nú í lífshættu eftir hnífaárás á menningarnótt þar sem tveir jafnaldrar hennar urðu líka fyrir hnífstungum en eru minna slösuð. Piltur á sama reki situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögregla segir rannsókn miða vel en gefur ekki upp frekari upplýsingar að svo stöddu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er slegin vegna málsins og hefur áhyggjur af þróuninni. „Mér varð verulega brugðið vegna þessarar árásar á sunnudaginn. Við höfum haft miklar áhyggjur af auknum vopnaburði ungmenna,“ segir hún. Guðrún segir nú þegar í gangi aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn ofbeldi ungmenna. Hún hafi verið kynnt í sumar. „Meðal annars er verið að fjölga samfélagslögreglumönnum sem ég bind miklar vonir við,“ segir hún. En fleiri þurfi að leggjast á árarnar. „Þetta er ekki einkamál eins eða neins. Við þurfum sem samfélag að takast á við þennan vanda. Þá kalla ég á aukið samtal við börnin okkar, foreldra ,heimilin, skóla, félagsmiðstöðvar, íþróttafélög og stjórnvöld,“ segir Guðrún að lokum. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Íþróttir barna Alþingi Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Sífellt fleiri ungmenni með hníf til að verja sig Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útköllum vegna vopnaburðar hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Sjö prósent ungmenna frá 7. bekk að 1. ári í framhaldsskóla svöruðu því játandi að hafa borið hníf í nýlegri könnun. Flestir sögðust hafa viljað verja sig. 26. ágúst 2024 23:00 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Hnífi beitt í árás í Skeifunni Tveir voru í dag handteknir grunaðir um að hafa sært annan mann með hnífi á bílastæði í Skeifunni. Maðurinn er ekki með lífshættulega áverka en var fluttur á slysadeild. 20. ágúst 2024 15:17 Sérsveitin aðstoðaði vegna hnífaburðar í Vesturbæ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í verkefnum sem lögregla sinnti í Vesturbæ í gærkvöldi. Var það vegna þriggja aðskildra mála þar sem tilkynnt var um einstaklinga í annarlegu ástandi með hníf. 17. ágúst 2024 07:51 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Fjöldi stórfelldra og meiri háttar líkamsárása á landinu hefur aukist mikið síðustu ár en slík mál voru þrjátíu prósent fleiri í fyrra en árið 2020. Á þessu ári eru þau nú þegar orðin næstum jafn mörg og allt árið 2020 eða 60 talsins. Á sama tíma hefur orðið tvöföldun í fjölda alvarlegra mála þar sem hnífur fannst á vettvangi. Á þessu ári kemur hnífur við sögu í ríflega sjö prósentum mála en var í um þremur prósentum mála árið 2020. Þá hafa alvarleg ofbeldisbrot ungmenna 13 -15 ára fjórfaldast frá árinu 2014. Hnífar koma einnig oftar við sögu í slikum málum en áður. Sextán ára stúlka er nú í lífshættu eftir hnífaárás á menningarnótt þar sem tveir jafnaldrar hennar urðu líka fyrir hnífstungum en eru minna slösuð. Piltur á sama reki situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögregla segir rannsókn miða vel en gefur ekki upp frekari upplýsingar að svo stöddu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er slegin vegna málsins og hefur áhyggjur af þróuninni. „Mér varð verulega brugðið vegna þessarar árásar á sunnudaginn. Við höfum haft miklar áhyggjur af auknum vopnaburði ungmenna,“ segir hún. Guðrún segir nú þegar í gangi aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn ofbeldi ungmenna. Hún hafi verið kynnt í sumar. „Meðal annars er verið að fjölga samfélagslögreglumönnum sem ég bind miklar vonir við,“ segir hún. En fleiri þurfi að leggjast á árarnar. „Þetta er ekki einkamál eins eða neins. Við þurfum sem samfélag að takast á við þennan vanda. Þá kalla ég á aukið samtal við börnin okkar, foreldra ,heimilin, skóla, félagsmiðstöðvar, íþróttafélög og stjórnvöld,“ segir Guðrún að lokum.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Íþróttir barna Alþingi Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Sífellt fleiri ungmenni með hníf til að verja sig Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útköllum vegna vopnaburðar hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Sjö prósent ungmenna frá 7. bekk að 1. ári í framhaldsskóla svöruðu því játandi að hafa borið hníf í nýlegri könnun. Flestir sögðust hafa viljað verja sig. 26. ágúst 2024 23:00 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Hnífi beitt í árás í Skeifunni Tveir voru í dag handteknir grunaðir um að hafa sært annan mann með hnífi á bílastæði í Skeifunni. Maðurinn er ekki með lífshættulega áverka en var fluttur á slysadeild. 20. ágúst 2024 15:17 Sérsveitin aðstoðaði vegna hnífaburðar í Vesturbæ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í verkefnum sem lögregla sinnti í Vesturbæ í gærkvöldi. Var það vegna þriggja aðskildra mála þar sem tilkynnt var um einstaklinga í annarlegu ástandi með hníf. 17. ágúst 2024 07:51 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Sífellt fleiri ungmenni með hníf til að verja sig Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útköllum vegna vopnaburðar hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Sjö prósent ungmenna frá 7. bekk að 1. ári í framhaldsskóla svöruðu því játandi að hafa borið hníf í nýlegri könnun. Flestir sögðust hafa viljað verja sig. 26. ágúst 2024 23:00
Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34
Hnífi beitt í árás í Skeifunni Tveir voru í dag handteknir grunaðir um að hafa sært annan mann með hnífi á bílastæði í Skeifunni. Maðurinn er ekki með lífshættulega áverka en var fluttur á slysadeild. 20. ágúst 2024 15:17
Sérsveitin aðstoðaði vegna hnífaburðar í Vesturbæ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í verkefnum sem lögregla sinnti í Vesturbæ í gærkvöldi. Var það vegna þriggja aðskildra mála þar sem tilkynnt var um einstaklinga í annarlegu ástandi með hníf. 17. ágúst 2024 07:51