VG er týnd Kjartan Valgarðsson skrifar 28. ágúst 2024 11:00 Vinstri hreyfingin grænt framboð vill leita rótanna, fara til upprunans, ef maður skilur formann flokksins, Guðmund Inga Guðbrandsson, rétt. Hann vill róttækari VG: „Þannig við þurfum að leita í ræturnar og ákveða hvar viljum við staðsetja okkur í næstu kosningum og í mínum huga þarf það að vera vel til vinstri“ skv. mbl.is Það er í sjálfu sér athyglisvert að sjá viðurkenningu frá formanni flokksins um að flokkinn hafi borið af leið. VG liðar hafa hingað til ekki viljað viðurkenna að neitt hafi verið gagrýnisvert við samstarfið við frjálshyggjuna, þrátt fyrir mikla gagnrýni, ekki síst úr eigin röðum. Orð Drífu Snædal, á leíðinni út um dyrnar, hafa orðið að áhrínisorðum, spádómi sem rættist. En það er ekki aðalatriðið. Ég staldra við tvennt í orðum formannsins: „róttækni“ og „rætur“. Guðmundur Ingi telur, skv. viðtölum við hann í fjölmiðlum, að róttækni flokksins felist í feminisma, umhverfisstefnu, alþjóðlegri friðarhyggju og félagslegu jafnrétti. Það er venja að skilgreina VG sem flokk sem er róttækari en t.d. Samfylkingin. En er það svo? Verða flokkar og forystufólk ekki meir dæmd af verkum en orðum? Hvar er róttæknin í þeim leiðangri sem VG hefur verið í með frjálshyggjunni á Íslandi undanfarin 7 ár? Róttæknin verður hvorki skoðuð né skilgreind án samhengis við „ræturnar.“ Guðmundur Ingi telur, að því best verður séð, að rætur flokksins liggi í fyrrnefndum áherslumálum, feminisma, umhverfisstefnu, friði og félagshyggju (hvað þýðir það nákvæmlega?). Það sem vekur athygli er að formaðurinn nefnir ekki verkalýðshreyfinguna einu orði, eða verkafólk, launafólk, verkalýðsbaráttu, kjarabaráttu, eða annað sem ég tel að rími betur við „róttækni“. Ekkert verkalýðsmálaráð er í VG. Ef maður skoðar heimasíður „systurflokkanna“ á Norðurlöndum, þessara venjulegu 5% flokka sem oftast eru taldir vinstra megin við sósialdemókratana, þá velkjast þeir ekki í neinum vafa um hvar rætur þeirra liggja: Í verkalýðshreyfingunni. Ef við leggjum þessa skilgreiningu til grundvallar þá er Samfylkingin róttækari en VG. Samfylkingin vinnur þétt með verkalýðshreyfingunni, við störfum saman á vettvangi SAMAK, samstarfsvettvangi jafnaðarflokka og alþýðusambanda Norðurlanda, þar á Ísland tvo fulltrúa: Samfylkinguna og ASÍ. Án þess að hér sé verið að efna til keppni í hver er róttækastur. Ef að líkum lætur mun Samfylkingin stilla forystufólki úr verkalýðshreyfingunni á framboðslista fyrir næstu alþingiskosningar, í örugg sæti. Og þar með praktísera það sem hún predikar. Sheri Berman er stjórnmálafræðiprófessor við Bernard háskólann í New York. Hún hefur m.a. sérhæft sig í sögu og eðli jafnaðarmannaflokka í Evrópu, hún dvaldi í Þýskalandi og Svíþjóð til að skoða jafnaðarmannaflokkana þar sérstaklega. Í stuttu máli þá taldi hún að flokkarnir hefðu yfirgefið venjulegt vinnandi fólk og lagt í staðinn áherslu á alls konar menningarbundna hluti, alþjóðahyggju, friðarstefnu, umhverfisstefnu, feminisma en gleymt verkafólki. Orð hennar ber ekki að skoða svo að þessi stefnumál eða hugmyndir séu óverðug á neinn hátt, heldur bendir hún á að rætur jafnaðarmanna liggi í verkalýðshreyfingunni og að barátta jafnaðarmanna eigi að snúast um kjör og lífsaðstæður vinnandi fólks. Hún nefnir sem dæmi baráttu portúgalskra sósíalista í „grísku kreppunni“, þar börðust þeir af hörku gegn niðurskurðinum og veikingu velferðarkerfisins, unnu kosningar, gerðu meira og minna sem þeir sögðu og unnu svo næstu kosningar einnig. Þessa grein má skoða sem vinsamlegar ábendingar til VG í aðdraganda flokksþings þeirra. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Valgarðsson Vinstri græn Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Vinstri hreyfingin grænt framboð vill leita rótanna, fara til upprunans, ef maður skilur formann flokksins, Guðmund Inga Guðbrandsson, rétt. Hann vill róttækari VG: „Þannig við þurfum að leita í ræturnar og ákveða hvar viljum við staðsetja okkur í næstu kosningum og í mínum huga þarf það að vera vel til vinstri“ skv. mbl.is Það er í sjálfu sér athyglisvert að sjá viðurkenningu frá formanni flokksins um að flokkinn hafi borið af leið. VG liðar hafa hingað til ekki viljað viðurkenna að neitt hafi verið gagrýnisvert við samstarfið við frjálshyggjuna, þrátt fyrir mikla gagnrýni, ekki síst úr eigin röðum. Orð Drífu Snædal, á leíðinni út um dyrnar, hafa orðið að áhrínisorðum, spádómi sem rættist. En það er ekki aðalatriðið. Ég staldra við tvennt í orðum formannsins: „róttækni“ og „rætur“. Guðmundur Ingi telur, skv. viðtölum við hann í fjölmiðlum, að róttækni flokksins felist í feminisma, umhverfisstefnu, alþjóðlegri friðarhyggju og félagslegu jafnrétti. Það er venja að skilgreina VG sem flokk sem er róttækari en t.d. Samfylkingin. En er það svo? Verða flokkar og forystufólk ekki meir dæmd af verkum en orðum? Hvar er róttæknin í þeim leiðangri sem VG hefur verið í með frjálshyggjunni á Íslandi undanfarin 7 ár? Róttæknin verður hvorki skoðuð né skilgreind án samhengis við „ræturnar.“ Guðmundur Ingi telur, að því best verður séð, að rætur flokksins liggi í fyrrnefndum áherslumálum, feminisma, umhverfisstefnu, friði og félagshyggju (hvað þýðir það nákvæmlega?). Það sem vekur athygli er að formaðurinn nefnir ekki verkalýðshreyfinguna einu orði, eða verkafólk, launafólk, verkalýðsbaráttu, kjarabaráttu, eða annað sem ég tel að rími betur við „róttækni“. Ekkert verkalýðsmálaráð er í VG. Ef maður skoðar heimasíður „systurflokkanna“ á Norðurlöndum, þessara venjulegu 5% flokka sem oftast eru taldir vinstra megin við sósialdemókratana, þá velkjast þeir ekki í neinum vafa um hvar rætur þeirra liggja: Í verkalýðshreyfingunni. Ef við leggjum þessa skilgreiningu til grundvallar þá er Samfylkingin róttækari en VG. Samfylkingin vinnur þétt með verkalýðshreyfingunni, við störfum saman á vettvangi SAMAK, samstarfsvettvangi jafnaðarflokka og alþýðusambanda Norðurlanda, þar á Ísland tvo fulltrúa: Samfylkinguna og ASÍ. Án þess að hér sé verið að efna til keppni í hver er róttækastur. Ef að líkum lætur mun Samfylkingin stilla forystufólki úr verkalýðshreyfingunni á framboðslista fyrir næstu alþingiskosningar, í örugg sæti. Og þar með praktísera það sem hún predikar. Sheri Berman er stjórnmálafræðiprófessor við Bernard háskólann í New York. Hún hefur m.a. sérhæft sig í sögu og eðli jafnaðarmannaflokka í Evrópu, hún dvaldi í Þýskalandi og Svíþjóð til að skoða jafnaðarmannaflokkana þar sérstaklega. Í stuttu máli þá taldi hún að flokkarnir hefðu yfirgefið venjulegt vinnandi fólk og lagt í staðinn áherslu á alls konar menningarbundna hluti, alþjóðahyggju, friðarstefnu, umhverfisstefnu, feminisma en gleymt verkafólki. Orð hennar ber ekki að skoða svo að þessi stefnumál eða hugmyndir séu óverðug á neinn hátt, heldur bendir hún á að rætur jafnaðarmanna liggi í verkalýðshreyfingunni og að barátta jafnaðarmanna eigi að snúast um kjör og lífsaðstæður vinnandi fólks. Hún nefnir sem dæmi baráttu portúgalskra sósíalista í „grísku kreppunni“, þar börðust þeir af hörku gegn niðurskurðinum og veikingu velferðarkerfisins, unnu kosningar, gerðu meira og minna sem þeir sögðu og unnu svo næstu kosningar einnig. Þessa grein má skoða sem vinsamlegar ábendingar til VG í aðdraganda flokksþings þeirra. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar