Hvítþvottur veðmálastarfseminnar Sigurður Kjartansson skrifar 31. ágúst 2024 08:30 Það hefur færst gríðarlega í aukanna að íslenskir „áhrifavaldar“ séu að auglýsa veðmálastarfsemi hvort sem það sé á samfélagsmiðlum, hlaðvarpsþáttum eða hreinlega í sjónvarpi (sjá hér), þar sem einn vinsælasti íþróttafréttamaður landsins tísti um málið en minnist ekki einu orði á að þetta væri ekki löglegt. Það sem er undarlegast í þessu öllu er að Páll Viðar þjálfari þórs mætti með derhúfu merkta veðmálasíðu rétt rúmum mánuði eftir að leikmenn Þórs voru sakaðir um að veðja á eigin leik og kom frá sér eftirfarandi: Mesti glæpurinn er náttúrlega ef veðmálin hafa bein áhrif á gagn leiksins og úrslit. Það má ekki gerast að fótboltinn fari að snúast um eitthvað svona rugl. Eftir að þessu var sjónvarpað sektaði Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ, Þór um 50.000. kr. þrátt fyrir að auglýst veðmálasíðu sem er vitaskuld gegn lögum landsins. Þessi dómur þykir ansi mildur og sýnir í raun að KSÍ gerir ekkert í svona málum, þetta er keppni á þeirra vegum og þarna er verið að brjóta lög. Það er hærri sekt hjá KSÍ að tefla fram ólöglegum leikmanni heldur en að fara þvert gegn lögunum (sjá hér) Með þessu er verið að normalisera veðmál og ýta undir hættuna sem henni fylgir, rétt eins og Milt Champion framkvæmdastjóri eftirlitsstofnunar með Fjárhættuspilum í Maine tjáði Kevin Hart, a pitchman for DraftKings, who starred in the movie “Jumanji” normalizing sports betting for kids like my grandson, who’s now what, 11, 12 years old, he likes ‘Jumanji,’ and so when he sees Kevin Hart on the ads, he’s thinking ‘Jumanji,’ and so on, Kevin Hart says, it (betting) is good. Börnin okkar sem horfa, hlusta og lesa allt sem vellur upp úr þessum áhrifavöldum trúa því þá og þegar að veðmál séu af hinu góða þar sem fyrirmyndir þeirra eru að veðja og auglýsa veðmál. Börnin líta upp til þessara einstaklinga og vilja vera þeim lík. Þar sem hin góða og gilda ríkisstjórn okkar er ekki að fara hafa afskipti af svona málum frekar en öðrum þá er þessi grein ekki til þess að vekja athygli á lagabreytingu (eða jú ef þeim er ekki framfylgt) þar sem lögin eru vissulega til staðar, heldur að vekja athygli á þessu. Vissulega má auglýsa veðmálastarfsemi á Íslandi ef fyrirtækin hafa þar til gerð leyfi hins vegar er lögunum ekki framfylgt eins og þau standa en stranglega bannað er samkvæmt . b-lið, 1. mgr. 11. laga um happdræti að „af ásetningi eða stórfelldu gáleysi auglýsir, kynnir eða miðlar hvers konar upplýsingum um happdrætti sem ekki hefur verið veitt leyfi fyrir samkvæmt lögum þessum eða uppfyllir ekki skilyrði laganna, [óháð því hvort starfsemi þess er rekin hérlendis eða erlendis]“. Þá segir jafnframt í a-lið, 3. mgr. 11. gr. sömu laga að „Það varðar sektum ef maður af ásetningi eða stórfelldu gáleysií atvinnuskyni og án heimildar happdrættisleyfishafa auglýsir, kynnir, miðlar eða stuðlar að þátttöku í happdrætti sem rekið er samkvæmt lögum þessum“. Má því túlka það sem svo að sá sem miðlar þessum upplýsingum og er að fá verktakagreiðslur fyrir sé í raun og veru að gera það í atvinnuskyni. Þá er það einnig tekið skírt fram í 1. mgr. 183. gr. almennra hegningarlaga að „Sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru“. Auðvitað er sönnunarbyrðin erfið og líklega ómöguleg í þessu tilfelli. Hins vegar þarf einnig að horfa á þetta frá samfélagslegu sjónarmiði og má það vel vera að „áhrifavaldar“ íslensks samfélags hugsi ekki út í þessar afleiðingar, ég meina hver les lög um happdræti sér til gamans eða fróðleiks? Það ætti hins vegar að vera heilnæm skynsemi að hafa vit á að auglýsa ekki ólöglega starfsemi, hægt er að staldra við og hugsa sig tvisvar um áður en við auglýsum veðmálastarfsemi í hlaðvörpum, samfélagsmiðlum eða í sjónvarpi. Veðmál hafa færst gríðarlega í aukanna í Bretlandi hafa en um 8.3% fullorðinna stundað veðmál sl. ár og þá hafa rannsóknir sýnt að veðmál eru mun vinsælli hjá yngri kynslóðinni en 21.9% allra ungmenna á árunum 2018 og 2019 höfðu stundað veðmál af einhverjum toga og 31.9% ungra karlmanna Árið 2023 frömdu 496 einstaklingar sjálfsmorð í Bretlandi sem beintengt var við veðmálavanda og um 80.000 börn undir 18 ára aldri eru búin að þróa með sér veðmálafíkn, Þá hafa einnig ótal rannsóknir sýnt fram á skaðsemi þeirra undanfarin ár, sjá t.d. hér og hér. Síðan að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við dómi þess efnis að banna og takmarka veðmálaauglýsingar hefur símtölum fjölgað um að meðaltali 45% á ári í fjárhættuhjálparlínuna the National Problem Gambling Helpline Network og voru um 270.000 árið 2021. Þá sýndi norsk rannsókn það að aukin útsetning fyrir Veðmálaauglýsingum (self-report & proxy measures) ýtir undir veðmálaþáttöku. Eins og rakið er í rannsóknunum í hlekk að ofan má sjá beintengingu á milli veðmálaauglýsinga og jákvæða ímynd þess að veðja hjá yngri kynslóðinni. Vitaskuld hefur engin rannsókn verið framkvæmd á Íslandi um áhrif þess sem „áhrifavaldar“ hafa á veðmálastarfsemi, fyrir utan þá rannsókn sem Dr. Daníel Þór Ólason gerði um þáttöku íslendinga í veðmálum (sjá hér) en ætla má að það haldist í hendur við þessar rannsóknir raknar að ofan. Mörg Evrópu ríki hafa þegar farið í herferð gegn veðmálaauglýsingum og má þar helst nefna Tyrkland, Pólland, Holland, Belgía, Ítalía og Spánn. Þorkell Máni og formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn vöktu athygli á veðmálastarfsemi fyrr á árinu (hér) og (hér), Síðan þá hefur nákvæmlega ekkert gerst og þetta færst í aukanna sem segir sitt lítið af hverju um ráðamenn þessa lands. Ef lög þessa lands um málefni þetta er bara eitthvert skraut er um að gera að fella þau á brott, hið sama gildir um regluverk KSÍ. Vekja þarf athygli á alvarleikanum sem þetta getur haft í för með sér. Höfundur er lögfræðingur með sérhæfingu í íþróttarétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Það hefur færst gríðarlega í aukanna að íslenskir „áhrifavaldar“ séu að auglýsa veðmálastarfsemi hvort sem það sé á samfélagsmiðlum, hlaðvarpsþáttum eða hreinlega í sjónvarpi (sjá hér), þar sem einn vinsælasti íþróttafréttamaður landsins tísti um málið en minnist ekki einu orði á að þetta væri ekki löglegt. Það sem er undarlegast í þessu öllu er að Páll Viðar þjálfari þórs mætti með derhúfu merkta veðmálasíðu rétt rúmum mánuði eftir að leikmenn Þórs voru sakaðir um að veðja á eigin leik og kom frá sér eftirfarandi: Mesti glæpurinn er náttúrlega ef veðmálin hafa bein áhrif á gagn leiksins og úrslit. Það má ekki gerast að fótboltinn fari að snúast um eitthvað svona rugl. Eftir að þessu var sjónvarpað sektaði Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ, Þór um 50.000. kr. þrátt fyrir að auglýst veðmálasíðu sem er vitaskuld gegn lögum landsins. Þessi dómur þykir ansi mildur og sýnir í raun að KSÍ gerir ekkert í svona málum, þetta er keppni á þeirra vegum og þarna er verið að brjóta lög. Það er hærri sekt hjá KSÍ að tefla fram ólöglegum leikmanni heldur en að fara þvert gegn lögunum (sjá hér) Með þessu er verið að normalisera veðmál og ýta undir hættuna sem henni fylgir, rétt eins og Milt Champion framkvæmdastjóri eftirlitsstofnunar með Fjárhættuspilum í Maine tjáði Kevin Hart, a pitchman for DraftKings, who starred in the movie “Jumanji” normalizing sports betting for kids like my grandson, who’s now what, 11, 12 years old, he likes ‘Jumanji,’ and so when he sees Kevin Hart on the ads, he’s thinking ‘Jumanji,’ and so on, Kevin Hart says, it (betting) is good. Börnin okkar sem horfa, hlusta og lesa allt sem vellur upp úr þessum áhrifavöldum trúa því þá og þegar að veðmál séu af hinu góða þar sem fyrirmyndir þeirra eru að veðja og auglýsa veðmál. Börnin líta upp til þessara einstaklinga og vilja vera þeim lík. Þar sem hin góða og gilda ríkisstjórn okkar er ekki að fara hafa afskipti af svona málum frekar en öðrum þá er þessi grein ekki til þess að vekja athygli á lagabreytingu (eða jú ef þeim er ekki framfylgt) þar sem lögin eru vissulega til staðar, heldur að vekja athygli á þessu. Vissulega má auglýsa veðmálastarfsemi á Íslandi ef fyrirtækin hafa þar til gerð leyfi hins vegar er lögunum ekki framfylgt eins og þau standa en stranglega bannað er samkvæmt . b-lið, 1. mgr. 11. laga um happdræti að „af ásetningi eða stórfelldu gáleysi auglýsir, kynnir eða miðlar hvers konar upplýsingum um happdrætti sem ekki hefur verið veitt leyfi fyrir samkvæmt lögum þessum eða uppfyllir ekki skilyrði laganna, [óháð því hvort starfsemi þess er rekin hérlendis eða erlendis]“. Þá segir jafnframt í a-lið, 3. mgr. 11. gr. sömu laga að „Það varðar sektum ef maður af ásetningi eða stórfelldu gáleysií atvinnuskyni og án heimildar happdrættisleyfishafa auglýsir, kynnir, miðlar eða stuðlar að þátttöku í happdrætti sem rekið er samkvæmt lögum þessum“. Má því túlka það sem svo að sá sem miðlar þessum upplýsingum og er að fá verktakagreiðslur fyrir sé í raun og veru að gera það í atvinnuskyni. Þá er það einnig tekið skírt fram í 1. mgr. 183. gr. almennra hegningarlaga að „Sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru“. Auðvitað er sönnunarbyrðin erfið og líklega ómöguleg í þessu tilfelli. Hins vegar þarf einnig að horfa á þetta frá samfélagslegu sjónarmiði og má það vel vera að „áhrifavaldar“ íslensks samfélags hugsi ekki út í þessar afleiðingar, ég meina hver les lög um happdræti sér til gamans eða fróðleiks? Það ætti hins vegar að vera heilnæm skynsemi að hafa vit á að auglýsa ekki ólöglega starfsemi, hægt er að staldra við og hugsa sig tvisvar um áður en við auglýsum veðmálastarfsemi í hlaðvörpum, samfélagsmiðlum eða í sjónvarpi. Veðmál hafa færst gríðarlega í aukanna í Bretlandi hafa en um 8.3% fullorðinna stundað veðmál sl. ár og þá hafa rannsóknir sýnt að veðmál eru mun vinsælli hjá yngri kynslóðinni en 21.9% allra ungmenna á árunum 2018 og 2019 höfðu stundað veðmál af einhverjum toga og 31.9% ungra karlmanna Árið 2023 frömdu 496 einstaklingar sjálfsmorð í Bretlandi sem beintengt var við veðmálavanda og um 80.000 börn undir 18 ára aldri eru búin að þróa með sér veðmálafíkn, Þá hafa einnig ótal rannsóknir sýnt fram á skaðsemi þeirra undanfarin ár, sjá t.d. hér og hér. Síðan að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við dómi þess efnis að banna og takmarka veðmálaauglýsingar hefur símtölum fjölgað um að meðaltali 45% á ári í fjárhættuhjálparlínuna the National Problem Gambling Helpline Network og voru um 270.000 árið 2021. Þá sýndi norsk rannsókn það að aukin útsetning fyrir Veðmálaauglýsingum (self-report & proxy measures) ýtir undir veðmálaþáttöku. Eins og rakið er í rannsóknunum í hlekk að ofan má sjá beintengingu á milli veðmálaauglýsinga og jákvæða ímynd þess að veðja hjá yngri kynslóðinni. Vitaskuld hefur engin rannsókn verið framkvæmd á Íslandi um áhrif þess sem „áhrifavaldar“ hafa á veðmálastarfsemi, fyrir utan þá rannsókn sem Dr. Daníel Þór Ólason gerði um þáttöku íslendinga í veðmálum (sjá hér) en ætla má að það haldist í hendur við þessar rannsóknir raknar að ofan. Mörg Evrópu ríki hafa þegar farið í herferð gegn veðmálaauglýsingum og má þar helst nefna Tyrkland, Pólland, Holland, Belgía, Ítalía og Spánn. Þorkell Máni og formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn vöktu athygli á veðmálastarfsemi fyrr á árinu (hér) og (hér), Síðan þá hefur nákvæmlega ekkert gerst og þetta færst í aukanna sem segir sitt lítið af hverju um ráðamenn þessa lands. Ef lög þessa lands um málefni þetta er bara eitthvert skraut er um að gera að fella þau á brott, hið sama gildir um regluverk KSÍ. Vekja þarf athygli á alvarleikanum sem þetta getur haft í för með sér. Höfundur er lögfræðingur með sérhæfingu í íþróttarétti.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun