Við verðum að taka afstöðu NÚNA – Til að breyta framtíðinni okkar, því brotið fólk brýtur fólk! Steindór Þórarinsson skrifar 2. september 2024 15:00 Það hefur verið mikið talað um ofbeldisölduna sem hefur riðið yfir litla landið okkar á undanförnum misserum. Þegar ung stúlka missir lífið á menningarnótt, þá er það ekki bara sorglegt mál heldur er það vakning. Þetta er hróp á hjálp, hróp sem við verðum öll að hlusta á, sama hver staða okkar er í samfélaginu. Hvað er að gerast með unga fólkið okkar? Hvernig getum við, sem foreldrar, leiðbeinendur, og sem samfélag, brugðist við? Að læra á tilfinningar sínar, þeirra stærsta vopn Það er svo mikilvægt að skilja eitt: tilfinningar eru ekki óvinur okkar. Þær eru styrkur okkar, leiðarljós sem sýnir okkur hver við erum og hvað skiptir okkur máli. Þó að þær geti verið yfirþyrmandi, eins og reiði, sorg eða vonleysi, þá er það hvernig við veljum að bregðast við þeim sem mótar framtíð okkar. Það er ekkert veikleika merki að líða illa. Þvert á móti, það er merki um að þú ert mannlegur, lifandi, og með fullan rétt á að upplifa lífið í allri sinni fjölbreytni. Við þurfum að kenna unga fólkinu þetta, og skoða þetta í okkar eigin lífi. Ef þér líður illa, leitaðu hjálpar. Það er styrkur, ekki veikleiki. Við eigum það til að hugsa að við þurfum að taka okkur saman, að það sé eitthvað rangt við að finna fyrir tilfinningum, sérstaklega þegar þær eru sterkar. En það er algerlega rangt. Ef þú ert að berjast við tilfinningar sem þú átt erfitt með að stjórna, þá er fyrsta skrefið að viðurkenna þær. Að leita eftir hjálp er ekki veikleika merki, það er eitt af sterkustu skrefum sem þú getur tekið. Talaðu við einhvern – vin, fjölskyldumeðlim, fagmann – það er alltaf einhver til staðar sem er tilbúinn að hlusta. Við þurfum að sýna gott fordæmi og líta í eigin hegðun, en á sama tíma að koma þessu til unga fólksins líka! Foreldrar, verum vakandi – þetta er okkar ábyrgð líka Við verðum að horfast í augu við það að börnin okkar þurfa á okkur að halda meira en nokkru sinni fyrr. Þetta er ekki bara þeirra barátta, þetta er okkar allra barátta. Ef við lítum undan, þá erum við að leyfa hatrinu og ofbeldinu að ná rótum. Við verðum að vera til staðar fyrir börnin okkar, að hlusta á þau, skilja þau, og styðja þau í að finna styrk sinn og stað í lífinu. Þau þurfa ekki bara á reglunum okkar að halda, þau þurfa á kærleikanum okkar að halda. Við verðum að sýna þeim að tilfinningar eru eðlilegar og að það er í lagi að tala um þær. Samfélag – Stöndum saman í kærleika og samkennd Ef við ætlum að breyta þessari þróun, þá verðum við öll að taka höndum saman. Hatrið sem við sjáum blossa upp er aðeins spegilmynd af samfélaginu sem við höfum skapað. Við verðum að leggja áherslu á jákvæð gildi, að læra af mistökum okkar og horfa inn á við. Samkennd, kærleikur og umhyggja þetta eru ekki bara falleg orð, þau eru grunnstoðir heilbrigðs samfélags. Við þurfum að vera fyrirmyndir fyrir unga fólkið okkar. Ekki með ofbeldi eða hatri, heldur með því að sýna þeim leiðina til kærleika og virðingar. Það sem þú gerir skiptir máli. Hvernig þú talar við aðra, hvernig þú bregst við þegar þú sérð einhvern í erfiðleikum þetta er það sem mun móta framtíðina okkar. Það byrjar hjá þér, hjá okkur öllum. Ef við viljum sjá breytingu, þá verðum við sjálf að vera breytingin. Ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar Að stinga einhvern, að beita ofbeldi, er ekki bara eitthvað sem gerist í augnablikinu. Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir geranda sem og fórnarlömb, fjölskyldur beggja aðila sem og fyrir allt samfélagið. Þetta er ekki bara ein afleiðing, heldur keðjuverkun sem getur skemmt líf fjölda fólks. Við verðum að hætta að horfa á þetta sem einangrað tilfelli og átta okkur á því að þetta er okkar ábyrgð. Við erum öll hluti af þessu samfélagi og það er undir okkur komið að snúa þessari þróun við. Við getum breytt þessu, saman Við verðum að hætta að horfa í hina áttina. Við verðum að taka afstöðu NÚNA. Þetta er ekki eitthvað sem við getum sett á ís eða beðið með. Börnin okkar, framtíðin okkar, þurfa á okkur að halda. Það byrjar með okkur, og það byrjar með því að við lærum á tilfinningar okkar, tökum ábyrgð á gjörðum okkar og stöndum saman í kærleika og samkennd. Breytingin byrjar hér. Hún byrjar núna. Hún byrjar með þér. Lífið er dýrmætt, og saman getum við byggt upp samfélag þar sem það er metið að verðleikum. Verum sterk, verum hugrökk, og verum til staðar fyrir okkur sjálf, fyrir börnin okkar, og fyrir framtíðina. „Ef þú vilt breyta heiminum, farðu heim og elskaðu fjölskylduna þína.” Móðir Teresa Höfundur er ICF viðurkenndur markþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikið talað um ofbeldisölduna sem hefur riðið yfir litla landið okkar á undanförnum misserum. Þegar ung stúlka missir lífið á menningarnótt, þá er það ekki bara sorglegt mál heldur er það vakning. Þetta er hróp á hjálp, hróp sem við verðum öll að hlusta á, sama hver staða okkar er í samfélaginu. Hvað er að gerast með unga fólkið okkar? Hvernig getum við, sem foreldrar, leiðbeinendur, og sem samfélag, brugðist við? Að læra á tilfinningar sínar, þeirra stærsta vopn Það er svo mikilvægt að skilja eitt: tilfinningar eru ekki óvinur okkar. Þær eru styrkur okkar, leiðarljós sem sýnir okkur hver við erum og hvað skiptir okkur máli. Þó að þær geti verið yfirþyrmandi, eins og reiði, sorg eða vonleysi, þá er það hvernig við veljum að bregðast við þeim sem mótar framtíð okkar. Það er ekkert veikleika merki að líða illa. Þvert á móti, það er merki um að þú ert mannlegur, lifandi, og með fullan rétt á að upplifa lífið í allri sinni fjölbreytni. Við þurfum að kenna unga fólkinu þetta, og skoða þetta í okkar eigin lífi. Ef þér líður illa, leitaðu hjálpar. Það er styrkur, ekki veikleiki. Við eigum það til að hugsa að við þurfum að taka okkur saman, að það sé eitthvað rangt við að finna fyrir tilfinningum, sérstaklega þegar þær eru sterkar. En það er algerlega rangt. Ef þú ert að berjast við tilfinningar sem þú átt erfitt með að stjórna, þá er fyrsta skrefið að viðurkenna þær. Að leita eftir hjálp er ekki veikleika merki, það er eitt af sterkustu skrefum sem þú getur tekið. Talaðu við einhvern – vin, fjölskyldumeðlim, fagmann – það er alltaf einhver til staðar sem er tilbúinn að hlusta. Við þurfum að sýna gott fordæmi og líta í eigin hegðun, en á sama tíma að koma þessu til unga fólksins líka! Foreldrar, verum vakandi – þetta er okkar ábyrgð líka Við verðum að horfast í augu við það að börnin okkar þurfa á okkur að halda meira en nokkru sinni fyrr. Þetta er ekki bara þeirra barátta, þetta er okkar allra barátta. Ef við lítum undan, þá erum við að leyfa hatrinu og ofbeldinu að ná rótum. Við verðum að vera til staðar fyrir börnin okkar, að hlusta á þau, skilja þau, og styðja þau í að finna styrk sinn og stað í lífinu. Þau þurfa ekki bara á reglunum okkar að halda, þau þurfa á kærleikanum okkar að halda. Við verðum að sýna þeim að tilfinningar eru eðlilegar og að það er í lagi að tala um þær. Samfélag – Stöndum saman í kærleika og samkennd Ef við ætlum að breyta þessari þróun, þá verðum við öll að taka höndum saman. Hatrið sem við sjáum blossa upp er aðeins spegilmynd af samfélaginu sem við höfum skapað. Við verðum að leggja áherslu á jákvæð gildi, að læra af mistökum okkar og horfa inn á við. Samkennd, kærleikur og umhyggja þetta eru ekki bara falleg orð, þau eru grunnstoðir heilbrigðs samfélags. Við þurfum að vera fyrirmyndir fyrir unga fólkið okkar. Ekki með ofbeldi eða hatri, heldur með því að sýna þeim leiðina til kærleika og virðingar. Það sem þú gerir skiptir máli. Hvernig þú talar við aðra, hvernig þú bregst við þegar þú sérð einhvern í erfiðleikum þetta er það sem mun móta framtíðina okkar. Það byrjar hjá þér, hjá okkur öllum. Ef við viljum sjá breytingu, þá verðum við sjálf að vera breytingin. Ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar Að stinga einhvern, að beita ofbeldi, er ekki bara eitthvað sem gerist í augnablikinu. Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir geranda sem og fórnarlömb, fjölskyldur beggja aðila sem og fyrir allt samfélagið. Þetta er ekki bara ein afleiðing, heldur keðjuverkun sem getur skemmt líf fjölda fólks. Við verðum að hætta að horfa á þetta sem einangrað tilfelli og átta okkur á því að þetta er okkar ábyrgð. Við erum öll hluti af þessu samfélagi og það er undir okkur komið að snúa þessari þróun við. Við getum breytt þessu, saman Við verðum að hætta að horfa í hina áttina. Við verðum að taka afstöðu NÚNA. Þetta er ekki eitthvað sem við getum sett á ís eða beðið með. Börnin okkar, framtíðin okkar, þurfa á okkur að halda. Það byrjar með okkur, og það byrjar með því að við lærum á tilfinningar okkar, tökum ábyrgð á gjörðum okkar og stöndum saman í kærleika og samkennd. Breytingin byrjar hér. Hún byrjar núna. Hún byrjar með þér. Lífið er dýrmætt, og saman getum við byggt upp samfélag þar sem það er metið að verðleikum. Verum sterk, verum hugrökk, og verum til staðar fyrir okkur sjálf, fyrir börnin okkar, og fyrir framtíðina. „Ef þú vilt breyta heiminum, farðu heim og elskaðu fjölskylduna þína.” Móðir Teresa Höfundur er ICF viðurkenndur markþjálfi.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun