Varist eftirlíkingar Hildur Björnsdóttir skrifar 8. september 2024 15:31 Í gærdag steig borgarstjóri fram á ritvöllinn með sína fyrstu yfirlýsingu um breytingar í borginni, rúmum tveimur árum eftir kjör hans í borgarstjórn. Breytingarnar sagði hann felast í stórbættum fjárhag Reykjavíkur í kjölfar aðhaldsaðgerða. Þetta kallar á nánari skoðun. Viðsnúningur sóttur í vasa skattgreiðenda Þó borgin skili sannarlega jákvæðri rekstrarniðurstöðu á fyrstu sex mánuðum ársins, reynist hún þó 1,7 milljörðum lakari en áætlun gerði ráð fyrir. Þessi jákvæða rekstrarniðurstaða væri sannarlega fagnaðarefni hefði hún náðst með hagræðingum og aðhaldi. Raunin er hins vegar sú að skatttekjur borgarinnar aukast um 5,1 milljarð milli ára og fara 1,1 milljarð umfram áætlun fyrstu sex mánuði ársins. Þessi svokallaði viðsnúningur borgarstjóra er sóttur beint í vasa borgarbúa. Má þar aðallega vísa til þess hvernig meirihlutinn sætti færis þegar gríðarlegar hækkanir fasteignamats leiddu til samsvarandi hækkana á krónutölu fasteignaskatta síðustu ár. Nágrannasveitarfélög brugðust við hækkunum fasteignamats með lækkun álagningarhlutfalla á sína íbúa. Meirihlutinn í Reykjavík felldi hins vegar tillögur okkar sjálfstæðismanna um samsvarandi skattalækkanir. Með því að halda sköttum í Reykjavík hærri en í Kópavogi sækir borgin um 2,4 milljarða árlega í auknar skatttekjur – beint úr vösum fólks og fyrirtækja í Reykjavík. Reksturinn sífellt dýrari Borgarstjóri lét jafnframt hjá líða að nefna stöðugan útgjaldavöxt borgarinnar undir hans stjórn. Hafa rekstrargjöld aukist um ríflega sex milljarða milli ára og farið nærri 2,5 milljarða umfram áætlun fyrstu sex mánuði ársins. Hann fullyrðir boðaðar aðhaldsaðgerðir meirihlutans hafa skilað árangri enda hafi fjöldi stöðugilda haldist óbreyttur milli ára. Það er í hrópandi ósamræmi við boðaðar fækkanir stöðugilda og er raunar dæmigert metnaðarleysi meirihlutans – að ráðast í aðhald sem skilur engan eftir léttari – aðeins áfram í sömu þyngd. Vöndum til verka Þrátt fyrir hóflega skattheimtu skilaði Kópavogur nýverið jákvæðu árshlutauppgjöri. Kópavogur kemur jafnframt ítrekað mun betur út úr ánægjumælingum en höfuðborgin Reykjavík. Það fer nefnilega vel saman að tryggja hóflega skattheimtu og öfluga þjónustu í kröftugu sveitarfélagi. Það þarf einfaldlega að vanda til verka. Því miður reynist eina yfirlýsta breyting borgarstjórans vera sjónhverfing. Ekki tekst borgarstjóranum betur en forvera hans að halda sig innan áætlana. Honum hefur hvorki tekist að bæta rekstur borgarinnar með aðhaldsaðgerðum, né heldur að tryggja borgarbúum bætta þjónustu. Það getur hver sem er skrökvað árangri og framförum að borgarbúum – en færri geta skilað borgarbúum raunverulegum árangri. Það verður mikilvægt fyrir kjósendur að geta greint þar á milli. Varist eftirlíkingar. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í gærdag steig borgarstjóri fram á ritvöllinn með sína fyrstu yfirlýsingu um breytingar í borginni, rúmum tveimur árum eftir kjör hans í borgarstjórn. Breytingarnar sagði hann felast í stórbættum fjárhag Reykjavíkur í kjölfar aðhaldsaðgerða. Þetta kallar á nánari skoðun. Viðsnúningur sóttur í vasa skattgreiðenda Þó borgin skili sannarlega jákvæðri rekstrarniðurstöðu á fyrstu sex mánuðum ársins, reynist hún þó 1,7 milljörðum lakari en áætlun gerði ráð fyrir. Þessi jákvæða rekstrarniðurstaða væri sannarlega fagnaðarefni hefði hún náðst með hagræðingum og aðhaldi. Raunin er hins vegar sú að skatttekjur borgarinnar aukast um 5,1 milljarð milli ára og fara 1,1 milljarð umfram áætlun fyrstu sex mánuði ársins. Þessi svokallaði viðsnúningur borgarstjóra er sóttur beint í vasa borgarbúa. Má þar aðallega vísa til þess hvernig meirihlutinn sætti færis þegar gríðarlegar hækkanir fasteignamats leiddu til samsvarandi hækkana á krónutölu fasteignaskatta síðustu ár. Nágrannasveitarfélög brugðust við hækkunum fasteignamats með lækkun álagningarhlutfalla á sína íbúa. Meirihlutinn í Reykjavík felldi hins vegar tillögur okkar sjálfstæðismanna um samsvarandi skattalækkanir. Með því að halda sköttum í Reykjavík hærri en í Kópavogi sækir borgin um 2,4 milljarða árlega í auknar skatttekjur – beint úr vösum fólks og fyrirtækja í Reykjavík. Reksturinn sífellt dýrari Borgarstjóri lét jafnframt hjá líða að nefna stöðugan útgjaldavöxt borgarinnar undir hans stjórn. Hafa rekstrargjöld aukist um ríflega sex milljarða milli ára og farið nærri 2,5 milljarða umfram áætlun fyrstu sex mánuði ársins. Hann fullyrðir boðaðar aðhaldsaðgerðir meirihlutans hafa skilað árangri enda hafi fjöldi stöðugilda haldist óbreyttur milli ára. Það er í hrópandi ósamræmi við boðaðar fækkanir stöðugilda og er raunar dæmigert metnaðarleysi meirihlutans – að ráðast í aðhald sem skilur engan eftir léttari – aðeins áfram í sömu þyngd. Vöndum til verka Þrátt fyrir hóflega skattheimtu skilaði Kópavogur nýverið jákvæðu árshlutauppgjöri. Kópavogur kemur jafnframt ítrekað mun betur út úr ánægjumælingum en höfuðborgin Reykjavík. Það fer nefnilega vel saman að tryggja hóflega skattheimtu og öfluga þjónustu í kröftugu sveitarfélagi. Það þarf einfaldlega að vanda til verka. Því miður reynist eina yfirlýsta breyting borgarstjórans vera sjónhverfing. Ekki tekst borgarstjóranum betur en forvera hans að halda sig innan áætlana. Honum hefur hvorki tekist að bæta rekstur borgarinnar með aðhaldsaðgerðum, né heldur að tryggja borgarbúum bætta þjónustu. Það getur hver sem er skrökvað árangri og framförum að borgarbúum – en færri geta skilað borgarbúum raunverulegum árangri. Það verður mikilvægt fyrir kjósendur að geta greint þar á milli. Varist eftirlíkingar. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun