Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2024 08:55 Nemandi við Apalachee-framhaldsskólann faðmar prest daginn eftir skotárásina mannskæðu í síðustu viku. Vísir/EPA Móðir unglingspilts sem skaut fjóra til bana í framhaldsskóla í Georgíu í Bandaríkjunum hringdi í skólann og varaði við „bráðri neyð“ rétt fyrir árásina. Hún hvatti skólaráðgjafa til að fara og finna son hennar strax. Tveir nemendur og tveir kennarar féllu og níu særðust þegar fjórtán ára gamall piltur hóf skothríð með árásarriffli í Apalachee-framhaldsskólanum í Winder í Georgíu miðvikudaginn 4. september. Auk piltsins er faðir hans ákærður fyrir aðild að drápunum vegna þess að hann leyfði syni sínum að eiga skotvopn. Yfirvöld ræddu við feðgana um hótanir piltsins á netinu um skólaárásir í fyrra. Símtal Marcee Gray, móður piltsins, við skólaráðgjafa aðeins um þrjátíu mínútum áður en árásin hófst er nú sagt vekja upp enn frekari spurningar um hvort að hægt hefði verið að afstýra henni, að sögn Washington Post. Systir Gray deildi skilaboðum sem hún sendi henni með bandaríska blaðinu þar sem Gray sagðist hafa hringt í skólann og sagt ráðgjafanum að það væri brýn nauðsyn að finna son hennar strax. Símagögn sýni að símtalið hófst um hálftíma áður en vitni segjast hafa séð piltinn hefja skothríð. Ráðgjafinn á að hafa sagt móðurinn að pilturinn hefði talað um skólaárás þá um morguninn. Skólastjórnandi hefði farið að í skólastofu piltsins en hann hefði ekki verið þar. Skotárásin hófst aðeins nokkrum mínútum síðar. Gray staðfesti frásögn Washington Post eftir að umfjöllunin birtist fyrst. Hún vildi þó ekki segja hvað hefði orðið til þess að hún hringdi í skólann en sagðist hafa greint lögreglunni frá því. „Skólinn brást þeim, þau hefðu getað komið í veg fyrir þessi dauðsföll en þau gerðu það ekki. Mér líður innilega þannig,“ segir Rabecca Sayarath, móðir bekkjasystur piltsins sem komst lífs af. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Skotvopn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Tveir nemendur og tveir kennarar féllu og níu særðust þegar fjórtán ára gamall piltur hóf skothríð með árásarriffli í Apalachee-framhaldsskólanum í Winder í Georgíu miðvikudaginn 4. september. Auk piltsins er faðir hans ákærður fyrir aðild að drápunum vegna þess að hann leyfði syni sínum að eiga skotvopn. Yfirvöld ræddu við feðgana um hótanir piltsins á netinu um skólaárásir í fyrra. Símtal Marcee Gray, móður piltsins, við skólaráðgjafa aðeins um þrjátíu mínútum áður en árásin hófst er nú sagt vekja upp enn frekari spurningar um hvort að hægt hefði verið að afstýra henni, að sögn Washington Post. Systir Gray deildi skilaboðum sem hún sendi henni með bandaríska blaðinu þar sem Gray sagðist hafa hringt í skólann og sagt ráðgjafanum að það væri brýn nauðsyn að finna son hennar strax. Símagögn sýni að símtalið hófst um hálftíma áður en vitni segjast hafa séð piltinn hefja skothríð. Ráðgjafinn á að hafa sagt móðurinn að pilturinn hefði talað um skólaárás þá um morguninn. Skólastjórnandi hefði farið að í skólastofu piltsins en hann hefði ekki verið þar. Skotárásin hófst aðeins nokkrum mínútum síðar. Gray staðfesti frásögn Washington Post eftir að umfjöllunin birtist fyrst. Hún vildi þó ekki segja hvað hefði orðið til þess að hún hringdi í skólann en sagðist hafa greint lögreglunni frá því. „Skólinn brást þeim, þau hefðu getað komið í veg fyrir þessi dauðsföll en þau gerðu það ekki. Mér líður innilega þannig,“ segir Rabecca Sayarath, móðir bekkjasystur piltsins sem komst lífs af.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Skotvopn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira