Stjórnlaus heimur Reynir Böðvarsson skrifar 10. september 2024 11:03 Þegar fólk horfði til framtíðar eftir seinni heimsstyrjöld var það með björtum augum, allt gat bara orðið betra og framtíð barna og barnabarna yrði tryggð með friði, menntun og velsæld. Heimurinn færi aldrei aftur í þann forarpytt stríðsátaka sem ofstækisfullir leiðtogar höfðu leitt þjóðir sínar í, aldrei aftur má þetta ske, við verðum að koma í veg fyrir það á einhvern hátt að svona lagað endurtaki sig var viðkvæðið hjá nýjum leiðtogum. Helförin, fjöldamorð nasista á gyðingum, rómafólki, sósíalistum, fötluðu fólki og samkynjuðum til dæmis, var fordæmd og þess heitið að slíkt mætti aldrei aftur eiga sér stað. Finna verði aðferðir til þess að koma í veg fyrir það. Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar af sigurvegurum stríðsins 1945 Hamfara hlýnun jarðar er í augsýn nú, afleiðing brjálæðislegs kapítalisma sem kannski ekki var auðvelt að fyrirsjá þegar plön um nýja framtíð voru lögð í lok síðustu heimsstyrjaldar. Áherslan var lögð á frið frá stríðsátökum og uppbyggingu brotinna samfélaga, sameiginlega gætum við byggt upp aftur samfélag samkenndar og framtíðartrú. Til þess að svo gæti orðið yrði samvinna millum landa að styrkjast og einhverskonar lög og reglur um þessa samvinnu að mótast. Það er grunnurinn að stofnun Sameinuðu þjóðanna sem reyndar átti sér fyrirmynd í Þjóðabandalaginu sem stofnað var eftir fyrstu heimsstyrjöldina en það var lagt niður vegna vanmáttar þess að koma í veg fyrir enn eina heimsstyrjöld, seinni heimsstyrjöldina. Hvað höfum við lært? Það er með ólíkindum að horfa upp á alþjóða stjórnmál í dag, í ljósi sögunnar ættum við að hafa lært eitthvað en það virðist sem mannkyn hafi aftur horfið frá allri skynsemi, algjör veruleikafirring og botnlaus blinda á það sem er að eiga sér stað. Það er ekki bara hlýnun jarðar heldur líka brjálæðislegur stríðsrekstur í Úkraínu og á Gasa sem alþjóðarsamfélagið lætur viðgangast, auðvitað með stuðningi Bandaríkjanna sem eru og hafa alltaf verið aðal bakhjarl nánast allra átaka í heiminum eftir seinna stríð. Hvar viljum við staðsetja okkur sem þjóð í þessum hildarleik, erum við bara sátt við þá þróun sem er eða viljum við eitthvað annað, viljum við vera jafn samsek og þau sem horfðu á helförina án þess að aðhafast nokkuð til varnar? Heimurinn er á heljarþröm! António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur verið mjög gagnrýninn á þjóðarleiðtoga undanfarin ár, sérstaklega varðandi þrjú lykilatriði: loftslagsbreytingar, mannréttindi og stríðsátök. Guterres hefur ítrekað gagnrýnt leiðtoga ríkja fyrir að bregðast ekki nægilega hratt við loftslagsvandanum. Hann hefur ítrekað kallað eftir tafarlausum aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og varað við því að heimsbyggðin stefni í "loftslagshörmungar". Guterres hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að þjóðarleiðtogar axli meiri ábyrgð og taki mun harðari skref í átt að kolefnishlutleysi. Guterres hefur einnig gagnrýnt leiðtoga ríkja fyrir að brjóta mannréttindi, sérstaklega í tengslum við kúgun minnihlutahópa, fjölmiðlafrelsi og aukna einræðistilhneigingu í mörgum löndum. Hann hefur varað við aukinni andúð gegn fjölmenningu og fjölbreytileika og bent á hættuna af því að lýðræðisstofnanir veikist. Guterres hefur gagnrýnt aðgerðarleysi leiðtoga þegar kemur að friðarumleitunum og ástandinu í átakasvæðum, eins og í Sýrlandi, Jemen,Úkraínu og Gasa. Hann hefur ítrekað kallað eftir samstöðu alþjóðasamfélagsins til að binda enda á þjáningar almennra borgara í stríðsátökum og leita lausna í stað þess að elda grátt silfur. Guterres talar því miður fyrir daufum eyrum og engin þjóðarleiðtogi stígur fram til afdráttarlauss stuðnings, við höfum enga þjóðarleiðtoga sem standa undir því nafni. Það sem lýðræðið, í því ríki sem oft hefur verið kallað fremsta lýðræðisríki heims, er að bjóða okkur sem raunverulegan valkost er Donald Trump, mærður af ritstjóra Morgunblaðsins. Allt hugsandi fólk hlýtur að sjá að þetta er heimur á veg til glötunar, ekki heil brú í því sem vestræna lýðræðið er að bjóða okkur. Það á sér náttúrulega skýringar, að svona sé komið, og það er stafað kapítalismi. Kapítalisminn hefur bara eina breytu í jöfnunni sem skiptir máli, gróði! Allt annað er lagt til hliðar, jöfnuður meðal manna, öruggt húsnæði, frjáls fjölmiðlun og svo mætti lengi telja. Nýfrjálshyggjan er á góðri leið með að brjóta upp og eyðileggja allt það sem hefur áunnist á síðustu öld, barátta verkalýðshreyfinga og vinstri flokka í stjórnmálum er verið að brjóta á bak aftur, allsstaðar. Biden, núverandi forseti Bandaríkjana, hrópar í sífellu „This must end now” og á þar við þjóðarmorðið á Gasa en dælir á sama tíma fjármagni og vopnum til Ísrael svo þeir geti haldið áfram að myrða saklausa borgara, fremst börn og konur. Þetta er allt á ábyrgð hægri stjórnmálaafla sem svífast einskis í gróðafíkn sinni, hermangið var ekki og er ekki spillingarvaldur bara á Íslandi heldur er alþjóðlegt vandamál sem er á góðri leið með að binda endi á mannvæn samfélög á jörðinni. Þróunin sem hægrið stendur fyrir með allt það fjármagn sem auðkýfingar ausa í þá er líka á góðri leið með að binda endi á okkar friðsæla samfélag á Íslandi, það verður enginn friður í samfélagi þar sem stór hluti lifir við fátækt og aðrir við ofgnægð. Laissez-faire er franskt term sem notað er yfir stjórnleysi eða afskiptaleysi stjórnvalda á markaði. Þetta er dásamað af nýfrjálshyggjunni og stutt af hægriöflum í stjórnmálum og hefur verið helsti áttaviti stjórnvalda á vesturlöndum allt síðan Reagan og Thatcher tóku upp þessa stefnu. Skattar eru afskipti stjórnvalda af markaði og þurfa því samkvæmt þessari kreddu að vera eins lágir og mögulegt, jafnvel engir því að heimta inn skatta er nánast stuldur samkvæmt kreddunni. Að lækka skatta er helsta kosningaloforð hægrisins síendurtekið á vesturlöndum og þar sem hægrið kemst að ríkisstjórnarborðum er þetta framkvæmt, því miður oft í samvinnu við hægri krata sem eru oft aðdáendur markaðslausna. Þessi þróun er á góðri leið með að brjóta niður velferðarkerfin sem verkalýðshreyfingin og vinstrinu tókst að byggja upp, veikja alla innviði þannig að stór innviða skuld safnast fyrir komandi kynslóðir. Ójöfnuður eykst og því fylgir mikill órói í samfélaginu sem síðan leiðir af sér skautun í samfélaginu og lýðskrum sem að lokum getur jafnvel leita af sér óviðráðanlegt ástand í stjórnmálum, það sem blasir þá við er stjórnlaus heimur. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk horfði til framtíðar eftir seinni heimsstyrjöld var það með björtum augum, allt gat bara orðið betra og framtíð barna og barnabarna yrði tryggð með friði, menntun og velsæld. Heimurinn færi aldrei aftur í þann forarpytt stríðsátaka sem ofstækisfullir leiðtogar höfðu leitt þjóðir sínar í, aldrei aftur má þetta ske, við verðum að koma í veg fyrir það á einhvern hátt að svona lagað endurtaki sig var viðkvæðið hjá nýjum leiðtogum. Helförin, fjöldamorð nasista á gyðingum, rómafólki, sósíalistum, fötluðu fólki og samkynjuðum til dæmis, var fordæmd og þess heitið að slíkt mætti aldrei aftur eiga sér stað. Finna verði aðferðir til þess að koma í veg fyrir það. Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar af sigurvegurum stríðsins 1945 Hamfara hlýnun jarðar er í augsýn nú, afleiðing brjálæðislegs kapítalisma sem kannski ekki var auðvelt að fyrirsjá þegar plön um nýja framtíð voru lögð í lok síðustu heimsstyrjaldar. Áherslan var lögð á frið frá stríðsátökum og uppbyggingu brotinna samfélaga, sameiginlega gætum við byggt upp aftur samfélag samkenndar og framtíðartrú. Til þess að svo gæti orðið yrði samvinna millum landa að styrkjast og einhverskonar lög og reglur um þessa samvinnu að mótast. Það er grunnurinn að stofnun Sameinuðu þjóðanna sem reyndar átti sér fyrirmynd í Þjóðabandalaginu sem stofnað var eftir fyrstu heimsstyrjöldina en það var lagt niður vegna vanmáttar þess að koma í veg fyrir enn eina heimsstyrjöld, seinni heimsstyrjöldina. Hvað höfum við lært? Það er með ólíkindum að horfa upp á alþjóða stjórnmál í dag, í ljósi sögunnar ættum við að hafa lært eitthvað en það virðist sem mannkyn hafi aftur horfið frá allri skynsemi, algjör veruleikafirring og botnlaus blinda á það sem er að eiga sér stað. Það er ekki bara hlýnun jarðar heldur líka brjálæðislegur stríðsrekstur í Úkraínu og á Gasa sem alþjóðarsamfélagið lætur viðgangast, auðvitað með stuðningi Bandaríkjanna sem eru og hafa alltaf verið aðal bakhjarl nánast allra átaka í heiminum eftir seinna stríð. Hvar viljum við staðsetja okkur sem þjóð í þessum hildarleik, erum við bara sátt við þá þróun sem er eða viljum við eitthvað annað, viljum við vera jafn samsek og þau sem horfðu á helförina án þess að aðhafast nokkuð til varnar? Heimurinn er á heljarþröm! António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur verið mjög gagnrýninn á þjóðarleiðtoga undanfarin ár, sérstaklega varðandi þrjú lykilatriði: loftslagsbreytingar, mannréttindi og stríðsátök. Guterres hefur ítrekað gagnrýnt leiðtoga ríkja fyrir að bregðast ekki nægilega hratt við loftslagsvandanum. Hann hefur ítrekað kallað eftir tafarlausum aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og varað við því að heimsbyggðin stefni í "loftslagshörmungar". Guterres hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að þjóðarleiðtogar axli meiri ábyrgð og taki mun harðari skref í átt að kolefnishlutleysi. Guterres hefur einnig gagnrýnt leiðtoga ríkja fyrir að brjóta mannréttindi, sérstaklega í tengslum við kúgun minnihlutahópa, fjölmiðlafrelsi og aukna einræðistilhneigingu í mörgum löndum. Hann hefur varað við aukinni andúð gegn fjölmenningu og fjölbreytileika og bent á hættuna af því að lýðræðisstofnanir veikist. Guterres hefur gagnrýnt aðgerðarleysi leiðtoga þegar kemur að friðarumleitunum og ástandinu í átakasvæðum, eins og í Sýrlandi, Jemen,Úkraínu og Gasa. Hann hefur ítrekað kallað eftir samstöðu alþjóðasamfélagsins til að binda enda á þjáningar almennra borgara í stríðsátökum og leita lausna í stað þess að elda grátt silfur. Guterres talar því miður fyrir daufum eyrum og engin þjóðarleiðtogi stígur fram til afdráttarlauss stuðnings, við höfum enga þjóðarleiðtoga sem standa undir því nafni. Það sem lýðræðið, í því ríki sem oft hefur verið kallað fremsta lýðræðisríki heims, er að bjóða okkur sem raunverulegan valkost er Donald Trump, mærður af ritstjóra Morgunblaðsins. Allt hugsandi fólk hlýtur að sjá að þetta er heimur á veg til glötunar, ekki heil brú í því sem vestræna lýðræðið er að bjóða okkur. Það á sér náttúrulega skýringar, að svona sé komið, og það er stafað kapítalismi. Kapítalisminn hefur bara eina breytu í jöfnunni sem skiptir máli, gróði! Allt annað er lagt til hliðar, jöfnuður meðal manna, öruggt húsnæði, frjáls fjölmiðlun og svo mætti lengi telja. Nýfrjálshyggjan er á góðri leið með að brjóta upp og eyðileggja allt það sem hefur áunnist á síðustu öld, barátta verkalýðshreyfinga og vinstri flokka í stjórnmálum er verið að brjóta á bak aftur, allsstaðar. Biden, núverandi forseti Bandaríkjana, hrópar í sífellu „This must end now” og á þar við þjóðarmorðið á Gasa en dælir á sama tíma fjármagni og vopnum til Ísrael svo þeir geti haldið áfram að myrða saklausa borgara, fremst börn og konur. Þetta er allt á ábyrgð hægri stjórnmálaafla sem svífast einskis í gróðafíkn sinni, hermangið var ekki og er ekki spillingarvaldur bara á Íslandi heldur er alþjóðlegt vandamál sem er á góðri leið með að binda endi á mannvæn samfélög á jörðinni. Þróunin sem hægrið stendur fyrir með allt það fjármagn sem auðkýfingar ausa í þá er líka á góðri leið með að binda endi á okkar friðsæla samfélag á Íslandi, það verður enginn friður í samfélagi þar sem stór hluti lifir við fátækt og aðrir við ofgnægð. Laissez-faire er franskt term sem notað er yfir stjórnleysi eða afskiptaleysi stjórnvalda á markaði. Þetta er dásamað af nýfrjálshyggjunni og stutt af hægriöflum í stjórnmálum og hefur verið helsti áttaviti stjórnvalda á vesturlöndum allt síðan Reagan og Thatcher tóku upp þessa stefnu. Skattar eru afskipti stjórnvalda af markaði og þurfa því samkvæmt þessari kreddu að vera eins lágir og mögulegt, jafnvel engir því að heimta inn skatta er nánast stuldur samkvæmt kreddunni. Að lækka skatta er helsta kosningaloforð hægrisins síendurtekið á vesturlöndum og þar sem hægrið kemst að ríkisstjórnarborðum er þetta framkvæmt, því miður oft í samvinnu við hægri krata sem eru oft aðdáendur markaðslausna. Þessi þróun er á góðri leið með að brjóta niður velferðarkerfin sem verkalýðshreyfingin og vinstrinu tókst að byggja upp, veikja alla innviði þannig að stór innviða skuld safnast fyrir komandi kynslóðir. Ójöfnuður eykst og því fylgir mikill órói í samfélaginu sem síðan leiðir af sér skautun í samfélaginu og lýðskrum sem að lokum getur jafnvel leita af sér óviðráðanlegt ástand í stjórnmálum, það sem blasir þá við er stjórnlaus heimur. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar