Sjö ára kláðinn: Engin vandamál, bara lausnir Jakob Frímann Magnússon skrifar 10. september 2024 12:33 Þing verður sett að nýju í dag að afloknu hefðbundu sumarhléi. Þá hefjast að nýju ræðurnar og kunnuglegu hendingarnar um „glasið sem ýmist er hálffullt eða hálftómt“, okkur öll á „þessari vegferð eða hinni“ þar sem „hljóð og mynd fara ekki saman“ , en „tilskipunum“ beri að hlýða og stefna að frekari „inngildingum“ þó „gullhúðun“ viðgangist sem aldrei fyrr og að í „áttunarvandanum“ öllum þurfum við vissulega að vera mátulega „woke“ en forðast „gaslýsingar“ eftir megni. Þetta verður stuð! Það sem við blasir ræðst sem fyrr af sjónarhorni og líðan þess sem horfir. Fyrir starfsandann á þinginu og samfélagsandann allan væri auðvitað hollast að stjórnmálaöflin legðust nú öll saman á eitt við að fínstilla og lagfæra það sem betur mætti fara, en svo mun því miður ekki verða nema í örfáum málum. Rétt er að búa sig undir að þurfa að umbera sitthvað á næstunni, m.a. í ljósi þess að eftir u.þ.b. 12 mánuði og 12 daga verður að óbreyttu gengið til Alþingiskosninga og stjórnmálaöflin munu í því ljósi sannarlega leitast við að skerpa verulega á því sem greinir þau hvert frá öðru og freista þess þannig að fanga athygli og hylli kjósenda. Og í sumum tilvikum að halda jafnvel einhverju fram sem er ekki alls kostar rétt, en er bara í svo ómótstæðilega góðu samræmi við það sem viðkomandi vildi að væri rétt. Lítt raunhæfar vangaveltur um að senn verði boðað til kosninga Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, hugnast að líkindum lítt að bæta metið í stystu forsætiráðherratíð Íslandssögunnar. Keppnisskap þessa stjórnmálamanns sem kosinn var til þings 2021 með fleiri atkvæðum en nokkur annar sitjandi þingmaður veit á allt annað. Sömuleiðis er rétt að benda þeim á sem spá stjórnarsamstarfinu örgu, að stöku skeytasendingar innan þessarar ríkisstjórnar eiga sér eðlilegar skýringar: Eftir heila sjö ára sambúð er sjö ára kláðinn alkunni tekinn að læðast aftan að sumum, rétt eins og gerist í fjölmörgum samböndum án þess að slíkt þurfa að kalla á skilnað. Og sjö ár í sömu ríkisstjórn er heillangur tími – ekki síst þegar mjög svo ólíkir flokkar eiga í hlut. Stóru E-in þrjú kunnu að orða það Við í Flokki fólksins höldum fast við okkar grunnstefnu um að afmá þann smánarblett af samfélaginu sem við hljótum öll að skammast okkar fyrir: Að hér skuli fátækum fjölga á sama tíma og ríkidæmi Íslands hefur aldrei verið meira. Það kostar liðlega 40 milljarða að skera þau 10% landsmanna sem hér um ræðir úr viðvarandi fátækrafjötrum. Orð Einars Benediktssonar skáldmærings eiga hér vel við : „Vilji er allt sem þarf“. Og nafni hans Einar Benediktsson Sykurmoli bætti við: „Málið er ekki að geta, heldur að gera!“. 40 milljarða heildarpakki í samhengi 1600 milljarða fjárlaga ætti að vera auðleystur og fjármagnaður með hinu augljósa: Auðlindagjöldum – arðinum af auðlindunum okkar sameiginlegu. Þar er sannarlega nóg til, þó að ekki væri litið nema til hluta arðsins af einu fyrirtæki í sameiginlegri eigu þjóðarinnar - okkar gjöfulu Landsvirkjun. Arðinn af silfri hafsins, landeldinu, hugverkunum, nýsköpuninni og öðru sem hér er í blóma munum við þurfa að nýta til að mæta áskorunum tengdum hækkandi lífaldri, fjölgun nýrra Íslendinga sem ekki hafa greitt hér í lífeyrissjóði og í aðra þá styrkingu og uppbyggingu innviða og samfélagsgæða sem óhjákvæmilega blasir við. Í þessu samhengi mætti vísa til orða sem oftar hafa hljómað úr munni meistara Egils Ólafssonar en nokkurs annars: „Engin vandamál, bara lausnir“. Gleðilegan þingvetur! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Þing verður sett að nýju í dag að afloknu hefðbundu sumarhléi. Þá hefjast að nýju ræðurnar og kunnuglegu hendingarnar um „glasið sem ýmist er hálffullt eða hálftómt“, okkur öll á „þessari vegferð eða hinni“ þar sem „hljóð og mynd fara ekki saman“ , en „tilskipunum“ beri að hlýða og stefna að frekari „inngildingum“ þó „gullhúðun“ viðgangist sem aldrei fyrr og að í „áttunarvandanum“ öllum þurfum við vissulega að vera mátulega „woke“ en forðast „gaslýsingar“ eftir megni. Þetta verður stuð! Það sem við blasir ræðst sem fyrr af sjónarhorni og líðan þess sem horfir. Fyrir starfsandann á þinginu og samfélagsandann allan væri auðvitað hollast að stjórnmálaöflin legðust nú öll saman á eitt við að fínstilla og lagfæra það sem betur mætti fara, en svo mun því miður ekki verða nema í örfáum málum. Rétt er að búa sig undir að þurfa að umbera sitthvað á næstunni, m.a. í ljósi þess að eftir u.þ.b. 12 mánuði og 12 daga verður að óbreyttu gengið til Alþingiskosninga og stjórnmálaöflin munu í því ljósi sannarlega leitast við að skerpa verulega á því sem greinir þau hvert frá öðru og freista þess þannig að fanga athygli og hylli kjósenda. Og í sumum tilvikum að halda jafnvel einhverju fram sem er ekki alls kostar rétt, en er bara í svo ómótstæðilega góðu samræmi við það sem viðkomandi vildi að væri rétt. Lítt raunhæfar vangaveltur um að senn verði boðað til kosninga Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, hugnast að líkindum lítt að bæta metið í stystu forsætiráðherratíð Íslandssögunnar. Keppnisskap þessa stjórnmálamanns sem kosinn var til þings 2021 með fleiri atkvæðum en nokkur annar sitjandi þingmaður veit á allt annað. Sömuleiðis er rétt að benda þeim á sem spá stjórnarsamstarfinu örgu, að stöku skeytasendingar innan þessarar ríkisstjórnar eiga sér eðlilegar skýringar: Eftir heila sjö ára sambúð er sjö ára kláðinn alkunni tekinn að læðast aftan að sumum, rétt eins og gerist í fjölmörgum samböndum án þess að slíkt þurfa að kalla á skilnað. Og sjö ár í sömu ríkisstjórn er heillangur tími – ekki síst þegar mjög svo ólíkir flokkar eiga í hlut. Stóru E-in þrjú kunnu að orða það Við í Flokki fólksins höldum fast við okkar grunnstefnu um að afmá þann smánarblett af samfélaginu sem við hljótum öll að skammast okkar fyrir: Að hér skuli fátækum fjölga á sama tíma og ríkidæmi Íslands hefur aldrei verið meira. Það kostar liðlega 40 milljarða að skera þau 10% landsmanna sem hér um ræðir úr viðvarandi fátækrafjötrum. Orð Einars Benediktssonar skáldmærings eiga hér vel við : „Vilji er allt sem þarf“. Og nafni hans Einar Benediktsson Sykurmoli bætti við: „Málið er ekki að geta, heldur að gera!“. 40 milljarða heildarpakki í samhengi 1600 milljarða fjárlaga ætti að vera auðleystur og fjármagnaður með hinu augljósa: Auðlindagjöldum – arðinum af auðlindunum okkar sameiginlegu. Þar er sannarlega nóg til, þó að ekki væri litið nema til hluta arðsins af einu fyrirtæki í sameiginlegri eigu þjóðarinnar - okkar gjöfulu Landsvirkjun. Arðinn af silfri hafsins, landeldinu, hugverkunum, nýsköpuninni og öðru sem hér er í blóma munum við þurfa að nýta til að mæta áskorunum tengdum hækkandi lífaldri, fjölgun nýrra Íslendinga sem ekki hafa greitt hér í lífeyrissjóði og í aðra þá styrkingu og uppbyggingu innviða og samfélagsgæða sem óhjákvæmilega blasir við. Í þessu samhengi mætti vísa til orða sem oftar hafa hljómað úr munni meistara Egils Ólafssonar en nokkurs annars: „Engin vandamál, bara lausnir“. Gleðilegan þingvetur! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun