„Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2024 14:53 Halla Tómasdóttir ávarpaði þingið fyrsta sinni sem forseti lýðveldisins. Hún kom víða við í ræðu sinni. visir/vilhelm Setning þingsins var að þessu sinni söguleg. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands nýverið og kom að hinni kirkjulegu athöfn. Og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti landsins, ávarpaði þingið fyrsta sinni og kom hún víða við í ræðu sinni. Halla kom víða við í ávarpi sínu. Hún talaði um að þjóðin stæði frammi fyrir marglaga vanda en í flóknum málum væri ekki neitt eitt rétt svar. Halla kom að lestrarvanda barna og lagði áherslu á samvistir barna og foreldra. Hún sagði listir og sköpun geta lift andanum og kennt okkur að skoða hlutina frá ólíklegustu sjónarhornum. Halla gerði húsnæðiskreppuna að umtalsefni, hún sagði vöktun á náttúruhamförum mikilvægt viðfangsefni og að ofbeldi væri ekki bara viðfangsefni löggæslu og dómkerfis, heldur heilbrigðismál. Og Halla vitnaði í ónefnt skáld sem sagði: „Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfaþig að berjast.“*1) Forsetinn fór með öðrum orðum víða um völl í ræðu sinni en hún hóf sitt mál á að gera hinn hræðilega atburð á menningarnóttu að umtalsefni; þing og skólar væru nú settir í skugga þess atburðar: „Okkur hér – okkur ber að hlúa að börnum okkar, tryggja öryggi þeirra og koma þeim til manns. Vera þeim góð fyrirmynd í því hvernig við bregðumst við og hjálpa þeim með sín viðbrögð. Foreldrar Bryndísar Klöru Birgisdóttur hafa biðlað til okkar að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Hvernig ætlum við að verða við því ákalli?“ spurði Halla Tómasdóttir, forseti íslenska lýðveldisins. Ávarp hennar má finna í held sinni hér neðar. Ávarp forseta Íslands Ágætu alþingismenn! Ég býð ykkur velkomin til þings og óska ykkur velfarnaðar í þeim mikilvægu störfum sem fram undan eru. Setning Alþingis er hátíðarstund, sem við fögnum, þakklát fyrir að búa í landi þar sem lýðræðið er virt. Nú við þingsetningu ber þann skugga á að þjóðin er harmi slegin eftir hnífsstungu síðastliðna Menningarnótt sem hafði óbærilegar afleiðingar. Við fyllumst vanmætti við slíkar aðstæður. Því hvað er þýðingarmeira í samfélagi manna en fólkið okkar? Unga fólkið okkar í blóma lífsins? Líkt og þingið hefja skólar um land allt nú starf í skugga þessa harmleiks. Okkur hér – okkur ber að hlúa að börnum okkar, tryggja öryggi þeirra og koma þeim til manns. Vera þeim góð fyrirmynd í því hvernig við bregðumst við og hjálpa þeim með sín viðbrögð. Foreldrar Bryndísar Klöru Birgisdóttur hafa biðlað til okkar að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Hvernig ætlum við að verða við því ákalli? Okkur rennur blóðið til skyldunnar. Við verðum, og við skulum, komast fyrir ræturnar á slæmri þróun svo svona atburður endurtaki sig ekki. Um það sameiginlega hlutverk okkar eru engir flokkadrættir. Málin sem bíða Alþingis eru mörg og flókin og orsakir vanda oft samtvinnaðar. Undanfarnar vikur hef ég rætt einslega við ráðherra ríkisstjórnarinnar og formenn allra flokka. Ég þakka fyrir þau góðu samtöl sem sýndu mér að þótt fólk greini stundum á um leiðir er samhljómur um það hvaða mál eru brýnust í okkar samfélagi. Vítahringur húsnæðisskorts, verðbólgu og vaxta veldur mörgum áhyggjum. Eftirspurn eftir húsnæði er keyrð áfram af fólksfjölgun, sem er að hluta innlend, en að meirihluta tilkomin vegna erlendra gesta sem við bjóðum velkomna, hvort sem það eru ferðamenn eða þau sem flytja hingað til að vinna. Hér dvelja löglega meira en áttatíu þúsund erlendir ríkisborgarar, flestir frá evrópska efnahagssvæðinu. Íslenskt samfélag gæti ekki án þeirra verið. Þau manna fjölda mikilvægra starfa. Þau þurfa þak yfir höfuðið eins og við hin. Eðlilega eykur það eftirspurn á húsnæðismarkaði. Því þarf að svara með auknu framboði. Stórum hópi ungs fólks, sem nú stígur sín fyrstu skref út í lífið og þarf að standa á eigin fótum, fallast hendur. Þau velta jafnvel fyrir sér hvort hér sé nógu gott að búa. Hvort hér sé gott að eignast og ala upp börn. Hækkandi afborganir af húsnæðislánum reynast mörgum þungur baggi og þau sem eru á leigumarkaði, ung sem eldri, búa hvorki við öryggi né skaplegt leiguverð. Vitaskuld fylgja því áhyggjur og erfiðar tilfinningar – jafnvel kvíði og depurð. Vöktun og viðbrögð við náttúruhamförum eru nú mikilvægt viðfangsefni. Mælitækni fleygir fram og aðferðir viðbragðsaðila batna með fenginni reynslu. En hamfarirnar sem nú geisa á Reykjanesi eru engu líkar – endurtekin eldgos sem ógna heimilum, afkomu og samfélagi þúsunda og nagandi óvissa um framtíðina eru fordæmalaus áraun. Það er mikilvægt að vernda innviði – en ekki síður að taka utan um samfélag í sárum og búa þannig um hnútana að fólkið innan þess fái sjálft að koma að ákvörðunum um endurreisn þess. Ýmsir viðra áhyggjur af innviðum okkar eins og skólum og heilbrigðiskerfi. Á þriðju milljón ferðamanna stórauka álag á samfélagið allt og þau sem hingað flytja eiga rétt á heilbrigðis- og samfélagsþjónustu og börnin þeirra eiga að ganga í skóla og læra íslensku. Öðruvísi njóta þau ekki sömu tækifæra og önnur börn og hætta er á að enn fleiri verði utanveltu. Hér er lífsnauðsynlegt að við gerum betur. Það mun skila sér margfaldlega. Þeir sorglegu atburðir sem orðið hafa undanfarnar vikur láta engan ósnortinn. Einlæg samúð okkar er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda. Jafnframt er einhugur um að síaukið ofbeldi verður að stöðva. Við þurfum að kafa dýpra, að uppsprettu þeirrar vanlíðunar sem brýst fram í ofbeldi. Enginn sem líður vel, hvort sem er fullorðinn eða barn, vopnast til að meiða aðra. Við verðum að vera sérstaklega vakandi fyrir líðan barna og geta brugðist við þegar grípa þarf til ráðstafana. Ofbeldi er ekki bara viðfangsefni löggæslu og dómskerfis – ofbeldi er heilbrigðismál, eins og breski forsætisráðherrann sagði nýlega svo umbúðalaust. Því er samvinna margra aðila lykilatriði, líkt og lagt er upp með í lögum um farsæld barna. Umræðan um farsæld barna leiðir hugann að ískyggilegum fréttum um lestrargetu þeirra. Það er frumskylda okkar menntakerfis að tryggja að börn læri að lesa. Fjölmargar rannsóknir sýna – og undrar engan – að læsi er forsenda frekara náms. Barn sem ekki ræður við lestur dregst aftur úr, verður verr og verr statt, missir kjarkinn og áhuga á að læra með grafalvarlegum afleiðingum. Beita verður sannprófuðum aðferðum við lestrarkennslu. Börn þurfa líka að fá athygli og finna að á þau sé hlustað. Þau þurfa mátulegt frelsi og heilbrigðan ramma; næði, tilgang og hugarró til að tengjast sjálfum sér og öðrum. Þá er mikilvægt að nefna að rannsóknir og reynsla sýna að skjá- og símafrí skipta sköpum. Við vitum að margt það sem ber fyrir augu ungmenna á samfélagsmiðlum alla daga hefur skaðleg áhrif. Þau segja það sjálf. Í sítengdum heimi hefur orðið alvarlegt tengslarof. Samvistir barna, foreldra og góðra fyrirmynda ýta undir örugg tengsl sem börnin búa að út lífið. Aðstoðum þau við að ræða tilfinningar sínar og finna tjáningu sinni farveg. Þar geta listir og sköpun ekki bara lyft andanum heldur kennt okkur að skoða hlutina frá ólíklegustu sjónarhornum og setja í annað og nýtt samhengi. Fátt er betur til þess fallið að dýpka skilning og tengsl okkar hvers við annað. En í flóknum málum er ekkert eitt svar. Lausnin er marglaga. Hlustum eftir sjónarmiðum annarra og mætum hvert öðru í mildi; tölum saman af virðingu fyrir ólíkri lífsreynslu og skoðunum. Lyftum okkur upp yfir dægurþras. Aðrar þjóðir standa frammi fyrir sömu spurningum. Lærum af því sem vel er gert hjá grannþjóðum okkar. Hér er ef til vill fólginn lykillinn að umbótum því blessunarlega eru þekking og reynsla ekki bara á fárra höndum. Gáfur, hugsjónir og ólíkar nálganir alls konar fólks, sem vill vinna í þágu samfélags síns, eru ekki bara gagnlegar heldur nauðsynlegar. Okkur veitir ekki af öllum góðum hugmyndum. Við eigum að láta þær njóta sannmælis hver sem ber þær fram. Innblástur í verkið, sem fram undan er, má finna víða. Við eigum glæsilegar fyrirmyndir. Paralympics, Ólympíumót fatlaðra í París á dögunum, var kennslustund í mennsku. Allir sem keppa á Ólympíuleikum vinna afrek en það er þrekvirki að komast alla leið á stóra sviðið með fötlun. Hugrekkið, vinnusemin, úthaldið og dugnaðurinn sem keppendur sýndu var í einu orði sagt ótrúlegt – og samhugurinn í troðfullum áhorfendastúkum ekki síður. Í París var klappað þar til allir kláruðu – hver einn og einasti keppandi. Ágætu þingmenn. Landsmenn horfa til ykkar um farsæl störf og árangursrík. Þó að stjórnmálaflokkar eigi í harðri samkeppni í kosningum og hafi ólík sjónarmið, þá skiptir miklu að geta gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefst málamiðlana, samninga- og sáttaferla sem leiða til heppilegrar niðurstöðu fyrir þorra landsmanna án þess að gengið sé gegn sanngjörnum sjónarmiðum minnihlutahópa. Eitt sinn komst skáld svo að orði: „Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast.“ Við Íslendingar erum rík af gjöfulum auðlindum til sjávar og til sveita. Við erum skapandi þjóð sem býr yfir seiglu og erum alin upp við að aðlaga okkur nýjum og breyttum aðstæðum. Stöndum vörð um það sem skiptir okkur öll og framtíðarkynslóðir mestu máli – heilbrigt samfélag! Ég óska þingmönnum og Alþingi allra heilla og bið ykkur að rísa úr sætum og minnast fósturjarðarinnar. *1) Skáldið mun heita Jón Magnússon en áður hafði Davíð Oddsson þá forsætisráðherra vitnað í þessa hendingu í ræðu þegar lýðveldið Ísland varð fimmtugt, 1994: „Þótt Íslendingar hafi ekki háð sína frelsisbaráttu með brandi og byssustingjum, sem margar aðrar þjóðir hafa ekki komist hjá, var sóknin að lokamarkinu löng, leiðin torsótt og glíman ætíð hörð. En eins og endranær var sú glíman hörðust sem þjóðin átti við sjálfa sig. Úrtölur, sundrung, vonleysi og önnur innanmein voru of oft dragbítur á framfaraþróun í þessu landi. Ákall skáldsins var ekki ástæðulaus. „Litla þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ekki við sjálfa þig að berjast.“ Glíma þjóðarinnar við sjálfa sig tekur sjálfsagt aldrei enda. En það besta í þjóðinni hafði að lokum yfirhöndina í frelsisbaráttunni og sigurlaun þeirrar glímu voru afhent einmitt hér á þessum stað fyrir réttri hálfri öld.“ Forseti Íslands Alþingi Menningarnótt Vopnaburður barna og ungmenna Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Börn og uppeldi Ólympíumót fatlaðra Lögreglan Halla Tómasdóttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Halla kom víða við í ávarpi sínu. Hún talaði um að þjóðin stæði frammi fyrir marglaga vanda en í flóknum málum væri ekki neitt eitt rétt svar. Halla kom að lestrarvanda barna og lagði áherslu á samvistir barna og foreldra. Hún sagði listir og sköpun geta lift andanum og kennt okkur að skoða hlutina frá ólíklegustu sjónarhornum. Halla gerði húsnæðiskreppuna að umtalsefni, hún sagði vöktun á náttúruhamförum mikilvægt viðfangsefni og að ofbeldi væri ekki bara viðfangsefni löggæslu og dómkerfis, heldur heilbrigðismál. Og Halla vitnaði í ónefnt skáld sem sagði: „Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfaþig að berjast.“*1) Forsetinn fór með öðrum orðum víða um völl í ræðu sinni en hún hóf sitt mál á að gera hinn hræðilega atburð á menningarnóttu að umtalsefni; þing og skólar væru nú settir í skugga þess atburðar: „Okkur hér – okkur ber að hlúa að börnum okkar, tryggja öryggi þeirra og koma þeim til manns. Vera þeim góð fyrirmynd í því hvernig við bregðumst við og hjálpa þeim með sín viðbrögð. Foreldrar Bryndísar Klöru Birgisdóttur hafa biðlað til okkar að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Hvernig ætlum við að verða við því ákalli?“ spurði Halla Tómasdóttir, forseti íslenska lýðveldisins. Ávarp hennar má finna í held sinni hér neðar. Ávarp forseta Íslands Ágætu alþingismenn! Ég býð ykkur velkomin til þings og óska ykkur velfarnaðar í þeim mikilvægu störfum sem fram undan eru. Setning Alþingis er hátíðarstund, sem við fögnum, þakklát fyrir að búa í landi þar sem lýðræðið er virt. Nú við þingsetningu ber þann skugga á að þjóðin er harmi slegin eftir hnífsstungu síðastliðna Menningarnótt sem hafði óbærilegar afleiðingar. Við fyllumst vanmætti við slíkar aðstæður. Því hvað er þýðingarmeira í samfélagi manna en fólkið okkar? Unga fólkið okkar í blóma lífsins? Líkt og þingið hefja skólar um land allt nú starf í skugga þessa harmleiks. Okkur hér – okkur ber að hlúa að börnum okkar, tryggja öryggi þeirra og koma þeim til manns. Vera þeim góð fyrirmynd í því hvernig við bregðumst við og hjálpa þeim með sín viðbrögð. Foreldrar Bryndísar Klöru Birgisdóttur hafa biðlað til okkar að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Hvernig ætlum við að verða við því ákalli? Okkur rennur blóðið til skyldunnar. Við verðum, og við skulum, komast fyrir ræturnar á slæmri þróun svo svona atburður endurtaki sig ekki. Um það sameiginlega hlutverk okkar eru engir flokkadrættir. Málin sem bíða Alþingis eru mörg og flókin og orsakir vanda oft samtvinnaðar. Undanfarnar vikur hef ég rætt einslega við ráðherra ríkisstjórnarinnar og formenn allra flokka. Ég þakka fyrir þau góðu samtöl sem sýndu mér að þótt fólk greini stundum á um leiðir er samhljómur um það hvaða mál eru brýnust í okkar samfélagi. Vítahringur húsnæðisskorts, verðbólgu og vaxta veldur mörgum áhyggjum. Eftirspurn eftir húsnæði er keyrð áfram af fólksfjölgun, sem er að hluta innlend, en að meirihluta tilkomin vegna erlendra gesta sem við bjóðum velkomna, hvort sem það eru ferðamenn eða þau sem flytja hingað til að vinna. Hér dvelja löglega meira en áttatíu þúsund erlendir ríkisborgarar, flestir frá evrópska efnahagssvæðinu. Íslenskt samfélag gæti ekki án þeirra verið. Þau manna fjölda mikilvægra starfa. Þau þurfa þak yfir höfuðið eins og við hin. Eðlilega eykur það eftirspurn á húsnæðismarkaði. Því þarf að svara með auknu framboði. Stórum hópi ungs fólks, sem nú stígur sín fyrstu skref út í lífið og þarf að standa á eigin fótum, fallast hendur. Þau velta jafnvel fyrir sér hvort hér sé nógu gott að búa. Hvort hér sé gott að eignast og ala upp börn. Hækkandi afborganir af húsnæðislánum reynast mörgum þungur baggi og þau sem eru á leigumarkaði, ung sem eldri, búa hvorki við öryggi né skaplegt leiguverð. Vitaskuld fylgja því áhyggjur og erfiðar tilfinningar – jafnvel kvíði og depurð. Vöktun og viðbrögð við náttúruhamförum eru nú mikilvægt viðfangsefni. Mælitækni fleygir fram og aðferðir viðbragðsaðila batna með fenginni reynslu. En hamfarirnar sem nú geisa á Reykjanesi eru engu líkar – endurtekin eldgos sem ógna heimilum, afkomu og samfélagi þúsunda og nagandi óvissa um framtíðina eru fordæmalaus áraun. Það er mikilvægt að vernda innviði – en ekki síður að taka utan um samfélag í sárum og búa þannig um hnútana að fólkið innan þess fái sjálft að koma að ákvörðunum um endurreisn þess. Ýmsir viðra áhyggjur af innviðum okkar eins og skólum og heilbrigðiskerfi. Á þriðju milljón ferðamanna stórauka álag á samfélagið allt og þau sem hingað flytja eiga rétt á heilbrigðis- og samfélagsþjónustu og börnin þeirra eiga að ganga í skóla og læra íslensku. Öðruvísi njóta þau ekki sömu tækifæra og önnur börn og hætta er á að enn fleiri verði utanveltu. Hér er lífsnauðsynlegt að við gerum betur. Það mun skila sér margfaldlega. Þeir sorglegu atburðir sem orðið hafa undanfarnar vikur láta engan ósnortinn. Einlæg samúð okkar er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda. Jafnframt er einhugur um að síaukið ofbeldi verður að stöðva. Við þurfum að kafa dýpra, að uppsprettu þeirrar vanlíðunar sem brýst fram í ofbeldi. Enginn sem líður vel, hvort sem er fullorðinn eða barn, vopnast til að meiða aðra. Við verðum að vera sérstaklega vakandi fyrir líðan barna og geta brugðist við þegar grípa þarf til ráðstafana. Ofbeldi er ekki bara viðfangsefni löggæslu og dómskerfis – ofbeldi er heilbrigðismál, eins og breski forsætisráðherrann sagði nýlega svo umbúðalaust. Því er samvinna margra aðila lykilatriði, líkt og lagt er upp með í lögum um farsæld barna. Umræðan um farsæld barna leiðir hugann að ískyggilegum fréttum um lestrargetu þeirra. Það er frumskylda okkar menntakerfis að tryggja að börn læri að lesa. Fjölmargar rannsóknir sýna – og undrar engan – að læsi er forsenda frekara náms. Barn sem ekki ræður við lestur dregst aftur úr, verður verr og verr statt, missir kjarkinn og áhuga á að læra með grafalvarlegum afleiðingum. Beita verður sannprófuðum aðferðum við lestrarkennslu. Börn þurfa líka að fá athygli og finna að á þau sé hlustað. Þau þurfa mátulegt frelsi og heilbrigðan ramma; næði, tilgang og hugarró til að tengjast sjálfum sér og öðrum. Þá er mikilvægt að nefna að rannsóknir og reynsla sýna að skjá- og símafrí skipta sköpum. Við vitum að margt það sem ber fyrir augu ungmenna á samfélagsmiðlum alla daga hefur skaðleg áhrif. Þau segja það sjálf. Í sítengdum heimi hefur orðið alvarlegt tengslarof. Samvistir barna, foreldra og góðra fyrirmynda ýta undir örugg tengsl sem börnin búa að út lífið. Aðstoðum þau við að ræða tilfinningar sínar og finna tjáningu sinni farveg. Þar geta listir og sköpun ekki bara lyft andanum heldur kennt okkur að skoða hlutina frá ólíklegustu sjónarhornum og setja í annað og nýtt samhengi. Fátt er betur til þess fallið að dýpka skilning og tengsl okkar hvers við annað. En í flóknum málum er ekkert eitt svar. Lausnin er marglaga. Hlustum eftir sjónarmiðum annarra og mætum hvert öðru í mildi; tölum saman af virðingu fyrir ólíkri lífsreynslu og skoðunum. Lyftum okkur upp yfir dægurþras. Aðrar þjóðir standa frammi fyrir sömu spurningum. Lærum af því sem vel er gert hjá grannþjóðum okkar. Hér er ef til vill fólginn lykillinn að umbótum því blessunarlega eru þekking og reynsla ekki bara á fárra höndum. Gáfur, hugsjónir og ólíkar nálganir alls konar fólks, sem vill vinna í þágu samfélags síns, eru ekki bara gagnlegar heldur nauðsynlegar. Okkur veitir ekki af öllum góðum hugmyndum. Við eigum að láta þær njóta sannmælis hver sem ber þær fram. Innblástur í verkið, sem fram undan er, má finna víða. Við eigum glæsilegar fyrirmyndir. Paralympics, Ólympíumót fatlaðra í París á dögunum, var kennslustund í mennsku. Allir sem keppa á Ólympíuleikum vinna afrek en það er þrekvirki að komast alla leið á stóra sviðið með fötlun. Hugrekkið, vinnusemin, úthaldið og dugnaðurinn sem keppendur sýndu var í einu orði sagt ótrúlegt – og samhugurinn í troðfullum áhorfendastúkum ekki síður. Í París var klappað þar til allir kláruðu – hver einn og einasti keppandi. Ágætu þingmenn. Landsmenn horfa til ykkar um farsæl störf og árangursrík. Þó að stjórnmálaflokkar eigi í harðri samkeppni í kosningum og hafi ólík sjónarmið, þá skiptir miklu að geta gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefst málamiðlana, samninga- og sáttaferla sem leiða til heppilegrar niðurstöðu fyrir þorra landsmanna án þess að gengið sé gegn sanngjörnum sjónarmiðum minnihlutahópa. Eitt sinn komst skáld svo að orði: „Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast.“ Við Íslendingar erum rík af gjöfulum auðlindum til sjávar og til sveita. Við erum skapandi þjóð sem býr yfir seiglu og erum alin upp við að aðlaga okkur nýjum og breyttum aðstæðum. Stöndum vörð um það sem skiptir okkur öll og framtíðarkynslóðir mestu máli – heilbrigt samfélag! Ég óska þingmönnum og Alþingi allra heilla og bið ykkur að rísa úr sætum og minnast fósturjarðarinnar. *1) Skáldið mun heita Jón Magnússon en áður hafði Davíð Oddsson þá forsætisráðherra vitnað í þessa hendingu í ræðu þegar lýðveldið Ísland varð fimmtugt, 1994: „Þótt Íslendingar hafi ekki háð sína frelsisbaráttu með brandi og byssustingjum, sem margar aðrar þjóðir hafa ekki komist hjá, var sóknin að lokamarkinu löng, leiðin torsótt og glíman ætíð hörð. En eins og endranær var sú glíman hörðust sem þjóðin átti við sjálfa sig. Úrtölur, sundrung, vonleysi og önnur innanmein voru of oft dragbítur á framfaraþróun í þessu landi. Ákall skáldsins var ekki ástæðulaus. „Litla þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ekki við sjálfa þig að berjast.“ Glíma þjóðarinnar við sjálfa sig tekur sjálfsagt aldrei enda. En það besta í þjóðinni hafði að lokum yfirhöndina í frelsisbaráttunni og sigurlaun þeirrar glímu voru afhent einmitt hér á þessum stað fyrir réttri hálfri öld.“
Ávarp forseta Íslands Ágætu alþingismenn! Ég býð ykkur velkomin til þings og óska ykkur velfarnaðar í þeim mikilvægu störfum sem fram undan eru. Setning Alþingis er hátíðarstund, sem við fögnum, þakklát fyrir að búa í landi þar sem lýðræðið er virt. Nú við þingsetningu ber þann skugga á að þjóðin er harmi slegin eftir hnífsstungu síðastliðna Menningarnótt sem hafði óbærilegar afleiðingar. Við fyllumst vanmætti við slíkar aðstæður. Því hvað er þýðingarmeira í samfélagi manna en fólkið okkar? Unga fólkið okkar í blóma lífsins? Líkt og þingið hefja skólar um land allt nú starf í skugga þessa harmleiks. Okkur hér – okkur ber að hlúa að börnum okkar, tryggja öryggi þeirra og koma þeim til manns. Vera þeim góð fyrirmynd í því hvernig við bregðumst við og hjálpa þeim með sín viðbrögð. Foreldrar Bryndísar Klöru Birgisdóttur hafa biðlað til okkar að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Hvernig ætlum við að verða við því ákalli? Okkur rennur blóðið til skyldunnar. Við verðum, og við skulum, komast fyrir ræturnar á slæmri þróun svo svona atburður endurtaki sig ekki. Um það sameiginlega hlutverk okkar eru engir flokkadrættir. Málin sem bíða Alþingis eru mörg og flókin og orsakir vanda oft samtvinnaðar. Undanfarnar vikur hef ég rætt einslega við ráðherra ríkisstjórnarinnar og formenn allra flokka. Ég þakka fyrir þau góðu samtöl sem sýndu mér að þótt fólk greini stundum á um leiðir er samhljómur um það hvaða mál eru brýnust í okkar samfélagi. Vítahringur húsnæðisskorts, verðbólgu og vaxta veldur mörgum áhyggjum. Eftirspurn eftir húsnæði er keyrð áfram af fólksfjölgun, sem er að hluta innlend, en að meirihluta tilkomin vegna erlendra gesta sem við bjóðum velkomna, hvort sem það eru ferðamenn eða þau sem flytja hingað til að vinna. Hér dvelja löglega meira en áttatíu þúsund erlendir ríkisborgarar, flestir frá evrópska efnahagssvæðinu. Íslenskt samfélag gæti ekki án þeirra verið. Þau manna fjölda mikilvægra starfa. Þau þurfa þak yfir höfuðið eins og við hin. Eðlilega eykur það eftirspurn á húsnæðismarkaði. Því þarf að svara með auknu framboði. Stórum hópi ungs fólks, sem nú stígur sín fyrstu skref út í lífið og þarf að standa á eigin fótum, fallast hendur. Þau velta jafnvel fyrir sér hvort hér sé nógu gott að búa. Hvort hér sé gott að eignast og ala upp börn. Hækkandi afborganir af húsnæðislánum reynast mörgum þungur baggi og þau sem eru á leigumarkaði, ung sem eldri, búa hvorki við öryggi né skaplegt leiguverð. Vitaskuld fylgja því áhyggjur og erfiðar tilfinningar – jafnvel kvíði og depurð. Vöktun og viðbrögð við náttúruhamförum eru nú mikilvægt viðfangsefni. Mælitækni fleygir fram og aðferðir viðbragðsaðila batna með fenginni reynslu. En hamfarirnar sem nú geisa á Reykjanesi eru engu líkar – endurtekin eldgos sem ógna heimilum, afkomu og samfélagi þúsunda og nagandi óvissa um framtíðina eru fordæmalaus áraun. Það er mikilvægt að vernda innviði – en ekki síður að taka utan um samfélag í sárum og búa þannig um hnútana að fólkið innan þess fái sjálft að koma að ákvörðunum um endurreisn þess. Ýmsir viðra áhyggjur af innviðum okkar eins og skólum og heilbrigðiskerfi. Á þriðju milljón ferðamanna stórauka álag á samfélagið allt og þau sem hingað flytja eiga rétt á heilbrigðis- og samfélagsþjónustu og börnin þeirra eiga að ganga í skóla og læra íslensku. Öðruvísi njóta þau ekki sömu tækifæra og önnur börn og hætta er á að enn fleiri verði utanveltu. Hér er lífsnauðsynlegt að við gerum betur. Það mun skila sér margfaldlega. Þeir sorglegu atburðir sem orðið hafa undanfarnar vikur láta engan ósnortinn. Einlæg samúð okkar er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda. Jafnframt er einhugur um að síaukið ofbeldi verður að stöðva. Við þurfum að kafa dýpra, að uppsprettu þeirrar vanlíðunar sem brýst fram í ofbeldi. Enginn sem líður vel, hvort sem er fullorðinn eða barn, vopnast til að meiða aðra. Við verðum að vera sérstaklega vakandi fyrir líðan barna og geta brugðist við þegar grípa þarf til ráðstafana. Ofbeldi er ekki bara viðfangsefni löggæslu og dómskerfis – ofbeldi er heilbrigðismál, eins og breski forsætisráðherrann sagði nýlega svo umbúðalaust. Því er samvinna margra aðila lykilatriði, líkt og lagt er upp með í lögum um farsæld barna. Umræðan um farsæld barna leiðir hugann að ískyggilegum fréttum um lestrargetu þeirra. Það er frumskylda okkar menntakerfis að tryggja að börn læri að lesa. Fjölmargar rannsóknir sýna – og undrar engan – að læsi er forsenda frekara náms. Barn sem ekki ræður við lestur dregst aftur úr, verður verr og verr statt, missir kjarkinn og áhuga á að læra með grafalvarlegum afleiðingum. Beita verður sannprófuðum aðferðum við lestrarkennslu. Börn þurfa líka að fá athygli og finna að á þau sé hlustað. Þau þurfa mátulegt frelsi og heilbrigðan ramma; næði, tilgang og hugarró til að tengjast sjálfum sér og öðrum. Þá er mikilvægt að nefna að rannsóknir og reynsla sýna að skjá- og símafrí skipta sköpum. Við vitum að margt það sem ber fyrir augu ungmenna á samfélagsmiðlum alla daga hefur skaðleg áhrif. Þau segja það sjálf. Í sítengdum heimi hefur orðið alvarlegt tengslarof. Samvistir barna, foreldra og góðra fyrirmynda ýta undir örugg tengsl sem börnin búa að út lífið. Aðstoðum þau við að ræða tilfinningar sínar og finna tjáningu sinni farveg. Þar geta listir og sköpun ekki bara lyft andanum heldur kennt okkur að skoða hlutina frá ólíklegustu sjónarhornum og setja í annað og nýtt samhengi. Fátt er betur til þess fallið að dýpka skilning og tengsl okkar hvers við annað. En í flóknum málum er ekkert eitt svar. Lausnin er marglaga. Hlustum eftir sjónarmiðum annarra og mætum hvert öðru í mildi; tölum saman af virðingu fyrir ólíkri lífsreynslu og skoðunum. Lyftum okkur upp yfir dægurþras. Aðrar þjóðir standa frammi fyrir sömu spurningum. Lærum af því sem vel er gert hjá grannþjóðum okkar. Hér er ef til vill fólginn lykillinn að umbótum því blessunarlega eru þekking og reynsla ekki bara á fárra höndum. Gáfur, hugsjónir og ólíkar nálganir alls konar fólks, sem vill vinna í þágu samfélags síns, eru ekki bara gagnlegar heldur nauðsynlegar. Okkur veitir ekki af öllum góðum hugmyndum. Við eigum að láta þær njóta sannmælis hver sem ber þær fram. Innblástur í verkið, sem fram undan er, má finna víða. Við eigum glæsilegar fyrirmyndir. Paralympics, Ólympíumót fatlaðra í París á dögunum, var kennslustund í mennsku. Allir sem keppa á Ólympíuleikum vinna afrek en það er þrekvirki að komast alla leið á stóra sviðið með fötlun. Hugrekkið, vinnusemin, úthaldið og dugnaðurinn sem keppendur sýndu var í einu orði sagt ótrúlegt – og samhugurinn í troðfullum áhorfendastúkum ekki síður. Í París var klappað þar til allir kláruðu – hver einn og einasti keppandi. Ágætu þingmenn. Landsmenn horfa til ykkar um farsæl störf og árangursrík. Þó að stjórnmálaflokkar eigi í harðri samkeppni í kosningum og hafi ólík sjónarmið, þá skiptir miklu að geta gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefst málamiðlana, samninga- og sáttaferla sem leiða til heppilegrar niðurstöðu fyrir þorra landsmanna án þess að gengið sé gegn sanngjörnum sjónarmiðum minnihlutahópa. Eitt sinn komst skáld svo að orði: „Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast.“ Við Íslendingar erum rík af gjöfulum auðlindum til sjávar og til sveita. Við erum skapandi þjóð sem býr yfir seiglu og erum alin upp við að aðlaga okkur nýjum og breyttum aðstæðum. Stöndum vörð um það sem skiptir okkur öll og framtíðarkynslóðir mestu máli – heilbrigt samfélag! Ég óska þingmönnum og Alþingi allra heilla og bið ykkur að rísa úr sætum og minnast fósturjarðarinnar.
Forseti Íslands Alþingi Menningarnótt Vopnaburður barna og ungmenna Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Börn og uppeldi Ólympíumót fatlaðra Lögreglan Halla Tómasdóttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira