Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2024 09:02 Jared Isaacman fyrir utan Dragon-geimfar SpaceX. SpaceX Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. Uppfært: Geimgöngunni er lokið og gekk allt að óskum. Þegar þetta er skrifað er verið að fylla geimfarið aftur af súrefni. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Geimfarið er á um 25 þúsund kílómetra hraða. Þegar mest var fór geimfarið í um 1.400 kílómetra fjarlægð frá jörðu en það er hærra en nokkur maður hefur farið frá tímum Apollo-ferðanna til tunglsins. Gemini 11 fór í 1.373 kílómetra hæð árið 1966. Geimferðin kallast Polaris Dawn og var geimförunum skotið á loft um borð í Dragon-geimfari SpaceX á þriðjudaginn. Today’s spacewalk is the first extravehicular activity (EVA) using commercially developed hardware, procedures, and the new SpaceX EVA suit— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Jared Isaacman leiðir förina, en með honum eru þau Kidd Poteet, Sarah Gillis og Anna Menon en þær tvær síðastnefndu starfa fyrir SpaceX. Isaacman leiddi einnig Inspiration4 og fjármagnaði báðar geimferðirnar. Sjá einnig: Ætla í fyrstu borgaralegu geimgönguna Isaacman og Gillis munu fara úr geimfarinu í dag en Poteet og Menon verða áfram inni. Þau verða þó öll í geimbúningum, þar sem geimfarið verður opnað. Dragon býður ekki upp á aðstöðu til geimgöngu án þess að tæma allt geimfarið af súrefni og opna það. Tæknilega séð má færa rök fyrir því að Poteet og Menon fari einnig fara í geimgöngu, þó þau muni ekki yfirgefa geimfarið. Isaacman og Gillis munu verja tólf mínútum hvort fyrir utan geimfarið og þar eiga þau meðal annars að gera tilraunir með nýja geimbúninga SpaceX. Fylgjast má með útsendingu SpaceX frá geimgöngunni í spilaranum hér að neðan. Geimgangan sjálf á að hefjast fyrir klukkan tíu. Watch Dragon’s first spacewalk with the @PolarisProgram’s Polaris Dawn crew https://t.co/svdJRkGN7K— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Fréttin verður uppfærð. SpaceX Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Uppfært: Geimgöngunni er lokið og gekk allt að óskum. Þegar þetta er skrifað er verið að fylla geimfarið aftur af súrefni. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Geimfarið er á um 25 þúsund kílómetra hraða. Þegar mest var fór geimfarið í um 1.400 kílómetra fjarlægð frá jörðu en það er hærra en nokkur maður hefur farið frá tímum Apollo-ferðanna til tunglsins. Gemini 11 fór í 1.373 kílómetra hæð árið 1966. Geimferðin kallast Polaris Dawn og var geimförunum skotið á loft um borð í Dragon-geimfari SpaceX á þriðjudaginn. Today’s spacewalk is the first extravehicular activity (EVA) using commercially developed hardware, procedures, and the new SpaceX EVA suit— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Jared Isaacman leiðir förina, en með honum eru þau Kidd Poteet, Sarah Gillis og Anna Menon en þær tvær síðastnefndu starfa fyrir SpaceX. Isaacman leiddi einnig Inspiration4 og fjármagnaði báðar geimferðirnar. Sjá einnig: Ætla í fyrstu borgaralegu geimgönguna Isaacman og Gillis munu fara úr geimfarinu í dag en Poteet og Menon verða áfram inni. Þau verða þó öll í geimbúningum, þar sem geimfarið verður opnað. Dragon býður ekki upp á aðstöðu til geimgöngu án þess að tæma allt geimfarið af súrefni og opna það. Tæknilega séð má færa rök fyrir því að Poteet og Menon fari einnig fara í geimgöngu, þó þau muni ekki yfirgefa geimfarið. Isaacman og Gillis munu verja tólf mínútum hvort fyrir utan geimfarið og þar eiga þau meðal annars að gera tilraunir með nýja geimbúninga SpaceX. Fylgjast má með útsendingu SpaceX frá geimgöngunni í spilaranum hér að neðan. Geimgangan sjálf á að hefjast fyrir klukkan tíu. Watch Dragon’s first spacewalk with the @PolarisProgram’s Polaris Dawn crew https://t.co/svdJRkGN7K— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Fréttin verður uppfærð.
SpaceX Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira