Stækkar herinn í þriðja sinn Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2024 13:07 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexander Kazakov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. Síðasta skipun af þessu tagi leit dagsins ljós í desember, þegar Pútín sagði að fjölga ætti atvinnuhermönnum í 1,32 milljónir. Með kvaðmönnum og öðrum á heildarmannafli í herjum Rússlands að vera tæplega 2,4 milljónir, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Pútín sagði í júní að um sjö hundruð þúsund hermenn tækju þátt í innrásinni í Úkraínu. Frá því innrásin hófst hafa Rússar framkvæmt eina herkvaðningu en það var um haustið 2022. Þá voru 300 þúsund menn kvaddir í herinn en síðan þá hafa Rússar fyllt upp í raðir sínar með því að laða að sjálfboðaliða með mun hærri launum og bónusgreiðslum en gengur og gerist í Rússlandi. Þessar greiðslur hafa aukist til muna á undanförnum mánuðum, sem sérfræðingar segja til marks um að erfiðara hafi orðið að fá fólk í herinn. TASS fréttaveitan, sem rekin er af rússneska ríkinu, hefur eftir Dmitrí Peskóv, talsmanni Pútíns, að hann hafi gefið þessa skipun vegna þeirra fjölmörgu ógna sem steðja að Rússlandi. Vísaði hann til gífurlegra óvinveitts ástands á vesturlandamærum Rússlands og óstöðugleika á landamærunum í austri. Því hefði verið nauðsynlegt að grípa til „viðeigandi ráðstafana“. Sífellt eldri þjóðir Mannfall hefur verið mikið í Úkraínu frá því innrásin hófst. Vestrænar leyniþjónustur áætla að Rússar hafi misst allt að tvö hundruð þúsund menn og um fjögur hundruð þúsund hafi særst, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal. Þá vísar miðillinn í leynilega greiningu yfirvalda í Úkraínu frá því fyrr á þessu ári, þar sem áætlað var að um áttatíu þúsund úkraínskir hermenn hefðu fallið og um fjögur hundruð þúsund hefðu særst. Mannfall þetta hefur valdið vandamálum fyrir Rússa en hver fallinn hermaður veldur meiri vandræðum fyrir Úkraínumenn, sem hafa ekki aðgang að jafn miklum mannaforða eins og Rússar. Þá hafa um tíu milljónir Úkraínumanna flúið land eða búa á svæðum sem hafa verið hernumin frá því innrásin hófst. Þjóðir bæði Rússlands og Úkraínu hafa elst mjög á undanförnum árum og stefnir í fólksfækkun í báðum ríkjum í framtíðinni. Hér að neðan má sjá útskýringarmynd um aldursskiptingu úkraínsku þjóðarinnar. One of the reasons Zelensky has held back from mobilising young men... There's simply not a lot of them and Ukraine's demographic prospects were already very dire. That's one of the most depressing population pyramid I've ever seen https://t.co/UMWaRlDWdL pic.twitter.com/dldKYRnVbJ— François Valentin (@Valen10Francois) September 17, 2024 Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Rússneski ríkisfjölmiðillinn RT er framlenging á rússnesku leyniþjónustunni að sögn bandarískra, breskra og kandarískra stjórnvalda. Þau kynntu refsiaðgerðir sem eiga að draga tennurnar úr áróðursherferðum stöðvarinnar víða um heim. 13. september 2024 20:20 Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Ráðamenn í Rússlandi hafa sakað sex starfsmenn sendiráðs Bretlands í Rússlandi um njósnir og ætla að vísa þeim úr landi. Ríkismiðlar í Rússlandi vísa í embættismenn hjá FSB (áður KGB) og hafa eftir þeim að erindrekunum verði vikið úr landi en það er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bretar og Frakkar ætli að leyfa Úkraínumönnum að nota stýriflaugar frá þeim til árása í Rússlandi. 13. september 2024 10:57 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Sjá meira
Síðasta skipun af þessu tagi leit dagsins ljós í desember, þegar Pútín sagði að fjölga ætti atvinnuhermönnum í 1,32 milljónir. Með kvaðmönnum og öðrum á heildarmannafli í herjum Rússlands að vera tæplega 2,4 milljónir, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Pútín sagði í júní að um sjö hundruð þúsund hermenn tækju þátt í innrásinni í Úkraínu. Frá því innrásin hófst hafa Rússar framkvæmt eina herkvaðningu en það var um haustið 2022. Þá voru 300 þúsund menn kvaddir í herinn en síðan þá hafa Rússar fyllt upp í raðir sínar með því að laða að sjálfboðaliða með mun hærri launum og bónusgreiðslum en gengur og gerist í Rússlandi. Þessar greiðslur hafa aukist til muna á undanförnum mánuðum, sem sérfræðingar segja til marks um að erfiðara hafi orðið að fá fólk í herinn. TASS fréttaveitan, sem rekin er af rússneska ríkinu, hefur eftir Dmitrí Peskóv, talsmanni Pútíns, að hann hafi gefið þessa skipun vegna þeirra fjölmörgu ógna sem steðja að Rússlandi. Vísaði hann til gífurlegra óvinveitts ástands á vesturlandamærum Rússlands og óstöðugleika á landamærunum í austri. Því hefði verið nauðsynlegt að grípa til „viðeigandi ráðstafana“. Sífellt eldri þjóðir Mannfall hefur verið mikið í Úkraínu frá því innrásin hófst. Vestrænar leyniþjónustur áætla að Rússar hafi misst allt að tvö hundruð þúsund menn og um fjögur hundruð þúsund hafi særst, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal. Þá vísar miðillinn í leynilega greiningu yfirvalda í Úkraínu frá því fyrr á þessu ári, þar sem áætlað var að um áttatíu þúsund úkraínskir hermenn hefðu fallið og um fjögur hundruð þúsund hefðu særst. Mannfall þetta hefur valdið vandamálum fyrir Rússa en hver fallinn hermaður veldur meiri vandræðum fyrir Úkraínumenn, sem hafa ekki aðgang að jafn miklum mannaforða eins og Rússar. Þá hafa um tíu milljónir Úkraínumanna flúið land eða búa á svæðum sem hafa verið hernumin frá því innrásin hófst. Þjóðir bæði Rússlands og Úkraínu hafa elst mjög á undanförnum árum og stefnir í fólksfækkun í báðum ríkjum í framtíðinni. Hér að neðan má sjá útskýringarmynd um aldursskiptingu úkraínsku þjóðarinnar. One of the reasons Zelensky has held back from mobilising young men... There's simply not a lot of them and Ukraine's demographic prospects were already very dire. That's one of the most depressing population pyramid I've ever seen https://t.co/UMWaRlDWdL pic.twitter.com/dldKYRnVbJ— François Valentin (@Valen10Francois) September 17, 2024
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Rússneski ríkisfjölmiðillinn RT er framlenging á rússnesku leyniþjónustunni að sögn bandarískra, breskra og kandarískra stjórnvalda. Þau kynntu refsiaðgerðir sem eiga að draga tennurnar úr áróðursherferðum stöðvarinnar víða um heim. 13. september 2024 20:20 Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Ráðamenn í Rússlandi hafa sakað sex starfsmenn sendiráðs Bretlands í Rússlandi um njósnir og ætla að vísa þeim úr landi. Ríkismiðlar í Rússlandi vísa í embættismenn hjá FSB (áður KGB) og hafa eftir þeim að erindrekunum verði vikið úr landi en það er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bretar og Frakkar ætli að leyfa Úkraínumönnum að nota stýriflaugar frá þeim til árása í Rússlandi. 13. september 2024 10:57 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Sjá meira
Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Rússneski ríkisfjölmiðillinn RT er framlenging á rússnesku leyniþjónustunni að sögn bandarískra, breskra og kandarískra stjórnvalda. Þau kynntu refsiaðgerðir sem eiga að draga tennurnar úr áróðursherferðum stöðvarinnar víða um heim. 13. september 2024 20:20
Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Ráðamenn í Rússlandi hafa sakað sex starfsmenn sendiráðs Bretlands í Rússlandi um njósnir og ætla að vísa þeim úr landi. Ríkismiðlar í Rússlandi vísa í embættismenn hjá FSB (áður KGB) og hafa eftir þeim að erindrekunum verði vikið úr landi en það er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bretar og Frakkar ætli að leyfa Úkraínumönnum að nota stýriflaugar frá þeim til árása í Rússlandi. 13. september 2024 10:57
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent