Engum til sóma Sigmar Guðmundsson skrifar 17. september 2024 14:47 Þessi þingvetur fer nú eiginlega ekkert sérstaklega vel af stað eftir þingsetningu í síðustu viku. Það fer ákaflega lítið fyrir stjórnarmálum á Alþingi, að undanskildu fjárlagafrumvarpinu, sem mun lítið gera til að lina fjárhagslegar þjáningar fólks og fyrirtækja vegna hárrar verðbólgu og séríslensku ofurvaxtanna. Í stað þess að vera tilbúin í þingvetur með raunverulegum aðgerðum fyrir fólk og fyrirtæki ber mest á ósættinu, sem er ekki nýtt, en óvenju nöturlegt að þessu sinni. Algerlega óháð því hvaða skoðun menn og flokkar hafa á hælisleitendamálum þá hljótum við öll að fordæma að langveikt barn í hjólastól sé peð og fórnarlamb átaka við ríkisstjórnarborðið. Atburðarásin sem hefur birst okkur síðasta einn og hálfa sólarhringinn er engum til sóma og hún er beinlínis ógn við heilsu Yazans Tamimi. Hann þarf umönnun og aðstoð að halda, en ekki þeim hringlandahætti sem við höfum séð. Stjórnmálin á Íslandi verða að komast upp úr skotgröfunum þegar fólk, eða barn í þessu tilviki, í sérstaklega viðkvæmri stöðu á allt sitt undir. Um þetta hljótum við að geta verið sammála. Þetta var ekki góð stjórnsýsla, sagði dómsmálaráðherra í gær. Það er rétt, en við skulum ekki bara nota kerfistungumál þegar við lýsum þessu. Þetta er ómannúðlegt og óverjandi, algerlega óháð því hvaða skoðun við höfum á hælisleitendum og því regluverki. Í þetta ósætti fer öll orka stjórnarflokkana á sama tíma og brýn hagsmunamál ná ekki einu sinni inn í þingið á síðasta þingvetri kjörtímabilsins. Á Alþingi ríkir málaþurrð stjórnarflokkanna. Við ættum auðvitað að vera ræða raunverulegar aðgerðir vegna verðbólgu og vaxta og biðlista heilbrigðiskerfisins sem lengjast frekar en hitt. Alvarlegum vanskilum fjölgar hratt samkvæmt fréttum nýverið og það væri meiri reisn yfir því að takast á við þau knýjandi verkefni frekar en að æðsta stjórn ríkisins birtist okkur með þeim endemum sem verið hefur síðasta sólarhringinn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Alþingi Mál Yazans Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þessi þingvetur fer nú eiginlega ekkert sérstaklega vel af stað eftir þingsetningu í síðustu viku. Það fer ákaflega lítið fyrir stjórnarmálum á Alþingi, að undanskildu fjárlagafrumvarpinu, sem mun lítið gera til að lina fjárhagslegar þjáningar fólks og fyrirtækja vegna hárrar verðbólgu og séríslensku ofurvaxtanna. Í stað þess að vera tilbúin í þingvetur með raunverulegum aðgerðum fyrir fólk og fyrirtæki ber mest á ósættinu, sem er ekki nýtt, en óvenju nöturlegt að þessu sinni. Algerlega óháð því hvaða skoðun menn og flokkar hafa á hælisleitendamálum þá hljótum við öll að fordæma að langveikt barn í hjólastól sé peð og fórnarlamb átaka við ríkisstjórnarborðið. Atburðarásin sem hefur birst okkur síðasta einn og hálfa sólarhringinn er engum til sóma og hún er beinlínis ógn við heilsu Yazans Tamimi. Hann þarf umönnun og aðstoð að halda, en ekki þeim hringlandahætti sem við höfum séð. Stjórnmálin á Íslandi verða að komast upp úr skotgröfunum þegar fólk, eða barn í þessu tilviki, í sérstaklega viðkvæmri stöðu á allt sitt undir. Um þetta hljótum við að geta verið sammála. Þetta var ekki góð stjórnsýsla, sagði dómsmálaráðherra í gær. Það er rétt, en við skulum ekki bara nota kerfistungumál þegar við lýsum þessu. Þetta er ómannúðlegt og óverjandi, algerlega óháð því hvaða skoðun við höfum á hælisleitendum og því regluverki. Í þetta ósætti fer öll orka stjórnarflokkana á sama tíma og brýn hagsmunamál ná ekki einu sinni inn í þingið á síðasta þingvetri kjörtímabilsins. Á Alþingi ríkir málaþurrð stjórnarflokkanna. Við ættum auðvitað að vera ræða raunverulegar aðgerðir vegna verðbólgu og vaxta og biðlista heilbrigðiskerfisins sem lengjast frekar en hitt. Alvarlegum vanskilum fjölgar hratt samkvæmt fréttum nýverið og það væri meiri reisn yfir því að takast á við þau knýjandi verkefni frekar en að æðsta stjórn ríkisins birtist okkur með þeim endemum sem verið hefur síðasta sólarhringinn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun