„Við höfðum öll rangt fyrir okkur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 19. september 2024 08:02 „Ég hafði rangt fyrir mér,“ sagði Wolfgang Schäuble, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýzkalands, í kjölfar þess að rússneskar hersveitir réðust inn í Úkraínu í lok febrúar árið 2022. „Við höfðum öll rangt fyrir okkur.“ Vísaði hann þar til þeirrar stefnu þýzkra stjórnvalda um áratugaskeið, óháð því hvaða stjórnmálaflokkar voru við völd, að vinna að nánari efnahagslegum tengslum við Rússland. Einkum í orkumálum. Frá innrásinni í Úkraínu hefur efnahagslíf Þýzkalands verið í uppnámi vegna þess hversu háð landið var orðið rússneskri olíu og gasi og sér ekki fyrir endann á því. Tvö hundruð milljarðar evra hafa runnið til Rússlands sem greiðsla fyrir þarlenda orku frá ríkjum Evrópusambandsins frá innrásinni og margfalt hærri upphæðir fyrir hana. Á sama tíma hefur sambandið og ríki þess stutt Úkraínu um 88 milljarða evra. Hafa forystumenn Evrópusambandsins eins og Josep Borrell, utanríkismálastjóri þess, ekki séð sér annað fært í kjölfar innrásarinnar en að gangast ítrekað við því opinberlega að ríki sambandsins með Þýzkaland í broddi fylkingar hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu Rússlands og síðan hernað þess í Úkraínu sem stærsti kaupandi rússneskrar orku um áratuga skeið. Enn í dag eru ríkin stærsti kaupandi hennar. Sögðu áhyggjur NATO óþarfar Málið teygir sig meira en hálfa öld aftur í tímann. Schäuble var fjármálaráðherra Þýzkalands 2009-2017 og þar áður innanríkisráðherra 2005-2009 í ríkisstjórnum Angelu Merkel, kanzlara landsins og leiðtoga Kristilegra demókrata. Merkel myndaði lengst af stjórnir með Jafnaðarmannaflokknum en flokkarnir tveir hafa sem stærstu flokkar landsins fyrst og fremst borið ábyrgð á málinu. Einkum jafnaðarmenn. Fyrsti samningurinn um gasleiðslu frá Rússlandi, þá Sovétríkjunum, til Þýzkalands var undirritaður 1. febrúar 1970 en fjallað var ítarlega um málið á fréttavef brezka dagblaðsins Guardian í byrjun júní 2022. Willy Brandt var þá kanzlari landsins fyrir Jafnaðarmannaflokkinn. Ávinningurinn átti að vera gagnkvæmur. Þjóðverjar fengju hráefni og eldsneyti frá Rússum fyrir vélar og hágæða þýzkar iðnaðarvörur. Fyrir undirritun samningsins hafði NATO óformlega samband við stjórnvöld í Þýzkalandi og spurðist fyrir um áhrif hans á öryggismál landsins. Var bandalagið fullvissað um það að áhyggjur væru óþarfar. Þjóðverjar myndu aldrei treysta á Rússland með svo mikið sem 10% af þörf sinni fyrir gas. Hálfri öld síðar var helmingur innflutts gass, þriðjungur innfluttrar olíu og helmingur innfluttra kola rússneskur. Varaðir við af Bandaríkjunum Hver forystumaðurinn í þýzkum stjórnmálum á fætur öðrum tók virkan þátt í því síðustu áratugi að gera Þýzkaland sífellt háðara rússneskri orku. Til að mynda Helmut Kohl og Merkel frá Kristilegum demókrötum og Gerhard Schröder og Frank-Walter Steinmeier, núverandi forseti landsins, frá Jafnaðarmannaflokknum. Eftir að Schröder hætti í stjórnmálum hóf hann störf fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Fram kemur í umfjöllun Guardian að þegar farið sé í gegnum opinber skjöl sjáist vel hversu margítrekað þýzkir ráðamenn hafi verið varaðir við því að það gæti komið í bakið á þeim að reiða sig svo mjög á rússneska orku. Til dæmis af hverjum forseta Bandaríkjanna á fætum öðrum. Þýzkir ráðamenn hafi hins vegar talið Bandaríkjamenn barnalega og að þeir sjálfir væru þeir einu sem skildu stjórnvöld í Moskvu. „Við héldum áfram að vinnu við brúarsmíði sem rússnesk stjórnvöld höfðu ekki lengur trú á og sem bandamenn okkar vöruðu okkur við,“ sagði Steinmeier við þýzka fjölmiðla í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu og vísaði þar til þeirrar stefnu að byggja brýr yfir til Rússlands. Viðurkenndi hann að stuðningur hans við þá stefnu að stuðla að auknum efnahagslegum tengslum við rússnesk stjórnvöld hefði verið mistök. Sjálfstæð uppspretta spennu „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði Sanna Marin, þáverandi forsætisráðherra Finnlands, á fundi á vegum hugveitunnar Lowy Institute í Sydney í Ástralíu 2. desember 2022 og vísaði þar til þeirrar stefnu að nánari efnahagsleg tengsl við Rússland væru til þess fallin að varðveita friðinn. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri í raun sama um slíkt. Málið snýst í raun um þá mýtu sem samrunarþóunin innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur einkum verið réttlætt með allt frá upphafi. Að náin pólitísk og efnahagsleg tengsl á milli Evrópuríkja kæmu í veg fyrir átök á milli þeirra og að samruninn hafi tryggt friðinn í álfunni. Hins vegar eru nánari tengsl á milli ríkja innan sambandsins en sátt er um orðin að sjálfstæðri uppsprettu spennu á milli þeirra. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Þar með talið og ekki sízt með tilliti til efnahagsöryggis og skynsamlegra ákvarðana í þeim efnum. Fyrir vikið sætir það vitanlega furðu þegar því er haldið fram að forystumönnum sambandsins væri treystandi fyrir íslenzkum efnahagsmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég hafði rangt fyrir mér,“ sagði Wolfgang Schäuble, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýzkalands, í kjölfar þess að rússneskar hersveitir réðust inn í Úkraínu í lok febrúar árið 2022. „Við höfðum öll rangt fyrir okkur.“ Vísaði hann þar til þeirrar stefnu þýzkra stjórnvalda um áratugaskeið, óháð því hvaða stjórnmálaflokkar voru við völd, að vinna að nánari efnahagslegum tengslum við Rússland. Einkum í orkumálum. Frá innrásinni í Úkraínu hefur efnahagslíf Þýzkalands verið í uppnámi vegna þess hversu háð landið var orðið rússneskri olíu og gasi og sér ekki fyrir endann á því. Tvö hundruð milljarðar evra hafa runnið til Rússlands sem greiðsla fyrir þarlenda orku frá ríkjum Evrópusambandsins frá innrásinni og margfalt hærri upphæðir fyrir hana. Á sama tíma hefur sambandið og ríki þess stutt Úkraínu um 88 milljarða evra. Hafa forystumenn Evrópusambandsins eins og Josep Borrell, utanríkismálastjóri þess, ekki séð sér annað fært í kjölfar innrásarinnar en að gangast ítrekað við því opinberlega að ríki sambandsins með Þýzkaland í broddi fylkingar hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu Rússlands og síðan hernað þess í Úkraínu sem stærsti kaupandi rússneskrar orku um áratuga skeið. Enn í dag eru ríkin stærsti kaupandi hennar. Sögðu áhyggjur NATO óþarfar Málið teygir sig meira en hálfa öld aftur í tímann. Schäuble var fjármálaráðherra Þýzkalands 2009-2017 og þar áður innanríkisráðherra 2005-2009 í ríkisstjórnum Angelu Merkel, kanzlara landsins og leiðtoga Kristilegra demókrata. Merkel myndaði lengst af stjórnir með Jafnaðarmannaflokknum en flokkarnir tveir hafa sem stærstu flokkar landsins fyrst og fremst borið ábyrgð á málinu. Einkum jafnaðarmenn. Fyrsti samningurinn um gasleiðslu frá Rússlandi, þá Sovétríkjunum, til Þýzkalands var undirritaður 1. febrúar 1970 en fjallað var ítarlega um málið á fréttavef brezka dagblaðsins Guardian í byrjun júní 2022. Willy Brandt var þá kanzlari landsins fyrir Jafnaðarmannaflokkinn. Ávinningurinn átti að vera gagnkvæmur. Þjóðverjar fengju hráefni og eldsneyti frá Rússum fyrir vélar og hágæða þýzkar iðnaðarvörur. Fyrir undirritun samningsins hafði NATO óformlega samband við stjórnvöld í Þýzkalandi og spurðist fyrir um áhrif hans á öryggismál landsins. Var bandalagið fullvissað um það að áhyggjur væru óþarfar. Þjóðverjar myndu aldrei treysta á Rússland með svo mikið sem 10% af þörf sinni fyrir gas. Hálfri öld síðar var helmingur innflutts gass, þriðjungur innfluttrar olíu og helmingur innfluttra kola rússneskur. Varaðir við af Bandaríkjunum Hver forystumaðurinn í þýzkum stjórnmálum á fætur öðrum tók virkan þátt í því síðustu áratugi að gera Þýzkaland sífellt háðara rússneskri orku. Til að mynda Helmut Kohl og Merkel frá Kristilegum demókrötum og Gerhard Schröder og Frank-Walter Steinmeier, núverandi forseti landsins, frá Jafnaðarmannaflokknum. Eftir að Schröder hætti í stjórnmálum hóf hann störf fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Fram kemur í umfjöllun Guardian að þegar farið sé í gegnum opinber skjöl sjáist vel hversu margítrekað þýzkir ráðamenn hafi verið varaðir við því að það gæti komið í bakið á þeim að reiða sig svo mjög á rússneska orku. Til dæmis af hverjum forseta Bandaríkjanna á fætum öðrum. Þýzkir ráðamenn hafi hins vegar talið Bandaríkjamenn barnalega og að þeir sjálfir væru þeir einu sem skildu stjórnvöld í Moskvu. „Við héldum áfram að vinnu við brúarsmíði sem rússnesk stjórnvöld höfðu ekki lengur trú á og sem bandamenn okkar vöruðu okkur við,“ sagði Steinmeier við þýzka fjölmiðla í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu og vísaði þar til þeirrar stefnu að byggja brýr yfir til Rússlands. Viðurkenndi hann að stuðningur hans við þá stefnu að stuðla að auknum efnahagslegum tengslum við rússnesk stjórnvöld hefði verið mistök. Sjálfstæð uppspretta spennu „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði Sanna Marin, þáverandi forsætisráðherra Finnlands, á fundi á vegum hugveitunnar Lowy Institute í Sydney í Ástralíu 2. desember 2022 og vísaði þar til þeirrar stefnu að nánari efnahagsleg tengsl við Rússland væru til þess fallin að varðveita friðinn. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri í raun sama um slíkt. Málið snýst í raun um þá mýtu sem samrunarþóunin innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur einkum verið réttlætt með allt frá upphafi. Að náin pólitísk og efnahagsleg tengsl á milli Evrópuríkja kæmu í veg fyrir átök á milli þeirra og að samruninn hafi tryggt friðinn í álfunni. Hins vegar eru nánari tengsl á milli ríkja innan sambandsins en sátt er um orðin að sjálfstæðri uppsprettu spennu á milli þeirra. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Þar með talið og ekki sízt með tilliti til efnahagsöryggis og skynsamlegra ákvarðana í þeim efnum. Fyrir vikið sætir það vitanlega furðu þegar því er haldið fram að forystumönnum sambandsins væri treystandi fyrir íslenzkum efnahagsmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun