Ef Trump tapar kosningunum… Jun Þór Morikawa skrifar 20. september 2024 09:31 Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru að verða spennuþrungnari dag frá degi. Ég sé að allir helstu fjölmiðlar á Íslandi eru með sérstaka umfjöllun um kosningarnar þar sem fleiri fylgjast með fréttum og það eru aðeins nokkrar vikur til þriðjudagsins 5. nóvember, þá er kjördagur. Í fyrra gagnrýndi ég Trump og stjórnmálahreyfingu hans harðlega í þessari grein Trump og lýðræðisleg hnignun - Vísir (visir.is)Síðan þá hefur svo margt gerst. Nú síðast hefur Trump lifað tvær morðtilraunir af sem hann kennir Biden og Harris um vegna „hættulegrar orðræðu“ sem hann heldur fram að hafi valdið pólitísku ofbeldi. Þetta er ekkert annað en hrein hræsni. Það er enginn sem notar ofbeldisfyllri, hatursfyllri, og meira ögrandi orðræðu í nútíma bandarískum stjórnmálum en Donald Trump sjálfur. Bara til að nefna örfá dæmi meðal svo margra; Árið 2016 sagði hann stuðningsmönnum sínum að berja „Knock the crap out“ mótmælendur, - þá lofaði hann að hann myndi borga fyrir lögfræðikostnaðinn. Hann sagði að „Second Amendment People“ gæti brugðist við Hillary Clinton og vísaði til þess að stuðningsmenn byssuréttar gætu tekið málin í sínar hendur til að stöðva Hillary Clinton. Hann lagði til að herforinginn Mark Milley, sem var gagnrýninn á hann, ætti skilið aftöku. Hann gerði grín að Nancy Pelosi, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings , og eiginmanni hennar sem urðu fyrir hrottalegri árás eins stuðningsmanna hans. Hann kallaði pólitíska andstæðinga sína óvini „meindýr (vermin)“ sem er fasískt hugtak, og sagði að innflytjendamál væru „eitrun í blóði“ Bandaríkjanna, sem er nasista hugtak, sem hann sagði að ætti að "útrýma". Og auðvitað var hann aðalgaurinn sem hvatti til fjöldaofbeldis á pólitískum fundi sínum 6. janúar 2021 í kjölfar árásarinnar á bandaríska þingið. Hann sat og gerði ekkert neitt í meira en tvo tíma til að stöðva múg stuðningsmanna hans ráðast á þingið. Hann lagði jafnvel til að Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, sem fylgdi ekki skipun Trumps um að hafna niðurstöðu kosninganna vottun, ætti skilið að vera hengdur. Hann kallaði þá ofbeldisfullu árásarmenn 6. janúar „þjóðrækna (patriots)“ sem verða náðaðir, verði hann kjörinn forseti. Í nútíma bandarískum stjórnmálum er ekki hægt að gera annan samanburð við Trump sem þrífst í raun í ótta, hatri og reiði fólks. Trump notar oft ofbeldisfulla orðræðu til að efla stuðningsmenn sína á meðan hann elskar að fá athygli og fagnaðarhróp frá hópnum. Það er hann sem hvetur til ofbeldis og haturs með hættulegri orðræðu. Þannig að ef hann tapar kosningunum, sem ég býst við að gerist þar sem ég spái Harris-Walz sigri, verður röð af mjög árásargjarnum illgjörnum athöfnum Trumps til að stöðva friðsamlegt valdaframsal aftur eins og kosningarnar 2020. Hann mun 100% afneita niðurstöðunni og lögmæti kosningana í heild. Hann mun örugglega halda því fram að kosningunum hafi verið hagrætt gegn honum. Hann mun jafnvel afneita heilindum bandaríska réttarkerfisins. Hann mun hóta kosningafulltrúum í sveifluríkjunum (swing states) svo að þeir staðfesti ekki niðurstöðuna. Hann mun gera allt sem þarf til að koma í veg fyrir staðfestingu á niðurstöðu kosninganna. Hann sagði sjálfur fyrr á þessu ári að það yrði „blóðbað (bloodbath)“ ef hann tapaði kosningunum. Að þessu sinni mun andlaus varaforsetaframbjóðandi hans JD Vance, ólíkt Mike Pence, bara fylgja því sem yfirmaður hans segir honum að gera með því að útbreiða og tvöfalda lygar og samsæriskenningar sem myndu leiða til félagslegs glundroða og meira pólitísks ofbeldis. Ég get líka ímyndað mér að áhrifamikill og öflugur einstaklingur eins og Elon Musk, eigandi X, muni taka þátt í slíkri kosningaafneitun (election denialism) og kynda undir reiði almennings. Ég vona svo sannarlega að þetta gerist ekki eins og sagt er hér að ofan. En það er ekki erfitt að ímynda sér hvað Trump og stjórnmálahreyfing hans geta gert. Við höfum séð það. Af þeirri ástæðu get ég ekki séð annað en að glundroði og meira pólitískt ofbeldi muni fylgja í kjölfarið ef Trump tapar kosningunum. Höfundur er með MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands og er nú skráður meistaranemi í kennaranámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru að verða spennuþrungnari dag frá degi. Ég sé að allir helstu fjölmiðlar á Íslandi eru með sérstaka umfjöllun um kosningarnar þar sem fleiri fylgjast með fréttum og það eru aðeins nokkrar vikur til þriðjudagsins 5. nóvember, þá er kjördagur. Í fyrra gagnrýndi ég Trump og stjórnmálahreyfingu hans harðlega í þessari grein Trump og lýðræðisleg hnignun - Vísir (visir.is)Síðan þá hefur svo margt gerst. Nú síðast hefur Trump lifað tvær morðtilraunir af sem hann kennir Biden og Harris um vegna „hættulegrar orðræðu“ sem hann heldur fram að hafi valdið pólitísku ofbeldi. Þetta er ekkert annað en hrein hræsni. Það er enginn sem notar ofbeldisfyllri, hatursfyllri, og meira ögrandi orðræðu í nútíma bandarískum stjórnmálum en Donald Trump sjálfur. Bara til að nefna örfá dæmi meðal svo margra; Árið 2016 sagði hann stuðningsmönnum sínum að berja „Knock the crap out“ mótmælendur, - þá lofaði hann að hann myndi borga fyrir lögfræðikostnaðinn. Hann sagði að „Second Amendment People“ gæti brugðist við Hillary Clinton og vísaði til þess að stuðningsmenn byssuréttar gætu tekið málin í sínar hendur til að stöðva Hillary Clinton. Hann lagði til að herforinginn Mark Milley, sem var gagnrýninn á hann, ætti skilið aftöku. Hann gerði grín að Nancy Pelosi, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings , og eiginmanni hennar sem urðu fyrir hrottalegri árás eins stuðningsmanna hans. Hann kallaði pólitíska andstæðinga sína óvini „meindýr (vermin)“ sem er fasískt hugtak, og sagði að innflytjendamál væru „eitrun í blóði“ Bandaríkjanna, sem er nasista hugtak, sem hann sagði að ætti að "útrýma". Og auðvitað var hann aðalgaurinn sem hvatti til fjöldaofbeldis á pólitískum fundi sínum 6. janúar 2021 í kjölfar árásarinnar á bandaríska þingið. Hann sat og gerði ekkert neitt í meira en tvo tíma til að stöðva múg stuðningsmanna hans ráðast á þingið. Hann lagði jafnvel til að Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, sem fylgdi ekki skipun Trumps um að hafna niðurstöðu kosninganna vottun, ætti skilið að vera hengdur. Hann kallaði þá ofbeldisfullu árásarmenn 6. janúar „þjóðrækna (patriots)“ sem verða náðaðir, verði hann kjörinn forseti. Í nútíma bandarískum stjórnmálum er ekki hægt að gera annan samanburð við Trump sem þrífst í raun í ótta, hatri og reiði fólks. Trump notar oft ofbeldisfulla orðræðu til að efla stuðningsmenn sína á meðan hann elskar að fá athygli og fagnaðarhróp frá hópnum. Það er hann sem hvetur til ofbeldis og haturs með hættulegri orðræðu. Þannig að ef hann tapar kosningunum, sem ég býst við að gerist þar sem ég spái Harris-Walz sigri, verður röð af mjög árásargjarnum illgjörnum athöfnum Trumps til að stöðva friðsamlegt valdaframsal aftur eins og kosningarnar 2020. Hann mun 100% afneita niðurstöðunni og lögmæti kosningana í heild. Hann mun örugglega halda því fram að kosningunum hafi verið hagrætt gegn honum. Hann mun jafnvel afneita heilindum bandaríska réttarkerfisins. Hann mun hóta kosningafulltrúum í sveifluríkjunum (swing states) svo að þeir staðfesti ekki niðurstöðuna. Hann mun gera allt sem þarf til að koma í veg fyrir staðfestingu á niðurstöðu kosninganna. Hann sagði sjálfur fyrr á þessu ári að það yrði „blóðbað (bloodbath)“ ef hann tapaði kosningunum. Að þessu sinni mun andlaus varaforsetaframbjóðandi hans JD Vance, ólíkt Mike Pence, bara fylgja því sem yfirmaður hans segir honum að gera með því að útbreiða og tvöfalda lygar og samsæriskenningar sem myndu leiða til félagslegs glundroða og meira pólitísks ofbeldis. Ég get líka ímyndað mér að áhrifamikill og öflugur einstaklingur eins og Elon Musk, eigandi X, muni taka þátt í slíkri kosningaafneitun (election denialism) og kynda undir reiði almennings. Ég vona svo sannarlega að þetta gerist ekki eins og sagt er hér að ofan. En það er ekki erfitt að ímynda sér hvað Trump og stjórnmálahreyfing hans geta gert. Við höfum séð það. Af þeirri ástæðu get ég ekki séð annað en að glundroði og meira pólitískt ofbeldi muni fylgja í kjölfarið ef Trump tapar kosningunum. Höfundur er með MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands og er nú skráður meistaranemi í kennaranámi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar