Sannleikurinn um Evrópusambandið V: 26 þjóðir hafa hafnað eigin gjaldmiðli, líka Þýzkaland með sitt ofursterka Mark Ole Anton Bieltvedt skrifar 23. september 2024 07:02 Fyrir nokkrum árum, á tíma fyrri ríkisstjórnar, tjáði þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, sig um þörf þess, að við tækjum upp stöðugan gjaldmiðil, helzt Evruna, til að tryggja trausta afkomu og stöðugleika – svo menn gætu gert áætlanir og byggt sín áform og plön á traustum grunni, hefðu fyrirsjáanleika – og, ekki sízt, til að tryggja lága vexti, réttlátara þjóðfélag og meiri velferð. Flestum er ljóst, að akkúrat vextir eru helzta leiðin í hverju þjóðfélagi til að færa fjármuni milli þjóðfélagshópa, þeirra, sem skulda, oft unga fólksins, og þeirra, sem eiga; fjármagnseigenda. Krónu-vextirnir hér á Íslandi hafa síðustu misseri – á tíma lækkandi verðbólgu, nú 3,6% án húsnæðiskostnaðar – verið svo háir, að við arðráni liggur, stýrivextir 9,25% og útlánavextir banka að meðaltali 12-15%, þar sem gífurlegir fjármunir hafa verið færðir frá skuldurum yfir á fjármagnseigendur, án þess að fjármagnseigendur hafi lagt neitt af mörkum, hvað þá, að skuldarar hafi sér eitthvað til sakar unnið. Þarna hefur gífurlegt ranglæti viðgengist. Krónu-ranglæti. Í þessu kerfi, sem einkum Seðlabanki ber ábyrgð á, felst hróplegur ójöfnuður og ranglæti. Einkum út af því, að allir aðrir seðlabankar og stjórnvöld sáu – eftir banka- og fjármálakreppuna – að svona hávaxtastefna stæðist hvorki í framkvæmd né siðferðislega til lengdar. Ekki lái ég því fyrrverandi fjármálaráðherra, sem að sjálfsögðu vildi landsmönnum aðeins gott, að hann skyldi tjá sig hreint og opinskátt um það, að Evran verði að koma, ef við eigum að tryggja velferð okkar, hag og kjör, stöðugleika, fyrirsjáanleika og öryggi, og þá ekki sízt réttlæti, eftir föngum. Sjálfur bjó ég í Þýzkanlandi í 27 ár, lengst af með Evru, og þekki ég því af eigin raun þann gífurlega kost – stöðugleika, fyrirsjáanleika, öryggi og lága vexti – sem Evran tryggir. Þjóðverjar áttu fyrir sitt ofursterka Þýzka Mark, en höfnuðu því í þágu Evru. Sumir virðast halda, að krónan sé hluti af okkar þjóðerni og sjálfstæði, og, að við verðum því að halda henni. Þetta er hin mesta firra. Gjaldmiðill er aðeins verkfæri til að miðla verðmætum og fjármunum milli manna. Nafnið er aukaatriði, enda krónur í mörgum löndum, en gæði og traustleiki verkfærisins aðalatriði. Við höfum verið að athafna okkur með hálfónýtu verkfæri allt of lengi, en afleiðingar hafa verið darraðardans og sveiflur, upp og niður, og svo loks algjört skipbroti og hrun 2008. Þetta er búið að standa í 70 ár, og enn hafa sumir ekki fengi nóg. Svo má illu venjast, að gott þyki. Á sínum tíma, þegar þáverandi fjármálaráðherra gekk fram fyrir skjöldu og tjáði sig skýrt og skorinort um hagsmuni Íslendinga og bezta mögulega gjaldmiðlastefnu fyrir þjóðina, steig varaformaður Framsóknarflokksins, nú viðskiptaráðherra m.m, fram og sagði m.a. þetta: „Það er fáheyrt að fjármálaráðherra þjóðríkja tali gegn eigin gjaldmiðli“. Virðist varaformaðurinn/viðskiptaráðherra hér hafa ruglast nokkuð í ríminu. Hvorki fleiri né færri en 26 þjóðríki hafa talað gegn/hafnað eigin gjaldmiðli og tekið upp Evruna. Varaformaðurinn/ viðskipta-ráðherra á alllangan feril að baka erlendis, var auk þess um skeið utanríkisráðherra og því væntanlega í nokkru sambandi við útlönd, en gjaldmiðlamál Evrópu virðast hafa farið mest fram hjá honum, henni, Lilju Dögg. Getur slíkt hent hið bezta fólk, án þess, að gæfulegt geti talizt. Skulu þjóðríkin 26, sem höfnuðu eigin gjaldmiðli, og ætla má, að hafi gert það af nokkurri yfirvegun og viti, því listuð upp, varaformanni/viðskiptaráðherra og ágætum lesendum Vísis til fróðleiks: Andorra, Austurríki, Belgía, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ítalía, Írland, Kosovó, Króatía, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemburg, Malta, Mónakó, Portúgal, San Marínó, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Vatíkanið, Þýzkaland. Það hefur verið í nokkurri tízku hér, að tala illa um Evrópu, ESB og Evruna. Hafa samtök, sem kenna sig við Heimssýn, farið þar framarlega í flokki. Þetta er einhver mesta fíflatízka, sem ég þekki. Þeir, sem eru að reyna, að grafa undan og kljúfa upp, sundra og veikja Evrópu, vita virkilega ekki, hvaða ógæfu- og óhæfuverk þeir eru að vinna. Það mætti kalla þá óvita. Við erum Evrópa og Evrópa er við. Sama grunnmenning, að miklu leyti sama fólk og sama blóð, sömu sjónarmið til frelsis, sjálfstæðis þjóðanna, jafnréttis og mannréttinda, sömu hagsmunir – líka efnahagslega; 80-90% af okkar útflutningi fara til Evrópu. Og, við munum aðeins komast af, til lengri framtíðar, sem sameinuð og samstillt, sterk, Evrópa! Auk þess er ESB ríkjasamband nú 27 þjóðríkja, sem byggir á mesta lýðræði sögunnar. Sérhvert aðildarríkjanna hefur sinn kommissar, ráðherra, hvert bara einn, og öll hafa þau neitunarvald og geta fellt tillögur um ný, stærri áform, reglur eða lög. Ef við værum fullgilt aðildarríki, færi ekkert stórmál í gegn, án þess að við samþykktum líka. Væri ekki líka flott, ef við gætum beitt eigin gjaldmiðli, ekki bara hér, heldur nánst hvar sem er!? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum, á tíma fyrri ríkisstjórnar, tjáði þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, sig um þörf þess, að við tækjum upp stöðugan gjaldmiðil, helzt Evruna, til að tryggja trausta afkomu og stöðugleika – svo menn gætu gert áætlanir og byggt sín áform og plön á traustum grunni, hefðu fyrirsjáanleika – og, ekki sízt, til að tryggja lága vexti, réttlátara þjóðfélag og meiri velferð. Flestum er ljóst, að akkúrat vextir eru helzta leiðin í hverju þjóðfélagi til að færa fjármuni milli þjóðfélagshópa, þeirra, sem skulda, oft unga fólksins, og þeirra, sem eiga; fjármagnseigenda. Krónu-vextirnir hér á Íslandi hafa síðustu misseri – á tíma lækkandi verðbólgu, nú 3,6% án húsnæðiskostnaðar – verið svo háir, að við arðráni liggur, stýrivextir 9,25% og útlánavextir banka að meðaltali 12-15%, þar sem gífurlegir fjármunir hafa verið færðir frá skuldurum yfir á fjármagnseigendur, án þess að fjármagnseigendur hafi lagt neitt af mörkum, hvað þá, að skuldarar hafi sér eitthvað til sakar unnið. Þarna hefur gífurlegt ranglæti viðgengist. Krónu-ranglæti. Í þessu kerfi, sem einkum Seðlabanki ber ábyrgð á, felst hróplegur ójöfnuður og ranglæti. Einkum út af því, að allir aðrir seðlabankar og stjórnvöld sáu – eftir banka- og fjármálakreppuna – að svona hávaxtastefna stæðist hvorki í framkvæmd né siðferðislega til lengdar. Ekki lái ég því fyrrverandi fjármálaráðherra, sem að sjálfsögðu vildi landsmönnum aðeins gott, að hann skyldi tjá sig hreint og opinskátt um það, að Evran verði að koma, ef við eigum að tryggja velferð okkar, hag og kjör, stöðugleika, fyrirsjáanleika og öryggi, og þá ekki sízt réttlæti, eftir föngum. Sjálfur bjó ég í Þýzkanlandi í 27 ár, lengst af með Evru, og þekki ég því af eigin raun þann gífurlega kost – stöðugleika, fyrirsjáanleika, öryggi og lága vexti – sem Evran tryggir. Þjóðverjar áttu fyrir sitt ofursterka Þýzka Mark, en höfnuðu því í þágu Evru. Sumir virðast halda, að krónan sé hluti af okkar þjóðerni og sjálfstæði, og, að við verðum því að halda henni. Þetta er hin mesta firra. Gjaldmiðill er aðeins verkfæri til að miðla verðmætum og fjármunum milli manna. Nafnið er aukaatriði, enda krónur í mörgum löndum, en gæði og traustleiki verkfærisins aðalatriði. Við höfum verið að athafna okkur með hálfónýtu verkfæri allt of lengi, en afleiðingar hafa verið darraðardans og sveiflur, upp og niður, og svo loks algjört skipbroti og hrun 2008. Þetta er búið að standa í 70 ár, og enn hafa sumir ekki fengi nóg. Svo má illu venjast, að gott þyki. Á sínum tíma, þegar þáverandi fjármálaráðherra gekk fram fyrir skjöldu og tjáði sig skýrt og skorinort um hagsmuni Íslendinga og bezta mögulega gjaldmiðlastefnu fyrir þjóðina, steig varaformaður Framsóknarflokksins, nú viðskiptaráðherra m.m, fram og sagði m.a. þetta: „Það er fáheyrt að fjármálaráðherra þjóðríkja tali gegn eigin gjaldmiðli“. Virðist varaformaðurinn/viðskiptaráðherra hér hafa ruglast nokkuð í ríminu. Hvorki fleiri né færri en 26 þjóðríki hafa talað gegn/hafnað eigin gjaldmiðli og tekið upp Evruna. Varaformaðurinn/ viðskipta-ráðherra á alllangan feril að baka erlendis, var auk þess um skeið utanríkisráðherra og því væntanlega í nokkru sambandi við útlönd, en gjaldmiðlamál Evrópu virðast hafa farið mest fram hjá honum, henni, Lilju Dögg. Getur slíkt hent hið bezta fólk, án þess, að gæfulegt geti talizt. Skulu þjóðríkin 26, sem höfnuðu eigin gjaldmiðli, og ætla má, að hafi gert það af nokkurri yfirvegun og viti, því listuð upp, varaformanni/viðskiptaráðherra og ágætum lesendum Vísis til fróðleiks: Andorra, Austurríki, Belgía, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ítalía, Írland, Kosovó, Króatía, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemburg, Malta, Mónakó, Portúgal, San Marínó, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Vatíkanið, Þýzkaland. Það hefur verið í nokkurri tízku hér, að tala illa um Evrópu, ESB og Evruna. Hafa samtök, sem kenna sig við Heimssýn, farið þar framarlega í flokki. Þetta er einhver mesta fíflatízka, sem ég þekki. Þeir, sem eru að reyna, að grafa undan og kljúfa upp, sundra og veikja Evrópu, vita virkilega ekki, hvaða ógæfu- og óhæfuverk þeir eru að vinna. Það mætti kalla þá óvita. Við erum Evrópa og Evrópa er við. Sama grunnmenning, að miklu leyti sama fólk og sama blóð, sömu sjónarmið til frelsis, sjálfstæðis þjóðanna, jafnréttis og mannréttinda, sömu hagsmunir – líka efnahagslega; 80-90% af okkar útflutningi fara til Evrópu. Og, við munum aðeins komast af, til lengri framtíðar, sem sameinuð og samstillt, sterk, Evrópa! Auk þess er ESB ríkjasamband nú 27 þjóðríkja, sem byggir á mesta lýðræði sögunnar. Sérhvert aðildarríkjanna hefur sinn kommissar, ráðherra, hvert bara einn, og öll hafa þau neitunarvald og geta fellt tillögur um ný, stærri áform, reglur eða lög. Ef við værum fullgilt aðildarríki, færi ekkert stórmál í gegn, án þess að við samþykktum líka. Væri ekki líka flott, ef við gætum beitt eigin gjaldmiðli, ekki bara hér, heldur nánst hvar sem er!? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun