Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2024 15:02 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. EPA/ABIR SULTAN Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir meðlimi ríkisstjórnar sinnar staðráðna að gera íbúum Norður-Ísrael kleift að snúa aftur til síns heima. Að leiðtogar Hezbollah muni fljótt átta sig á stöðunni, eftir árásir sem þeir hefðu ekki getað ímyndað sér fyrir nokkrum dögum. Þann 8. október byrjuðu Hezbollah-liðar að skjóta eldflaugum að Ísrael og hafa Ísraelar svarað þeim. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín beggja vegna við landamærin. Spennan á landamærum Ísraels og Líbanon hefur þó verið gífurlega mikil undanfarna daga og eldflaugar, drónar og sprengjur flogið í miklu magni þar yfir, í báðar áttir. Aðrir vígahópar sem studdir eru af klerkastjórninni í Íran, eins og Hezbollah, hafa skotið stýriflaugum og flogið drónum að Ísrael frá Írak. Sjá einnig: Skiptast á eldflaugum í massavís Netanjahú sagði að ekkert ríki gæti sætt sig við stöðugar eldflaugaárásir á íbúa sína og það gerði Ísrael ekki heldur. „Ef Hezbollah hefur ekki enn skilið skilaboðin, lofa ég ykkur því að þeir munu skilja þau,“ sagði Netanjahú í ávarpi sem hann birti í dag. No country can accept the wanton rocketing of its cities. We can't accept it either. pic.twitter.com/Gkw8ruxFsc— Benjamin Netanyahu - בנימין נתניהו (@netanyahu) September 22, 2024 Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að aðgerðum gegn Hezbollah verði ekki hætt fyrr en áðurnefndir íbúar geti snúið aftur heim. „Við munum gera allt sem er nauðsynlegt til að ná því markmiði.“ Tilbúnir í stríð Óttast er að stigmögnunin milli Ísraela og Hezbollah muni leiða til allsherjar stríðs þar á milli. Hryðjuverkasamtökin eru skipuð þúsundum vígamanna sem hafa hafa margir hverjir mikla reynslu af átökum í Sýrlandi og eru sagðir vel þjálfaðir. Þá eru samtökin einnig talin sitja á allt að 150 þúsund eldflaugum af ýmsum gerðum, auk dróna og annarra hergagna. AP fréttaveitan hefur eftir þingmanni Hezbollah að samtökin séu tilbúin fyrir mögulegt stríð við Ísrael, þó Ísraelar hafi valdið samtökunum þung högg á undanförnum dögum. Sjá einnig: Felldu marga leiðtoga Hezbollah í einni árás Þingmaðurinn sagði einnig að Ísraelum myndi aldrei takast að snúa aftur til síns heima í Norður-Ísrael. Hezbollah byggi yfir miklum mannafla og hergögnum sem gerðu samtökunum kleift að bregðast við mannfalli og fjölbreyttum aðstæðum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Íran Tengdar fréttir Konur og börn meðal látinna þegar Hezbollah-leiðtoga var ráðinn bani Líbönsk yfirvöld segja þrjú börn og sjö konur hafa verið meðal þeirra 37 sem féllu í ísraelskri loftárás á Beirútborg sem dró einn æðsta leiðtoga Hezbollah til bana í gær. 21. september 2024 23:24 Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. 20. september 2024 21:08 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Þann 8. október byrjuðu Hezbollah-liðar að skjóta eldflaugum að Ísrael og hafa Ísraelar svarað þeim. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín beggja vegna við landamærin. Spennan á landamærum Ísraels og Líbanon hefur þó verið gífurlega mikil undanfarna daga og eldflaugar, drónar og sprengjur flogið í miklu magni þar yfir, í báðar áttir. Aðrir vígahópar sem studdir eru af klerkastjórninni í Íran, eins og Hezbollah, hafa skotið stýriflaugum og flogið drónum að Ísrael frá Írak. Sjá einnig: Skiptast á eldflaugum í massavís Netanjahú sagði að ekkert ríki gæti sætt sig við stöðugar eldflaugaárásir á íbúa sína og það gerði Ísrael ekki heldur. „Ef Hezbollah hefur ekki enn skilið skilaboðin, lofa ég ykkur því að þeir munu skilja þau,“ sagði Netanjahú í ávarpi sem hann birti í dag. No country can accept the wanton rocketing of its cities. We can't accept it either. pic.twitter.com/Gkw8ruxFsc— Benjamin Netanyahu - בנימין נתניהו (@netanyahu) September 22, 2024 Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að aðgerðum gegn Hezbollah verði ekki hætt fyrr en áðurnefndir íbúar geti snúið aftur heim. „Við munum gera allt sem er nauðsynlegt til að ná því markmiði.“ Tilbúnir í stríð Óttast er að stigmögnunin milli Ísraela og Hezbollah muni leiða til allsherjar stríðs þar á milli. Hryðjuverkasamtökin eru skipuð þúsundum vígamanna sem hafa hafa margir hverjir mikla reynslu af átökum í Sýrlandi og eru sagðir vel þjálfaðir. Þá eru samtökin einnig talin sitja á allt að 150 þúsund eldflaugum af ýmsum gerðum, auk dróna og annarra hergagna. AP fréttaveitan hefur eftir þingmanni Hezbollah að samtökin séu tilbúin fyrir mögulegt stríð við Ísrael, þó Ísraelar hafi valdið samtökunum þung högg á undanförnum dögum. Sjá einnig: Felldu marga leiðtoga Hezbollah í einni árás Þingmaðurinn sagði einnig að Ísraelum myndi aldrei takast að snúa aftur til síns heima í Norður-Ísrael. Hezbollah byggi yfir miklum mannafla og hergögnum sem gerðu samtökunum kleift að bregðast við mannfalli og fjölbreyttum aðstæðum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Íran Tengdar fréttir Konur og börn meðal látinna þegar Hezbollah-leiðtoga var ráðinn bani Líbönsk yfirvöld segja þrjú börn og sjö konur hafa verið meðal þeirra 37 sem féllu í ísraelskri loftárás á Beirútborg sem dró einn æðsta leiðtoga Hezbollah til bana í gær. 21. september 2024 23:24 Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. 20. september 2024 21:08 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Konur og börn meðal látinna þegar Hezbollah-leiðtoga var ráðinn bani Líbönsk yfirvöld segja þrjú börn og sjö konur hafa verið meðal þeirra 37 sem féllu í ísraelskri loftárás á Beirútborg sem dró einn æðsta leiðtoga Hezbollah til bana í gær. 21. september 2024 23:24
Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. 20. september 2024 21:08
Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03