GOGG, GOGG, GOGG og aftur GOGG Guðrún Njálsdóttir skrifar 23. september 2024 17:33 Sveitarfélagið mitt Grímsnes- og Grafningshreppur (GOGG) heldur áfram að halda því fram opinberlega að ég búi ólöglega í GOGG. Þessari fullyrðingu er ég ALLS ekki sammála þar sem lög gera ráð fyrir „að skrásetja skuli alla landsbyggðina“. Þjóðskrá Íslands skráði mig „805 Ótilgreint“ þar sem ég var að flytja í frístundahúsið mitt og minntist ekkert á það að ég yrði með ólöglega búsetu í húsi mínu eftir skráninguna. Svo það sé á hreinu þá er þessi stofnun á vegum íslenska ríkisins en samt fullyrðir sveitarstjóri GOGG að þetta sé ólöglegt. Neðangreindur texti sem vitnað er í birtist í Morgunblaðinu 20. ágúst sl. í grein sem sveitarstjóri GOGG skrifaði og textinn er tilvitnun í sameiginlega ályktun aukaaðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SSS) og hljóðar svo: „Nú hafa sveitarfélög lagst gegn því að leyfa lögheimilsrétt í orlofsbyggð. Hvers vegna? „Sveitarfélögin leggja til að farið verði i breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur sem feli i sér að einstaklingar, sem ekki eru með lögheimili i skráðu íbúðarhúsnæði, verði skráðir með „ótilgreint heimilisfang“ í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi var með tilgreint heimilisfang síðast, en ekki í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi hefur haft þriggja mánaða samfellda dvöl." Fróðlegt væri að vita hversu mörg sveitarfélög í SSS voru með og hversu mörg voru á móti tillögunni þegar hún var borin upp til samþykktar. Með framsetningu þessarar tillögu eru fulltrúar sveitarfélaganna í SSS virkilega að reyna að koma því í gegn að þeir sem ákváðu að flytja úr tilteknu sveitarfélagi í frístundahús að þeir verði skráðir í fyrra sveitarfélag en með annarri skrásetningu „Ótilgreint“? Hver er eiginlega hugsunin bak við þessa tillögu? Það er alls óvíst að ÖLL sveitarfélög landsins (utan SSS) myndu leggjast gegn lögheimilisrétti í frístundabyggð enda mörg reynt og sýnt áhuga á að fá nýja íbúa sem að líkindum leiðir til aukinna tekna sveitarfélagsins. Árið 2005 féll dómur um lögmæti búsetu í frístundahúsabyggð og með þeim úrskurði var viðurkennt að íbúar í frístundabyggð eigi rétt á þjónustu sem útsvars- og skattgreiðendur. En hvað gerðist? Sveitarfélagið uppfyllti ALDREI skyldu sína gagnvart íbúum. Lögheimilislögum var breytt árið 2006 til að koma í veg fyrir að fólk gæti skráð lögheimili sitt í frístundahúsi og þrátt fyrir að greiða þar útsvar og á sama tíma fékk það ekki að nýta þá þjónusta sem sveitarfélagið bauð upp á. Lagabreytingin frá 2006, sem girti fyrir lögheimilisskráningu í frístundabyggð, gengur þvert gegn Hæstaréttardómnum frá 2005 og raunar gegn stjórnarskránni. Einnig er rétt er að geta þess að Ísland hafði þó löngu áður en dómurinn féll undirritað Mannréttindasáttmálann sem kveður á um að heimili þitt er sá staður sem þú sannarlega dvelur á. Nú hefur GOGG verið um langan tíma í broddi fylkingar að vinna að því að útiloka okkur „íbúana“ sína frá hinum sjálfsögðu mannréttindum sem felast í því að geta valið sér sinn eigin næturstað. Við erum skattgreiðendur, því má alls ekki gleyma. Við búum bara ekki í íbúðarhúsi heldur frístundahúsi og greiðum sömu gjöld og aðrir íbúar GOGG en fáum ekki sambærilega þjónustu. Fyrir tveimur árum leitaði GOGG á náðir fyrrverandi innviðaráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar (Framsóknarflokki) sem rauk til og skipaði starfshóp til að fjalla um þessi búsetumál. Hver skyldi nú vera formaður hópsins, jú engin önnur en varaþingmaður Framsóknarflokksins sem svo skemmtilega vill til, að er sveitarstjóri GOGG. Í tæp tvö ár hefur starfshópurinn fjallað um þessi mál en EKKERT heyrst frá hópnum. Við eftirgrennslan um niðurstöðu starfshópsins þá er alltaf sama svarið ”Niðurstöðu að vænta á næstu vikum”. Hvað er það sem GOGG vill ekki? GOGG vill ekki einstaklinga sem búa í frístundahúsi sínu og velja að vera með lögheimili í sveitarfélaginu. GOGG vill ekki veita okkur sömu þjónustu og öðrum útsvarsgreiðendum. GOGG vill ekki fá upplýsingar um raunverulega búsetu 14% íbúa sinna ef upp koma náttúruhamfarir eða önnur vá þar sem bregðast þarf skjótt við. Sveitarstjórn var þó boðið að fá upplýsingar um hvar þeir búi og þess má geta að hér er aðeins verið að nefna þá sem eru með lögheimili en ekki alla þá sem dvelja hér allt árið en eru með lögheimili í öðrum sveitarfélögum GOGG vill ekki leggja í kostnað við að þjónusta íbúa frístundabyggða en samt þiggja þeir útsvar og full fasteignagjöld. Frístundahúsaeigendur standa undir stórum hluta tekna sveitarfélagsins. Gæti verið að GOGG vilji EKKI að við nýtum kosningaréttinn sem við fengum við „805 ótilgreint“. GOGG er fámennt sveitarfélag og mörgum virðist sem í sveitarstjórn sitji fólk sem hræðist okkur „íbúana“ í kosningum. Að lokum vil ég biðja íbúa GOGG að setja sig í okkar spor og velta því fyrir sér hvort við séum einhver ógn við okkar fallega GOGG. Við viljum njóta mannréttinda eins og aðrir íbúar GOGG, vera viðurkennd þar sem við sannarlega búum og standa ykkur löglegu íbúunum jafnfætis sem manneskjur í þessu samhengi. Guðrún Njálsdóttir, óstaðsett í hús í Grímsnes- og Grafningshreppi og stjórnarkona í Búsetafrelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið mitt Grímsnes- og Grafningshreppur (GOGG) heldur áfram að halda því fram opinberlega að ég búi ólöglega í GOGG. Þessari fullyrðingu er ég ALLS ekki sammála þar sem lög gera ráð fyrir „að skrásetja skuli alla landsbyggðina“. Þjóðskrá Íslands skráði mig „805 Ótilgreint“ þar sem ég var að flytja í frístundahúsið mitt og minntist ekkert á það að ég yrði með ólöglega búsetu í húsi mínu eftir skráninguna. Svo það sé á hreinu þá er þessi stofnun á vegum íslenska ríkisins en samt fullyrðir sveitarstjóri GOGG að þetta sé ólöglegt. Neðangreindur texti sem vitnað er í birtist í Morgunblaðinu 20. ágúst sl. í grein sem sveitarstjóri GOGG skrifaði og textinn er tilvitnun í sameiginlega ályktun aukaaðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SSS) og hljóðar svo: „Nú hafa sveitarfélög lagst gegn því að leyfa lögheimilsrétt í orlofsbyggð. Hvers vegna? „Sveitarfélögin leggja til að farið verði i breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur sem feli i sér að einstaklingar, sem ekki eru með lögheimili i skráðu íbúðarhúsnæði, verði skráðir með „ótilgreint heimilisfang“ í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi var með tilgreint heimilisfang síðast, en ekki í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi hefur haft þriggja mánaða samfellda dvöl." Fróðlegt væri að vita hversu mörg sveitarfélög í SSS voru með og hversu mörg voru á móti tillögunni þegar hún var borin upp til samþykktar. Með framsetningu þessarar tillögu eru fulltrúar sveitarfélaganna í SSS virkilega að reyna að koma því í gegn að þeir sem ákváðu að flytja úr tilteknu sveitarfélagi í frístundahús að þeir verði skráðir í fyrra sveitarfélag en með annarri skrásetningu „Ótilgreint“? Hver er eiginlega hugsunin bak við þessa tillögu? Það er alls óvíst að ÖLL sveitarfélög landsins (utan SSS) myndu leggjast gegn lögheimilisrétti í frístundabyggð enda mörg reynt og sýnt áhuga á að fá nýja íbúa sem að líkindum leiðir til aukinna tekna sveitarfélagsins. Árið 2005 féll dómur um lögmæti búsetu í frístundahúsabyggð og með þeim úrskurði var viðurkennt að íbúar í frístundabyggð eigi rétt á þjónustu sem útsvars- og skattgreiðendur. En hvað gerðist? Sveitarfélagið uppfyllti ALDREI skyldu sína gagnvart íbúum. Lögheimilislögum var breytt árið 2006 til að koma í veg fyrir að fólk gæti skráð lögheimili sitt í frístundahúsi og þrátt fyrir að greiða þar útsvar og á sama tíma fékk það ekki að nýta þá þjónusta sem sveitarfélagið bauð upp á. Lagabreytingin frá 2006, sem girti fyrir lögheimilisskráningu í frístundabyggð, gengur þvert gegn Hæstaréttardómnum frá 2005 og raunar gegn stjórnarskránni. Einnig er rétt er að geta þess að Ísland hafði þó löngu áður en dómurinn féll undirritað Mannréttindasáttmálann sem kveður á um að heimili þitt er sá staður sem þú sannarlega dvelur á. Nú hefur GOGG verið um langan tíma í broddi fylkingar að vinna að því að útiloka okkur „íbúana“ sína frá hinum sjálfsögðu mannréttindum sem felast í því að geta valið sér sinn eigin næturstað. Við erum skattgreiðendur, því má alls ekki gleyma. Við búum bara ekki í íbúðarhúsi heldur frístundahúsi og greiðum sömu gjöld og aðrir íbúar GOGG en fáum ekki sambærilega þjónustu. Fyrir tveimur árum leitaði GOGG á náðir fyrrverandi innviðaráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar (Framsóknarflokki) sem rauk til og skipaði starfshóp til að fjalla um þessi búsetumál. Hver skyldi nú vera formaður hópsins, jú engin önnur en varaþingmaður Framsóknarflokksins sem svo skemmtilega vill til, að er sveitarstjóri GOGG. Í tæp tvö ár hefur starfshópurinn fjallað um þessi mál en EKKERT heyrst frá hópnum. Við eftirgrennslan um niðurstöðu starfshópsins þá er alltaf sama svarið ”Niðurstöðu að vænta á næstu vikum”. Hvað er það sem GOGG vill ekki? GOGG vill ekki einstaklinga sem búa í frístundahúsi sínu og velja að vera með lögheimili í sveitarfélaginu. GOGG vill ekki veita okkur sömu þjónustu og öðrum útsvarsgreiðendum. GOGG vill ekki fá upplýsingar um raunverulega búsetu 14% íbúa sinna ef upp koma náttúruhamfarir eða önnur vá þar sem bregðast þarf skjótt við. Sveitarstjórn var þó boðið að fá upplýsingar um hvar þeir búi og þess má geta að hér er aðeins verið að nefna þá sem eru með lögheimili en ekki alla þá sem dvelja hér allt árið en eru með lögheimili í öðrum sveitarfélögum GOGG vill ekki leggja í kostnað við að þjónusta íbúa frístundabyggða en samt þiggja þeir útsvar og full fasteignagjöld. Frístundahúsaeigendur standa undir stórum hluta tekna sveitarfélagsins. Gæti verið að GOGG vilji EKKI að við nýtum kosningaréttinn sem við fengum við „805 ótilgreint“. GOGG er fámennt sveitarfélag og mörgum virðist sem í sveitarstjórn sitji fólk sem hræðist okkur „íbúana“ í kosningum. Að lokum vil ég biðja íbúa GOGG að setja sig í okkar spor og velta því fyrir sér hvort við séum einhver ógn við okkar fallega GOGG. Við viljum njóta mannréttinda eins og aðrir íbúar GOGG, vera viðurkennd þar sem við sannarlega búum og standa ykkur löglegu íbúunum jafnfætis sem manneskjur í þessu samhengi. Guðrún Njálsdóttir, óstaðsett í hús í Grímsnes- og Grafningshreppi og stjórnarkona í Búsetafrelsi.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar