Eins og þú kallar í skóginn….. – við þurfum að þora að ræða viðkvæmu málin Björn Bjarki Þorsteinsson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir skrifa 23. september 2024 20:02 Síðustu vikur hefur líðan ungmenna og birtingarmyndir að því er virðist mikillar vanlíðunar ákveðinna hópa þeirra verið mikið í umræðunni í kjölfar skelfilegra atburða. Þjóðin er í áfalli yfir þeim atburðum og hugur okkar er hjá aðstandendum þeirra sem í hlut eiga. Eðlilega fer af stað umræða um hvað hafi farið úrskeiðis hjá okkur sem þjóð og settir eru af stað átakshópar til að bregðast við stöðunni. Er það vel því unga fólkið er fjöregg þjóðarinnar og mikilvægt að hlúa að þeim og grípa þau sem á aðstoð þurfa að halda. Undanfarin misseri hafa átt sér stað verulegar kerfisbreytingar í meðferð málefna barna með innleiðingu farsældarlaga sem hafa einmitt það að markmiði, þ.e. að grípa þá hópa barna sem hafa siglt milli skers og báru í kerfinu og samþætta nálgun við meðferð mála til að grípa börnin sem þurfa aðstoð. Þau sem þetta skrifa hafa séð jákvæð áhrif þeirra breytinga á ýmsum sviðum í þjónustu við börn og víða um land er sömu sögu að segja. Atburðir síðustu vikna og mánaða hafa þó berlega leitt í ljós að betur má ef duga skal. Einn er sá hópur barna sem afar brýnt er að huga betur að en það eru börn með fjölþættan vanda sem þurfa flókna og mjög kostnaðarsama þjónustu – sem í flestum tilfellum er þeim lífsnauðsynleg. Þörf á meðferð við slíkum vanda hefur aukist undanfarin ár og vera má að bætt þjónusta við börn með innleiðingu farsældarlaganna geri það að verkum að við verðum nú meira vör við þennan hóp barna. Í dag eru úrræði fyrir þennan stækkandi hóp barna okkar mjög takmörkuð og að mestu rekin af einkaaðilum. Sem slík eru þau afar kostnaðarsöm og hefur kostnaðurinn sem af þeim hlýst að lang mestu leyti fallið á sveitarfélögin, þrátt fyrir að verkefnið sé á forræði ríkisins samkvæmt lögum. Sveitarfélögin hafa auðvitað axlað þá ábyrgð að standa straum af kostnaði enda vill enginn setja krónur og aura á vogarskálarnar þegar um er að ræða velferð barna og oft á tíðum lífsnauðsynleg úrræði fyrir bæði börnin og fjölskyldur þeirra. Hins vegar verður að horfast í augu við þá staðreynd að tilfelli sem þessi geta sett rekstur jafnvel stærstu sveitarfélaga á hliðina. Hér verður ríkið að stíga mun fastar inn og bæði tryggja og kosta viðhlítandi úrræði. Birtingarmyndir úrræðaleysis í meðferð barna með fjölþættan vanda eru fjölmargar. Vanlíðan barnanna sjálfra, erfiðleikar í námi, félagsleg einangrun, álag á fjölskyldur, aukin hætta á því að börn leiðist út af brautinni svo sem í fíkniefnaneyslu og afbrot svo fátt eitt sé talið. Það má velta fyrir sér hvort ein birtingamyndanna sé þáttur í þeirri aukningu sem við erum að sjá á ofbeldi meðal barna? Eins og þú kallar í skóginn færðu svar segir máltækið. Hvernig við byggjum kerfin okkar upp hefur áhrif á hvernig okkur tekst að búa ungmennunum okkar umhverfi til að þau megi vaxa og dafna. Kerfið hefur verið of seint í að bregðast við auknum fjölda barna með fjölþættan vanda sem hefur margvísleg vandamál í för með sér. Við þurfum öll að leggjast á eitt til að bregðast við vandanum og þar leikur hið opinbera lykilhlutverk í allra erfiðustu tilfellunum. Við getum ekki ætlast til þess að leysa vandamál án úrræða og án nauðsynlegs fjármagns til að reka þau úrræði og þess vegna þurfum við að þora að ræða viðkvæmu málin, líka stöðu barna með fjölþættan vanda. Við skuldum börnunum okkar að gera betur. Höfundar eru sveitarstjórar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Húnaþing vestra Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Fíkn Heilbrigðismál Barnavernd Björn Bjarki Þorsteinsson Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur líðan ungmenna og birtingarmyndir að því er virðist mikillar vanlíðunar ákveðinna hópa þeirra verið mikið í umræðunni í kjölfar skelfilegra atburða. Þjóðin er í áfalli yfir þeim atburðum og hugur okkar er hjá aðstandendum þeirra sem í hlut eiga. Eðlilega fer af stað umræða um hvað hafi farið úrskeiðis hjá okkur sem þjóð og settir eru af stað átakshópar til að bregðast við stöðunni. Er það vel því unga fólkið er fjöregg þjóðarinnar og mikilvægt að hlúa að þeim og grípa þau sem á aðstoð þurfa að halda. Undanfarin misseri hafa átt sér stað verulegar kerfisbreytingar í meðferð málefna barna með innleiðingu farsældarlaga sem hafa einmitt það að markmiði, þ.e. að grípa þá hópa barna sem hafa siglt milli skers og báru í kerfinu og samþætta nálgun við meðferð mála til að grípa börnin sem þurfa aðstoð. Þau sem þetta skrifa hafa séð jákvæð áhrif þeirra breytinga á ýmsum sviðum í þjónustu við börn og víða um land er sömu sögu að segja. Atburðir síðustu vikna og mánaða hafa þó berlega leitt í ljós að betur má ef duga skal. Einn er sá hópur barna sem afar brýnt er að huga betur að en það eru börn með fjölþættan vanda sem þurfa flókna og mjög kostnaðarsama þjónustu – sem í flestum tilfellum er þeim lífsnauðsynleg. Þörf á meðferð við slíkum vanda hefur aukist undanfarin ár og vera má að bætt þjónusta við börn með innleiðingu farsældarlaganna geri það að verkum að við verðum nú meira vör við þennan hóp barna. Í dag eru úrræði fyrir þennan stækkandi hóp barna okkar mjög takmörkuð og að mestu rekin af einkaaðilum. Sem slík eru þau afar kostnaðarsöm og hefur kostnaðurinn sem af þeim hlýst að lang mestu leyti fallið á sveitarfélögin, þrátt fyrir að verkefnið sé á forræði ríkisins samkvæmt lögum. Sveitarfélögin hafa auðvitað axlað þá ábyrgð að standa straum af kostnaði enda vill enginn setja krónur og aura á vogarskálarnar þegar um er að ræða velferð barna og oft á tíðum lífsnauðsynleg úrræði fyrir bæði börnin og fjölskyldur þeirra. Hins vegar verður að horfast í augu við þá staðreynd að tilfelli sem þessi geta sett rekstur jafnvel stærstu sveitarfélaga á hliðina. Hér verður ríkið að stíga mun fastar inn og bæði tryggja og kosta viðhlítandi úrræði. Birtingarmyndir úrræðaleysis í meðferð barna með fjölþættan vanda eru fjölmargar. Vanlíðan barnanna sjálfra, erfiðleikar í námi, félagsleg einangrun, álag á fjölskyldur, aukin hætta á því að börn leiðist út af brautinni svo sem í fíkniefnaneyslu og afbrot svo fátt eitt sé talið. Það má velta fyrir sér hvort ein birtingamyndanna sé þáttur í þeirri aukningu sem við erum að sjá á ofbeldi meðal barna? Eins og þú kallar í skóginn færðu svar segir máltækið. Hvernig við byggjum kerfin okkar upp hefur áhrif á hvernig okkur tekst að búa ungmennunum okkar umhverfi til að þau megi vaxa og dafna. Kerfið hefur verið of seint í að bregðast við auknum fjölda barna með fjölþættan vanda sem hefur margvísleg vandamál í för með sér. Við þurfum öll að leggjast á eitt til að bregðast við vandanum og þar leikur hið opinbera lykilhlutverk í allra erfiðustu tilfellunum. Við getum ekki ætlast til þess að leysa vandamál án úrræða og án nauðsynlegs fjármagns til að reka þau úrræði og þess vegna þurfum við að þora að ræða viðkvæmu málin, líka stöðu barna með fjölþættan vanda. Við skuldum börnunum okkar að gera betur. Höfundar eru sveitarstjórar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar