Nákvæmasta kortið af Vetrarbrautinni til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 12:00 Sýnishorn af stjörnuþokum úr kortinu af Vetrarbrautinni. Kortið er það nákvæmasta af henni í innrauðu ljósi til þessa. Frá vinstri til hægri og að ofan og niður: NGC 3576, Humarsþokan (NGC 6357), Svansþokan (Messier 17), NGC 6188, Messier 22, og NGC 3603. ESO/VVVX survey Fleiri en einn og hálfan milljarð fyrirbæra er að finna á tröllvöxnu korti af Vetrarbrautinni sem hópi stjörnufræðinga tókst að að setja saman. Kortið er það nákvæmasta sinnar tegundar og tók þrettán ár í smíðum. Tíu sinnum fleiri fyrirbæri eru á þessu nýja korti en voru á fyrri útgáfu sem sami hópur birti árið 2013. Til verksins notuðu vísindamennirnir innrauða myndavél VISTA-sjónauka evrópska stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Í innrauðu ljósi gat sjónaukinn skyggnst í gegnum ryk og gas og komið auga á nýfæddar stjörnur og kúluþyrpingar. Hann gat einnig greint dauf fyrirbæri eins og brúna dverga og frjálsar reikistjörnur sem ganga ekki á braut um sólstjörnur, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. Athuganirnar voru gerðar á 420 nóttum yfir þrettán ára tímabil, frá 2010 til fyrri hluta síðasta árs. Þetta er stærsta verkefni sem ráðist hefur verið í með sjónauka ESO. Með því að fylgjast með sama hluta næturhiminsins lengi í einu gátu stjarnfræðingarnir staðsett fyrirbæri en einnig fylgst með hreyfingum þeirra og breytingum á birtu þeirra. Lotubundnar birtubreytingar ákveðinna stjarna gerðu þeim svo kleift að mæla fjarlægðir og skapa þrívíddarkort af innri hluta Vetrarbrautarinnar sem er hulinn ryki frá jörðinni séð. Svansþokan séð í innrauðu ljósi. Hún er stjörnumyndunarsvæði í um 5.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu bogmanninum.ESO/VVVX survey Fleiri en þrjú hundruð vísindagreinar hafa orðið til upp úr athugununum og búast má við því að þær verði mun fleiri eftir því sem vísindamenn plægja í gegnum gögnin sem telja um 500 terabæti. „Við gerðum svo margar uppgötvanir. Við höfum breytt sýn okkar á Vetrarbrautina til frambúðar,“ segir Dante Minniti, stjarneðlisfræðingur við Andrés Bello-háskóla í Síle sem stýrði verkefninu, í tilkynningu frá ESO. Geimurinn Vísindi Chile Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Tíu sinnum fleiri fyrirbæri eru á þessu nýja korti en voru á fyrri útgáfu sem sami hópur birti árið 2013. Til verksins notuðu vísindamennirnir innrauða myndavél VISTA-sjónauka evrópska stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Í innrauðu ljósi gat sjónaukinn skyggnst í gegnum ryk og gas og komið auga á nýfæddar stjörnur og kúluþyrpingar. Hann gat einnig greint dauf fyrirbæri eins og brúna dverga og frjálsar reikistjörnur sem ganga ekki á braut um sólstjörnur, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. Athuganirnar voru gerðar á 420 nóttum yfir þrettán ára tímabil, frá 2010 til fyrri hluta síðasta árs. Þetta er stærsta verkefni sem ráðist hefur verið í með sjónauka ESO. Með því að fylgjast með sama hluta næturhiminsins lengi í einu gátu stjarnfræðingarnir staðsett fyrirbæri en einnig fylgst með hreyfingum þeirra og breytingum á birtu þeirra. Lotubundnar birtubreytingar ákveðinna stjarna gerðu þeim svo kleift að mæla fjarlægðir og skapa þrívíddarkort af innri hluta Vetrarbrautarinnar sem er hulinn ryki frá jörðinni séð. Svansþokan séð í innrauðu ljósi. Hún er stjörnumyndunarsvæði í um 5.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu bogmanninum.ESO/VVVX survey Fleiri en þrjú hundruð vísindagreinar hafa orðið til upp úr athugununum og búast má við því að þær verði mun fleiri eftir því sem vísindamenn plægja í gegnum gögnin sem telja um 500 terabæti. „Við gerðum svo margar uppgötvanir. Við höfum breytt sýn okkar á Vetrarbrautina til frambúðar,“ segir Dante Minniti, stjarneðlisfræðingur við Andrés Bello-háskóla í Síle sem stýrði verkefninu, í tilkynningu frá ESO.
Geimurinn Vísindi Chile Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira