Er Miðflokkurinn fyrir ungt fólk? Anton Sveinn McKee skrifar 26. september 2024 14:01 Viðbrögðin sem stjórnin í Freyfaxa, ungliðahreyfingu Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur fengið eftir stofnfundinn föstudaginn 20. september hafa verið mögnuð og birtingarmynd þess að ungt fólk var að bíða eftir nýjum valkosti fyrir ungliðahreyfingu. Besta svarið við spurningunni sem titill þessarar greinar leggur fram er að spyrja sjálfan sig: Finnst þér núverandi ríkisstjórn vinna fyrir hagsmunum yngri kynslóða og þjóðarinnar? Ég upplifi það ekki og þess vegna tók ég þátt í stofnun Freyfaxa. Framtíðarsýn hreyfingarinnar er Ísland sem land tækifæranna – þar sem allir hafa tækifæri til að blómstra. Þó er ljóst að áskoranirnar sem þjóðin stendur frammi fyrir eru erfiðar. Einstaklingur þarf ekki að vera hagfræðingur til að sjá að verðbólga og hátt húsnæðisverð gera ungu fólki erfitt fyrir að komast inn á markaðinn. Skólakerfið, sem er burðarás framtíðarinnar, þarf umbætur til að mæta alþjóðlegum stöðlum. Borgarar upplifa sig óörugga og fleiri fréttir af skipulögðum glæpasamtökum á Íslandi birtast á miðlum. Stefna í orkumálum, sem er ein af grunnstoðum atvinnustarfsemi á landinu, hefur hægt og rólega verið að sigla í átt að ísjaka og munum við nú horfa fram á glötuð atvinnutækifæri sem verða ekki til vegna yfirvofandi orkuskorts. Það vantar aðhald í ríkisfjármálum sem þýðir að yngri kynslóðir munu þurfa að axla þungar byrðar þeirra ákvarðana sem teknar hafa verið á undanförnum árum. Þrátt fyrir þetta segja stjórnvöld okkur að ofangreind upptalning sé ekki rétt, við séum einfaldlega að upplifa hlutina rangt; Ísland hafi aldrei áður upplifað eins hagvöxt og hér sé best að búa. En ef almenningur finnur ekki fyrir því, hvaða máli skiptir það hvað Excel-skjölin segja? Fyrir hvern er þessi hagvöxtur? Íslenska þjóðin stendur á krossgötum. Til að tryggja áframhaldandi velferð og tækifæri fyrir komandi kynslóðir þarf að nálgast pólitíkina á lausnarmiðaðan hátt og með skynsamari stefnumótun. Miðflokkurinn mun leiða þessa breytingu því undirstöður flokksins eru gildi sem standa með landi og þjóð af skynsemishyggju og skapa vettvang þar sem ungt fólk getur tekið virkan þátt og mótað sína eigin framtíð. Freyfaxi mun vera leiðandi afl í að virkja ungt fólk í Suðvesturkjördæmi til að skapa betra Ísland til frambúðar. Nú er tíminn til að taka af skarið og móta framtíðina saman. Vertu hluti af þessari breytingu og taktu þátt með okkur á Nýliðakvöldi Freyfaxa þann 28. september kl. 20:00 í Hamraborg 1. Áfram Ísland! Höfundur er formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögðin sem stjórnin í Freyfaxa, ungliðahreyfingu Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur fengið eftir stofnfundinn föstudaginn 20. september hafa verið mögnuð og birtingarmynd þess að ungt fólk var að bíða eftir nýjum valkosti fyrir ungliðahreyfingu. Besta svarið við spurningunni sem titill þessarar greinar leggur fram er að spyrja sjálfan sig: Finnst þér núverandi ríkisstjórn vinna fyrir hagsmunum yngri kynslóða og þjóðarinnar? Ég upplifi það ekki og þess vegna tók ég þátt í stofnun Freyfaxa. Framtíðarsýn hreyfingarinnar er Ísland sem land tækifæranna – þar sem allir hafa tækifæri til að blómstra. Þó er ljóst að áskoranirnar sem þjóðin stendur frammi fyrir eru erfiðar. Einstaklingur þarf ekki að vera hagfræðingur til að sjá að verðbólga og hátt húsnæðisverð gera ungu fólki erfitt fyrir að komast inn á markaðinn. Skólakerfið, sem er burðarás framtíðarinnar, þarf umbætur til að mæta alþjóðlegum stöðlum. Borgarar upplifa sig óörugga og fleiri fréttir af skipulögðum glæpasamtökum á Íslandi birtast á miðlum. Stefna í orkumálum, sem er ein af grunnstoðum atvinnustarfsemi á landinu, hefur hægt og rólega verið að sigla í átt að ísjaka og munum við nú horfa fram á glötuð atvinnutækifæri sem verða ekki til vegna yfirvofandi orkuskorts. Það vantar aðhald í ríkisfjármálum sem þýðir að yngri kynslóðir munu þurfa að axla þungar byrðar þeirra ákvarðana sem teknar hafa verið á undanförnum árum. Þrátt fyrir þetta segja stjórnvöld okkur að ofangreind upptalning sé ekki rétt, við séum einfaldlega að upplifa hlutina rangt; Ísland hafi aldrei áður upplifað eins hagvöxt og hér sé best að búa. En ef almenningur finnur ekki fyrir því, hvaða máli skiptir það hvað Excel-skjölin segja? Fyrir hvern er þessi hagvöxtur? Íslenska þjóðin stendur á krossgötum. Til að tryggja áframhaldandi velferð og tækifæri fyrir komandi kynslóðir þarf að nálgast pólitíkina á lausnarmiðaðan hátt og með skynsamari stefnumótun. Miðflokkurinn mun leiða þessa breytingu því undirstöður flokksins eru gildi sem standa með landi og þjóð af skynsemishyggju og skapa vettvang þar sem ungt fólk getur tekið virkan þátt og mótað sína eigin framtíð. Freyfaxi mun vera leiðandi afl í að virkja ungt fólk í Suðvesturkjördæmi til að skapa betra Ísland til frambúðar. Nú er tíminn til að taka af skarið og móta framtíðina saman. Vertu hluti af þessari breytingu og taktu þátt með okkur á Nýliðakvöldi Freyfaxa þann 28. september kl. 20:00 í Hamraborg 1. Áfram Ísland! Höfundur er formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun