Saka rússneskan flugmann um „ófagmannlega“ hegðun Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2024 16:11 Rússnesk orrustuþota af gerðinni Su-35 og Tu-95 sprengjuflugvél er hér í bakgrunni. NORAD Herforingi í flugher Bandaríkjanna segir rússneska flugmenn hafa hagað sér mjög ófagmannlega þegar bandarískir flugmenn flugu að fjórum rússneskum herflugvélum nærri Alasaka. Flugvélarnar fjórar sáust á ratsjám þann 23. september og voru flugmenn sendir til móts við þær. Þá höfðu Rússarnir flogið inn á svokallað varnarsvæði Bandaríkjanna og Kanada, en það er svæði sem liggur fyrir utan formlega lofthelgi en þykir svo nærri lofthelginni að óvinir gætu ógnað öryggi Bandaríkjanna og Kanada. Því eru herþotur sendar til móts við óþekktar flugvélar á þessu svæði. Þegar einni orrustuþotu var flogið í átt að Tupolev Tu-95 sprengjuflugvél, sem kölluð hefur verið „Björn“ í gegn um árin, var rússneskri Su-35 orrustuþotu flogið þar á milli og mjög nærri bandarísku, eða kanadísku, orrustuþotunni, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og myndum. Gregory M. Guillot, herforingi í flugher Bandaríkjanna, sem stýrir vörnum sameiginlegrar lofthelgi Bandaríkjanna og Kanada (NORAD), segir í yfirlýsingu að flugmaður einnar Su-35 herþotu hafa hagað sér með óábyrgum og ófaglegum hætti. Hegðun hans hafi ógnað lífi fólks og eigi hún ekki að sjást hjá flugmönnum í atvinnuherjum. “On Sept 23, 2024, NORAD aircraft flew a safe and disciplined intercept of Russian Military Aircraft in the Alaska ADIZ. The conduct of one Russian Su-35 was unsafe, unprofessional, and endangered all – not what you’d see in a professional air force.” – Gen. Gregory Guillot pic.twitter.com/gXZj3Ndkag— North American Aerospace Defense Command (@NORADCommand) September 30, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem atvik á við þetta á sér stað. Bandaríkjamenn hafa ítrekað sakað kínverska flugmenn um að haga sér ófagmannlega yfir Suður-Kínahafi. Sjá einnig: Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Þá gerðist það tvisvar sinnum yfir Svartahafi í fyrra að rússneskum flugvélum var flogið mjög nærri bandarískum drónum. Í öðru tilvikinnu flaug rússneskur flugmaður á dróna. Bandaríkin Kanada Rússland Hernaður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Þá höfðu Rússarnir flogið inn á svokallað varnarsvæði Bandaríkjanna og Kanada, en það er svæði sem liggur fyrir utan formlega lofthelgi en þykir svo nærri lofthelginni að óvinir gætu ógnað öryggi Bandaríkjanna og Kanada. Því eru herþotur sendar til móts við óþekktar flugvélar á þessu svæði. Þegar einni orrustuþotu var flogið í átt að Tupolev Tu-95 sprengjuflugvél, sem kölluð hefur verið „Björn“ í gegn um árin, var rússneskri Su-35 orrustuþotu flogið þar á milli og mjög nærri bandarísku, eða kanadísku, orrustuþotunni, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og myndum. Gregory M. Guillot, herforingi í flugher Bandaríkjanna, sem stýrir vörnum sameiginlegrar lofthelgi Bandaríkjanna og Kanada (NORAD), segir í yfirlýsingu að flugmaður einnar Su-35 herþotu hafa hagað sér með óábyrgum og ófaglegum hætti. Hegðun hans hafi ógnað lífi fólks og eigi hún ekki að sjást hjá flugmönnum í atvinnuherjum. “On Sept 23, 2024, NORAD aircraft flew a safe and disciplined intercept of Russian Military Aircraft in the Alaska ADIZ. The conduct of one Russian Su-35 was unsafe, unprofessional, and endangered all – not what you’d see in a professional air force.” – Gen. Gregory Guillot pic.twitter.com/gXZj3Ndkag— North American Aerospace Defense Command (@NORADCommand) September 30, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem atvik á við þetta á sér stað. Bandaríkjamenn hafa ítrekað sakað kínverska flugmenn um að haga sér ófagmannlega yfir Suður-Kínahafi. Sjá einnig: Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Þá gerðist það tvisvar sinnum yfir Svartahafi í fyrra að rússneskum flugvélum var flogið mjög nærri bandarískum drónum. Í öðru tilvikinnu flaug rússneskur flugmaður á dróna.
Bandaríkin Kanada Rússland Hernaður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira