Þú breytir öllu Hlíf Steingrímsdóttir skrifar 1. október 2024 07:03 Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. Bleika slaufan á orðið 25 ára langa sögu með þjóðinni, sem hefur fyrir löngu tekið hana upp á sína arma. Bleika slaufan er fyrir allar þær 10.070 konur hér á landi sem hafa fengið krabbamein en fær okkur líka til að minnast þeirra sem við höfum misst. Því miður er það ennþá þannig að krabbamein eru algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla, þó framfarir séu miklar og árangur batni sífellt. Í Bleiku slaufunni er allt samfélagið baðað bleikum ljóma. Krabbameinsfélagið nýtir október til að vekja athygli á ótal þáttum sem tengjast krabbameinum hjá konum með fjölbreyttum skilaboðum. Þar má nefna mikilvægi þátttöku í krabbameinsskimunum, mikilvægi þess að þekkja einkenni krabbameina og leita læknis fljótt, um lífsstíl sem dregur úr krabbameinsáhættu og hvað hægt er að gera til að bæta líðan í og eftir krabbameinsmeðferð. Megináherslan í átakinu í ár er hins vegar á aðstandendur, undir yfirskriftinni „Þú breytir öllu“. Við hjá Krabbameinsfélaginu viljum að enginn þurfi að glíma einsamall við krabbamein. Félagið er sterkur bakhjarl þeirra sem greinast með krabbamein en jafnframt vitum við að enginn kemur í stað náinna aðstandenda eins og ítrekað hefur verið staðfest í rannsóknum. Stuðningur þeirra skiptir öllu máli. Í Bleiku slaufunni í ár þökkum við aðstandendum, sem sjaldnast ætlast til að þeim sé þakkað, gleymast stundum í alvarlegum veikindum en skipta oftar en ekki sköpum. Við viljum vekja athygli á því mikilvæga hlutverki sem aðstandendur gegna en líka þeim áhrifum sem alvarleg veikindi hafa óhjákvæmilega á líf þeirra. Fjölskylda og vinir ganga oft í gegnum erfiða og flókna tíma í kjölfarið, taka á sig aukna ábyrgð og oft á tíðum ný hlutverk um leið og eðlilegt er að upplifa vanmáttarkennd og óöryggi. Í alvarlegum veikindum er eðlilegt að setja þarfir þess sem er veikur í forgang en á sama tíma er mikilvægt að huga að eigin heilsu. Í Bleiku slaufunni gefum við aðstandendum hagnýt ráð og bendum á hvernig hægt er að auðvelda þeim lífið. Við vekjum sömuleiðis athygli á þeirri þjónustu Krabbameinsfélagsins sem býðst aðstandendum jafnt og þeim sem eru veikir. Reyndir sálfræðingar, félagsráðgjafar og hjúkrunarfræðingar veita ókeypis ráðgjöf um leiðir til að að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar, upplýsingar um réttindi, úrræði og þjónustu, fræðslu um viðbrögð, líkamleg og sálræn einkenni, samskipti í veikindum, til dæmis við börn svo eitthvað sé nefnt. Félagið veitir einnig ráðgjöf til vinnustaða sem oft eru lykilaðilar í að létta undir með fólki í veikindum, með auknum sveigjanleika, hvort sem um er að ræða þá sem eru veikir eða aðstandendur. Krabbameinstilvikum mun fjölga mikið hér á landi á næstu árum fyrst og fremst vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar hækkar en líkur á krabbameinum aukast eftir því sem fólk eldist. Til að geta tekist á við það og tryggt bestan árangur varðandi krabbamein þarf að nálgast viðfangsefnið frá öllum hliðum. Með fræðslu og forvörnum, vísindastarfi, ráðgjöf og stuðningi vinnur Krabbameinsfélagið með aðildarfélögum sínum að því að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og að þau sem veikjast lifi lengi og góðu lífi með sínu fólki. Almenningur og fyrirtæki í landinu hafa í 25 ár stutt Krabbameinsfélagið í Bleiku slaufunni. Við treystum áfram á stuðninginn. Með því að kaupa Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í því góða starfi. Þú breytir öllu. Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. Bleika slaufan á orðið 25 ára langa sögu með þjóðinni, sem hefur fyrir löngu tekið hana upp á sína arma. Bleika slaufan er fyrir allar þær 10.070 konur hér á landi sem hafa fengið krabbamein en fær okkur líka til að minnast þeirra sem við höfum misst. Því miður er það ennþá þannig að krabbamein eru algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla, þó framfarir séu miklar og árangur batni sífellt. Í Bleiku slaufunni er allt samfélagið baðað bleikum ljóma. Krabbameinsfélagið nýtir október til að vekja athygli á ótal þáttum sem tengjast krabbameinum hjá konum með fjölbreyttum skilaboðum. Þar má nefna mikilvægi þátttöku í krabbameinsskimunum, mikilvægi þess að þekkja einkenni krabbameina og leita læknis fljótt, um lífsstíl sem dregur úr krabbameinsáhættu og hvað hægt er að gera til að bæta líðan í og eftir krabbameinsmeðferð. Megináherslan í átakinu í ár er hins vegar á aðstandendur, undir yfirskriftinni „Þú breytir öllu“. Við hjá Krabbameinsfélaginu viljum að enginn þurfi að glíma einsamall við krabbamein. Félagið er sterkur bakhjarl þeirra sem greinast með krabbamein en jafnframt vitum við að enginn kemur í stað náinna aðstandenda eins og ítrekað hefur verið staðfest í rannsóknum. Stuðningur þeirra skiptir öllu máli. Í Bleiku slaufunni í ár þökkum við aðstandendum, sem sjaldnast ætlast til að þeim sé þakkað, gleymast stundum í alvarlegum veikindum en skipta oftar en ekki sköpum. Við viljum vekja athygli á því mikilvæga hlutverki sem aðstandendur gegna en líka þeim áhrifum sem alvarleg veikindi hafa óhjákvæmilega á líf þeirra. Fjölskylda og vinir ganga oft í gegnum erfiða og flókna tíma í kjölfarið, taka á sig aukna ábyrgð og oft á tíðum ný hlutverk um leið og eðlilegt er að upplifa vanmáttarkennd og óöryggi. Í alvarlegum veikindum er eðlilegt að setja þarfir þess sem er veikur í forgang en á sama tíma er mikilvægt að huga að eigin heilsu. Í Bleiku slaufunni gefum við aðstandendum hagnýt ráð og bendum á hvernig hægt er að auðvelda þeim lífið. Við vekjum sömuleiðis athygli á þeirri þjónustu Krabbameinsfélagsins sem býðst aðstandendum jafnt og þeim sem eru veikir. Reyndir sálfræðingar, félagsráðgjafar og hjúkrunarfræðingar veita ókeypis ráðgjöf um leiðir til að að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar, upplýsingar um réttindi, úrræði og þjónustu, fræðslu um viðbrögð, líkamleg og sálræn einkenni, samskipti í veikindum, til dæmis við börn svo eitthvað sé nefnt. Félagið veitir einnig ráðgjöf til vinnustaða sem oft eru lykilaðilar í að létta undir með fólki í veikindum, með auknum sveigjanleika, hvort sem um er að ræða þá sem eru veikir eða aðstandendur. Krabbameinstilvikum mun fjölga mikið hér á landi á næstu árum fyrst og fremst vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar hækkar en líkur á krabbameinum aukast eftir því sem fólk eldist. Til að geta tekist á við það og tryggt bestan árangur varðandi krabbamein þarf að nálgast viðfangsefnið frá öllum hliðum. Með fræðslu og forvörnum, vísindastarfi, ráðgjöf og stuðningi vinnur Krabbameinsfélagið með aðildarfélögum sínum að því að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og að þau sem veikjast lifi lengi og góðu lífi með sínu fólki. Almenningur og fyrirtæki í landinu hafa í 25 ár stutt Krabbameinsfélagið í Bleiku slaufunni. Við treystum áfram á stuðninginn. Með því að kaupa Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í því góða starfi. Þú breytir öllu. Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Íslands.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun