Af hverju erum við að þessu? Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifar 4. október 2024 07:31 Það liggur lítill vafi á að mikilvægustu menntastofnanir landsins eru leikskólarnir. Þar er kennt að hafa samkennd, auðmýkt, skilning, virðingu fyrir öðru fólki og vinna saman. Þetta veitir mikilvægan grunn að seinni lexíum um lýðræði og mannréttindi. En hvaða gagn gerir það? Af hverju erum við að birta þennan texta? Hví fylgjum við ekki ráðum félagsmiðstöðvarstarfsmannsins úr Fóstbræðrum og “höldum bara fokking kjafti?” Í aðalnámskrá framhaldsskóla er lagt jafn mikið upp úr getu nemenda til þess að taka þátt í lýðræðissamfélagi og atvinnulífinu. Ef þátttaka í samfélaginu er jafn mikilvæg og þátttaka í atvinnulífinu, má ætla að skortur á þátttöku í einu sé jafn skaðandi og í hinu. Hvernig væri ef atvinnuþátttaka ungs fólks myndi byggjast á einum tveimur krökkum í hverjum bekk? Sjáum við ekki með eigin augum hversu ömurlegt er, þegar ungt fólk ber takmarkaðan skilning á samfélaginu í kringum sig? Undanfarið hafa vinsældir viðskiptafræði, nýsköpunar, sprotafyrirtækja og fjármálalæsis aukist allverulega í menntastofnunum, en áhugi á hinu er því miður enn fremur aðstæðubundinn. Það má rifja upp að þegar loftslagsverkfall ungmenna átti sér stað, reyndu sumir skólar að halda nemendum frá þáttöku, t.d. með pizzapartíum eða hótunum um að veita fjarvist. Hvaða lexíu draga krakkar frá svoleiðis framkomu? Við erum ekki að dæma kennara, þetta er frekar dæmi um hugarfarsskekkju stjórnvalda en starfsmanna á plani. Við höfum í sama ranni komist að því undanfarið ár, að háskólar á Íslandi vilja ekki taka afstöðu gegn Ísrael og hafa raunar sýnt sterkari afstöðu gegn okkur, Stúdentaráði, Landssamtökum íslenskra stúdenta, Háskólafólki fyrir Palestínu og nemendum, bæði héðan og frá Palestínu, en gegn þjóðarmorði og hryðjuverkum Ísraelskra yfirvalda. Titill pistilsins er “af hverju erum við að þessu?” þ.e. að taka þátt í félagastarfi sem styggir skólastjórn, tekur tíma frá námi og skerðir jafnvel atvinnumöguleika í farmtíðnni? Jú, við viljum að allar stofnanir geri sitt til þess að fordæma og vinna gegn öllum mögulegum glæpum gegn mannkyni. Við teljum þetta vera ákveðna lágmarkskröfu sem flestallir ættu að skilja og bera virðingu fyrir. Ergo eiga háskólar á Íslandi eiga ekki að vera meðvirkir vargríkjum. Áhrifin sem hlytust af tengslaslitum við Ísraelska háskóla yrðu líklega meiri en við búumst við, því oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og sú ákvörðun myndi vafalaust hafa áhrif t.d. aðrar menntastofnanir í norrænu ríkjunum eða evrópu, sem eru núþegar undir pressu systurfélaga okkar ytra. Við erum að þessu, því í hinum allrabesta heimi, þyrftum við ekki að vera að þessu, eða í það minnsta væri jafn mikil virðing borin fyrir mannréttindum á borði og í orði. Höfundur er Kjartan Sveinn Guðmundsson og skrifar f.h Stúdenta fyrir Palestínu við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Það liggur lítill vafi á að mikilvægustu menntastofnanir landsins eru leikskólarnir. Þar er kennt að hafa samkennd, auðmýkt, skilning, virðingu fyrir öðru fólki og vinna saman. Þetta veitir mikilvægan grunn að seinni lexíum um lýðræði og mannréttindi. En hvaða gagn gerir það? Af hverju erum við að birta þennan texta? Hví fylgjum við ekki ráðum félagsmiðstöðvarstarfsmannsins úr Fóstbræðrum og “höldum bara fokking kjafti?” Í aðalnámskrá framhaldsskóla er lagt jafn mikið upp úr getu nemenda til þess að taka þátt í lýðræðissamfélagi og atvinnulífinu. Ef þátttaka í samfélaginu er jafn mikilvæg og þátttaka í atvinnulífinu, má ætla að skortur á þátttöku í einu sé jafn skaðandi og í hinu. Hvernig væri ef atvinnuþátttaka ungs fólks myndi byggjast á einum tveimur krökkum í hverjum bekk? Sjáum við ekki með eigin augum hversu ömurlegt er, þegar ungt fólk ber takmarkaðan skilning á samfélaginu í kringum sig? Undanfarið hafa vinsældir viðskiptafræði, nýsköpunar, sprotafyrirtækja og fjármálalæsis aukist allverulega í menntastofnunum, en áhugi á hinu er því miður enn fremur aðstæðubundinn. Það má rifja upp að þegar loftslagsverkfall ungmenna átti sér stað, reyndu sumir skólar að halda nemendum frá þáttöku, t.d. með pizzapartíum eða hótunum um að veita fjarvist. Hvaða lexíu draga krakkar frá svoleiðis framkomu? Við erum ekki að dæma kennara, þetta er frekar dæmi um hugarfarsskekkju stjórnvalda en starfsmanna á plani. Við höfum í sama ranni komist að því undanfarið ár, að háskólar á Íslandi vilja ekki taka afstöðu gegn Ísrael og hafa raunar sýnt sterkari afstöðu gegn okkur, Stúdentaráði, Landssamtökum íslenskra stúdenta, Háskólafólki fyrir Palestínu og nemendum, bæði héðan og frá Palestínu, en gegn þjóðarmorði og hryðjuverkum Ísraelskra yfirvalda. Titill pistilsins er “af hverju erum við að þessu?” þ.e. að taka þátt í félagastarfi sem styggir skólastjórn, tekur tíma frá námi og skerðir jafnvel atvinnumöguleika í farmtíðnni? Jú, við viljum að allar stofnanir geri sitt til þess að fordæma og vinna gegn öllum mögulegum glæpum gegn mannkyni. Við teljum þetta vera ákveðna lágmarkskröfu sem flestallir ættu að skilja og bera virðingu fyrir. Ergo eiga háskólar á Íslandi eiga ekki að vera meðvirkir vargríkjum. Áhrifin sem hlytust af tengslaslitum við Ísraelska háskóla yrðu líklega meiri en við búumst við, því oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og sú ákvörðun myndi vafalaust hafa áhrif t.d. aðrar menntastofnanir í norrænu ríkjunum eða evrópu, sem eru núþegar undir pressu systurfélaga okkar ytra. Við erum að þessu, því í hinum allrabesta heimi, þyrftum við ekki að vera að þessu, eða í það minnsta væri jafn mikil virðing borin fyrir mannréttindum á borði og í orði. Höfundur er Kjartan Sveinn Guðmundsson og skrifar f.h Stúdenta fyrir Palestínu við Háskóla Íslands.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun