Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. október 2024 15:02 Aðalsteinn Arnarson er skurðlæknir á Klíníkinni. Hann aðstoðar fólk sem glímir við efnaskiptavanda og framkvæmir meðal annars efnaskiptaaðgerðir. vísir/kompás Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. Í Kompás sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöld var fjallað um sprengingu í ásókn þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Rætt var við lækna um þeirra skoðun á lyfjunum og konu sem hefur sprautað sig með þeim í von um að léttast. Finnst frjálslega farið með lyfin Hvaða læknir sem er má ávísa lyfjunum og óttast Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir að aðgengi að þeim sé of auðvelt og að margir séu á lyfjunum sem eigi ekki að vera á þeim. Aðalsteinn Arnarson, skurðlæknir á Klíníkinni, segir skynsamlegt að settar verði vinnureglur um ávísun lyfjanna. „Ég held að á meðan að lyfin eru ný og meðan okkur skortir langtíma rannsóknir til að sjá hvert öryggi lyfjanna er varðandi alvarlega fylgikvilla þá held ég að það sé mjög skynsamlegt að búa til einhvers konar vinnureglur eða ramma varðandi hvenær þessi meðferð er ráðlögð og hvenær ekki.“ Vonast til að lyfjaflokkurinn sé kominn til að vera Ýmsar rannsóknir eru til um lyfin sem séu þó ný og segir Aðalsteinn skorta langtímarannsóknir á áhrifum þeirra. „Við höfum alveg séð önnur lyf koma og fara. Og það hefur snúist annað hvort um skort á virkni eða hreinlega alvarlegar aukaverkanir. Þau lyf voru kannski á markaði í tíu ár áður en fólk fór að skilja að það væru aukaverkanir þarna. Vonandi er þetta nýr lyfjaflokkur sem er öruggari og minni aukaverkanir en það breytir ekki því að við erum enn í einhvers konar tilraunarfasa þar sem það mun taka nokkur ár í viðbót áður en við fáum góðan skilning á bæði langtímaávinningi og líka mögulegum aukaverkunum.“ Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Lyf Tengdar fréttir Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Í Kompás sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöld var fjallað um sprengingu í ásókn þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Rætt var við lækna um þeirra skoðun á lyfjunum og konu sem hefur sprautað sig með þeim í von um að léttast. Finnst frjálslega farið með lyfin Hvaða læknir sem er má ávísa lyfjunum og óttast Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir að aðgengi að þeim sé of auðvelt og að margir séu á lyfjunum sem eigi ekki að vera á þeim. Aðalsteinn Arnarson, skurðlæknir á Klíníkinni, segir skynsamlegt að settar verði vinnureglur um ávísun lyfjanna. „Ég held að á meðan að lyfin eru ný og meðan okkur skortir langtíma rannsóknir til að sjá hvert öryggi lyfjanna er varðandi alvarlega fylgikvilla þá held ég að það sé mjög skynsamlegt að búa til einhvers konar vinnureglur eða ramma varðandi hvenær þessi meðferð er ráðlögð og hvenær ekki.“ Vonast til að lyfjaflokkurinn sé kominn til að vera Ýmsar rannsóknir eru til um lyfin sem séu þó ný og segir Aðalsteinn skorta langtímarannsóknir á áhrifum þeirra. „Við höfum alveg séð önnur lyf koma og fara. Og það hefur snúist annað hvort um skort á virkni eða hreinlega alvarlegar aukaverkanir. Þau lyf voru kannski á markaði í tíu ár áður en fólk fór að skilja að það væru aukaverkanir þarna. Vonandi er þetta nýr lyfjaflokkur sem er öruggari og minni aukaverkanir en það breytir ekki því að við erum enn í einhvers konar tilraunarfasa þar sem það mun taka nokkur ár í viðbót áður en við fáum góðan skilning á bæði langtímaávinningi og líka mögulegum aukaverkunum.“
Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Lyf Tengdar fréttir Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02