Gefum okkur 5 mínútur á dag til að rækta félagsleg tengsl Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 10. október 2024 09:01 Í dag, 10. október er alþjóða geðheilbrigðisdagurinn. Þema dagsins er geðheilsa og vellíðan á vinnustöðum og í þessari grein ætla ég að fjalla sérstaklega um félagsleg tengsl. Í heimi þar sem stafrænir skjáir eru yfirráðandi í daglegu lífi okkar og hraðinn í samfélaginu er mikill verður oft lítill tími fyrir nærandi félagsleg tengsl, augliti til auglitis. Manneskjur eru félagslegsverur í eðli sínu. Þó tæknin hafi gjörbylt öllum samskiptum og auðveldað okkur að vera í sambandi við aðra, ná slík samskipti ekki að uppfylla meðfædda þörf fyrir persónulega tengingu. Rannsóknir sýna að gefandi sambönd og félagsleg tengsl eru ekki bara nauðsynleg fyrir lífsánægju heldur einnig fyrir andlega og líkamlega heilsu. Grunnþörf mannsins Þörfin fyrir að tengjast öðrum er ein af grunnþörfum mannsins sem á sér djúpar rætur í þróunarsögu okkar. Fyrir forfeðrum okkar gáfu félagsleg tengsl vernd gegn rándýrum, aðgang að auðlindum og tækifæri til að miðla þekkingu. Félagsleg tengsl skiptu sköpum til að lifa af og þessi þörf fyrir tengsl hefur fylgt okkur í gegnum kynslóðir. Hinn þögli faraldur Þörf fyrir sterk félagsleg tengsl er ef til vill aldrei mikilvægari en einmitt nú. Þrátt fyrir að búa í heimi þar sem við erum sítengd, segja margir í dag að þeir séu meira einmana en nokkru sinni fyrr. Þversögn stafrænu aldarinnar er sú að þó hún hafi auðveldað samskipti, hefur hún einnig ýtt undir yfirborðsleg samskipti. Samfélagsmiðlar geta til dæmis skapað falska tilfinningu um tengsl, þar sem fjöldi þeirra sem líka við eða fylgja viðkomandi verður mælikvarði á félagsauð. Það sem vantar hins vegar í þessi samskipti er sú dýpt og nánd sem skapast þegar við hittumst augliti til auglitis. Hlutverk samfélagsins í vellíðan borgaranna Samfélög skapa náttúrulegt rými fyrir félagsleg tengsl. Hvort sem það er í gegnum hverfi, trúfélög, vinnustaði eða félagslega hópa, bjóða samfélög upp á tækifæri fyrir einstaklinga til að eiga samskipti, mynda tengsl, vera þátttakendur og tilheyra í samfélaginu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að einstaklingar sem eru virkir í samfélögum sínum búa við betri geðheilsu, vellíðan og hamingju. Sterk samfélagstilfinning getur dregið úr einmanaleika og aukið hamingju. Að vera hluti af samfélagi skapar tækifæri fyrir einstaklinga til að deila sameiginlegri reynslu, styðja hvert annað og þróa tilfinningu um að tilheyra. Jafnframt eykur það almenna vellíðan og hamingju sem og seiglu gegn streituvöldum lífsins. Jákvæð tengsl á vinnustöðum Á vinnustöðum geta félagsleg tengsl og stuðningur starfsmanna bætt starfsandann verulega, dregið úr kulnun og aukið starfsánægju. Fólk eyðir töluverðum hluta ævinnar í vinnunni og því skiptir sköpum fyrir almenna vellíðan að byggja upp jákvæð tengsl í þessu umhverfi. Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum í dag minnum við á „Fimm leiðir að vellíðan“: Myndum tengsl, verum virk, tökum eftir, höldum áfram að læra og gefum af okkur. Við viljum einnig taka undir með forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur sem hvetur okkur til að vera riddarar kærleikans. Horfumst í augu og tökum utan um hvort annað. Gefum af okkur og leggjum þannig okkar af mörkum við að skapa gott og kærleiksríkt samfélag. Að lokum skorum við á alla til að gefa sér að minnsta kosti 5 mínútur í dag til að rækta félagsleg tengsl. Höfundur er sviðstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Í dag, 10. október er alþjóða geðheilbrigðisdagurinn. Þema dagsins er geðheilsa og vellíðan á vinnustöðum og í þessari grein ætla ég að fjalla sérstaklega um félagsleg tengsl. Í heimi þar sem stafrænir skjáir eru yfirráðandi í daglegu lífi okkar og hraðinn í samfélaginu er mikill verður oft lítill tími fyrir nærandi félagsleg tengsl, augliti til auglitis. Manneskjur eru félagslegsverur í eðli sínu. Þó tæknin hafi gjörbylt öllum samskiptum og auðveldað okkur að vera í sambandi við aðra, ná slík samskipti ekki að uppfylla meðfædda þörf fyrir persónulega tengingu. Rannsóknir sýna að gefandi sambönd og félagsleg tengsl eru ekki bara nauðsynleg fyrir lífsánægju heldur einnig fyrir andlega og líkamlega heilsu. Grunnþörf mannsins Þörfin fyrir að tengjast öðrum er ein af grunnþörfum mannsins sem á sér djúpar rætur í þróunarsögu okkar. Fyrir forfeðrum okkar gáfu félagsleg tengsl vernd gegn rándýrum, aðgang að auðlindum og tækifæri til að miðla þekkingu. Félagsleg tengsl skiptu sköpum til að lifa af og þessi þörf fyrir tengsl hefur fylgt okkur í gegnum kynslóðir. Hinn þögli faraldur Þörf fyrir sterk félagsleg tengsl er ef til vill aldrei mikilvægari en einmitt nú. Þrátt fyrir að búa í heimi þar sem við erum sítengd, segja margir í dag að þeir séu meira einmana en nokkru sinni fyrr. Þversögn stafrænu aldarinnar er sú að þó hún hafi auðveldað samskipti, hefur hún einnig ýtt undir yfirborðsleg samskipti. Samfélagsmiðlar geta til dæmis skapað falska tilfinningu um tengsl, þar sem fjöldi þeirra sem líka við eða fylgja viðkomandi verður mælikvarði á félagsauð. Það sem vantar hins vegar í þessi samskipti er sú dýpt og nánd sem skapast þegar við hittumst augliti til auglitis. Hlutverk samfélagsins í vellíðan borgaranna Samfélög skapa náttúrulegt rými fyrir félagsleg tengsl. Hvort sem það er í gegnum hverfi, trúfélög, vinnustaði eða félagslega hópa, bjóða samfélög upp á tækifæri fyrir einstaklinga til að eiga samskipti, mynda tengsl, vera þátttakendur og tilheyra í samfélaginu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að einstaklingar sem eru virkir í samfélögum sínum búa við betri geðheilsu, vellíðan og hamingju. Sterk samfélagstilfinning getur dregið úr einmanaleika og aukið hamingju. Að vera hluti af samfélagi skapar tækifæri fyrir einstaklinga til að deila sameiginlegri reynslu, styðja hvert annað og þróa tilfinningu um að tilheyra. Jafnframt eykur það almenna vellíðan og hamingju sem og seiglu gegn streituvöldum lífsins. Jákvæð tengsl á vinnustöðum Á vinnustöðum geta félagsleg tengsl og stuðningur starfsmanna bætt starfsandann verulega, dregið úr kulnun og aukið starfsánægju. Fólk eyðir töluverðum hluta ævinnar í vinnunni og því skiptir sköpum fyrir almenna vellíðan að byggja upp jákvæð tengsl í þessu umhverfi. Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum í dag minnum við á „Fimm leiðir að vellíðan“: Myndum tengsl, verum virk, tökum eftir, höldum áfram að læra og gefum af okkur. Við viljum einnig taka undir með forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur sem hvetur okkur til að vera riddarar kærleikans. Horfumst í augu og tökum utan um hvort annað. Gefum af okkur og leggjum þannig okkar af mörkum við að skapa gott og kærleiksríkt samfélag. Að lokum skorum við á alla til að gefa sér að minnsta kosti 5 mínútur í dag til að rækta félagsleg tengsl. Höfundur er sviðstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun