Framtíð sjúkraliða, viðbótarnám og nýliðun til að efla heilbrigðisþjónustuna Sandra B. Franks skrifar 10. október 2024 15:02 Aldursdreifing sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga sem ekki eru á lífeyrisaldri (yngri en 67 ára) sýnir ákveðinn mun á meðalaldri þessara stétta. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru sjúkraliðar að meðaltali eldri en hjúkrunarfræðingar, þar sem meðalaldur sjúkraliða er 48,9 ár en meðalaldur hjúkrunarfræðinga er 45,2 ár. Miðgildi aldurs (þar sem helmingur hópsins er yngri og helmingur eldri) er 50,5 ár hjá sjúkraliðum en 45 ár hjá hjúkrunarfræðingum. Myndin sýnir aldursdreifingu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga 67 ára og yngri Þessi aldursdreifing gefur vísbendingar um áskoranir sem sjúkraliðastéttin stendur frammi fyrir, hvað varðar nýliðun. Þar sem meðalaldur sjúkraliða er tiltölulega hár, þarf að leggja aukna áherslu á að bæta nýliðun innan stéttarinnar til að tryggja að heilbrigðiskerfið fái stöðuga innspýtingu af ungu og vel menntuðu starfsfólki. Áhrif þess að sjúkraliðar fara í hjúkrunarfræði Athygli vekur að 531 einstaklingur yngri en 67 ára hefur lokið bæði sjúkraliða- og hjúkrunarfræðinámi. Þessi þróun, þar sem sjúkraliðar fara úr stéttinni og bæta við sig hjúkrunarfræðinámi, er mjög óhagkvæm fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Með því að missa reynda sjúkraliða yfir í hjúkrunarfræðistörf er hætta á að mikilvæg þekking og reynsla tapist í stétt sjúkraliða, sem annars veitir grunnþjónustu í hjúkrun og umönnun. Sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar gegna ólíkum hlutverkum innan heilbrigðisstofnana. Hjúkrunarfræðingar eru oft ábyrgar fyrir flóknari læknisfræðilegum ákvörðunum og eftirliti, á meðan sjúkraliðar sinna mikilvægum grundvallarverkefnum á sviði hjúkrunar og umönnunar. Ef of margir sjúkraliðar hverfa yfir í hjúkrunarfræðistörf getur það valdið ójafnvægi í verkaskiptingu innan stofnana, þar sem skortur verður á starfsfólki sem sinnir grunnþjónustu. Með því að missa sjúkraliða úr stéttinni, er hætt við að samhæfing á milli þessara tveggja stétta veikist. Á meðan hjúkrunarfræðingar sinna sérhæfðari hlutverkum er mikilvægt að hafa sterka sjúkraliða til að styðja við almenna hjúkrun. Þessi samvinna er mikilvæg fyrir gæði þjónustunnar, en fækkun á sjúkraliðum getur veikt þetta samstarf og leitt til enn meiri pressu á hjúkrunarfræðinga. Framþróun starfa og teymisstjórastöður fyrir sjúkraliða Forysta Sjúkraliðafélags Íslands beitti sér fyrir því að koma á fót fagháskólanámi fyrir starfandi sjúkraliða, sem nú er kennt á tveimur kjörsviðum við Háskólann á Akureyri, þ.e. samfélagsgeðhjúkrun og öldrunar- og heimahjúkrun. Þetta nám er hannað til að veita sjúkraliðum þá sérhæfingu og auknu hæfni sem þarf til að sinna fjölbreyttari og ábyrgðarmeiri störfum innan stéttarinnar. Mikilvægt er að námið endurspegli áherslur stjórnvalda og breytt hlutverk sjúkraliða, sem felur meðal annars í sér að þeir geti gefið ákveðin lyf samkvæmt verklagsreglum heilbrigðisstofnana, þar á meðal lyf sem eru gefin undir húð og í vöðva, auk þess að sinna blóðtöku, uppsetningu þvagleggja og æðaleggja og fleira. Í stað þess að missa reynda sjúkraliða yfir í aðra stétt, ætti kerfið að leggja áherslu á að skapa fleiri tækifæri fyrir sjúkraliða til framþróunar innan stéttarinnar. Sérsniðið viðbótarnám fyrir sjúkraliða, sem veitir þeim tækifæri til að taka á sig fleiri ábyrgðarmikil verkefni, er lykilatriði í að halda sjúkraliðum innan stéttarinnar og auka nýliðun. Sérstaklega má horfa til þess að sjúkraliðar, sem hafa lokið viðbótarnámi, taki að sér teymisstjórastöður t.d. á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun. Þannig geta sjúkraliðar, sem hafa aflað sér víðtækri reynslu og aukið við menntun sína, nýtt hæfileika sína og bætt gæði þjónustunnar sem veitt er. Slíkar leiðir til starfsframa munu stuðla að því að sjúkraliðar finni til sín í þeim störfum sem þeir sinna í samræmi við viðbótarmenntun sína og hverfa síður úr sjúkraliðastéttinni yfir í hjúkrunarfræðina. Íslenska heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum á komandi árum, ekki síst vegna öldrunar þjóðarinnar og aukinnar eftirspurnar eftir hjúkrunar- og umönnunarþjónustu. Með því að styrkja stöðu sjúkraliða og skapa fleiri tækifæri fyrir þá til framþróunar í starfi er hægt að tryggja að kerfið sé betur undirbúið til að mæta þessum áskorunum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Háskólar Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Aldursdreifing sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga sem ekki eru á lífeyrisaldri (yngri en 67 ára) sýnir ákveðinn mun á meðalaldri þessara stétta. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru sjúkraliðar að meðaltali eldri en hjúkrunarfræðingar, þar sem meðalaldur sjúkraliða er 48,9 ár en meðalaldur hjúkrunarfræðinga er 45,2 ár. Miðgildi aldurs (þar sem helmingur hópsins er yngri og helmingur eldri) er 50,5 ár hjá sjúkraliðum en 45 ár hjá hjúkrunarfræðingum. Myndin sýnir aldursdreifingu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga 67 ára og yngri Þessi aldursdreifing gefur vísbendingar um áskoranir sem sjúkraliðastéttin stendur frammi fyrir, hvað varðar nýliðun. Þar sem meðalaldur sjúkraliða er tiltölulega hár, þarf að leggja aukna áherslu á að bæta nýliðun innan stéttarinnar til að tryggja að heilbrigðiskerfið fái stöðuga innspýtingu af ungu og vel menntuðu starfsfólki. Áhrif þess að sjúkraliðar fara í hjúkrunarfræði Athygli vekur að 531 einstaklingur yngri en 67 ára hefur lokið bæði sjúkraliða- og hjúkrunarfræðinámi. Þessi þróun, þar sem sjúkraliðar fara úr stéttinni og bæta við sig hjúkrunarfræðinámi, er mjög óhagkvæm fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Með því að missa reynda sjúkraliða yfir í hjúkrunarfræðistörf er hætta á að mikilvæg þekking og reynsla tapist í stétt sjúkraliða, sem annars veitir grunnþjónustu í hjúkrun og umönnun. Sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar gegna ólíkum hlutverkum innan heilbrigðisstofnana. Hjúkrunarfræðingar eru oft ábyrgar fyrir flóknari læknisfræðilegum ákvörðunum og eftirliti, á meðan sjúkraliðar sinna mikilvægum grundvallarverkefnum á sviði hjúkrunar og umönnunar. Ef of margir sjúkraliðar hverfa yfir í hjúkrunarfræðistörf getur það valdið ójafnvægi í verkaskiptingu innan stofnana, þar sem skortur verður á starfsfólki sem sinnir grunnþjónustu. Með því að missa sjúkraliða úr stéttinni, er hætt við að samhæfing á milli þessara tveggja stétta veikist. Á meðan hjúkrunarfræðingar sinna sérhæfðari hlutverkum er mikilvægt að hafa sterka sjúkraliða til að styðja við almenna hjúkrun. Þessi samvinna er mikilvæg fyrir gæði þjónustunnar, en fækkun á sjúkraliðum getur veikt þetta samstarf og leitt til enn meiri pressu á hjúkrunarfræðinga. Framþróun starfa og teymisstjórastöður fyrir sjúkraliða Forysta Sjúkraliðafélags Íslands beitti sér fyrir því að koma á fót fagháskólanámi fyrir starfandi sjúkraliða, sem nú er kennt á tveimur kjörsviðum við Háskólann á Akureyri, þ.e. samfélagsgeðhjúkrun og öldrunar- og heimahjúkrun. Þetta nám er hannað til að veita sjúkraliðum þá sérhæfingu og auknu hæfni sem þarf til að sinna fjölbreyttari og ábyrgðarmeiri störfum innan stéttarinnar. Mikilvægt er að námið endurspegli áherslur stjórnvalda og breytt hlutverk sjúkraliða, sem felur meðal annars í sér að þeir geti gefið ákveðin lyf samkvæmt verklagsreglum heilbrigðisstofnana, þar á meðal lyf sem eru gefin undir húð og í vöðva, auk þess að sinna blóðtöku, uppsetningu þvagleggja og æðaleggja og fleira. Í stað þess að missa reynda sjúkraliða yfir í aðra stétt, ætti kerfið að leggja áherslu á að skapa fleiri tækifæri fyrir sjúkraliða til framþróunar innan stéttarinnar. Sérsniðið viðbótarnám fyrir sjúkraliða, sem veitir þeim tækifæri til að taka á sig fleiri ábyrgðarmikil verkefni, er lykilatriði í að halda sjúkraliðum innan stéttarinnar og auka nýliðun. Sérstaklega má horfa til þess að sjúkraliðar, sem hafa lokið viðbótarnámi, taki að sér teymisstjórastöður t.d. á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun. Þannig geta sjúkraliðar, sem hafa aflað sér víðtækri reynslu og aukið við menntun sína, nýtt hæfileika sína og bætt gæði þjónustunnar sem veitt er. Slíkar leiðir til starfsframa munu stuðla að því að sjúkraliðar finni til sín í þeim störfum sem þeir sinna í samræmi við viðbótarmenntun sína og hverfa síður úr sjúkraliðastéttinni yfir í hjúkrunarfræðina. Íslenska heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum á komandi árum, ekki síst vegna öldrunar þjóðarinnar og aukinnar eftirspurnar eftir hjúkrunar- og umönnunarþjónustu. Með því að styrkja stöðu sjúkraliða og skapa fleiri tækifæri fyrir þá til framþróunar í starfi er hægt að tryggja að kerfið sé betur undirbúið til að mæta þessum áskorunum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun