Má lögregla rannsaka mál að eilífu? Hildur Sverrisdóttir skrifar 11. október 2024 08:32 Til eru dæmi þess að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings árum saman jafnvel án þess að virk rannsókn hafi staðið yfir megnið af tímanum. Réttarríkið er grundvöllur sanngjarns og góðs samfélags. Tilgangur þess er að tryggja öryggi og réttindi fólks. Það er mikilvægt að við séum stöðugt vakandi yfir því hvort lögin og framkvæmd þeirra geri það á hverjum tíma. Á dögunum mælti ég fyrir frumvarpi sem snýr að því að bæta réttarstöðu sakborninga hvað þetta varðar. Í frumvarpinu felst að lögfestur verði hámarkstími sakamálarannsókna, sönnunarbyrði um tilefni rannsóknar er færð yfir á lögreglu og bætur verða veittar vegna óhóflega langra rannsókna. Frumvarpið kveður þannig á um að þegar eitt ár hefur liðið frá því að rannsókn lögreglu á sakamáli hófst, þarf lögreglan að leita heimildar dómstóla fyrir áframhaldandi rannsókn málsins. Ástæða er til að skerpa á þeim reglum sem nú þegar gilda um rannsókn sakamála og tryggja að rannsóknir dragist ekki um of. Í stjórnarskránni og alþjóðasáttmálum er kveðið á um rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma og nær sá réttur einnig yfir mál á rannsóknarstigi. Í lögum um sakamál er þó ekki að finna nein tímamörk á því hversu lengi lögregla getur rannsakað mál og þar af leiðandi hversu lengi fólk getur borið stöðu sakbornings Hæstiréttur Íslands hefur ítrekað slegið því föstu að óhóflegur dráttur á rannsókn sakamála feli í sér brot gegn rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Engu að síður er hvergi að finna nokkurs konar takmörkun á rannsóknartíma í sakamálalögum. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að mál geta verið til rannsóknar hjá lögreglu í lengri tíma til þess eins að vera felld niður. Slík tilvik hafa því miður komið upp of oft og voru sérstaklega áberandi á árunum eftir efnahagshrunið, þar sem fjöldi fólks sem starfaði hjá fjármálastofnunum höfðu réttarstöðu grunaðs manns svo árum skipti. Að hafa stöðu sakbornings hefur gríðarlega íþyngjandi áhrif á einstaklinga of fjölskyldur þeirra og getur haft bein lagaleg áhrif á hagsmuni fólks og veruleg óbein áhrif á borð við atvinnumöguleika. Það er eðlilegt að gera þá kröfu að í lögum sé skýrt kveðið á um um bótaskyldu ríkisins þegar rannsóknir dragast án ástæðu fram úr hófi, áður en málið er svo fellt niður eða það endar með sýknu. Slíkt verður að hafa einhverjar afleiðingar. Að sama skapi er ekki síður mikilvægt fyrir brotaþola að rannsóknir endi ekki uppi í hillu árum saman án þess að nokkur niðurstaða eða endapunktur sé settur við erfið mál. Hagsmunirnir eru því allra. Svigrúm lögreglu eftir tilefni Auðvitað er það svo að sumar rannsóknir sakamála taka lengri tíma en eitt ár, til að mynda þegar mál eru umfangsmikil eða flókin, eins og getur m.a. átt við um rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. Undir slíkum kringumstæðum getur lögreglan, þrátt fyrir eins árs hámarkstíma rannsóknar, ætíð farið fram á heimild til áframhaldandi rannsóknar frá dómara telji lögregla rök standa til. Það er eðlilegt að borgarar fái að njóta vafans og að lögreglan beri þá skyldu að færa rök fyrir áframhaldandi rannsókn, frekar en að sakborningur þurfi sjálfur að sýna fram á hið gagnstæða eins og lögin eru í dag. Þetta er ekki síst eðlilegt í ljósi þeirrar yfirburðarstöðu sem lögregla hefur gagnvart sakborningi. Í frumvarpinu er lögreglunni veittur rúmur tími til að framlengja rannsókn, enda er frumvarpinu ekki ætlað að hafa nein áhrif á framvindu rannsókna á alvarlegum sakamálum, s.s. kynferðisbrotamálum. Í slíkum málum er atvikum oftar en ekki þannig háttað að sönnun á sekt sakbornings verður erfiðari eftir því sem lengri tími líður og það því hvorki brotaþola né sakborningi til góðs að rannsókn mála dragist úr hófi. Íþyngjandi rannsóknir séu takmörkunum háðar Þó að ég hafi ekki áður náð að mæla fyrir frumvarpinu var það þó lagt fram á síðasta þingi og hlaut þá talsverða umræðu á opinberum vettvangi. Viðbrögðin voru almennt jákvæð en þó var einn þingmaður Viðreisnar sem fann því ýmislegt til foráttu. Það var þó ekki formaður flokksins, sem var reyndar meðflutningsmaður frumvarpsins í það skiptið. Áhyggjur þingmannsins lutu helst að því að lögreglan væri vanfjármögnuð og því ekki rétt að gera til hennar þær kröfur sem frumvarpið mælir fyrir um. Það má vel færa rök fyrir því að lögregla og ákæruvald hefði gagn af frekari fjármunum og þá umræðu getum við átt á öðrum vettvangi. Hér ræðum við um stjórnarskrárvarin réttindi fólks, ekki fjármögnun einstakra stofnana. Við þurfum alltaf að hafa burði til að forgangsraða opinberu fé skynsamlega og þar er skynsamlegt að forgangsraða í þágu réttarríkisins. Svar okkar við niðurskurði á fjárframlögum má aldrei vera niðurskurður á mannréttindum. Um slík réttindi verðum við alltaf að standa vörð. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Lögreglan Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Til eru dæmi þess að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings árum saman jafnvel án þess að virk rannsókn hafi staðið yfir megnið af tímanum. Réttarríkið er grundvöllur sanngjarns og góðs samfélags. Tilgangur þess er að tryggja öryggi og réttindi fólks. Það er mikilvægt að við séum stöðugt vakandi yfir því hvort lögin og framkvæmd þeirra geri það á hverjum tíma. Á dögunum mælti ég fyrir frumvarpi sem snýr að því að bæta réttarstöðu sakborninga hvað þetta varðar. Í frumvarpinu felst að lögfestur verði hámarkstími sakamálarannsókna, sönnunarbyrði um tilefni rannsóknar er færð yfir á lögreglu og bætur verða veittar vegna óhóflega langra rannsókna. Frumvarpið kveður þannig á um að þegar eitt ár hefur liðið frá því að rannsókn lögreglu á sakamáli hófst, þarf lögreglan að leita heimildar dómstóla fyrir áframhaldandi rannsókn málsins. Ástæða er til að skerpa á þeim reglum sem nú þegar gilda um rannsókn sakamála og tryggja að rannsóknir dragist ekki um of. Í stjórnarskránni og alþjóðasáttmálum er kveðið á um rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma og nær sá réttur einnig yfir mál á rannsóknarstigi. Í lögum um sakamál er þó ekki að finna nein tímamörk á því hversu lengi lögregla getur rannsakað mál og þar af leiðandi hversu lengi fólk getur borið stöðu sakbornings Hæstiréttur Íslands hefur ítrekað slegið því föstu að óhóflegur dráttur á rannsókn sakamála feli í sér brot gegn rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Engu að síður er hvergi að finna nokkurs konar takmörkun á rannsóknartíma í sakamálalögum. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að mál geta verið til rannsóknar hjá lögreglu í lengri tíma til þess eins að vera felld niður. Slík tilvik hafa því miður komið upp of oft og voru sérstaklega áberandi á árunum eftir efnahagshrunið, þar sem fjöldi fólks sem starfaði hjá fjármálastofnunum höfðu réttarstöðu grunaðs manns svo árum skipti. Að hafa stöðu sakbornings hefur gríðarlega íþyngjandi áhrif á einstaklinga of fjölskyldur þeirra og getur haft bein lagaleg áhrif á hagsmuni fólks og veruleg óbein áhrif á borð við atvinnumöguleika. Það er eðlilegt að gera þá kröfu að í lögum sé skýrt kveðið á um um bótaskyldu ríkisins þegar rannsóknir dragast án ástæðu fram úr hófi, áður en málið er svo fellt niður eða það endar með sýknu. Slíkt verður að hafa einhverjar afleiðingar. Að sama skapi er ekki síður mikilvægt fyrir brotaþola að rannsóknir endi ekki uppi í hillu árum saman án þess að nokkur niðurstaða eða endapunktur sé settur við erfið mál. Hagsmunirnir eru því allra. Svigrúm lögreglu eftir tilefni Auðvitað er það svo að sumar rannsóknir sakamála taka lengri tíma en eitt ár, til að mynda þegar mál eru umfangsmikil eða flókin, eins og getur m.a. átt við um rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. Undir slíkum kringumstæðum getur lögreglan, þrátt fyrir eins árs hámarkstíma rannsóknar, ætíð farið fram á heimild til áframhaldandi rannsóknar frá dómara telji lögregla rök standa til. Það er eðlilegt að borgarar fái að njóta vafans og að lögreglan beri þá skyldu að færa rök fyrir áframhaldandi rannsókn, frekar en að sakborningur þurfi sjálfur að sýna fram á hið gagnstæða eins og lögin eru í dag. Þetta er ekki síst eðlilegt í ljósi þeirrar yfirburðarstöðu sem lögregla hefur gagnvart sakborningi. Í frumvarpinu er lögreglunni veittur rúmur tími til að framlengja rannsókn, enda er frumvarpinu ekki ætlað að hafa nein áhrif á framvindu rannsókna á alvarlegum sakamálum, s.s. kynferðisbrotamálum. Í slíkum málum er atvikum oftar en ekki þannig háttað að sönnun á sekt sakbornings verður erfiðari eftir því sem lengri tími líður og það því hvorki brotaþola né sakborningi til góðs að rannsókn mála dragist úr hófi. Íþyngjandi rannsóknir séu takmörkunum háðar Þó að ég hafi ekki áður náð að mæla fyrir frumvarpinu var það þó lagt fram á síðasta þingi og hlaut þá talsverða umræðu á opinberum vettvangi. Viðbrögðin voru almennt jákvæð en þó var einn þingmaður Viðreisnar sem fann því ýmislegt til foráttu. Það var þó ekki formaður flokksins, sem var reyndar meðflutningsmaður frumvarpsins í það skiptið. Áhyggjur þingmannsins lutu helst að því að lögreglan væri vanfjármögnuð og því ekki rétt að gera til hennar þær kröfur sem frumvarpið mælir fyrir um. Það má vel færa rök fyrir því að lögregla og ákæruvald hefði gagn af frekari fjármunum og þá umræðu getum við átt á öðrum vettvangi. Hér ræðum við um stjórnarskrárvarin réttindi fólks, ekki fjármögnun einstakra stofnana. Við þurfum alltaf að hafa burði til að forgangsraða opinberu fé skynsamlega og þar er skynsamlegt að forgangsraða í þágu réttarríkisins. Svar okkar við niðurskurði á fjárframlögum má aldrei vera niðurskurður á mannréttindum. Um slík réttindi verðum við alltaf að standa vörð. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun