Stofna herfylki skipað mönnum frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2024 14:14 Rússneskir hermenn við þjálfun. AP/Rússneski herinn Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir vera að stofna nýtt herfylki sem skipað verður allt að þrjú þúsund mönnum frá Norður-Kóreu. Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið Vladimír Pútín, kollega sínum, fullum stuðningi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Mikið magn hergagna, eldflauga og skotfæra fyrir stórskotalið hefur verið sent frá Norður-Kóreu til Rússlands og hafa á undanförnum dögum borist fregnir af því að Kim hafi einnig sent hermenn. Sex hermenn frá Norður-Kóreu eru sagðir hafa verið felldir í eldflaugaárás í Úkraínu í byrjun október og í kjölfar þess hélt varnarmálaráðherra Suður-Kóreu því fram að Kim myndi líklega senda hermenn til aðstoðar Rússa. Washington Post hafði svo á dögunum eftir heimildarmanni í leyniþjónustu Úkraínska hersins (GUR) að nokkur þúsund hermenn frá Norður-Kóreu hefðu verið sendir til Rússlands þar sem þeir eigi að fá þjálfun. Mögulega yrðu þeir sendir á vígvöllinn í Úkraínu og Kúrsk-héraði í Rússlandi fyrir lok þessa árs. Sjá einnig: Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum Úkraínskir fjölmiðlar hafa svo birt frekari fregnir um aðkomu Norður-Kóreu að stríðinu. Samkvæmt þeim fréttum á þessi nýja herdeild að vera mynduð innan 11. stórfylkis fallhlífahermanna. Þá hefur Kiyv Post eftir heimildarmönnum sínum að Úkraínumenn telji líklegt að herfylkið verði sent til Kúrsk, þar sem Rússar hafa verið að sækja fram gegn Úkraínumönnum, eftir að þeir síðarnefndu gerðu óvænta innrás þar í sumar. Blaðamaður BBC í Úkraínu hefur einnig eftir heimildarmanni sínum í úkraínska hernum að verið sé að mynda herfylkið nærri landamærum Mongólíu. Kim Jong Un á æfingu hers síns fyrr á árinu.AP/KCNA Pútín lagði í gær fram drög að frumvarpi um umfangsmikið hernaðarbandalag við Norður-Kóreu. Það felur meðal annars í sér að bæði ríkin muni koma hinu til aðstoðar í stríði. Pútín og Kim skrifuðu undir samkomulag þess lútandi þegar rússneski forsetinn heimsótti Norður-Kóreu í sumar. Hersveitir Pútíns í Úkraínu eru taldar hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli á undanförnum mánuðum. Mönnum er nú borgað mörgu sinnum meira í bónusa við að skrá sig í herinn er gert var árið 2022 og þykir það til marks um erfiðleika við að laða að nýja hermenn. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Vladimír Pútín Úkraína Tengdar fréttir Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00 Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34 Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. 8. október 2024 23:19 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Mikið magn hergagna, eldflauga og skotfæra fyrir stórskotalið hefur verið sent frá Norður-Kóreu til Rússlands og hafa á undanförnum dögum borist fregnir af því að Kim hafi einnig sent hermenn. Sex hermenn frá Norður-Kóreu eru sagðir hafa verið felldir í eldflaugaárás í Úkraínu í byrjun október og í kjölfar þess hélt varnarmálaráðherra Suður-Kóreu því fram að Kim myndi líklega senda hermenn til aðstoðar Rússa. Washington Post hafði svo á dögunum eftir heimildarmanni í leyniþjónustu Úkraínska hersins (GUR) að nokkur þúsund hermenn frá Norður-Kóreu hefðu verið sendir til Rússlands þar sem þeir eigi að fá þjálfun. Mögulega yrðu þeir sendir á vígvöllinn í Úkraínu og Kúrsk-héraði í Rússlandi fyrir lok þessa árs. Sjá einnig: Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum Úkraínskir fjölmiðlar hafa svo birt frekari fregnir um aðkomu Norður-Kóreu að stríðinu. Samkvæmt þeim fréttum á þessi nýja herdeild að vera mynduð innan 11. stórfylkis fallhlífahermanna. Þá hefur Kiyv Post eftir heimildarmönnum sínum að Úkraínumenn telji líklegt að herfylkið verði sent til Kúrsk, þar sem Rússar hafa verið að sækja fram gegn Úkraínumönnum, eftir að þeir síðarnefndu gerðu óvænta innrás þar í sumar. Blaðamaður BBC í Úkraínu hefur einnig eftir heimildarmanni sínum í úkraínska hernum að verið sé að mynda herfylkið nærri landamærum Mongólíu. Kim Jong Un á æfingu hers síns fyrr á árinu.AP/KCNA Pútín lagði í gær fram drög að frumvarpi um umfangsmikið hernaðarbandalag við Norður-Kóreu. Það felur meðal annars í sér að bæði ríkin muni koma hinu til aðstoðar í stríði. Pútín og Kim skrifuðu undir samkomulag þess lútandi þegar rússneski forsetinn heimsótti Norður-Kóreu í sumar. Hersveitir Pútíns í Úkraínu eru taldar hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli á undanförnum mánuðum. Mönnum er nú borgað mörgu sinnum meira í bónusa við að skrá sig í herinn er gert var árið 2022 og þykir það til marks um erfiðleika við að laða að nýja hermenn.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Vladimír Pútín Úkraína Tengdar fréttir Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00 Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34 Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. 8. október 2024 23:19 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00
Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34
Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. 8. október 2024 23:19