Fátæktarvesöld – veröld sem er Unnur Hrefna Jóhanndóttir skrifar 17. október 2024 09:01 Um 2100 einstaklingar undir 18 ára aldri mátu fjárhag foreldra sinna slæman eða mjög slæman og gætu því talist fátækir. Talan virðist í fljótu bragði ekki vera há, en þessi fjöldi myndi rúmast í einum framhaldsskóla með 1000 nemendum og tveimur grunnskólum með 550 nemendur hvor. Þetta er meðal þess sem kemur fram íslensku æskulýðsrannsókninni 2023. Skipulagðar rannnsóknir á fátækt eiga sér rúmlega hundrað ára sögu. Meðal áhrifaríkra frumkvöðla var breski fræðimaðurinn Seebohm Rowntree, sem skilgreindi svokölluð algild fátæktarmörk (e. absolute poverty line). Rowntree tók mið af því hvað hann taldi fólki nauðsynlegt til framfærslu og skilgreindi þá sem ekki höfðu tekjur sem dugðu fyrir nauðsynjum sem fátæka, Aðferð Rowntrees er notuð enn í dag við mælingar á fátækt. Einnig er mæld svokölluð afstæð fátæktarmörk (e. relative poverty line). Þá er fólk skilgreint sem fátækt ef tekjur þess fara undir fyrirfram skilgreint hlutfall af tekjum tiltekins viðmiðunarhóps. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins í þróunarlöndum heldur einnig á Vesturlöndum. Bindum enda á fátækt Í dag, 17.október, er árlegur alþjóðlegur árverknisdagur Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) um fátækt og er ætlað að stuðla að umræðu og að sjálfsögðu aðgerða til að draga úr henni. Í ár er slagorð SÞ í tilefni af deginum eftirfarandi: Bindum enda á félagslega og kerfislæga mismunun. Yfirstígum hindranir, og virkjum þekkingu að réttlátu og friðsömu samfélagi, með þátttöku og valdeflingu að leiðarljósi. Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkjanna árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins. Fyrsta heimsmarkmiðið er einmitt: Engin fátækt. Að útrýma fátækt í allri sinni mynd allstaðar. Fátækt á Íslandi En eru margir fátækir á Íslandi í dag? Návæmar tölur liggja ekki fyrir en á Íslandi búa fleiri við afstæða fátækt en algilda. Stutt er síðan rannsóknir hófust á fátækt hérlendis og þær hafa ekki verið gerðar reglulega. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson gerðu rannsókn árið 1987 og kom þar fram að tæplega 8% þjóðarinnnar byggju við fátækt. Tíu árum síðar var rannsóknin endurtekin og var þá hlutfallið 6,8%. Árið 2003 birtust niðurstöður rannsókna sem Harpa Njálsdóttir gerði og þar kom í ljós að um 7-10% þjóðarinnar voru fátækir við upphaf nýrrar aldar. En þótt mjög langt sé síðan þessar rannsóknir voru gerðar gefa þær ákveðnar vísbendingar um fjölda fátækra hér á landi og gætu þeir þá hlaupið á þúsundum og jafnvel tugþúsundum í dag. Það eru ákveðnir þjóðfélagshópar sem frekar eru útsettir fyrir fátækt en aðrir. t.d. láglaunahópar, innflytjendur. einstæðir foreldrar, öryrkjar og jafnvel hópur ellilífeyrisþega.Það hefur t.d. margoft hefur verið bent á að upphæðir almannatrygginga nægja ekki til grunnframfærslu, jafnvel þótt ýmsum jöfnunarverkfærum stjórnvalda sé beitt eins og barnabótum, vaxta-og húsaleigubótum. Fátækt er heilsuspillandi Fátækt grefur undan andlegri og líkamlegri heilsu fólks. Fátækt er sóun á mannauði, því sá sem hefur verið dæmdur til fátæktar fær ekki notið hæfileika sinna og getu. Líf fátækra einkennist af miklu álagi, vanlíðan og niðurlægingu sem grefur undan andlegri og líkamlegri heilsu. Fátækt foreldra getur einnig haft langvarandi áhrif á þroska barna og unglinga til framtíðar. Það er því gríðarlega mikilvægt að við tryggjum börnum bestu mögulega byrjun og atlæti í lífinu og komum þannig t.d. í veg fyrir að fátækt erfist milli kynslóða. Það er því verkefni okkar allra að stuðla að og vinna á því böli sem fátækt er. Það velur sér enginn þau lífskjör og vesöld sem fylgir, en því miður er það fyrir alltof marga veröld sem er. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Sjá meira
Um 2100 einstaklingar undir 18 ára aldri mátu fjárhag foreldra sinna slæman eða mjög slæman og gætu því talist fátækir. Talan virðist í fljótu bragði ekki vera há, en þessi fjöldi myndi rúmast í einum framhaldsskóla með 1000 nemendum og tveimur grunnskólum með 550 nemendur hvor. Þetta er meðal þess sem kemur fram íslensku æskulýðsrannsókninni 2023. Skipulagðar rannnsóknir á fátækt eiga sér rúmlega hundrað ára sögu. Meðal áhrifaríkra frumkvöðla var breski fræðimaðurinn Seebohm Rowntree, sem skilgreindi svokölluð algild fátæktarmörk (e. absolute poverty line). Rowntree tók mið af því hvað hann taldi fólki nauðsynlegt til framfærslu og skilgreindi þá sem ekki höfðu tekjur sem dugðu fyrir nauðsynjum sem fátæka, Aðferð Rowntrees er notuð enn í dag við mælingar á fátækt. Einnig er mæld svokölluð afstæð fátæktarmörk (e. relative poverty line). Þá er fólk skilgreint sem fátækt ef tekjur þess fara undir fyrirfram skilgreint hlutfall af tekjum tiltekins viðmiðunarhóps. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins í þróunarlöndum heldur einnig á Vesturlöndum. Bindum enda á fátækt Í dag, 17.október, er árlegur alþjóðlegur árverknisdagur Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) um fátækt og er ætlað að stuðla að umræðu og að sjálfsögðu aðgerða til að draga úr henni. Í ár er slagorð SÞ í tilefni af deginum eftirfarandi: Bindum enda á félagslega og kerfislæga mismunun. Yfirstígum hindranir, og virkjum þekkingu að réttlátu og friðsömu samfélagi, með þátttöku og valdeflingu að leiðarljósi. Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkjanna árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins. Fyrsta heimsmarkmiðið er einmitt: Engin fátækt. Að útrýma fátækt í allri sinni mynd allstaðar. Fátækt á Íslandi En eru margir fátækir á Íslandi í dag? Návæmar tölur liggja ekki fyrir en á Íslandi búa fleiri við afstæða fátækt en algilda. Stutt er síðan rannsóknir hófust á fátækt hérlendis og þær hafa ekki verið gerðar reglulega. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson gerðu rannsókn árið 1987 og kom þar fram að tæplega 8% þjóðarinnnar byggju við fátækt. Tíu árum síðar var rannsóknin endurtekin og var þá hlutfallið 6,8%. Árið 2003 birtust niðurstöður rannsókna sem Harpa Njálsdóttir gerði og þar kom í ljós að um 7-10% þjóðarinnar voru fátækir við upphaf nýrrar aldar. En þótt mjög langt sé síðan þessar rannsóknir voru gerðar gefa þær ákveðnar vísbendingar um fjölda fátækra hér á landi og gætu þeir þá hlaupið á þúsundum og jafnvel tugþúsundum í dag. Það eru ákveðnir þjóðfélagshópar sem frekar eru útsettir fyrir fátækt en aðrir. t.d. láglaunahópar, innflytjendur. einstæðir foreldrar, öryrkjar og jafnvel hópur ellilífeyrisþega.Það hefur t.d. margoft hefur verið bent á að upphæðir almannatrygginga nægja ekki til grunnframfærslu, jafnvel þótt ýmsum jöfnunarverkfærum stjórnvalda sé beitt eins og barnabótum, vaxta-og húsaleigubótum. Fátækt er heilsuspillandi Fátækt grefur undan andlegri og líkamlegri heilsu fólks. Fátækt er sóun á mannauði, því sá sem hefur verið dæmdur til fátæktar fær ekki notið hæfileika sinna og getu. Líf fátækra einkennist af miklu álagi, vanlíðan og niðurlægingu sem grefur undan andlegri og líkamlegri heilsu. Fátækt foreldra getur einnig haft langvarandi áhrif á þroska barna og unglinga til framtíðar. Það er því gríðarlega mikilvægt að við tryggjum börnum bestu mögulega byrjun og atlæti í lífinu og komum þannig t.d. í veg fyrir að fátækt erfist milli kynslóða. Það er því verkefni okkar allra að stuðla að og vinna á því böli sem fátækt er. Það velur sér enginn þau lífskjör og vesöld sem fylgir, en því miður er það fyrir alltof marga veröld sem er. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun