Kim sagður ætla að senda tólf þúsund menn til Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2024 09:51 Kim Jong Un skoðar hermenn sína. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur ákveðið að senda fjögur stórfylki, eða um tólf þúsund hermenn, til aðstoðar Rússa við innrás þeirra í Úkraínu. Kim sendi hóp sérveitarmanna tli Rússlands í ágúst þar sem þeir fengu fölsk skilríki og hljóta þjálfun, áður en þeir verða sendir til Úkraínu. Þetta hefur Yonhap fréttaveitan eftir heimildarmönnum innan leyniþjónustu Suður-Kóreu, sem segja þessa ákvörðun hafa verið tekna nýlega. Yonhap hefur þó einnig eftir aðstoðarvarnarmálaráðherra Suður-Kóreu, að mögulega sé Kim að senda borgara til vinnu í verksmiðjum Rússlands, í stað þess að senda hermenn. Hvort það sé liggi ekki fyrir að fullu. Kim Seon Ho, umræddur aðstoðarráðherra, segir að ef Kim Jong Un sé að senda hermenn til Rússlands sé það vegna þess að hann telji það sér í hag að gera það og hann sé að gera það í skiptum fyrir eitthvað frá Rússum. Staðfestu flutning sérsveitarmanna Leyniþjónustan birti í morgun yfirlýsingu um að verið væri að flytja sérsveitarmenn frá Norður-Kóreu til Rússlands og birti einnig gervihnattamyndir af flutningi þeirra. Þeir eru sagðir hafa verið sendir til Rússlands í ágúst með umfangsmikilli hergagnasendingu. Í yfirlýsingunni segir að við komuna til Rússlands fái hermennirnir rússneska hergalla og fölsuð skilríki sem líti út eins og þeir séu frá héruðum Síberíu. Nú séu þessir sérsveitarmenn staðsettir í herstöðvum í austurhluta Rússlands, þar sem þeir séu að fá þjálfun, og síðar standi til að senda þá á víglínuna í Úkraínu og Kúrsk. AP fréttaveitan segir Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, hafa setið neyðarfund í morgun þar sem flutningur hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands hafi verið ræddur. Allir sem setið hafi fundinn hafi verið sammála um að þessar vendingar væru ógn við öryggi Suður-Kóreu og alþjóðasamfélagið. Myndband sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrir austan á að sýna hermenn frá Norður-Kóreu í þjálfun í Rússlandi. Hvað myndbandið sýnir í rauninni hefur þó ekki verið staðfest. Footage is circulating online, allegedly showing North Korean soldiers training in Russia.The head of the HUR, Budanov, reported that Russia plans to send 2,600 soldiers to Kursk by November 1. pic.twitter.com/xnYdedZHC8— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) October 18, 2024 Sagði Rússa þurfa að fylla upp í raðir sínar Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt því fram í gær að um tíu þúsund hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir til Rússlands og lýsti því sem miklu vandamáli. Forsetinn sagði Rússa þurfa að fylla upp í raðir sínar vegna mikils mannfalls í Úkraínu. Forsvarsmenn leyniþjónustu úkraínska hersins höfðu áður slegið á svipaða strengi og sagt fjölmiðlum að Rússar væru að stofna herfylki sem myndað væri með hermönnum frá Norður-Kóreu. Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að þar á bæ hefðu ekki fundist sannanir fyrir því að hermenn frá Norður-Kóreu væru að berjast í Úkraínu. Hins vegar væri ljóst að Kim Jong Un styddi Rússa með ýmsum leiðum, eins og hergagna-, eldflauga- og skotfærasendingum. Það væri mikið áhyggjuefni. Norður-Kórea Rússland Suður-Kórea Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kynnti á þingi landsins í morgun „siguráætlun“ sína. Í ávarpi á þinginu fór hann yfir helstu atriði áætlunarinnar og reyndi að stappa stálinu í þjóð sína. Áætlunin veltur að miklu leyti á bakhjörlum Úkraínu og skilyrðislausu boði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 16. október 2024 11:22 Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Hermenn frá Norður-Kóreu verða líklega sendir til liðs við rússneska hermenn í Úkraínu. Sex hermenn frá einræðisríkinu einangraða eru þar að auki sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í Úkraínu fyrr í mánuðinum. 8. október 2024 19:32 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sjá meira
Þetta hefur Yonhap fréttaveitan eftir heimildarmönnum innan leyniþjónustu Suður-Kóreu, sem segja þessa ákvörðun hafa verið tekna nýlega. Yonhap hefur þó einnig eftir aðstoðarvarnarmálaráðherra Suður-Kóreu, að mögulega sé Kim að senda borgara til vinnu í verksmiðjum Rússlands, í stað þess að senda hermenn. Hvort það sé liggi ekki fyrir að fullu. Kim Seon Ho, umræddur aðstoðarráðherra, segir að ef Kim Jong Un sé að senda hermenn til Rússlands sé það vegna þess að hann telji það sér í hag að gera það og hann sé að gera það í skiptum fyrir eitthvað frá Rússum. Staðfestu flutning sérsveitarmanna Leyniþjónustan birti í morgun yfirlýsingu um að verið væri að flytja sérsveitarmenn frá Norður-Kóreu til Rússlands og birti einnig gervihnattamyndir af flutningi þeirra. Þeir eru sagðir hafa verið sendir til Rússlands í ágúst með umfangsmikilli hergagnasendingu. Í yfirlýsingunni segir að við komuna til Rússlands fái hermennirnir rússneska hergalla og fölsuð skilríki sem líti út eins og þeir séu frá héruðum Síberíu. Nú séu þessir sérsveitarmenn staðsettir í herstöðvum í austurhluta Rússlands, þar sem þeir séu að fá þjálfun, og síðar standi til að senda þá á víglínuna í Úkraínu og Kúrsk. AP fréttaveitan segir Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, hafa setið neyðarfund í morgun þar sem flutningur hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands hafi verið ræddur. Allir sem setið hafi fundinn hafi verið sammála um að þessar vendingar væru ógn við öryggi Suður-Kóreu og alþjóðasamfélagið. Myndband sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrir austan á að sýna hermenn frá Norður-Kóreu í þjálfun í Rússlandi. Hvað myndbandið sýnir í rauninni hefur þó ekki verið staðfest. Footage is circulating online, allegedly showing North Korean soldiers training in Russia.The head of the HUR, Budanov, reported that Russia plans to send 2,600 soldiers to Kursk by November 1. pic.twitter.com/xnYdedZHC8— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) October 18, 2024 Sagði Rússa þurfa að fylla upp í raðir sínar Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt því fram í gær að um tíu þúsund hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir til Rússlands og lýsti því sem miklu vandamáli. Forsetinn sagði Rússa þurfa að fylla upp í raðir sínar vegna mikils mannfalls í Úkraínu. Forsvarsmenn leyniþjónustu úkraínska hersins höfðu áður slegið á svipaða strengi og sagt fjölmiðlum að Rússar væru að stofna herfylki sem myndað væri með hermönnum frá Norður-Kóreu. Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að þar á bæ hefðu ekki fundist sannanir fyrir því að hermenn frá Norður-Kóreu væru að berjast í Úkraínu. Hins vegar væri ljóst að Kim Jong Un styddi Rússa með ýmsum leiðum, eins og hergagna-, eldflauga- og skotfærasendingum. Það væri mikið áhyggjuefni.
Norður-Kórea Rússland Suður-Kórea Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kynnti á þingi landsins í morgun „siguráætlun“ sína. Í ávarpi á þinginu fór hann yfir helstu atriði áætlunarinnar og reyndi að stappa stálinu í þjóð sína. Áætlunin veltur að miklu leyti á bakhjörlum Úkraínu og skilyrðislausu boði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 16. október 2024 11:22 Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Hermenn frá Norður-Kóreu verða líklega sendir til liðs við rússneska hermenn í Úkraínu. Sex hermenn frá einræðisríkinu einangraða eru þar að auki sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í Úkraínu fyrr í mánuðinum. 8. október 2024 19:32 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sjá meira
Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kynnti á þingi landsins í morgun „siguráætlun“ sína. Í ávarpi á þinginu fór hann yfir helstu atriði áætlunarinnar og reyndi að stappa stálinu í þjóð sína. Áætlunin veltur að miklu leyti á bakhjörlum Úkraínu og skilyrðislausu boði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 16. október 2024 11:22
Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Hermenn frá Norður-Kóreu verða líklega sendir til liðs við rússneska hermenn í Úkraínu. Sex hermenn frá einræðisríkinu einangraða eru þar að auki sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í Úkraínu fyrr í mánuðinum. 8. október 2024 19:32