Menn geti komist upp með morð með því að berjast í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. október 2024 10:58 Ólympíugullhafinn Andrey Perlov hefur neitað að berjast í Úkraínu og verið refsað fyrir. Dómsyfirvöld í Novosibirsk Einstaklingum sem eru handteknir í Rússlandi býðst nú að berjast í Úkraínu gegn því að mál þeirra séu sett á bið og líklega felld niður. Samkvæmt BBC virðist langt gengið í að þvinga menn til að ganga að samkomulaginu. Andrey Perlov er einn af þessum mönnum en hann er þekktur fyrir að hafa unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 1992. Perlov var handtekinn í mars og ákærður fyrir að hafa stolið milljónum frá knattspyrnufélagi í Novosibirsk, þar sem hann var framkvæmdastjóri. Perlov neitar sök en að sögn fjölskyldu hans sætir hann nú þrýstingi frá yfirvöldum um að fara og berjast í Úkraínu gegn því að málið verði sett á bið og mögulega fellt niður þegar stríðinu lýkur. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa menn neitað að ganga að ofangreindu tilboði, af ýmsum ástæðum. Sumir eru á móti stríðinu og aðrir óttast að deyja á vígvellinum, eins og Yaroslav Lipavsky, sem gekk í herinn þegar hann var 18 ára til að freista þess að komast undan því að verða dæmdur glæpamaður. Yaroslav, sem átti von á barni á þessum tíma, var sendur beint til Úkraínu og lést viku seinna. Alina Perlov, dóttir Andrey Perlov, segir að föður sínum hafi verið refsað fyrir að neita og fara með málið í fjölmiðla. Hann hafi verið færður í strangara úrræði og enn þrýst á hann að skrifa undir að berjast í Úkraínu. Þegar hann hafi enn neitað hafi honum verið meinað að ræða við fjölskyldu sína. Lögum samkvæmt er nú bæði saksóknurum og lögmönnum skylt að upplýsa menn sem hafa verið handteknir um þann möguleika að fara til Úkraínu til að berjast gegn því að fá mál sitt á bið. Rússar hafa hins vegar verið að notast við fanga á vígvellinum frá því að Wagner-málaliðasamtökin hófu að safna liði í fangelsum landsins. Samtökin eru talin hafa teflt fram um það bil 50 þúsund föngum á vígvellinum og að um 17 þúsund hafi látist í bardögum um Bakhmut á einu ári. Olga Romanova, framkvæmdastjóri Russia Behind Bars, segir þróunina mikið áhyggjuefni en lögin þýði í raun að maður getur framið morð og sloppið við gæsluvarðhald og réttarhöld með því að bjóðas til að fara til Úkraínu. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mannréttindi Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Andrey Perlov er einn af þessum mönnum en hann er þekktur fyrir að hafa unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 1992. Perlov var handtekinn í mars og ákærður fyrir að hafa stolið milljónum frá knattspyrnufélagi í Novosibirsk, þar sem hann var framkvæmdastjóri. Perlov neitar sök en að sögn fjölskyldu hans sætir hann nú þrýstingi frá yfirvöldum um að fara og berjast í Úkraínu gegn því að málið verði sett á bið og mögulega fellt niður þegar stríðinu lýkur. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa menn neitað að ganga að ofangreindu tilboði, af ýmsum ástæðum. Sumir eru á móti stríðinu og aðrir óttast að deyja á vígvellinum, eins og Yaroslav Lipavsky, sem gekk í herinn þegar hann var 18 ára til að freista þess að komast undan því að verða dæmdur glæpamaður. Yaroslav, sem átti von á barni á þessum tíma, var sendur beint til Úkraínu og lést viku seinna. Alina Perlov, dóttir Andrey Perlov, segir að föður sínum hafi verið refsað fyrir að neita og fara með málið í fjölmiðla. Hann hafi verið færður í strangara úrræði og enn þrýst á hann að skrifa undir að berjast í Úkraínu. Þegar hann hafi enn neitað hafi honum verið meinað að ræða við fjölskyldu sína. Lögum samkvæmt er nú bæði saksóknurum og lögmönnum skylt að upplýsa menn sem hafa verið handteknir um þann möguleika að fara til Úkraínu til að berjast gegn því að fá mál sitt á bið. Rússar hafa hins vegar verið að notast við fanga á vígvellinum frá því að Wagner-málaliðasamtökin hófu að safna liði í fangelsum landsins. Samtökin eru talin hafa teflt fram um það bil 50 þúsund föngum á vígvellinum og að um 17 þúsund hafi látist í bardögum um Bakhmut á einu ári. Olga Romanova, framkvæmdastjóri Russia Behind Bars, segir þróunina mikið áhyggjuefni en lögin þýði í raun að maður getur framið morð og sloppið við gæsluvarðhald og réttarhöld með því að bjóðas til að fara til Úkraínu. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mannréttindi Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira