Lítil slaufa með mikla þýðingu Halla Þorvaldsdóttir skrifar 23. október 2024 10:02 Í dag er Bleikur dagur um allt land. Ísland er bleikt til stuðnings konum sem fengið hafa krabbamein og aðstandendum þeirra og í minningu þeirra sem við höfum misst. Bleika slaufan lætur ekki mikið yfir sér en í 25 ár hefur hún öðlast sífellt stærri sess hjá þjóðinni. Með kaupum á slaufunni styður fólk við mikilvægt starf Krabbameinsfélagsins en slaufan gerir okkur öllum líka kleift að sýna stuðning okkar með áberandi hætti. Við hjá Krabbameinsfélaginu heyrum það ítrekað hversu miklu það skiptir fólk að sjá aðra bera slaufuna. Það á jafnt við um þá sem eru sjálfir í glímunni við krabbamein og aðstandendur. „Mér hlýnar alltaf aðeins um hjartaræturnar þegar ég sé fólk með Bleiku slaufuna í sjónvarpinu“ sagði mér kona í gær og önnur sendi skilaboð og þakkaði fyrir átakið með orðunum „Ég finn svo sterkt að ég er ekki ein í þessu þegar ég mæti fólki sem gengur með slaufuna“. Í þessum fáu orðum kristallast hvernig Bleika slaufan er svo miklu meira en bleik slaufa. Hún er eins konar skilaboðaskjóða, sýnileg stuðningsyfirlýsing við málstaðinn og konur sem eru að takast á við krabbamein. Lítil slaufa með mikla þýðingu. Við hjá Krabbameinsfélaginu þökkum þjóðinni fyrir að sýna sinn stuðning í verki, kaupa og bera Bleiku slaufuna. Það er ómetanlegt. Þið breytið öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Í dag er Bleikur dagur um allt land. Ísland er bleikt til stuðnings konum sem fengið hafa krabbamein og aðstandendum þeirra og í minningu þeirra sem við höfum misst. Bleika slaufan lætur ekki mikið yfir sér en í 25 ár hefur hún öðlast sífellt stærri sess hjá þjóðinni. Með kaupum á slaufunni styður fólk við mikilvægt starf Krabbameinsfélagsins en slaufan gerir okkur öllum líka kleift að sýna stuðning okkar með áberandi hætti. Við hjá Krabbameinsfélaginu heyrum það ítrekað hversu miklu það skiptir fólk að sjá aðra bera slaufuna. Það á jafnt við um þá sem eru sjálfir í glímunni við krabbamein og aðstandendur. „Mér hlýnar alltaf aðeins um hjartaræturnar þegar ég sé fólk með Bleiku slaufuna í sjónvarpinu“ sagði mér kona í gær og önnur sendi skilaboð og þakkaði fyrir átakið með orðunum „Ég finn svo sterkt að ég er ekki ein í þessu þegar ég mæti fólki sem gengur með slaufuna“. Í þessum fáu orðum kristallast hvernig Bleika slaufan er svo miklu meira en bleik slaufa. Hún er eins konar skilaboðaskjóða, sýnileg stuðningsyfirlýsing við málstaðinn og konur sem eru að takast á við krabbamein. Lítil slaufa með mikla þýðingu. Við hjá Krabbameinsfélaginu þökkum þjóðinni fyrir að sýna sinn stuðning í verki, kaupa og bera Bleiku slaufuna. Það er ómetanlegt. Þið breytið öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun