Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2024 09:44 Vladimír Pútín og Elon Musk eru sagðir tala reglulega saman um ýmis málefni. AP Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. Pútín er þar að auki sagður hafa beðið auðjöfurinn um að veita íbúum Taívan ekki aðgang að Starlink gervihnattarþyrpingunni, sem greiða við Xi Jinping, forseta Kína. Þetta hefur Wall Street Journal eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum, Evrópu og Rússlandi, bæði fyrrverandi og starfandi embættismönnum. Hann er ekki sagður liggja undir grun um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til Pútíns. WSJ segir að svo virðist sem að um leyndarmál sé að ræða innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og að málið þyki mjög viðkvæmt, vegna mikils stuðnings Musks við Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði og Pútín er einn helsti andstæðingur Bandaríkjanna. Musk er dyggur stuðningsmaður Trumps og hefur varið fúlgum fjár til framboðs hans. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er í nokkuð viðkvæmri stöðu vegna þess hve mikið Bandaríkjamenn reiða sig á SpaceX og tækni fyrirtækisins. SpaceX sendir geimfara Bandaríkjanna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og skýtur njósnagervihnöttum Bandaríkjanna á braut um jörðu. Musk á í umfangsmiklum viðskiptum við herafla og leyniþjónustur Bandaríkjanna og hefur mikla innsýn í helstu málefni Bandaríkjanna í geimnum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur til að mynda gert stóran samning við SpaceX, fyrirtæki Musks, um að byggja upp gervihnattaþyrpingu fyrir herinn. Þá er Musk með öryggisheimild og hefur aðgang að ýmsum leynilegum upplýsingum. Musk er einnig sagður hafa átt í samskiptum við aðra rússneska embættismenn og þar á meðal Sergei Kiriyenko, aðstoðarstarfsmannastjóra Kreml. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lýsti því yfir í september að Kiriyenko tæki virkan þátt í áróðursherferðum Rússa í Bandaríkjunum og að hann hefði stofnað til fjölmargra herferða, þar á meðal á X, samfélagsmiðli Musks, sem ætlað væri að hafa áhrif á kjósendur í Bandaríkjunum og grafa undan stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu. Sjá einnig: Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Musk var upprunalega eftir innrás Rússa í Úkraínu mikill stuðningsmaður Úkraínumanna, en úkraínski herinn hefur mikið reitt sig á Starlink og internetaðganginn sem gervihnattaþyrpingin veitir fólki. Musk gaf Úkraínumönnum fjölda tengistöðva og hafa þær meðal annars verið notaðar til að stýra smáum bátadrónum sem notaðir hafa verið til að sökkva rússneskum herskipum. Viðhorf Musks tók þó tiltölulega fljótt breytingum og var hann sakaður um að neita beiðni Úkraínumanna um að gera þeim kleift að nota Starlink til árása við Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega af Úkraínu árið 2014, og setti SpaceX frekari takmarkanir á notkun Úkraínumanna. Eins og fram kemur í grein WSJ sagði Musk að hann hefði gripið til þessara aðgerða því hann vildi ekki að Starlink yrði notað í hernaðarlegum tilgangi og að hann óttaðist að árásir Úkraínumanna á Rússa á Krímskaga myndi leiða til kjarnorkustyrjaldar. Rússneskir hermenn nota Starlink einnig mikið í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: Pútín segir Musk óstöðvandi Heimildarmenn WSJ segja að undir lok árs 2022 hafi Musk átt í reglulegum samskiptum við rússneska embættismenn. Síðan þá eru hann og Pútín sagðir hafa átt í reglulegum samskiptum til dagsins í dag, samhliða aukinni gagnrýni Musks á stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og aukins stuðnings hans við Donald Trump. Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Donald Trump SpaceX Innrás Rússa í Úkraínu Elon Musk Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Pútín er þar að auki sagður hafa beðið auðjöfurinn um að veita íbúum Taívan ekki aðgang að Starlink gervihnattarþyrpingunni, sem greiða við Xi Jinping, forseta Kína. Þetta hefur Wall Street Journal eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum, Evrópu og Rússlandi, bæði fyrrverandi og starfandi embættismönnum. Hann er ekki sagður liggja undir grun um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til Pútíns. WSJ segir að svo virðist sem að um leyndarmál sé að ræða innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og að málið þyki mjög viðkvæmt, vegna mikils stuðnings Musks við Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði og Pútín er einn helsti andstæðingur Bandaríkjanna. Musk er dyggur stuðningsmaður Trumps og hefur varið fúlgum fjár til framboðs hans. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er í nokkuð viðkvæmri stöðu vegna þess hve mikið Bandaríkjamenn reiða sig á SpaceX og tækni fyrirtækisins. SpaceX sendir geimfara Bandaríkjanna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og skýtur njósnagervihnöttum Bandaríkjanna á braut um jörðu. Musk á í umfangsmiklum viðskiptum við herafla og leyniþjónustur Bandaríkjanna og hefur mikla innsýn í helstu málefni Bandaríkjanna í geimnum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur til að mynda gert stóran samning við SpaceX, fyrirtæki Musks, um að byggja upp gervihnattaþyrpingu fyrir herinn. Þá er Musk með öryggisheimild og hefur aðgang að ýmsum leynilegum upplýsingum. Musk er einnig sagður hafa átt í samskiptum við aðra rússneska embættismenn og þar á meðal Sergei Kiriyenko, aðstoðarstarfsmannastjóra Kreml. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lýsti því yfir í september að Kiriyenko tæki virkan þátt í áróðursherferðum Rússa í Bandaríkjunum og að hann hefði stofnað til fjölmargra herferða, þar á meðal á X, samfélagsmiðli Musks, sem ætlað væri að hafa áhrif á kjósendur í Bandaríkjunum og grafa undan stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu. Sjá einnig: Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Musk var upprunalega eftir innrás Rússa í Úkraínu mikill stuðningsmaður Úkraínumanna, en úkraínski herinn hefur mikið reitt sig á Starlink og internetaðganginn sem gervihnattaþyrpingin veitir fólki. Musk gaf Úkraínumönnum fjölda tengistöðva og hafa þær meðal annars verið notaðar til að stýra smáum bátadrónum sem notaðir hafa verið til að sökkva rússneskum herskipum. Viðhorf Musks tók þó tiltölulega fljótt breytingum og var hann sakaður um að neita beiðni Úkraínumanna um að gera þeim kleift að nota Starlink til árása við Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega af Úkraínu árið 2014, og setti SpaceX frekari takmarkanir á notkun Úkraínumanna. Eins og fram kemur í grein WSJ sagði Musk að hann hefði gripið til þessara aðgerða því hann vildi ekki að Starlink yrði notað í hernaðarlegum tilgangi og að hann óttaðist að árásir Úkraínumanna á Rússa á Krímskaga myndi leiða til kjarnorkustyrjaldar. Rússneskir hermenn nota Starlink einnig mikið í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: Pútín segir Musk óstöðvandi Heimildarmenn WSJ segja að undir lok árs 2022 hafi Musk átt í reglulegum samskiptum við rússneska embættismenn. Síðan þá eru hann og Pútín sagðir hafa átt í reglulegum samskiptum til dagsins í dag, samhliða aukinni gagnrýni Musks á stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og aukins stuðnings hans við Donald Trump.
Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Donald Trump SpaceX Innrás Rússa í Úkraínu Elon Musk Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira