Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2024 09:44 Vladimír Pútín og Elon Musk eru sagðir tala reglulega saman um ýmis málefni. AP Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. Pútín er þar að auki sagður hafa beðið auðjöfurinn um að veita íbúum Taívan ekki aðgang að Starlink gervihnattarþyrpingunni, sem greiða við Xi Jinping, forseta Kína. Þetta hefur Wall Street Journal eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum, Evrópu og Rússlandi, bæði fyrrverandi og starfandi embættismönnum. Hann er ekki sagður liggja undir grun um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til Pútíns. WSJ segir að svo virðist sem að um leyndarmál sé að ræða innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og að málið þyki mjög viðkvæmt, vegna mikils stuðnings Musks við Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði og Pútín er einn helsti andstæðingur Bandaríkjanna. Musk er dyggur stuðningsmaður Trumps og hefur varið fúlgum fjár til framboðs hans. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er í nokkuð viðkvæmri stöðu vegna þess hve mikið Bandaríkjamenn reiða sig á SpaceX og tækni fyrirtækisins. SpaceX sendir geimfara Bandaríkjanna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og skýtur njósnagervihnöttum Bandaríkjanna á braut um jörðu. Musk á í umfangsmiklum viðskiptum við herafla og leyniþjónustur Bandaríkjanna og hefur mikla innsýn í helstu málefni Bandaríkjanna í geimnum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur til að mynda gert stóran samning við SpaceX, fyrirtæki Musks, um að byggja upp gervihnattaþyrpingu fyrir herinn. Þá er Musk með öryggisheimild og hefur aðgang að ýmsum leynilegum upplýsingum. Musk er einnig sagður hafa átt í samskiptum við aðra rússneska embættismenn og þar á meðal Sergei Kiriyenko, aðstoðarstarfsmannastjóra Kreml. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lýsti því yfir í september að Kiriyenko tæki virkan þátt í áróðursherferðum Rússa í Bandaríkjunum og að hann hefði stofnað til fjölmargra herferða, þar á meðal á X, samfélagsmiðli Musks, sem ætlað væri að hafa áhrif á kjósendur í Bandaríkjunum og grafa undan stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu. Sjá einnig: Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Musk var upprunalega eftir innrás Rússa í Úkraínu mikill stuðningsmaður Úkraínumanna, en úkraínski herinn hefur mikið reitt sig á Starlink og internetaðganginn sem gervihnattaþyrpingin veitir fólki. Musk gaf Úkraínumönnum fjölda tengistöðva og hafa þær meðal annars verið notaðar til að stýra smáum bátadrónum sem notaðir hafa verið til að sökkva rússneskum herskipum. Viðhorf Musks tók þó tiltölulega fljótt breytingum og var hann sakaður um að neita beiðni Úkraínumanna um að gera þeim kleift að nota Starlink til árása við Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega af Úkraínu árið 2014, og setti SpaceX frekari takmarkanir á notkun Úkraínumanna. Eins og fram kemur í grein WSJ sagði Musk að hann hefði gripið til þessara aðgerða því hann vildi ekki að Starlink yrði notað í hernaðarlegum tilgangi og að hann óttaðist að árásir Úkraínumanna á Rússa á Krímskaga myndi leiða til kjarnorkustyrjaldar. Rússneskir hermenn nota Starlink einnig mikið í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: Pútín segir Musk óstöðvandi Heimildarmenn WSJ segja að undir lok árs 2022 hafi Musk átt í reglulegum samskiptum við rússneska embættismenn. Síðan þá eru hann og Pútín sagðir hafa átt í reglulegum samskiptum til dagsins í dag, samhliða aukinni gagnrýni Musks á stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og aukins stuðnings hans við Donald Trump. Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Donald Trump SpaceX Innrás Rússa í Úkraínu Elon Musk Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Pútín er þar að auki sagður hafa beðið auðjöfurinn um að veita íbúum Taívan ekki aðgang að Starlink gervihnattarþyrpingunni, sem greiða við Xi Jinping, forseta Kína. Þetta hefur Wall Street Journal eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum, Evrópu og Rússlandi, bæði fyrrverandi og starfandi embættismönnum. Hann er ekki sagður liggja undir grun um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til Pútíns. WSJ segir að svo virðist sem að um leyndarmál sé að ræða innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og að málið þyki mjög viðkvæmt, vegna mikils stuðnings Musks við Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði og Pútín er einn helsti andstæðingur Bandaríkjanna. Musk er dyggur stuðningsmaður Trumps og hefur varið fúlgum fjár til framboðs hans. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er í nokkuð viðkvæmri stöðu vegna þess hve mikið Bandaríkjamenn reiða sig á SpaceX og tækni fyrirtækisins. SpaceX sendir geimfara Bandaríkjanna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og skýtur njósnagervihnöttum Bandaríkjanna á braut um jörðu. Musk á í umfangsmiklum viðskiptum við herafla og leyniþjónustur Bandaríkjanna og hefur mikla innsýn í helstu málefni Bandaríkjanna í geimnum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur til að mynda gert stóran samning við SpaceX, fyrirtæki Musks, um að byggja upp gervihnattaþyrpingu fyrir herinn. Þá er Musk með öryggisheimild og hefur aðgang að ýmsum leynilegum upplýsingum. Musk er einnig sagður hafa átt í samskiptum við aðra rússneska embættismenn og þar á meðal Sergei Kiriyenko, aðstoðarstarfsmannastjóra Kreml. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lýsti því yfir í september að Kiriyenko tæki virkan þátt í áróðursherferðum Rússa í Bandaríkjunum og að hann hefði stofnað til fjölmargra herferða, þar á meðal á X, samfélagsmiðli Musks, sem ætlað væri að hafa áhrif á kjósendur í Bandaríkjunum og grafa undan stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu. Sjá einnig: Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Musk var upprunalega eftir innrás Rússa í Úkraínu mikill stuðningsmaður Úkraínumanna, en úkraínski herinn hefur mikið reitt sig á Starlink og internetaðganginn sem gervihnattaþyrpingin veitir fólki. Musk gaf Úkraínumönnum fjölda tengistöðva og hafa þær meðal annars verið notaðar til að stýra smáum bátadrónum sem notaðir hafa verið til að sökkva rússneskum herskipum. Viðhorf Musks tók þó tiltölulega fljótt breytingum og var hann sakaður um að neita beiðni Úkraínumanna um að gera þeim kleift að nota Starlink til árása við Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega af Úkraínu árið 2014, og setti SpaceX frekari takmarkanir á notkun Úkraínumanna. Eins og fram kemur í grein WSJ sagði Musk að hann hefði gripið til þessara aðgerða því hann vildi ekki að Starlink yrði notað í hernaðarlegum tilgangi og að hann óttaðist að árásir Úkraínumanna á Rússa á Krímskaga myndi leiða til kjarnorkustyrjaldar. Rússneskir hermenn nota Starlink einnig mikið í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: Pútín segir Musk óstöðvandi Heimildarmenn WSJ segja að undir lok árs 2022 hafi Musk átt í reglulegum samskiptum við rússneska embættismenn. Síðan þá eru hann og Pútín sagðir hafa átt í reglulegum samskiptum til dagsins í dag, samhliða aukinni gagnrýni Musks á stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og aukins stuðnings hans við Donald Trump.
Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Donald Trump SpaceX Innrás Rússa í Úkraínu Elon Musk Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira