Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2024 11:53 Verðlag hefur hækkað mjög í Rússlandi á milli ára. AP/Dmitri Lovetsky Stjórn seðlabanka Rússlands ákvað í morgun að hækka stýrivexti þar í landi um tvö prósentustig, eða úr nítján prósentum í 21 prósent. Líklegt er að þeir verði hækkaðir meira í desember. Moscow Times segir sérfræðinga hafa búist við eins prósentustigs hækkun, þar sem verðbólga er enn mjög mikil og vaxandi í Rússlandi, en að tvö prósentustig hafi komið á óvart. Stýrivextir hafa ítrekað verið hækkaðir á þessu ári. Þá segir stjórnin þörf á frekari aðgerðum til að sporna gegn verðbólgu. Í yfirlýsingu frá stjórn seðlabankans segir einnig að atvinnuleysi sé gífurlega lítið og að víða í hagkerfinu sé skortur á vinnuafli. Laun hafi því hækkað umfram framleiðni. Samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, hafa stýrivextir ekki verið hærri í Rússlandi frá árinu 2013. Þeir voru tuttugu prósent í febrúar 2022. Næsta ákvörðun um stýrivexti verður tekin í desember og er mögulegt að vextirnir verði hækkaðir enn meira þá. Russia's Central Bank hikes its key rate to 21%.It's the highest rate of the Putin era.https://t.co/PuptHPoM9v pic.twitter.com/DpD0NpsqiA— Janis Kluge (@jakluge) October 25, 2024 Hærri stýrivextir ólíklegir til árangurs Verðlag í Rússlandi hækkaði um 9,8 prósent í september, borið saman við september í fyrra, en í ágúst var sama hækkun 7,5 prósent. Verðbólga var 9,1 prósent í september og 7,7 prósent í ágúst. Rússland hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar í Úkraínu og á sama tíma hafa útgjöld til varnarmála og hergagnaframleiðslu aukist til muna. Áætlað er að útgjöldin þetta árið verði nærri því níu prósent af vergri landsframleiðslu Rússlands á, sem er hlutfall sem hefur ekki sést frá dögum Sovétríkjanna, samkvæmt frétt Moscow Times. Þá hefur miðilinn eftir sérfræðingum að þar sem aukin eyðsla er að svo miklu leyti keyrð áfram af ríkinu, sem er ekki jafn bundið stýrivöxtum og aðrir, séu vextirnir ekki mjög skilvirkt tól gegn verðbólgu. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44 Neitar ekki liðsstyrk frá Norður-Kóreu Vladimir Pútín Rússlandsforseti neitaði því ekki á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sent um 3.000 hermenn til Rússlands. 25. október 2024 06:53 Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Moscow Times segir sérfræðinga hafa búist við eins prósentustigs hækkun, þar sem verðbólga er enn mjög mikil og vaxandi í Rússlandi, en að tvö prósentustig hafi komið á óvart. Stýrivextir hafa ítrekað verið hækkaðir á þessu ári. Þá segir stjórnin þörf á frekari aðgerðum til að sporna gegn verðbólgu. Í yfirlýsingu frá stjórn seðlabankans segir einnig að atvinnuleysi sé gífurlega lítið og að víða í hagkerfinu sé skortur á vinnuafli. Laun hafi því hækkað umfram framleiðni. Samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, hafa stýrivextir ekki verið hærri í Rússlandi frá árinu 2013. Þeir voru tuttugu prósent í febrúar 2022. Næsta ákvörðun um stýrivexti verður tekin í desember og er mögulegt að vextirnir verði hækkaðir enn meira þá. Russia's Central Bank hikes its key rate to 21%.It's the highest rate of the Putin era.https://t.co/PuptHPoM9v pic.twitter.com/DpD0NpsqiA— Janis Kluge (@jakluge) October 25, 2024 Hærri stýrivextir ólíklegir til árangurs Verðlag í Rússlandi hækkaði um 9,8 prósent í september, borið saman við september í fyrra, en í ágúst var sama hækkun 7,5 prósent. Verðbólga var 9,1 prósent í september og 7,7 prósent í ágúst. Rússland hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar í Úkraínu og á sama tíma hafa útgjöld til varnarmála og hergagnaframleiðslu aukist til muna. Áætlað er að útgjöldin þetta árið verði nærri því níu prósent af vergri landsframleiðslu Rússlands á, sem er hlutfall sem hefur ekki sést frá dögum Sovétríkjanna, samkvæmt frétt Moscow Times. Þá hefur miðilinn eftir sérfræðingum að þar sem aukin eyðsla er að svo miklu leyti keyrð áfram af ríkinu, sem er ekki jafn bundið stýrivöxtum og aðrir, séu vextirnir ekki mjög skilvirkt tól gegn verðbólgu.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44 Neitar ekki liðsstyrk frá Norður-Kóreu Vladimir Pútín Rússlandsforseti neitaði því ekki á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sent um 3.000 hermenn til Rússlands. 25. október 2024 06:53 Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44
Neitar ekki liðsstyrk frá Norður-Kóreu Vladimir Pútín Rússlandsforseti neitaði því ekki á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sent um 3.000 hermenn til Rússlands. 25. október 2024 06:53
Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03