Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2024 11:53 Verðlag hefur hækkað mjög í Rússlandi á milli ára. AP/Dmitri Lovetsky Stjórn seðlabanka Rússlands ákvað í morgun að hækka stýrivexti þar í landi um tvö prósentustig, eða úr nítján prósentum í 21 prósent. Líklegt er að þeir verði hækkaðir meira í desember. Moscow Times segir sérfræðinga hafa búist við eins prósentustigs hækkun, þar sem verðbólga er enn mjög mikil og vaxandi í Rússlandi, en að tvö prósentustig hafi komið á óvart. Stýrivextir hafa ítrekað verið hækkaðir á þessu ári. Þá segir stjórnin þörf á frekari aðgerðum til að sporna gegn verðbólgu. Í yfirlýsingu frá stjórn seðlabankans segir einnig að atvinnuleysi sé gífurlega lítið og að víða í hagkerfinu sé skortur á vinnuafli. Laun hafi því hækkað umfram framleiðni. Samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, hafa stýrivextir ekki verið hærri í Rússlandi frá árinu 2013. Þeir voru tuttugu prósent í febrúar 2022. Næsta ákvörðun um stýrivexti verður tekin í desember og er mögulegt að vextirnir verði hækkaðir enn meira þá. Russia's Central Bank hikes its key rate to 21%.It's the highest rate of the Putin era.https://t.co/PuptHPoM9v pic.twitter.com/DpD0NpsqiA— Janis Kluge (@jakluge) October 25, 2024 Hærri stýrivextir ólíklegir til árangurs Verðlag í Rússlandi hækkaði um 9,8 prósent í september, borið saman við september í fyrra, en í ágúst var sama hækkun 7,5 prósent. Verðbólga var 9,1 prósent í september og 7,7 prósent í ágúst. Rússland hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar í Úkraínu og á sama tíma hafa útgjöld til varnarmála og hergagnaframleiðslu aukist til muna. Áætlað er að útgjöldin þetta árið verði nærri því níu prósent af vergri landsframleiðslu Rússlands á, sem er hlutfall sem hefur ekki sést frá dögum Sovétríkjanna, samkvæmt frétt Moscow Times. Þá hefur miðilinn eftir sérfræðingum að þar sem aukin eyðsla er að svo miklu leyti keyrð áfram af ríkinu, sem er ekki jafn bundið stýrivöxtum og aðrir, séu vextirnir ekki mjög skilvirkt tól gegn verðbólgu. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44 Neitar ekki liðsstyrk frá Norður-Kóreu Vladimir Pútín Rússlandsforseti neitaði því ekki á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sent um 3.000 hermenn til Rússlands. 25. október 2024 06:53 Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira
Moscow Times segir sérfræðinga hafa búist við eins prósentustigs hækkun, þar sem verðbólga er enn mjög mikil og vaxandi í Rússlandi, en að tvö prósentustig hafi komið á óvart. Stýrivextir hafa ítrekað verið hækkaðir á þessu ári. Þá segir stjórnin þörf á frekari aðgerðum til að sporna gegn verðbólgu. Í yfirlýsingu frá stjórn seðlabankans segir einnig að atvinnuleysi sé gífurlega lítið og að víða í hagkerfinu sé skortur á vinnuafli. Laun hafi því hækkað umfram framleiðni. Samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, hafa stýrivextir ekki verið hærri í Rússlandi frá árinu 2013. Þeir voru tuttugu prósent í febrúar 2022. Næsta ákvörðun um stýrivexti verður tekin í desember og er mögulegt að vextirnir verði hækkaðir enn meira þá. Russia's Central Bank hikes its key rate to 21%.It's the highest rate of the Putin era.https://t.co/PuptHPoM9v pic.twitter.com/DpD0NpsqiA— Janis Kluge (@jakluge) October 25, 2024 Hærri stýrivextir ólíklegir til árangurs Verðlag í Rússlandi hækkaði um 9,8 prósent í september, borið saman við september í fyrra, en í ágúst var sama hækkun 7,5 prósent. Verðbólga var 9,1 prósent í september og 7,7 prósent í ágúst. Rússland hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar í Úkraínu og á sama tíma hafa útgjöld til varnarmála og hergagnaframleiðslu aukist til muna. Áætlað er að útgjöldin þetta árið verði nærri því níu prósent af vergri landsframleiðslu Rússlands á, sem er hlutfall sem hefur ekki sést frá dögum Sovétríkjanna, samkvæmt frétt Moscow Times. Þá hefur miðilinn eftir sérfræðingum að þar sem aukin eyðsla er að svo miklu leyti keyrð áfram af ríkinu, sem er ekki jafn bundið stýrivöxtum og aðrir, séu vextirnir ekki mjög skilvirkt tól gegn verðbólgu.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44 Neitar ekki liðsstyrk frá Norður-Kóreu Vladimir Pútín Rússlandsforseti neitaði því ekki á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sent um 3.000 hermenn til Rússlands. 25. október 2024 06:53 Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira
Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44
Neitar ekki liðsstyrk frá Norður-Kóreu Vladimir Pútín Rússlandsforseti neitaði því ekki á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sent um 3.000 hermenn til Rússlands. 25. október 2024 06:53
Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03